Morgunblaðið - 26.06.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.06.1964, Blaðsíða 15
Fostudagur 26. júní 1964 MORGU N BLAÐID 15 Pér Vilhjálmsson, borgardómari: Erindi Jónasar H. Haralz um „hlutverk embættismannsins' ÞAKKARVERT er, að í Morgun- biaðinu í dag er endurprentað erindi eftir hinn þjóðkunna hag- fræðing Jónas H. Haralz um „hlut verk embættismannsins“, en það hafði áður birzt í timariti, sem fáir sjá. Svo sem vænta mátti er erindi þetta hið athyglisverð- asta, og koma þar fram margar skarplegar athuganir og snjall- er hugleiðingar. Fyrr á árum var öllum almenningi vel Ijóst af dýrkeyptri reynslu, hve mikil- vægt er, að stjórnkerfið sé í góðu liorfi. Eftir að stjórnin fluttist inn-í landið, hefur athyglin beinzt frá þessu atriði, ef undan er skil- in kjördæmaskipunin. Er þetta iila farið, og hefði átt að nota tiokkuð aí þeim kröftum og |>eirri prentsvertu, sem á undan- förnum áratugum hefur verið eóað í ýmiss konar fánýtt þras, (til að ræða um hin fjöldamörgu álitaefni varðandi stjórnarfyrir- komulagið, t. d. um hlutverk em- bættismannsins. Af því tilefni, sem gefið hefur verið með bírt- ingu erindis Jónasar H. Haralz, iangar undirritaðan til að víkja «C nokkrum atriðum, sem við koma umræðuefni hans. Er til- gangurinn með þessum línum sá •C auðvelda umræður um þau valdamál, sem erindið fjallar vm. Ekki er rúm til að taka upp og ítreka hinar mörgu réttu og ekynsamlegu athugasemdir hag- fræðingsins, heldur verður að halda sér að hinu, sera virðist þarfnast nánari athugunar. Skal vikið að nokkrum einstökum at- riðum: 1. Jónas H. Haralz talar um ernbættismenn án þess að gera grein fyrir því, hverja hann tel- ur vera í þeim hópi. Eins og nánar greinir síðar, virðist hann itundum hafa í huga starfs- menn í stjórnarráðinu en þó oft- »r stærri hóp rí’kisstarfsmanna. Kemur þetta að nokkurri sök varðandi ýmis atriði erindisins. í lokakafla þess gerir Jónas það t.d. að tillögu sinni, að embættis- mönnum verði bannað að hafa r.fskipti af stjórnmálum. Hér þarf frekari skýringu. Telur hann að við íslenzkar aðstæður sé heppilegt að slíkt bann nái t. d. til háskólakennara, og sóknarpresta? Líklegt má telja, að fáir séu þeirrar skoðunar, en þó eru þessir starfshópar yfir- leitt teldir til embættismanna. 2. í erindi sinu bendir Jónas H Haralz réttilega á, að ekki hafi verið gerðar sögulegar at- huganir á viðhorfum embættis- tnanna í upphafi aldarinnar. Ástæða hefði verið til að leggja eérstaka áherzlu á, að of litlar fræðilegar athuganir hafa verið (ramkvæmdar svo vitað sé á etarfsemi íslenzka ríkisins eins og hún er nú. Að sönnu eru til ítarlegar greinargerðir um æðstu handhafa ríkisvaldsins og til- tölulega stuttar greinargerðir um stjórnkerfið og starfsemi hand- hafa framkvæmdavaldsins. Á þessum síðastnefndu sviðum er þó flest ókannað. Nefnt skal eitt dæmi um at- f:ði, sem kanna þyrfti, en undir- titaður telur vera með öðrum hætti en Jónas virðast ganga út frá: Það er skoðun Jónasar, að tilutur embættismannsins í •tjórnarstörfunum eigi að vera meiri og jákvæðari en nú er. Sá #em þessar línur ritar hafði um •keið tækifæri til að fylgjast *em áhorfandi i forsal stjórnmál- «nna með því, er fjallað var um hin mikilvægustu mál, sem rikið lét sig varða. Þótti mér þá oft »óg um, hve margar ákvarðanir voru raunverulega teknar af •mbættismönnum og hve litlu stjórnmálamenn fengu um þok- að Virðist mér, að í erindi Jón- asar komi ekki fram nægilega itarleg lýsing á núverandi verka- skiptingu embættis — og stjórn- málamanna og að hlutur embætt- ismannanna sé sagður minni en hann er. 3. Jónas lýsir í fyrri hluta er- indis síns stjórnkerfinu að nokkru. Hann segir, að embættis- mannastéttin sé fómenn og vikur sérstaklega að stjórnarráðinu. Ráðuneytisstjórar „ásamt örfá- um fulltrúum" fást að hans sögn Þór Vilhjálmsson. við „heljarstóra málaflokka, samgöngumól, iðr*aðarmál, menntamál heilbrigðismál . . . Ráðuneytin fjalla í raun og veru ekki um þá málaflokka, sem þau eru kennd við. Þau fjalla aðeins um ákveðin forms- atriði í tengslum við þessa mála- flókka. Að því leyti, sem um þessa málaflokka er fjallað í heild og reynt að kanna vanda- mál þeirra og móta stefnu, er það gert á öðrum vettvangi, og þá fyrst og fremst með skipun nefnda undir yfirstjórn ráð- herra eða Alþingis“. Þessi mynd er of órrákvæm til að geta orðið umræðugrundvöllur. Hér skortir t. d. á að nefnt sé, að landlæknir fjallar um heilbrigðismálin í heild. Vegamálastjóri, flugmála- stjóri og vita- og hafnamálastjóri fjalla um stór svið samgömgu- mála, og myndi verkaskipting eins og nú er milli þeirra vafalítið þurfa að vera milli ráðuneytis- starfsmanna, sem tækju við hlutverkum þeirra. Fræðslumála- stjóri fjallar um stórt svið menntamála. Allir eru þessir að- iiar embættismenn, og vefst fyrir undirrituðum, hvað unnið væri við að gera þá og starfslið þeirra að ráðuneytisstarfsmönn- um. Er mjög mismunandi, hvern- ig verkaskiptingu milli ráðu- neyta og annarra stofnana ríkis- ins er fyrir komið í nágranna- iöndum okkar, en nefna má, að í Danmörku hefur menntiamála- ráðuneytið nýlega verið minnkað og fyrri vekefni þess falin öðrum handhöfum ríkisvaldsins. 4 í erindi sínu ræðir Jónas H. Haralz, hvert hann telur eiga að vera hlutverk embættismannsins og hlutyerk stjórnmálamanns- ins. Þetta er kjarni málsins, sem vert væri að ræða ítarlega. Að þessu sinni skal þó aðeins vikið að einu atriði: L.ýðræðisins er að engu getið í erindinu. Jónas tel- ur, að embættismaðurinn eigi m.a. að „móta stefnuna", en stjórnmálamaðurinn m. a. að „leiðbeina embættismanninum í starfi hans við að móta stefnuna" og „að taka endanlegar ákvarð- anir um stefnuna“. Full þörf virðist vera á nánari skýringum. í því sambandi þarf m.a. að sJkýra hvernig þjóðarviljinn á að láta til sín taka. Hafa verður í huga, að það eru borgararnir sem heild, en hvorki embættis- né stjórnmálamaðurinn, sem eiga Vegaþjénusta FÍ6 að taka ákvarðanir um stefn- una í þjóðmálum. 5. í lokakáfla erindis síns van- metur Jónas H. Haralz að áliti undirritaðs þýðing'u hinar „form- legu“ hliðar á málum, sem koma tii ákvarðana opinberra aðila, þegar hann ræðir um hlutvérk lögfræðinga í stjórnsýslunni Telur hann lögfræðilegrar sér- þekkingar ekki þörf meðal em- bættismanna nema við meðferð dómsmála. Því má þó með engu móti gleyma, að jafnan verður að tryggja réttarörygg'i borgar- anna og gæta þess, að formleg heimild til aðgerða sé til staðar. Um þessi atriði hafa lögfræðing- ar sérþekkingu. I greinarkorni þessu, sem lesa verður í samhengi við erindi Jonasar H. Haralz, hafa verið settar fram nokkrar athuga- semdir við einstök atriði í er- irdinu. Aðalatriðið, sem um erindið er ag segja, er þó það, að í heild er það merkt og þarf- legt framlag til opinberra um- ræðna um velferðarmál þjóðar- innar. Er óskandi, að erindið verði til að koma af stað skoð- anaskiptum um stjónarhætti hér á landi, — það mikilvæga en vanrækta svið þjóðmálanna. 24. júní 1964 Þór Vilhjálnisson. Landspróf frá Kvenníiskólaiium NÚ í vor gengu 23 námsmeyjar undir landspróf í Kvennaskól- anum í Reykjavík. Framhalds- einkunn (6) náðu 22, þar af 16 1. einkunn. Tvær hlutu ágætiseinkunn, Anna Björg Halldórsdóttir, Hafnarfirði, 9.63 — en það er hæsta einkunn, sem tekin hefur verið á landsprófi við Kvennaskólann — og Lára Kalla Maack, Reykjavík, 9.48. VEGAÞJÓNUSTA Félags ís- lenzkra bifreiðaeigenda hefst n.k. laugardag og verður starfrækt allar helgar, þar til 30. ágúst. Nú eru liðinn rúm 10 ár frá því FÍB hóf að starfrækja vegaþjónustu yfir umferðarmestu helgar sum- arsins. Hefur þessi þjónusta ver- ið aukin, eftir því sem umferðin hefur vaxið og félagsmönnum fjölgað. S.l. sumar veittu bifreið- ir vegaþjénustunnar 1032 bifreið um aðstoð á vegum úti, auk þess 17. jíiní hátíða- höld í Kópavo»i ÞJÓÐHÁTÍÐARHÖLDIIN í Kópa vogi hófstu við Félagsheimilið kl. 13.30. Þar var safnazt sam- ar. og gengið í skrúðgöngu á hátíðarsvæðið í Hlégerði. Bæjar stjórinn, Hjálmar Ólafsson, setti hátíðina með ræðu. Ávarp fjall- konunnar flutti frú Guðrún Þór, ljóðið orkti Böðvar Guðlaugsson. Ræðu dagsins flutti Kjartan Jóhannsson, héraðslæknir. Þá var barnagaman, þáttur fluttur af Sigurði Jóhannessyni og Birni Magnússyni. Skátar Skemmtu. Auður Jónsdóttir flutti þulur. Kjartan Sigurjónsson lék undir almennum söng. Lúðrasveit Kópavogs lék undir stjórn Stef- áns Stephensen. Kl. 16.00 hófst svo iþrótta- keppni á íþróttavellinum við Vallargerði. Austurbær og Vest urbær kepptu í knattspyrnu og stúlkur úr Kópavogi kepptu í bandknattleik við stúlkur úr F. H. Kl. 21.00 um kvöldið hófst hátíðarhöld við Félagsheimilið. Savannatríóið skemmti. Þórður Kristinsson söng gamanvísur við undirleik Kjartans Sigurjóns- sonar. Sigurður Jóhannesson og Auður Jónsdóttir fluttu leikþátt og leikararnir Ómar Ragnarsson, Árni Tryggvason og Bessi Bjarna son skemmtu. Undirleik annaðist Einar Logi Einarsson. Kl. 22.30 hófst dans á palli við Félagsheimilið og einnig var dansað í efri sal bíósins. Kynnir hátíðarhaldanna var Óli Kr. Jónsson kennari. Bærinn var skreyttur fánum og viða sér- staklega skreyttir búðargluggar, einnig hafði verið gert stórt átak i að fegra og snyrta bæinn. sem FíiB gerði samning við fjöt- mörg viðgerðarverkstæði víðs- vegar um landið um að hafa opið yfir umferðamestu helgarnar. N.k. laugardag verða sjö vega- þjónusturbifreiðir úti á vegumum, en bifreiðunum verður svo fjölg- að eftir því, sem umferðin eykst, en að sjálfsögðu verður vegalþjón ustan lang viðtækust um verzlun armannahelgina. Vegaþjónusta FÍB er tvíþætt. í fyrsta lagi eru það vegaþjónustubifreiðarnar, sem reynt verður að hafa á sem flestum þjóðvegum, í öðru lagi eru það viðgerðaverkstæðin. — FÍB hefur gert samning við um 20 verkstæði, um að hafa opið flestar helgar í sumar, en flest verkstæðin eru staðsett við fjöt- förnustu þjóðvegina. Auk þess má geta þess að félagið hefuc einnig samið við um 30 aðila um um veita ferðafólki ýmsa fyrir- greiðslu, eins og t.d. smáviðgerð ir. FÍB hefur reynt að gera vega- þjónustuna víðtækari með hverju sumri. Félagið hyggst nú starf- rækja vegaþjónustubifreið með talstöð, yfir umferðamestu heig- arnar á Austurlandi og eimnig að auka vegaþjónustuna í nágreuni Akureyrar, með því að bæta einni bifreið með talstöð þar. Þessi aukning er mikið undir því komin að talsböðvamiðsböðvum fyrir bílabylgju, svipaðar þetm og starfræktar eru í Gufunesi og að Brú, verði komið upp, en sem komið er eru engar slíkar stöðv- ar á norður og austurlandi.' Skuldlausir félagsmenn í FÍB Gá viðgerðarþjónustu og aðs'toð á vegum úti allt að klukkustund ókeypis og einnig ef draga þarf bifreiðina til verkstæðis, sem er í innan við 30 km. vegalengd frá viðkomandi stað, er það gert fé- lagsmönnum að kastnaðarlausu Allar þær viðgerðir, sem fram- kvæmdar eru á verkstæðum, sem félagið hefur gert samniing við að hafa opið yfir helgar þurfa bifreiðaeigendur að greiða. Það er markmið félagsins að reyna að auka vegalþjónustuna með hverju árinu sem líður, ®n til þess að svo geti orðið verður félagsmönnum að fjölga. Innbökubeiðinum í FÍB er veibt. móttaka hjá umboðsmönnum Ðé- lagsins um allt larvd og á skrtf- stofu þess að Bolholti 4, wni 33614. (Fréttatilkynning frá FTB). N Ý L E G A hófst rekstur nýs kjörbúðarbíis í Garðá- hreppi. Það er Boði Björnsson eigandi Boðabúðar að Sjónar- hóli við Reykjavikurveg, sem látið hefur breyta gömlum strætisvagni í hina snyrtileg- ustu kjörbúð. íbúum í Silfurtún fjölgar nú óðum og þar risa upp ný íbúðarhveríi, en langt hefur verið að sækja í verzlun, svo að Boði ákvað að hefja verzl unarrekstur í vagninum til hægðarauka fyrir viðskipta- vini sina i Silfurtúni og næsta nágrenni. Ýmsar breytingar voru gerðar á strætisvagninum til þess að hann gæti gegnt þessu nýja hlutverki, — stór gluggi er á þaki hans og hillur fyrir ýmsar vörur eru aftast i hon- um, en kæliskápur og af- greiðsluborð fremst. I smtð- unt er iika sérstakur djúp- frystir, sem siðar verður sett- ur upp. Biilinn verður fyrst um sinn við Löngufit og Hraunsholts veg á morgnana kl. 8—11,30 og á kvöldin, og inni í Silfur- túni kl. 1,30—6 síðdegis. Myndin er tekin í hinum nýja kjörbúðarbil Boðabúðar. Sýnir hún Boða BjörnsMm á- samt dóttur sinni Pálinu Mar gréti, sem aðstoðar hann vtð verzlunarstörfin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.