Morgunblaðið - 27.06.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.06.1964, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐIÐ Laugardagur 27. júnl 1964 Frá ljósmyndasýningunni í New York. María Thoroddsen — Jn memoriam — ÞAÐ munu flestir sammála um að hvergi sé fegurra í Reykja- vík á björtum sumardegi, eða logntæru kveldi, en við Tjörn- ina. Þar að austanverðu, næst fyrir sunnan Miðbæjarskólann, liggur Fríkirkjuvegur 3. Þar var ég á skólaárunum lengi, næstum dag- legur gestur, því við lásum oft saman, ég og einn af sonunum í heimilinu. Þar;ia var húsbóndinn, Sigurð- ur Thoroddsen, ég held fyrsti út lærði verkfræðingur landsins, og hafði sem slíkur verið í lands ins þjónustu nú á þessum árum, menntaskólakennarinn, stærð- fræðingurinn, raunvísindamað- urinn. Hinsvegar var húsfreyjan, María Thoroddsen, fædd Clae- ssen, kaupmannsdóttir norðan af Sauðárkróki, með alla þá fágun og menntun til munns og handa, er slíkum dætrum veittist þá. Börnin voru sex þá, eins og þau eru enn, og flest þá á skóla- aldri. — Embættismannalaunin voru visslega þá skorin við nögl, svo að vel þurfti að fara með, og það gjörði frú María sannar- lega með þeirri brosandi mýkt, sem var hennar aðalsmerki til hinzta dags. Oft sátu hjá henni einstæðing- ar í eldhúsinu og fengu málsverð í fátækt þeirra daga. Ég man nokkra slíka, er voru eins og undir hennar kyrrlátu vernd í einstæðingsskap sínum. Og ég man hve þau hjónin kunnu að gjöra gestum sírtum og vinum barnanna sinna, mikla gleði — oftast milli jóla og nýárs — með jólafagnaði að Fríkirkju* vegi 3, sem aldrei gleymist. Mað- ur kann víst aldrei að meta neitt, fyrr en eftir á. En nú veit ég, að þegar frú María opnaði fyrir mér eldhús- dyrnar út í norðuranddyrið, og sagði nokkur orð við mig hlý og brosandi, eftir að hafa látið mig ^vita, að son- urinn, sem ég spurði um væri heima — nú veit ég, að þær stuttu stundir hafa orðið mér að dýrmætum minningum, sem aldrei munu fölna. Svona heilsteyptur og hlýr og bjartur og ólýsanlegur persónu- leiki var frú María Thoroddsen, sem í dag verður borin til hinzta hvíldarstaðar. Og ég veit, að þegar ég í framtíðinni geng fram hjá Tjörninni, spegilskyggðri, þá mun ég minnast hennar, því í mínum huga var sál hennar jafn rósöm, björt og tær. Garðar Svavarsson. Islandskvilcmynd LOFTLEIÐA í FYRRASUMAR kom hingað til lands William A. Keith, á- samt íslenzkri konu sinni, þeirra erinda að taka landkynninga- kvikmynd af íslandi fyrir Loft- leiðir. Kvikmynd þessi er nú komin á markaðinn, og hafa Loftleiðir keypt milli 25-30 ein- tök af henni óg dreift milli um- boðsmanna sinna víðsvegar uim heim. Sýningartími myndarinnar er 28 mínútur. Hún er tekin á 35 mm litfilmu og er með ensku tali. í upphafi myndarinnar sézt Surtur gjósa en stærs-ti hluti hennar er tekinn í Reykjavík og er þar brugðið upp ýmsum mynd um úr borgarlífinu: Skólagarð- arnir hermsóttir, svo og Tjörnin veitingahúsin, söfnin, höfnin, minjagripaverzl'anirnar og ótal margt fleira. Síðan er bíll tek- inn á leigu og ekið út úr bæn- um á helztu staði sem ferða- menn fýsir að sjá: Þingvelli, að Gullfossi og Geysi, Krýsuvík. Þessu næst haldið norður í land til Akureyrar og Mývatnssveit- ar. Ásgeir Long og Valur Fann- ar aðstoðuðu William A. Keitíh við kvikmyndatökuna. Wi liam A. Keith starfar hjá Pepsi Cola verksmiðjunni í New York og stundar ljósmyndastörf í frístundum. Hann er nú aftur kominn til landsms og hefur tek ið töluvert af myndum í við- bót til að end ji'bæta kvikmynd- ina, og er ráðgort að hún komi út í breyttri útgáfu frá ári til- árs. William A. Keith skýrði blaða mönnum frá bví, um leið og hann sýndi þtim umgetna kvik- mynd, að 3 þ.m. hefði verið opnuð sýning á litljósmyndum sem hann tók á Islandi í Grand Centra.1 Exnibition Haíl í New York. Á sýmr.gunni eru um 80 ljósmyndir, teknar á Kodak- chrome, og hafa þegar um 80 þúsund gestir skoðað sýninguna. Litljósmyndirnar eru frá ýms- um stöðum a Islandi og mjög fallegar. Auk V,. A Keith eiga tveir íslendingar myndir á sýn- ingunni, sem báðar eru af Surts eyjargosinu. Hér er kominn þéttur skógur, fura, birki, einir, lyng FÓLK sem lifir í Reykjavík og öðrum kauptúnum hefur feng- ið smiálönd, þar sem það hefur byggt sumarbústaði til að njóta náttúrulífsins yfir sumartímann. Starfsþráin og ástin á gróðrinum hefur k-núið það til starfa. Einn slíkur staður er austur í Þingva lasveit. Nánar tiltekið í Skálabrekkulandi. Þar hefur Jón Sigurðsson, skólastjóri og frú Katrín Viðar girt stórt land og ræktað. Þar var enginn gróð- ur annar en gras í fyrstu. Nú er alt þetta stóra larvd vaxið margskonar trjágróðri. Ekki nóg með það, heldur er safnað þar saman flestum íslenzkum blóm- plöntum, sem villtar finnast hér á landi. Hverri plöntu er komið fyrir, þar sem líkast er hennar upp- runalega heimkynni. Þar má sjá allar brönugrastegundirnar islenzku í einum brekkuhvammi Steinbrjótar og depiur flest af- brigðin. Hvönninn skipar sér um laskjarbakka og melsknðn-a blómið myndar hvítar breiður í aurbakka gilsins, Þarna er nátt úra Islands í sínnm mikla litar- skrúða og fjölbreytni. Þarna .vax-a í góðu bróðerni birki, fura greni, víðir ásam-t fjöldá ann- arra trjátegunda. Mikið af þess um trjám eru orðin stór ,aillt að tvær mannhæðir. Engum dylst sem þarna ráfar um, að margt handtak hefur þurft til þess að gera þennan reit jafn- falle-gan. Þökk sé þeim, sem hlú ir að fósturjörðinni og sýnir henni ræktarsemi. Reiturinn verður unaðslegri með hverju árinu og tíminn skráir nöfn þeirra, sem vinna í bók lífsins. Þessi saga er einn- ig margra annarra, sem hafa lagt hönd á plóginn að klæða landið. Ekkert er yndislegra en fa-gurt heimili með fjöJbreyti- legu náttúru/ífi umhverfis. ísland á mikla fjólbreytni í jurtalífi sem er ánægjulegt að kynnast og skoða. Jon Arnfinnsson. í Úr hófi íslenzku sendiherrahjónanna í Ósló. Á myndinni eru, frá vinstri: Sigurður Hafstað, sendiráðunautur, kona hans, Ragnheiður, að heilsa frú Gunnvor Lyng, konu þingmannsins Otto Lyng, sem er lengst til vinstri að heilsa sendiherrahjónunum, Ástríði og Hans G. Andersen. — Myndin er úr Aftenposten. Norsk blöö minntust veglega lýöveldisafmælis Islendinga VINIR okkar og frændur í Noregi létu ekki hjá líða að samfagna okkur á þjóð- hátíðardaginn, 17. júní, og minnast þess. að tuttugu ár væru liðin frá stofnun lýð- veldis á íslandi. Norsku dagblöðin birtu langar myndskreyttar greinar og viðtöl við sendiherra Is- lands í Noregi og fóru yfir- leitt ákaflega vinsamlegum orðum um land og þjóð. Mbl. hafa borizt úrklippur úr nokkrum norsku blaðanna. „Aftenposten“ birtir mynd af Hans G. Andersen, sendiherra, og viðtal við hann undir fyrir- sögninni: „Island feirer 20 árs Jubileum i dag“ -og þann 18. birti blaðið mynd frá móttöku íslenzku sendiherrahjónanna 17. júní að heimili þeirra, þar sem meðal gesta voru nokkrir norskir ráðherrar, sendimenn erlendra ríkja og fulltrúar ýmissa norskra stofnana. — „Ðagbladet“ í Ósló birtir langt Viðtal við sendiherrann og konu hans, Ástríði, undir fyrirsögninni: „Sjarm fra Sag*öya“. Stór mynd fylgir af þeim hjónum og er farið mjög lofsamlegum orðum um starf Andersens í utanríkisþjónustu íslendinga. Á forsíðu „Morgdnbladet" er mynd af H. G. Andersen og alllangt viðtal við hann, meðal annars um aðdraganda lýð- veldisstofnunar á íslandi og lýðveldishátíðina á Þingvöll- um 1944. Viðtalinu fylgir einnig mynd af Sveini Björns- syni, fyrsta forseta íslands, þar sem hann er að halda ræðu af svölum Alþingishúss- ins. „Arbeiderbladet" birtir mynd af sendiherranum og langt viðtal undir fyrirsögn- inni: „Island — en liten nasjon med lys framtid — Jubileum- sprat med ambassadör H.G. Andersen". Að mestu fjallar viðtalið um ástandið á íslandi nú og framtíðarhorfurnar, en höfundur þess er Rolv Ger- hardsen, bróðir Einars Ger- hardsens, forsætisráðherra Noregs. Þann 18. júní birti einnig „Arbeiderbladet" mynd úr hófi sendiherrahjónanna. Tvö norsk dagblöð birtu langar greinar eftir Skúla Skúlason, fréttaritara Morgun blaðsins í Noregi. Var önnur þeirra „kronik“ í „Bergens Tidende“, birt 16. júní, hin nær heilsíðugrein í „Verdens Gang“ með mynd frá lýðveldis hátíðinni á Þingvöllum, 17. júní 1944. Báðar þessar grein- ar bregða upp skýrri og skemmtilegri mynd af sjálf- stæðisbaráttu íslendinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.