Morgunblaðið - 26.06.1964, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.06.1964, Blaðsíða 19
/ Föstudagur 26. júnf 1964 MORGU N BLAÐIÐ 19 í i ) i i — Erindi Jakobs Jakobssonar Framhald af 10. síðu sem bezt hentar snurpinótaveiði. Þessum niðurstöðum er svo lýst í skýrslum þeim, sem við send- um tvisvar á dag um talstöð til síldarflotans. Það hefur ennfrem- ur komið í ljós, að síldaraflinn sl. 30 ár hefur, einkum síðari hluta sumarvertíðarinnar verið beint eða óbeint háður sjávarhita á fiskveiðasvæðunum. Þetta at- riði er einkum mikilvægt síðan það varð mönnum ljóst, fyrir rannsóknir Dr. Unnsteins Stefáns sonar, að hægt er að segja fyrir um sjávarhita á fiskveiðisvæðun- um úti fyrir norðurstr. íslands með aðstoð veðurfræðigagna frá því snemma vors. Yið get- um þessvegna, spáð um sumar- vertíðina nokkru fyrirfram, a.m. k. um skeið ti' reynslu, þar sem við verðum jafnan að taka til- lit til hinnar flóknu víxlverkun- ar ýmissa þátta sem sum árin geta truflað þá eðlilegu og vana- bundnu rás viðburðanna sem við byggjum spár okkar á. Á þennan hátt verður hin sí- vaxandi þekking á síldinni ann- ersvegar og svæðaástandinu hins végar notuð og reynd í daglegri vinnu á síldarvertíðinni. Þetta hefur auðvi'tað orðið til þess að fjölda vísindalegra tilgátna sem eettar hafa verið fram til reynslu hefur ýmist verið hafnað eða etoðum rennt undir þær. Þetta verður auðveldast að útskýra með því að taka sem dæmi hin nánu tengsl milli mikiilar hópun- er síldarinnar og mikils sjávars- hita, sem fengið hefur fjölda eíldveiðimanna til þess að láta eetja í skip -sín síritandi hita- mæla. Það er einróma álit síld- veiðimanna að hitamælar þess- ir hafi átt mikmn þátt í því hve vel þeim veiddist. Annað það, sem sinn þátt á í síldarleitinni, er ýmis hjálpar tæki við siglinguna s.s. radar- tæki radióáttavitar, sem eru að hálfu leyti sjálfvirkir, og tal- 6töðvar. Hið síðastalda er mjög mikilvægt, því þá geta einstakir bátar þegar í stað tilkynnt síld- erleitarskipunum um fundnar síldartorfur og slíkar tilkynn- ingar verða þá sendar rétta boð- leið til síldarflotans ásamt þvi sem síldarleitarskipin sjálf hafa fundið. Nokkrum sinnum hafa síld- veiðiskipin einnig stundað skipu lagðar rannsóknir, sem fara þannig fram að nokkur skip sigla samsíða vissa vegalengd með etuttu millibili hvert frá öðru en láréttir leitargeislar bergmáls- tækja þeirra eru látnir ná sam- an yfir svæðið milli þeirra. Með þessarri aðferð má leita á víð- áttumiklum svæðum á skömmum tíma. Aðferð þessi hefur einkum 'gefizt vel við nýju vetrarsíld- veiðarnar úti fyrir suðvestur- "6tröndinni, þar sem löng óveðra- tímabil fyriftr.una síldarskipun- um að hafa vakandi auga með 6íldartorfunum. Þegar veður fer batnandi siglir rannsóknarskipið oftast nær meðfram mörkum evæðis þess sem líklegt er talið eð mikil síld hafi gengið inn á (að því er dæma má eftir sjávar rannsóknum) og síldveiðiskipin raða sér svo að vild með hálfr- ar til einnar sjómílu millibili. Á þennan hátt geta 50 til 80 skip farið yfir líklegt veiðisvæði á nokkrum klukkustundum og alla jafna hefur þetta gefizt vel. Skipulögð leit síldarskipanna ejálfra, og einkum rannsóknar- og leitarskipa er orðinn fastur og ómetanlegur liður í íslenzk- um síldveiðum. Á þennan hátt, rneð samvinnu visindamanna og eíldveiðimanna er sá mikli vandi, hvernig eigi að skrá hinar hraðfara göngur síldarinnar yfir úthafið, ekki lengur nein óyfir- etíganleg hindrun fyrir þróun þessarrar veiði. Þeir tímar eru löngu liðnir að síldin komi og fari fyrirvaralaust án þess að nieð nokkru móti sé hægt að henda reiður á henni. Eins og aiþjóð er kunnugt eru nú liðin sextíu ár síðan ísland fékk fyrsta innlenda ráðherrann í úmanlandsmálum. Að sjálf- sögðu er þetta einn merkasti við- burðurinn í stjórnmálasögu lands ins. Það er athyglisverð tilviljun að einmitt árið 1904 má telja upphafsár nýrrar veiðiaðferðar sem haft hefur mikil áhrif á efr.ahagsþróun landsins. Þetta voru snurpinótaveiðarnar sem áttu rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna en komust til ís- lands fyrir tilhlutan Norðmanna. Fyrstu fjóra áratugina þegar veitt var uppi við strendurnar reyndust hinar hefðbundnu snurpinótaveiðar með tvo létta- báta mjög vel, en á árunum milli 1940—1950 minnkaði veiðin svo mjög að breyta varð til og hætta við gömlu aðferðina með tveim léttabátum og 18 manna áhöfn og taka upp aðra aðferð, nótabát og 10 til 11 manna áhöfn. Munurinn á þessu tvennu er sem hér segir: Dr. Finn Devold a) Pokinn er í öðrum enda nót- arinnar og hefur aðeins einn væng. b) Þegar nótin er lögð er létta báturinn dreginn meðfram skip- inu, Sem fer í heilan hring en áður fóru léttabátarnir tveir sinn hálfa hringinn hvor. c) Nótalagningin er háð afli frá aðalvél skipsins í stað vél- anna í léttabátunum sem eru ekki eins áreiðanlegir. d) Þegar snurpinótin er tekin um. borð er notað til þess spil skipsins sjálfs eða þilfarsvinda. Áður var netið togað um borð með handafli og aðeins frá ann- arri hliðinni. Þetta var oft prf- itt verk vegna þess hve skipið rak miklu hraðar en bátanna. Mikilvægasti kosturinn við að nota einn bát auk fækkunar manna um borð, var sá að þegar búið var að binda bátinn fast- an við skipshlið þurfti engan annan sérstakan undirbúning til að leggja nótina eins og t. d. sjó- setningu léttabátanna frá skip- inu gangsetningu aflvéla bát- anna og stjórn bátanna að síldar torfunum. Þessi munur var oft þungur á metunum í harðri sam keppni. Flest skip í íslenzka síldveiðiflotanum tóku upp þessa aðferð með einum bát á árunum 1946—1960 .Umskiptin gerðu það kleift að gera ýmsar tilraunir með köst eftir asdictækjum á óvenjulegan hátt, svo sem nú skal greint. 3. Notkun asdic-tækja við lagn- ingu snurpinótar umhverfis djúp stæðar síldartorfur. Eins og áður er sagt, voru litlir láréttir kastarar (svingere), fyrst settir í íslenzk síldarskip á arun- um 1954—1955. Ásamt þeim voru notaðir venjulegir bergmálsdýpt- armælar til dýptarrannsóknar. Mönnum þótti sem hið takmark- aða spannsvæði þeirra gerði þeim ókleift að staðsetja ný síldar- svæði. En á svæðum þar sem síld- in hópaði sig mjög þétt, var oft komið niður á torfur með notkun þessára einföldu tækja. Þegar komið var niður á torf- ur urðu síldveiðimenn oft að bíða margar og þreytandi stundir áð- ur en torfan kom upp á yfirborð- ið og hægt var að byrja veiðarn- ar. Auk þess var svo hættan á að missa sjónar á torfunni vegna þess að hún flytti sig of mikið úr stað eða dreifði sér. Þetta freistaði hina ungu og áhuga- sömu skipstjóra til að reyna að varpa nótinni utan um torfurnar í djúpinu, með láréttann berg- málsdýptarmæli einan til leið- sagnar. Enda þótt' nokkrir íslenzk ir skipstjórar gerðu tilraúnir með þetta án þess að vita hver af öðrum, er það almennt viður- kennt að Eggert Gíslason, skip- stjóri á Víði II. var heppnasti brautryðjandi okkar á þessu sviði. Það afrek hans sem einna mesta athygli vakti framan af var þegar hann vísaði öðrum skip stjóra á snurpinótarkast á sömu torfu og hann hafði einmitt sjálf ur kastað á árangurslaust. ÞcU1 sem leiðbeiningar þessar voru gefnar um talstöð skipanna gat allur flotinn fylgzt með ná- kvæmum fyrirmælum skipstjór- ans og þessi tilraun varð tvímæla laust til þess að ýta undir marga skipstjóra að auka enn tilraunir sínar. Áður en kom fram á árið 1963 hafði þessari aðferð aukizt svo fylgi, að margir skipstjórar vildu heldur leggja nætur sínar kringum torfur í djúpinu, heldur en þær torfurnar sem óðu uppi við yfirborðið. Aðferðin er í sjálfu sér mjög einföld, þar sem nótin á einfald- lega að mynda hring með miðju einhverrar torfu fyrir miðpunkt. Ef gert er ráð fyrir því að torfan sé hringlaga ættu nótin og torfan að mynda tvo sammiðja hringi. Bilið milli þessara sammiðja hringa er mismunurinn á geislum (radius) þeirra. Sé gert ráð fyrir 400 m langri nót og torfan er 40 m í þvermál, sem kemur mjög oft fyrir, ætti fjarlægð skipsins frá torfunni meðan kastað er að vera 45 m unz hringurinn lokast. Vegna ýmissa aðstæðna fæst ekki beztur árangur með því að fylgja þessari aðferð út í yztu æsar. Pokahornið er t.d. ekki eins djúpt og hinn hluti nótarinn- ar ög það verður þessvegna ekki eins vel hjá því komizt og á öðr- um stöðum að torfan sleppi úr þessum hluta nótarinnar. Einnig má það ljóst vera að meðan nótin er dregin inn verður síðasta opið sem lokað er fyrir þar sem end- arnir mætast, þ.e.a.s. við bátinn. Það hefur þessvegna reynzt hag- kvæmt að kasta ekki í nákvæm- an hring, heldur fara með nótina í sporbaug, svo borð „hringsins“ verði egglaga og byrjað og endað að kasta við oddana. Þetta þýðir að sé notuð ca. 400 m nót er ekki byrjað að kasta ca 45 m frá torf- unni eða 65 m frá miðju hennar og halda þeirri fjarlægð allan tímann, heldur er farið lengra burt, t.d. 80 m burtu og mið- punktur torfunnar hafður minna en 90° á stjórnborða. Reynslan hefur sýnt að oftast nær er hagkvæmt að byrja að kasta upp í vindinn. Þá er bátur- inn einnig í þessari stöðu meðan nótin er dregin inn og sé veður vont er þetta langbezta staðan til allra athafna. Þegar nótin er dreg in um borð fer báturinn hægt í sem næst heilan hring og lýkur ferðinni með skutinn eða jafn- vel bakborðshlið upp í vindinn þegar byrjað er að háfa. Rétt er að taka fram að bátar, sem eru þungir í stýri (lengri en 100 fet) byrja með vindinn 10 til 15 gráð- ur á stjórnborða. Það er rétt að geta þess einnig, að enda þótt köstun sé í sjálfu sér einföld er einungis hægt að beita henni með góðum árangri þegar skipstjór- inn tekur með í reikninginn ekki aðeins hreyfingar torfunnar, sem ekki sést í, heldur einnig ýmis- legt annað sem máli skiptir, s.s. hinar flóknu víxlverkanir strauma og vinda á nótina og skipið. Meðan á verki þessu stend ur verður skipstjórinn að reikna í huganum erfið dæmi á nær engri stund og taka ákvarðanir sem margir háskólaborgarar mættu vera hreyknir af. Láréttu bergmálsdýptartækin hafa þannig ekki aðeins orðið ó- missandi fy.rir síldarleitina held- ur einnig við veiðarnar sjálfar. Enda þótt ekki hafi verið framleidd nein asdic-tæki á ís- landi er engum blöðum um það að fletta að íslenzkir fiskimenn noti þettá innflutta tæki meir en nokkur önnur þjóð í heiminum. Þess er einnig rétt að geta, að þeir hafa s.l. tvö ár veitt hverj- um þeim námfúsum áhugamanni, hvaðan sem hann kom að úr heiminum, kennslu í stakri verk- snilli sinrii og þannig lagt sinn skerf til velmegunar fjölmargra stéttarbræðra sinna í öðrum lönd um. 4. Vélmcðferð nótarinnar. Eftir því, sem tækni við stað- setningu síldartorfanna og þekk- ing manna á göngum síldarinnar yfir úthafið jókst, varð gamla að ferðin að leggja nótina frá smá- bátum og draga hana inn með handafli æ óhagkvæmari. Smá- bátar láta illa að stjórn í þung- um sjó á opnu hafi og voru enda byggðir til fiskveiða innan skerja. Þegar fslendingum barst frétt- in um að settar hefðu verið sér- stakar kraftblakkir í bandarísk síldveiðiskip á Kyrrahafsströnd árin 1954 og 1955, vaknaði þegar áhugi íslenzkra síldveiðimanna. Ekki dró það úr áhuganum að kraftblökkin var til þess gerð að meðhöndla nótina frá skipunum sjálfum ("Kyrrahafstegusd síldv.- skipa) án þess að nota smábáta við lagningu nótarinnar eða þeg- ar hún er innbyrt. Vegna þessa áhuga Islend- inga fór íslenzkur síldarskip- stjóri Ingvar Pálmason, til Kyrrahafsstrandarinnar veturinn 1956 til að kynna sér kraft- 'blökkina og notkun hennar. Skýrsla hans um ferðina varð til þess að farið var að gera til- raunir með þetta tæki á síldar- vertíðinni árið eftir (1957). Kom þá í ljós að kraftblökk þessi, sem ber nafn uppfinningamanns- ins, Mario Puretic er vel til þess fallin að draga inn íslenzku snurpinæturnar, sem áður voru r.otaðar með smábáta- aðferð- inni, en þilfarsskipulag á bát þeim sem notaður var við tilraun irnar reyndist óhentugt. Bátur þessi var af venjulegri gerð með stýrishúsið aftar'ega og ekki var nóg rúm fyrir hina þungu nót þsr aftur á. Þess vegna varð að draga hana um boð miðskips og tók nótin þá yfir mestan hluta þilfarsins. Það var ekki fyrr en sumarið 1959 sem verulega góður árang- ur náðist í þessu tilliti. Þá gerði skipstjórinn á Guðmundi Þórðar syni (95 feta löngu skipi, byggðu í Noregi), Haraldur Ágústssom, velheppnaðar tilraunir með að leggja nót og innbyrða af báta- þilfari bak við stýrishúsið. Síðan hefur þetta verið gert á íslenzka flotanum, að undanteknum smærri bátunum (minni en 85 fet), sem ekki hafa efra báta- þilfar. í stað þess hefur verið séð fyrir nægu rými bak við stýris- húsið og í ganginum stjórnborðs- megin við stýrishúsið. Hin liýja kraftblakkartækni var á þennan hátt aðlöguð venju legu skipunum, enda þótt hún væri upphaflega ætluð Kyrrahafs tegund síldarskipa, sem eingöngu eru notaðir á Kyrrahafinu af bandarískum og kanadiskum fisk veiðimönnum. í þessu sambandi er rétt að geta þess að asdic-krafblakkar- tæknin hefur ekki einungis verið notuð allan ársins hring við síld- veiðar heldur hefur henni einnig verið beitt með góðum árangri á gönguþorsk á vertíðunum vetur- inn 1963 og þó einkum 1964. Á þorskvertíðum þessi árin hafa veiðimennirnir byrjað nýja að- ferð við snurpunótaveiðar á miklu meira dýpi en áður og þetta gerir aðferðina hæfari til notkunar á fleiri sviðum og get- ur gefið nýja möguleika á vél- rænum snurpunótarveiðum bæði á síld og þorski. íslenzkir nótaframleiðendur eiga hrós skilið fyrir það hversu fljótt þeir hafa aðlagað ,nótirnar hínni nýju asdic-kraftblakkar- tækni, með því að gera þær dýpri, sterkari og síðast en ekki sízt með því að búa þær út á nýjan hátt, sem er betur til þess ara veiða fallinn en nokkur önn- ur tegund nóta. Hin íslenzka gerð snurpinótanna er notuð víða í Noregi og í ár hefur þegar verið flutt út ein heil snurpinót til | Bandaríkjanna, heimkynna nú- tíma snurpinótarinnar. Teikning j ar og lýsingar á gerð snurpinót- í anna íslenzku er nú dreift um all I an heim á vegum fiskveiðatækja- j deildar FAO. 5. Útfærsla síldveiðitímans. Allt fram til ársins 1959 voru síldveiðar með . snurpinót ein- skorðaðar við 2—3 sumarmánuði og svæðið út fyrir norður- og austurströndunum, en áður en árið 1959 var liðið mátti sjá fram á að með asdic- og kraftblakkar- tækni í sameiningu myndi innan skamms kleift að útfæra veiðarn ar svo þær næðu einnig til vetrar torfanna á djúpsævi. Þess vegna voru fiskifræðilegar rannsóknir á vetrargóngum íslenzka síldar- stofnsins mikið auknar veturinn 1959 til 1960. Á fyrri árum hafði reknetaveiðin farið fram fyrir SV ströndinni á haustin og snemma vetrar, en bæði vegna þess að síldin hvarf af miðunum og bát- arnir urðu að búa sig undir þorsk veiðarnar, sem oftast nær byrja í janúar, höfðu reknetaveiðarn- ar alltaf hætt fyrir árslok. Árið 1960 tókst okkur að halda sam- bandi við góðar síldartorfur allt fram í marzmánuð, þegar síld- in fer að gjóta og rannsóknunum lauk. Sá jákvæði árangur, sem þá fékkst, var síldveiðimönnum til mikillar uþpörvunar um að halda síldveiðunum áfram- meir eða minna stöðugt fram á vetur- inn 1961—62. Þessi útfærsla síldarvertíðar- innar sem nú er orðin árlegur viðburður í íslenzkum fiskveið- um, hefur ekki aðeins haft mikla þýðingu fyrir afkomu skipanna heldur einnig stóraukið hrað- frysti- söltunar- og niðurlagn- ingar iðnað í öllum stærri hafn- arbæjum á suðvesturströndinni. Sú tækniþróun, sem vísinda- menn og veiðimenn hafa að nokkru leyti skapað sjálfir og að nokkru leyti tileinkað sér af erlendum fyrirmyndum, hefur þannig gert íslendingum kleift að stunda síldveiðar allt árið og það er kannske hin nána sam- vinna og gagnkvæmi skilning- ur þessara tveggja aðila sem mestan þátt hefur átt í hinni öru Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.