Morgunblaðið - 26.06.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.06.1964, Blaðsíða 3
Föstudagur 26. júní 1964 MORGUNBLAÐIÐ 3 mimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii E ÞAÐ bar til tíðinda i Kópa- P vogi i gær, að fyrsta flutninga skipið lestaði vörur í höfn- inni þ-ar. Var það Jarlinn, sem Gunnar Halldórsson, útgerðar = maður keypti fyrir skömmu. S Gunnar starfrækir nú frysti- S húsið í Kópavogi og var skip- E að út mjöli frá því í gær. Einn E ig lestaði Jarlinn i Kópavögi S mjöl.frá Keflavik. Skipið held = ur í dag til Hornafjarðar og S síðan til Cork og Dublin. Bæjarstjórinn í Kópavogi, = Hjálmar Ólafsson, og bæjar- S verkfræðingur, Páll Hannes- = son, sem jafnframt er hafnar- M stjóri, voru um borð í Jarhn- {§ um, ásamt útgerðarmann; og = skipstjóranum, Guðmundi S Kristinssyni, og nokkrum gest S um, þegar blaðamenn Morgun g blaðsins bar að garði í gær- S dag. Flutti bæjarstjórinn ræðu = af þessu tilefni og kvaðst vona M að fleiri skip notfærðu sér A bryggjunni í Kopavogi. Talið fra vinstri: Hjalmar Ólafsson, bæjarstjóri; Guðmundur Krist- insson, skipstjóri á Jarlinum; Gunnar Halldórsson, eigandi skipsins; og Páll Hannesson, bæjar- verkfræðingur og hafnarstjóri í Kópavogi. | Flutningaskip lestar í Kópavogi = Mjöli skipað um borð í Jarlinn í Kópavogi. höfnina í Kópavogi, sem komið M gæti að góðum notum, ginkum E þegar þéttskipað er við bryggj M ur í Reykjavík og Hafnar- [§ firði. S Skipstjórinn kvað innsigling = una ágæta og engum vand- b kvæðum bundið að sigla Jarl- 1 inum, sem er 665 lestir, upp = að bryggjunni, hvort sem er = á flóði eða fjöru. Hafnarstjór- M • inn sagði, að skip, allt að 1200 M lestum, ættu að geta siglt inn 1 á höfnina og lestað við = bryggjuhausinn, þar sem dýp M ið er 16 fet. Hafnsögumenn í j§ Reykjavík munu lóðsa skip j§ inn í Kópavogshöfn, að § minnsta kosti fyrst um sinn. § Gunnar Halldórsson skýrði = svo frá, að Jarlinn mundi jjj koma til Kópavogs og lesta 1 þar vörur öðru hverju. Einn- M ig væri ætlunin að sigla til M Grindavíkur og lesta þar. § Grindvíkingar hafa annars § þurft að flytja allt á vörubíl- M um til Keflavíkur. Ekki verð- = ur þó siglt til Grindavíkur í = þessari ferð. M í frystihúsinu í Kópavogi i= vinna nú, að sögn Gunnars, § um 120 Kópavogsbúar, flést § ungimenni. Er verið að frysta |j humar um þessar mundir. aiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii Sóilonícs Thoikelsson lótinn 6Ú FREGN hefir borizt hingað vestan yfir haf, að hinn mæti Vestur-íslendingur Sóffanías Thorkelsson væri látinn, hátt á niræðisaldri. Ha»n var fæddur í Svarfaðardal í Eyjafjarðar- eýslu og uppalin* þar til tvítugs- eldurs. Var þá fárra kosta völ Ihér á landi, og tók hann það ráð, svo sem fleiri, að hverfa af landi burt og fluttist til Canada. Bjó hann lengst af í Winnipeg og vann þar hörðum höndum, en tfyrir vit og mikla atorku tókst honum að vinna sig upp til mann dóms og góðra efna. Stofnaði hann kassagerð þar í borg, sem brátt varð allmikið fyrirtæki. Sóffanías var tvíkvæntur. Nokkur börn átti hann með fyrri konu sinni, en síðari kona hans var Sigrún Sigurgeirsdóttir héð- an úr Reykjavik, en hana missti hann um aldur fram fyrir tveim árum. Eftir að synir Sóffanisar voru komnir upp, tóku þeir við fyrir- tæki hans í Winnipeg, en sjálfur fluttist hann með siðari konu sinni vestur að hinu sólrika Kyrrahafi og bjó í Victoria á Vancouveréy ju. Sóffanís var maður rammis- lenzkur í anda, enda þótt hann byggi áratugi fjarri ættjörð sinni og talaði svo islenzka. tungu eins og hann hefði aldrei úr Svarfaðar dal farið. Hann fylgdist jafnan með íslenzkum málum og studdi framfarafyrirtæki hér heima með hollum ráðum og fjárfram- lögum. Heimili þeirra hjóna stóð jafnan íslendingum opið, og margir eru þeir, báðum megin hafsins, sem mega minnast þeirra hjóna með virðingu og þökk. K. S. Lestað lýsi og mjöl AKRANESI, 25. ji»i — Það eru tiðar skipakomur til Síldar- og tfiskimjölsvarksmiðjunnar. Hing að kom Ms. Stapafell í gær og lestaði 49 tonn af lýsi og Ms. Lyse Jörg kom í dag og tók 225 tonn af síldarmjöli og 46 tonn af fiskimjöii. Humarbáturinn Fiskaskagi kom inn í dag af miðunum út af Hornafirði og landaði 1063 kg. af slitnum humar. — Oddur. Ungir menn vinna við útskipunina. STAKSTEINAR Beit á agnið 1 ÞESSUM dá.lkum hefur stund- um verið efazt um hollustu Þór- arins Þórarinssonar, ritstjóra „Tímans“, við málstað vestrænna þjóða. Blað hans hefur athuga- semdalaust birt árásir á Atlants- hafsbandalagið, þótt ritstjórinn hafi hins vegar tekið þátt í starfi áhugamanna um vestræna sam- . vinnu. Er engu líkara en hann vilji bera kápuna á báðum öxl- um, til þess að geta þóknazt kommúnista elementum Fram- sóknarflokksins og Varðbergs- mönnum til skiptis. Gott dæmi um það, hvernig ritstjórinn þóknast hinum fyrr- nefn'du, er að finna í erlendu yfirliti hans í málgagni sinu sl. miðvikudag. Þar dregur hann taum Ulbrichts og deilir á Vest- ur-Þjóðverja í máli, sem Ulbricht hefur sett á svið í áróðurskyni. Ætti hinum ötula lesanda og þýðanda erlendra blaða- og tímaritsgreina, Þórarni Þórarins- syni, þó að vera mætavel ljóst, hvernig það mál er í pottinn búið. — En hann beit sem sagt á a,gnið, eins og tilgangur Ul- brichts var. Ekki skal dómur á það lagður hér, hvort hér er nm að ræða ofurlítinn þakklætis- vott ritstjórans fyrir boðsferðir austur eftir. Augljós áróðurstilgangur 14. apríl sl. lýsti Ulbricht þvi yfir, að hugsanlegt væri að Ieyfa sólu ákveðinna vestur-þýzkra blaða í A-Þýzklandi gegn þvi, að „Neues Deutschland“, mál- gagn a-þýzkra kommúnista, yrði selt í V-Þýzkalandi. 5. maí tók a-þýzki fulltrúinn fyrir sam- þýzk viðskipti, Behrend, málið upp við v-þýzka fulltrúann, Leopold, sem Iýsti þegar sam- þykki sínu fyrir hönd Bonn- stjórnarinnar. Málig var því komið á góðan rekspöl, þegar Behrend lýsti því yfir á öðrum fundinum um málið, að hér væri um svo mikilvægt mál að ræða, að ekki væri unnt að semja um það nema með beinum samning- um milli v-þýzku stjórnarinnar og leppstjórnarinnar á sovézka hernámssvæðinu.- Þetta vissi anstur-þýzka stjórnin fullvel að jafngilti því, að málið væri úr sögunni. Hér var einungis um að ræða enn eina tilraun hinnar vesölu leppstjórnar Ulbricts til þess að afla sér viðurkenningar Bonnstjórnarinnar. Hefði Bonn- stjórnin gengið að þessum skil- málum, hefði hún þar með geng- ið í berhögg við fyrri stefnu sína; kúvent fyrirvaralaust. Aróðurstilgangurinn er enn augljósari, þegar þess er gætt, að algerlega vandalaust var að afgreiða málið skv. viðskipta- samningnum milli V-Þýzkalands og sovézka hernámssvæðisins. Þar er einmitt klásúla um gagn- kvæm skipti á prentuðu máli. Hefur þegar reynt á þá grein samningsins, því að skv. henni flytur austur-þýzka stjórnin inn handa sjálfri sér 2.000 eintök af vestur-þýzkum blöðum á dag, og Vestur-Þjóðverjar knupa á móti 2.500 eintök af austur-þýzk- um dagblöðum. Óþarft og óaðgengilegt skilyrði Krafa Ulbricts um beina stjórnarsamninga vegna þessa máls var því bæði óþörf og óaðgengileg, eins og hann hefur að sjáJfsögðu vitað. Hér var einungis um ómerkilegt áróðurs- atriði að ræða, sem fáir gleyptu við utan raða kommúnista, nema auðvitað einn islenzur ritstjóri. Hann segir það „óskiljanlegt“, að v-þýzka stjórnin „skyldi ekki fallast á“ tillöguna. Stafar þetta af vanþekkingu eða einhverju Iöðru? * * > M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.