Morgunblaðið - 26.06.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.06.1964, Blaðsíða 10
10 MORGUNB* AftfÐ Föstudagur 26. júní 1964 Þeir tímar eru löngu liðnir komi og fari fyrirvar Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, rekur sögu tæknibyltingar í síld- veiðum Islendinga í fyrirlestri á norrænu fiskimálaráðstefnunni i iiMiiiiiimiiiiiiiiiiimimmiMiii ii 1111111111111 iimiiii tiiii iniiii 111111111111 n l JAKOB Jakabsson, ÍLskifræðinguf, rakti í gær i 9. norrænu = fiskimálaráðstefnunni sögu síldveiða íslendinga og þá þró- 1 un sem orðið hefur á þeim og leitt til þess, að fjöldi er- \ lendra sérfræðinga hefur flykkzt til íslands til að kynna sér | nýtízku veiðitækni , sem margfaldað hefur síldarafla ís- I lendinga og gert hann árvissann. 1 Fyririestur Jakobs hefur vakið mikla athygli og hefur | Morgunblaðið fengið leyfi hans til að birta hann í heild. | Fyrirlesturinn var skrifaður á norsku og er hann hér í l lauslegri þýðingu. • mmimimiMmmmmmmmiiMimmmmmmmmm I»róun íslenzkra síldveiða með snurpinót undanfarin ár. FISKVEIÐIt>JÓÐIR heims hafa veitt því athygli síðari árin hve íslenzku síldveiðunum hefur fleygt fram og veiðin aukizt. — Fjöldi spurulla gesta hefur þess vegna gist ísland upp á síðkastið — sérfræðingar frá öllum hom- um heims, sem vilja fá að vita hvernig á því standi að okkur hafi tekizt að auka svo fiskveið- ar, sem á ámnum 1945—1955 gáfu af sér 10—14 þúsund tonn á ári, að aflinn s.l. þrjú ár, 1961 —1963 hafi numið hvorki meira né minna en 300—4&8 þúsund tonnum. Sé leitað skýringar á þessum mikla vexti verður að sjálfsögðu ekki fyrir manni nein eki orsök eða einn þáttur. Ástæðurnar til velgengni íslenzka síldarflotans er þvert á móti að leita í flóknu samstarfi fjölda þátta, sem flutt hafa íslenzkum fiskimönnum og íslendingum yfirleitt, mikia vel- megun. Ég ætla að reyna hér í dag að gera stutta grein fyrir því hverj- ir þessir þættir eru. 1. Síldarstofnamir og göngur þeirra. Fyrstu fjóra áratugina sem ís- lendingar stunduðu síldveiðar með snurpinót (1904—1944) voru það dæmigerðar strandveiðar. Mikilvægustu fiskimiðin vom inni í flóum og fjörðum á norð- urströnd landsins eða rétt utan þeirra allan þennan tíma. Þrátt fyrir töluverðar rannsóknir snemma á áfunum var það ekki fyrr en dr. Árni Friðriksson (sem þá var forstöðumaður Fiskideild- ar Atvinnudeildar Háskólans), setti fram kenningar sínar um — síldina úti fyrir norðurströndum __Norðurlandssíldina — að skrið ur skriður komst á að greina síld arstofnana sem veiðin byggðist á. Enda þótt kenningar þessar væru birtar laust fynr lok f jorða áratugsins, og aftur í aukinni og endurskoðaðri. útgáfu árið 1944, var ekki hægt að ganga úr skugga um hversu þær stæðust fyrr en eftir heimsstyrjöldina, í lok fimmta áratugs _og byrjun hins sjötta. Það kom í ljós, fyrir nána samvinnu Dr. Áma Friðriks sonar og norskra samstarfsmanna hans, og dugmikilla manna við stjóm þessara mála, bæði á ís- landi og Noregi, að árið 1948 var hægt að merkja síld í Atlantshaf- inu með góðum árangri. Árangur inn varð þeim mun meiri og a- nægjulegri sem merkt síki veidd ist beggja vegna hafsins milli Noregs og íslands þegar næsta ár Á ámnum milli 1950 og 1960 voru þessar síldargöngur yfir haf ið svo áreiðanlegar að endur- veiði síldar, sem merkt hafði ver ið við Norðurland, á vetrarver- tíð í Noregi, var notuð til þess að áætla heildarstærð norska sild arstofnsins. Merkingartilraunirnar hafa • ll■lll••lll•lllllll■lmnii 111111111111 iiiiii•• •111111111111111 iii •• þannig ekki einungis sýnt fram á miklar síldargöngur, heldur hef- ur rétt meðhöndlun og úrvinnsla þeirra gagna sem fengizt hafa, stórum aukið þekkingu okkar á síldarstofnunum yfirleitt. Rannsóknir Dr. Árna FriðrikS sonar og síðari rannsóknir hafa leitt í ljós, að hin svokallaða „Norðurlandssíld“ er ekki einn síldarstofn, heldur breytileg teg- und tveggja íslenzkra og eins norsks stofns. Islenzka síldin gýt ur annað hvort í marz (vorgots- síld) eða í júíi (sumargötssíld), út af suðurströndinni, en norska síldin gýtur við vesturströnd Noregs í febrúar eða marz. Fiski- miðin úti fyrir norður- og austur ströndum fslands eru þess vegn^ fundarstaður allra þessara stofna á göngu þeirra í átuleit og er sá norski oftast mestur og þess vegna mest áberandi við sumar- síldveiðarnar. \ Göngurnar og allt atferli Og hættir hinna miklu síldarstofna setningu stóru síldargangnanna að sumrinu. 2. Staðsetning síldarinnar í hafinu við fsland. Síldarleit við snurpinótaveið- arnar við Norður-ísland var á árunum 1904—1953 nær eingöngu byggð á því að menn sæu með berum augum síldartorfumar koma upp á yfirborðið. Síldarleit úr lofti hófst þegar árið 1928 og er henni enn beitt. Meðan síldin gekk inn á grunnsævi við strend urnar kom hún nógu reglulega upp á yfirborðið til þess að mönn um yrði ljóst hinn mikli kostur síldarleitár úr lofti, þ.e. hversu vítt er hægt að fara yfir á skömmum tíma, ef vel viðrar til flugs. En þegar torfurnar eru lengra undan landi syndir síldin sjaldnar og ekki eins reglubundið upp á yfirborðið. Síldarleit úr lofti veidur þess vegna ekki eins áreiðanleg til þess að hafa upp á því hvar síldin sé þéttust. Gagnstætt því sem var um fjölda annars konar fiskveiðigreina olli hið lárétta bergmálsdýptarmæli- tæki engum verulegum breyting- um á leitartækni við síldveiðarn- ar fyrir Norðurlandi. Torfur vom oft mældar á bergmálsdýptarmæl inn meðan þær voru á ‘hreyfingu en yfirleitt reyndist mjög erfitt að staðsetja þær siðar á ný vegna hinnar takmörkuðu lóðréttu út- breiðslu þeirra. Hernaðarskjöl varðandi fiski- torfur sem fundizt höfðu með Kraftblökkin hefur gjörbreytt síldveiðunum ur kosturinn við slíkar asdic-rann sóknir að skrásetja líkleg veiðisvæði. Raunveruleg veiði byrjaði sjaldnast fyrr en torfurn ar gengu upp á yfirborðið. Upplýsingar um þessi svæði, sem vænleg virtust til árangurs vom síldarieit úr lofti mikil- væg stoð og stytta. Asdic-tæki voru fyrst sett í ís- ler.zk fiskiskip árið 1954 og síðan hafa æ fleiri íslenzkir fiskimenn lært að kasta pokanót utanum Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, sýndi skýringarmyndir með fyrirlestri sinum. Ljósm,: ól. K.M. breyttist mjög snögglega eftir notkun asdic-tækja (sem fyrst djúptliggjandi torfur. Eftir árið 1944. Síldin gekk ekki lengur inn á firðina og sjaldan komu menn niður á góðar torfur í hafinu nærri landi. Fiskveiðarnar brugð- ust og heildarársaflinn á snurpi- nótaveiðum minnkaði úr 150— 200 þúsund tonnum á árunum fyrir 1945 niður í 10—40 þúsund tonn árið 1945. Það fylgir jafnan allri veiði sem byggist á djúpsjávarfiski sá vandi að finna hann, og þegar síldin hvarf úr sjónum uppi við strendumar varð staðsetmngar- vandamálið fiskveiðimönnum mikið og aðkallandi vandamál. Það vildi því einstaklega heppi- lega til að merkingartilraunirnar á þessum tímum erfiðleika í fisk- iðnaðinum sýndi hinar miklu út- hafsgöngur norsku síldarinnar. Enda þótt menn vissu ekki eftir hvaða leiðum göngurnar færu, var grundvöllur lagður að stað- voru notuð til þess að finna kaf- báta í hafinu) ýtti undir norska vísindamenn að fá slík tæki á norskt rannsóknarskip. Með að- stoð þessarar tækni gerði norski vísindamaðurinn Finn Devold árið 1950 marga'r velheppnaðar tilraunir til þess að staðsetja síld artorfur úti á rúmsjó. Tveim ár- um síðar, 1953, var lárétt berg- málsdýptarmælitæki (sem kallað var asdic í Englandi og sonar í Bandaríkjunum) lcamið fyrir í íslenzka varðskipinu og rannsókn arskipinu „Ægir“. Á árunum milli 1950—’60 átti lágrétt berg- málsdýptarleit æ meiri þátt í að skrá síldartorfurnar úti fyrir norður- og austurströndum ís- lands og enn fremur voru þau not uð til þess að ganga úr skugga um ýmis smáatriði varðandi göng ur síldarinnar yfir úthafið. Frá árunum 1953—1958 var sá rnest- 1958 náði þessi aðferð töluverðri útbreiðslu. Síðastliðin fjögur ár hefur gildi asdic-rannsókna auk- izt verulega þar sem saman- hnappaðar góðar torfur, hvort heldur þær vaða grunnt eða djúpt, má nú sjá með hinum nýju aðferðum. Sumarið 1962 og 1963 leituðu þrjú íslenzk skip, undir stjórn leiðangursstjóra um borð í Ægi að staðaldri um allt fiskveiði- svæðið, sem spannað getur mörg hundruð sjómíiur. Síldarþyrping- arnar voru leitaðar uppi, fylgzt með hreyfingum þeirra. og flot- anum sendar skýrslur um hátta- lag síldartorfanna o.s.frv. Enginn vafi er á því að slík vinnuskipting með leitarskipuro annarsvegar og síldveiðiskipum hinsvegar er mjög mikilvæg og það er al- mennt álit monna að leitarskip- unum sé að þaklca töluverður hluti veiðarinnar, og jafnvel allt að 50% heildaraflans. Ef þessi þrjú skip hefðu tekið beinan pátt i síldveiðunum hefði mátt vænta þess að hlutur þeirra í veiðunum hefði verið svipaður meðalhlut hinna 220 síldarskipa þ.e.a.s. að aukning heildaraflans hefði ekki numið nema 1—2% í stað ca. 50%. Á þeim tíu árum sem liðin eru síð- an Asdic-tæki var sett um borð í Ægi hafa að sjálfsögðu verið farnar ótal rannsóknarfexðir á síldveiðisvæðunum. Enda þótt aðalmarkmið rannsóknarferða þessara hafi verið að skrásetja síldartorfurnar hefur það alla tíð verið til-siðs við fiskideild- ina að reyna að afla sem mestr- ax þekkingar á hinum ýmsu utan aðkomandi aðstæðum sem hugs- anlegt er að hafi áhrif á göngur síldarinnar og allt háttalag henn- ar. Þannig hafa farið fram margs kónar hafrannsóknir á grunn- sævi og frummyndum lífræns efriis, plantna og síðast en ekki sízt rannsókrir á háttum svifs- ins, hinnar mikilvægu fæðu síld- arinnar. Það hefur t.d. komið í Ijós á mörgum fyrri síldarvertíðum að hópun síldarinnar í torfur, sem er svo mikið atriði ti ] þess að snurpi nótaveiði gangi vel, er að mklu leyti undir því komin hversu mikið svif er fyrir í sjónum, og þá einkum hve mikið magn rauð átu. Síldin dreifir sér miklu meir ef hún nærist á öðrum lífverum, s.s. fiskaseyðum og krabbadýr- um. Enda þótt ekki hafi alltaf feng- ist í alla staði hagnýtur árangur af þessum rannsóknum hafa þær engu að síður verið ómetanleg aðstoð til handa þeim sem síðan var falið að skrásetja síldartorf- urnar og þyrpingar þeirra. Síld- veiðimenn og síldarfræðingar ættu að vera þeim þakklátir sem beint eða óbeint hafa stuðlað að því að auka þekkingu okkar á víxlverkunum utanaðkomandi áhrifa og á göngum síldarinnar og háttalagi. Það er svæðisrann- sóknunum að þakka að við get- um nú með nokkurri nákvæmni sagt fyrir um það, hvort skilyrði á vissu svæði verða — eftir t.d. 1 viku eða tvær — hagstæð eða óhagstæð með tilliti til síldarátu og því háttalagi síldartorfanna Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.