Morgunblaðið - 26.06.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.06.1964, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 26. júní 1964 I JOSEPHINE EDGAR~ Eg fór að velta því fyrir mér, hvað orðið væri af öllum systur- kærleikanum, sem verið hafði með okkur. Hver dagurinn, sem leið virtist tæra hann æ meira. Með hverjum deginum fannst mér hún verða harðari og fjar- lægjast meir þessi góða systir, sem hafði borið svo mikla um- hyggju fyrir mér. Eg lagði hönd ina á hné hennar og sagði. — Við skulum ekki vera að rífast, Fía. Hún andvarpaði eins og gremju lega og snerti við kinninni á mér. Við ókum inn í innganginn að stöðinni, og ég sá Hugh, sem beið okkar þar, ásamt Wood- bourne lávarði. Soffía leit á mig spy rjandi. — Eg sagði honum, að þetta þyrfti ekki neinu að breyta, sagði ég. — Að hann gæti hitt mig, hvenær sem hann vildi. Þá varð hún öll eitt bros. — Kannske hefurðu verið miklu klókari en þér sjálfri datt í hug, Rósa litla. Þennan dag sá ég Brendan aft ur. Meðan á stóð hlaupinu, sem hestur lávarðsins tók þátt í, og meðan allra augu hvíldu á því, tókst mér að læðast burt, svo að lítið bar á og komast til girðing arinnar. Eg vissi, að Brendan mundi vera að horfa á hlaupið, en níundi hinsvegar koma þarna aftur, jafnskjótt sem því væri lokið. Eg stóð þarna á nálum, því að ég var svo áberandi í ljósa kjóln um mínum og fann óþægilega á mér augnagotur hestasveinanna. Fínar dömur komu aldrei inn í þetta allrahelgasta nema í fylgd með karlmönnum. Allt í einu komu Brendan og Vestry og teymdu-hestinn, sem hafði orðið þriðji í röðinni. Þeir komu strax auga á mig. Blessunin hann Vestry varð að einu brosi um allt rauða andiitið og sagði: — Jæja, Rósa litla, þú hefur ætlað að hitta hana mömmu? Hann kallaði konuna sína alltaf mömmu. — Hún kom ekki með okkur í dag. Sagðisí vera búin að fá nóg af öllu þessu umstangi fyrir vikuna. En hú.n verður fyrir vonbrigðum að haía misst af þér. — Brendan sagði aðeins: — Halló, Rósa! Eg leit á hann. Með dökka hár ið og djúpu, bláu augun var hann alveg eins fallegur og ég mundi eftir honum. Eg roðnaði og föln aði á víxl undir augnatilliti hans. Vestry sagði: — Ef þú vilt ganga spölkorn með henm Rósu, Brendan, þá er það allt í lagi, drengur minn. Við sjáum um klár ana á meðan, strákurinn og ég. Hann hikaði sem snöggvast, en mikið létti mér, þegar hann svar aði: — Þakka yður fyrir. Brendan tók mrg undir arminn og við gengum í áttina frá dóm- arapöllunum. Við vorum þögul, al veg eins og við Hugh höfðum verið, kvöldinu áður, en nú var það bara ég, sem var með hverja taug spennta. — Mér þykir leiðinlegt þetta með Dan, sagði ég. — Já, svaraði Brendan hörku- lega. Þetta var áhætta, sem var alltaf yfirvofandi . . . en þetta var vel rekið hús og lögreglan lét sem hún sæi það ekki. En einhver hefur viljað losna við hann úr umferð. — Þú vinnur enn hjá Vestry? — Já. — Eg er fegin því. Soffía sagð ist skyldu leggja inn gott orð fyrir þig. Hann stanzaði og starði á mig og fallega andlitið .varð ofsareitt og tortryggið í senn. — Hvaff? — Hún sagðist skyldu leggja gott orð inn fyrir þig. — Jæja, svo að við Dan get- um þá báðir þakkað henni nú- verandi stöðu okkar? Það var svei mér betra en ekki! Komstu til að fræða mig á þessu, eða hvað? — Eg kom af því að ég hélt ég mundi s>á þig . . . svaraði ég hikandi. . — Til hvers það? — Ja . . . ég . . . Eg stóð þarna eins og illa gerður hlut- ur, en svo æpti ég upp eins og heimskur krakki: — Ja, þú kysst ir mig. Þarna forðum ú.ti á sand hólunum. Eg hélt, að þú meintir eitthvað með því. Eg beið og roðnaði óskaplega, en þorði ekki að líta upp, og nú var öll veraldamennskan mín að engu orðin. Hann rétti út hönd og lyfti und ir hökuna á mér, svo að ég horfði beint framan í hann. — Og hafði það nokkra þýðingu fyrir þig, Rósa mín? — Já, æpti ég. Eg varð að vera vond til þess að fara ekki að gráta. Þú veizt, að það hafði það . . . þú þekkir konur og ást og lífið, en ég veit ekki neitt. Ekki enn. Eg hélt, að þú gætir verið farinn til Ástralíu, án þess að láta mig vita . . . og það gat ég ekki þolað . . . — Nú, en hvað þá um þennan fína hr. Travers? sagði hann. — Eg heyri, að það sé afgert mál, að Woodbourne ætli að fá fjöl- skylduna til að viðurkenna þig — Soffíu vegna — og að þú eigir að verða eins og 4r°ttning yfir okkur öllum þegar þar að kem- ur. Og mér fannst ekki ég vera maðurinn til að standa í vegi fyr ir ráðagerðunum hennar Soffíu, Og þær virtust ætla að hafa sinn gang, svo að um munaði. — Hann bað mín og ég hrygg- braut hann, sagði ég. — Og Soff ía sagði, að mikill asni gæti ég verið. Hönd hans féll niður á öxljna á mér og hertist um kjólinn minn, er hann dró mig að sér. Snöggvast hélt ég, að hann aetl aði að fara að kyssa mig þarna, framan í öllu fólkinu, og stóð kyrr, eins og elckert væri um að vera og langaði meira að segja til, að hann gerði það. - — Já víst ertu bjáni, sagði hann hóglega. — Indælasti og sæt asti litli bjáninn, sem til er í heiminum. Eg skal bölva mér upp á, að það er eitthvert írskt blóð einhversstaðar í þér, Rósa — þú ert svoddan þverhaus! Hönd hans rann niður af öxl- inni á mér og greip mína hönd, og ég var altekin sælu. Allt í einu var eins og hann stirðnaði allur upp og ég sá, að hann var að horfa yfir öxlina á mér á einhvern lengra burtu. Eg leit upp og sá stífbeinan, her mannlegan mann, í dökkum föt um og með harðan hatt, sem líkt ist alls ekki neinum veðhlaupa- gesti, en horfði á okkur. Hann gaf Brendan bendingu og hann sleppti höndinni á mér og gekk til hans. Þeir töluðu saman and artak, en þá kom Brendan aftur til mín og ég sá strax á honum að eitthvað var að. Hann sagði: — Farðu til henn ar Soffíu, Rósa. Segðu henni, að Dan hafi brotizt út új fangelsinu og að hun og Woodbourne ættu að gæta sín. Þetta er leynilög- reglumaður — og þeir hafa misst af slóð Dans hérna í mannþröng inni. Eg ætla að fara og finna hann. Hver veit nema hann vilji hlusta á mig. En segðu henni, í guðs bænum, að fara varlega. Hann virtist alveg hafa gleymt mér fyrir hættunni, sem Soffía var í. Svo fór hann frá mér og hvarf strax í mannþröngina. Eg reyndi að stöðva reiðitárin, ea svo flýtti ég mér yfir völlinn til Woodbournes og fylgdarliða hans. Allir voru í þann veginn a8 fara og ég komst aldrei nógu nærri Soffíu til þess aff færa henni skilaboðin. Lávarðurina var utan í henni, alla leiðina heim. Hún var kát og þarna var mikið hlegið. Hún hafði unniff talsverða fjárupphæð og þaff vakti mikJa kæti, vegna þess aff hún hafði unnið það með því aff fara ekki að kunnáttumannsráff um Woodbournes — aðeins til aff stríða honum — og svo veðjað á vonlausa hesta, sem síðan höfðu allir unnið. Enginn tók verulega eftir mér. Soffía reyndi til að gera mig þátt takandi í þessari almennu kæti, 105 BYLTINGIN í RÚSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD Skrítið atvik — en þó eitt af mörgum — gerðist á vígstöðvum fimmta hersins rússneska, undir miðjan maímánuð. Fjórir þýzkir borgarar komu undir friðarfána, og Dragomirov hershöfðingi spurði þá á rússnesku. Þjóðverj- arnir sögðust koma frá yfirher- stjórninni og vildu ræða friðar- samninga. Að öðru leyti voru þeir eitthvað reikandi, hvað er- indi þeirra snerti — virtust hafa meiri áhuga á að fá upplýsingar en gefa — og það var ekki fyrr en 4. júlí, að komið var fcæt ur að efninu. Þann dag var loft- skeyti, sem sagt var koma frá þýzka yfirhershöfðingjanum á austurvígstöðvunum, tekið upp í Rússlandi. Þar bauð hann taf arlaust vopnahlé. Svona tilraunir mættu mikilJi andstöðu í Petrograd, og yfirleitt var það engin furða. Rússland var enn ekki reiðubúið til að gef ingur hjá Þjóðverjum að halda, að ef Miljukob væri settur frá völdum, rríundi mótstaða Rússa þegar linast. Með stofnun nýju samsteypustjórnarinnar, tóku margir hinna ábyrgari sósíalista foringja að sannfærast um, að nú ættu þeir loksins einhvern veru- legan þátt í stjórnmálastefnu Rússlands. Nú væru þeir ekki lengur að berjast fyrir auðmenn ina og jarðeigendurna, heldur ekki fyrir erlenda bandamenn, heldur ekki fyrir neinu fjarlægu markmiði sem Konstantínópel var — þeir væru að berjast fyrir sjálfa sig og byltinguna. Þeir viidu gjarna frið, en ekki ef hann kostaði hrun byltingarinnar. Um miðjan júní var þessi mót- stöðu andi orðinn qfiugur. Njósn arinn Kolyshko var fangelsaður fyrir njósnir. Starfsemi Grimms var samþykkt að vera andbylt- ingarkennd og hann var tekinn ast upp. Það var alger misskiln fastur og endursendur til Sviss. Foringjum á vígstöðvunum var bannað að eiga viðræður við ó- vinina, og Bandamenn brugðu fæti fyrir þýzku fyrirætlunina um sósíalista þing í Stokkhólmi. En mest var breytingin áber- andi innan sósíalistahreyfingar- innar sjálfrar. Síðara hluta maí mánaðar og allan júní var heil runa funda haldin í Petrograd, fundir mensjevíka óg sósíalbylt ingarmanna, bænda og járnbraut armann, iðnfélaga og samvinnu- félaga, og umræðurnar á öllum þessum fundum leiddu í ljós vax andi hug á að taka óvægari af- stöðu til Þýzkalands. Hinn 13. maí skoraði Ex-Com í Petrograd á hermennina að berj ast áfram, úr því að ekki væri lengur verið að „berjast fyrir keisarann, Protopopov, Rasputin eða auðkýfingana, heldur fyrir frelsi Rússlands, fyrir bylting- una“. Og 7. júní samþykkti bændafundur í Petrograd yfir- lýsingu um, að gera engan sér- frið, en herinn skyldi berjast á- fram og undir betri stjórn en hingað til. Tveim dögum síðar gaf Petrograd-sovétið út yfirlýs- ingu þar sem hafnað var friðar- tilboðinu, sem yfirhershöfðingi Þjóðverja hafði sent með loft- skeyti, og sjóliðarnir í Kronstadt fengust loks til að viðurkenna vald bráðabirgðastjórnarinnar, Og 16. júní, þegar fyrsta Alrúss- neska Sovétþingið kom saman í Petrograd undir forsæti Chkeidza samþykktu þingmenn (248 men sjevíkar, 285 sósíalbyltingarmenn og 105 bolsjevíkar) nýja sókn gegn Þýzkalandi og Austurríki. Vitanlega greiddu bolsjevíkarnir atkvæði gegn tillögunni, en þeir voru æptir niður og einkum varff KALLI KÚREKI -Æ- * Teiknari; FRED HARMAN r — Svo miðið þér gegnum sigtið — til dæmis á flöskuna þama við trjá- rótina... — Hvers vegna hleypir hann ekki af, prófessorsbjáninn? Ef hann er svona lengi að miða, skýt ég hann niður eins og önd á tjörn þegar 'úð útkljáum okkar máL — Svo haldið þér niðri í yður and- anura og taikið í gikkinn — ekki kippa! Raufarhöfn UMBOBSMAÐUR Morgun- blaffsins á Raufarhöfn er Snæbjörn Einarsson og hef- ur hann meff höndum þjón- ustu viff fasta-kaupendur Morgunblaðsins í kauptún- inu. Aðkomumönnum skal á þaff bent aff blaðið er selt í lausasölu í tveim helztu söluturnunum. Vopnafjörður Á Vopnafirði er Gunnar Jónsson, umboðsmaður Morgunblaðsins og í verzlun hans er blaðið einnig selt í lausasölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.