Morgunblaðið - 27.06.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.06.1964, Blaðsíða 2
2 MOHGUNBLAÐIÐ Laugardagur 27. Jútu íí>64 — Vesfurveldin Mynd þessa tók ÓI. K. M., ljósmyndari Mbl., í gær þegar leikararnir í „Sunnudegi í New York“ voru að ganga frá leiktjöldunum fyrir ferðalagið í kringum land. — Á myndinni eru, talið frá vinstri: Sævar Helgason, Brynjólfur Jóhannesson, Helgi Skúlason, Erlingur Gíslason, Margrét Ólafsdóttir, Sigrún litla Björnsdóttir og móðir hennar, Guðrún Ásmundsdóttir, Leikffélag Reykjavíkur í hringferð um landið Sýfiir „Sunnudag í IMew York 37 sinnum á jafn mörgum dögum 1 ÐAG leggur Leikfélag Reykja- ▼íkur land undir fót og hyggst sýaa gamanleikinn „Sunnudag í Newr York“ á rúmlega 30 stöðum um allt land. Fyrirhugaðar eru 37 sýningar á jafnmörgum dög- um, og er fyrsta sýningin á Akra- nesi í kvöld. Gamanleikur þessi er eftir Nor man Krasna og sýndur í þýðingu Lofts Guðmundssonar. Leikstjóri er Helgi Skúlason, sem jafnframt leikur eitt hlutverkið. Auk Helga leika þau Guðrún ÁsmundsdóU- ir Margrét Ólafsdóttír, Brynjólf ur Jóhannesson, Erlingur Gísla- son og Sævar Helgason. Leikfélagið frumsýndi „Sunnu- dag í New York“ í Iðnó 28. jan. s.l. við hinar ágætustu undirtekt ir. Leiklistargagnrýnandi Morgun blaðsins, Sigurður A. Magnússon, skrifaði m.a.: „Hér er vissulega á ferðinni ósvikinn gamanleikur, þar sem beitt er ýmsum þeim brelium í orðaleik og kátlegri at- vikarás, sem vænlegastar eru til að vekja hlátur á áhorfendabekkj unum“. Alls urðu sýningar hér í Reykjavík 29, en leikurinn verð- ur tekinn upp að nýju í haust. Það er orðin föst venja hjá Leikfélaginu að halda út á lands byggðina á sumrin. Á fundi, sem fréttamenn áttu í gær með leik- urum í „Sunnudeginum", kom m. a, í ljós, að þetta er sjötta sum- arið í röð, sem félagið fer í leik- för um landið, og hefur Brynjólf Ur Jóhannesson tekið þátt í þeim öllum. Hafa leikferðir aldrei fyrr venð jafn fástur liður í starfsemi fólagsins. Leiktjöldin, sem farið er með að þessu sinni, eru ekki þau sömu og notuð voru við sýningarnar í Reykjavík. Þau leiktjöld gerði Steinþór Sigurðsson, listmálari, og eru ferðatjöldin gerð eftir Kúba Frahald af bls. 1 bandarísku könnunarþotunum, sem fara yfir Kúbu öðru hverju. En fullvíst er talið, að Sovét- stjórnin hafi lagt á það áherzlu, að hún kæri sig ekki um frekari átök vegna Kúbumálsins, að svo stöddu, og því sé Kúbustjórn vissara að vera ekki um of skot- glöð. í»á berast fregnir frá-Kúbu um að brottflutningi sovézkra her- manna haldi stöðugt áfram. Er talið, að 6—800 hermenn og sér- fræðingar hafi farið þaðan í síð asta máriuði; en eigi énn eftir að flytja þaðan a.m.k. 2000 sovézka herménn, ' sömu og notuð voru við sýning- arnar í Reykjavík. í>au leiktjöld gerði Steinþór Sigurðsson, list- málari, og eru ferðatjöldin gerð eftir sömu teikningum, en aðeins minnkuð. Er það vegna þess að Ieiksviðin úti á landi eru mörg allmiklu minni en sviðið í Iðnó. Leikararnir hafa sjálfir unnið að smíði þessara nýju leiktjalda, og eru þau hin vönduðustu. Frá Akranesi verður haldið til Borgarness og þaðan um Snæ- fellsnes, Vestfirði, Norðurland og Austfirði. Eins og fyr segir mun ferðin taka 37 daga. Framh. á bls. 1 ur falazt eftir árum saman. Yfirlýsing Vesturveldanna var í sex liðum og var birt samtímis í höfuðtoorgum þeirra Og í Bonn. Yfirlýsingin vísaði á bug fullyrð ingum Sovétríkjanna um hefni- girni og rætni Vestur-Þjóðverja, og hernaðar- og landvinninga- stefnu stjórnarinnar og kvað hinar síendurteknu ásakanir Rússa þessa efnis ekki hafa við nein rök að styðjast. Lögð var áherzla á það í yfirlýsingu þrí- veldanna, að sjálfsákvörðunar- rétturinn yrði að ná til Þýzka- lánds alls, „Samningurinn sem undirritaður var 12. júní”, segir í yfirlýsingunni, „vill viðhslda skipfingu Þýzkalands, sem er ó- aflátarileg orsök milliríkjaerja og alþjóðlegt vandamál“, Rússar mótmæla. Sovétríkin hafa á ný sent Vest urveldunum orðsendingu þess efnis, að þau reyni að réttlæta „áreitnisaðgérðir“ vesturaþýzku stjórnarinnar, sem hyggst halda forsetakosningar sambandsrlkis- ins í Vestur-Berlín. Segir í orð- sendingu þessari, að Vestur-Ber- lín hafi aldrei verið hluti af Vest ur-Þýzkalandi og muni ekki verða það. Borgin sé sjálfstæð stjórnmálaheild. Enn fremur seg ir í orðsendingu Sovétstjórnarinn ar, að það sé eins dæmi, að ríkis- þing nokkurs lands leggi upp í ferðalag út fyrir landsteinana til þess að kjósa ríkinu forseta. — „Með þessari áreitni spillir Vest ur-Þýzkaland af ásetfu ráði sam- búð ríkja í Mið-Evrópu“, segir í orðsendingunni. Krúsjeff steig í dansinn Heldur til Noregs í dag Stokkhólmi, 26. júní (AP) NÚ líður að lokum hinnar opin- beru heimsóknar Krúsjeffs í Sví- þjóð. Gefin hefur verið út til- kynning um viðræður hans við sænsku stjórnina og er hún í meginatriðum mjög svipuð yfir- lýsingu þeirri, sem birt var eftir heimsókn forsætisráðherrans til Danmerkur. Þar er lögð áherzla á aukin viðskipti landanna, frið- samlega lausn milliríkjamála og algera afvopnun undir alþjóð- legu eftirliti. Samtímis hinni op- inberu yfirlýsingu skýrði sænska stjórnin frá ágreiningi hennar og sovézkra ráðamanna varðandi mál sænskra borgara, sem horfið hafa í Sovétríkjunum. — Kvaðst I Erlander forsætisráðherra hafa orðið fyrir vonbrigðum með und- irtektir Krúsjeffs, enda þótt hann að vísu hefði sagt, að sérhverri málaleitan þessa eðlis yrði sinnt eftir því, sem hún gæfi tilefni til. Krúsjeff sat í dag hádegisverð- arboð sænsku ríkisstjórnarinnar. Sjö manna flokkur þjóðdansara og fiðlara skemmti undir borð- um og lauk svo, að sovézki for- sætisráðherrann stóð upp af stól sínum til að stíga með þeim dans inn. Erlander, forsætisráðherra Svía, fylgdi gesti sínum eftir af stakri kurteisi, en Andrei Gro- myko sat sem fastast, þó Krús- jeff hvetti hann óspart til að bregða líka á leik. ★ Síðdegis hitti Krúsjeff að máli Arne Geijer, formann sambands sænsku verkalýðsfélaganna, sem einnig er formaður alþjóðasam- bands verkalýðsfélaga. Stóð fund ur þeirra hálfri stundu skemur en ætlað var og var Krúsjeff þungbrýnn er hann hvarf það- an, Tekið var til þess, að hann kvaddi Geijer ekki með handa- bandi fyrir dyrum úti, en hrað- aði sér í bifreiðina, sem beið hans. Geijer kvað þá hafa rætt um sænsku verkalýðshreyfinguna og lagði á það áherzlu, að Krúsjeff hefði ekki verið boðið ,heldur hefði hann komið að eigin ósk. Þegar Krúsjeff kvaddi Geijer sagði hann: „Einhvern tíma verð- ur ekki nema eitt verkalýðssam- band í heiminum“. Forsætisráðherrarnir Krúsjeff og Erlander gáfu síðdegis út sam eiginlega yfirlýsingu, þar sem sagði, að viðræður sovézkra og sænskra ráðamanna hefðu verið mjög vinsamlegar og opinskáar. Hefðu þeir orðið sammála um, að öll ríki skyldu hverfa frá beit- ingu ofbeldis og ofbeldishótunum og að nauðsyn bæri til að vinna að algerri afvopnun undir full- nægjandi alþjóðlegu eftirliti. Þá var rætt um möguleika á aukn- um viðskiptum ríkjanna. Þegar yfirlýsingin var birt hélt Erlander fund með fréttamönn- um og skýrði þar frá því, sem á- greiningur hefði komið fram um. Kvaðst hann sjálfur hafa orðið fyrir vonbrigðum, er ljóst varð, að sovézk yfirvöld þóttust ekki geta gert meir en þegar hefði verið gert varðandi Wallenberg- málið og önnur áþekk mál sænskra borgara, er horfið hefðu í Sovétríkjunum. Hefði Krúsjeff staðið fast á því, að Wallenberg væri ekki í Sovétríkjunum og að hann vissi ekkert um sænsku sjó mennina. Kvaðst Erlander ekki hafa viljað undirstrika þessa af- stöðu Sovétstjórnarinnar með því að minnast á málið í hinni sam- eiginlegu yfirlýsingu, en sagði að Svíar mundu ekki gefast upp við svo búið. Krúsjeff heldur veizlu á Grand Hotel í Stokkhólmi í kvöld og lýkur þar með heimsókn for- sætisráðherrans til Svíþjóðar, sem staðið hefur í fimm daga. Á laugardag leggur hann upp á skipi sínu, „Bashkiria“ áleiðis til Ósló og kemur þangað á mánu dag. í Noregi lýkur svo hinu þriggja vikna ferðalagi Krúsjeffs um Norðurlönd. Joshua Nkomo. | Nhomo frjóls ( I — að úrskurði I ( hæstaréttor i Stjórnin áfrýjar Bulawayo, S-Rhódesíu, = 26. júní (AP-NTB) j HÆSTIRÉTTUR í Bulawayo í \ \ Suður-Rhódesiu kvað í dag j j upp þann úrskurð, að hinn 41 = : árs gamli leiðtogi afrisku i j þjóðfrelsishreyfingarinnar — i j Joshua Nkomo — og 100 aðrir i ; félagar úr flokknum ,þar á j j meðal allir helztu samstarfs- j j menn Nkomos, skuli frjálsir j j ferða sinna, ; heir hafa setið í gæzluvarð- \ j haldi síðan 16. apríl sl. er þeir j j voru handteknir vegna sér- j j legra öryggisráðstafana ríkis- j j stjórnarinnar og fluttir á brott j j UPP í óbyggðir, skammt frá j j landamærum ríkisins og Moz- j j ambique. j Stjórnin hefur áfrýjað úr-; j skurði réttarins. Lod^c til Washing- ton í dag Washington, 26. júní AP HENRY Cabot Lodge, sem fyri nokkrum dögum sagði af sér em bætti sendiherra Bandaríkjann í S-Vietnam, er væntanlegur ti Washington á morgun, að því e utanríkisráðuneytið hefur til kynnt. Bv. „Bjarni riddari“ í gær við bryggju i Hafnarfirðl, þegar upp boðið fór fram. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) „Bjarni riddari" sleg- inn fyrir 300,000 kr. í GÆR var Hafnarfjarðartogar- inn „Bjarni riddari“ boðinn upp, þar sem hann liggur við Nýju- bryggju í Hafnarfirði. Lögveð hvíldu á skipinu, að upphæð 265.000 kr. Stofnlánadeild sjávar- útvegsins, sem var skuldareig- andi, var slegið skipið fj 300.000 kr. Var það eina boðið Togarinn mun riú hinn versti kláfur — járnarusl, enda he hann iegið við bryggjuna í r þrjú ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.