Morgunblaðið - 27.06.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.06.1964, Blaðsíða 12
12 MOkGU M BLAQiO Laugardagur 27. júni 1964 Útgefandi: Kramk væmdas t j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslus tj óri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 1 lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ISLENDINGAR FREMSTIR 1 fiskimálaráðstefnunni flutti Jakob Jakobsson fróðlegt og skemmtilegt er- indi um sögu tæknibyltingar- inhar í síldveiðum íslendinga og birti Morgunblaðið erindi hans í gær. Jakob Jakobsson segir m.a.: „Enda þótt ekki hafi verið framleidd nein asdic-tæki á íslandi, er engum blöðum um það að fletta, að íslenzkir fiski menn nota þetta innflutta tæki meira en nokkur önnur þjóð í heiminum. Þess er einnig rétt að geta, að þéir hafa sl. tvö ár veitt hverjum þeim námfúsa áhugamanni, hvaðan sem hann kom að úr heiminum, kennslu í stakri verksnilli sinni og þannig lagt sinn skerf til velmegun- ar fjölmargra stéttarbræðra sinna í öðrum löndum“. Síðar segir: „íslenzkir nótaframleiðend- ur eiga hrós skilið fyrir það, hversu fljótt þeir hafa aðlag- að næturnar hinni nýju asdic- kraftablakkartækni með því að gera þær dýpri, sterkari og síðast en ekki sízt með því að búa þær út á nýjan hátt, sem er betur til þessara veiða fall- in, en nokkur önnur tegund nóta, Hin íslenzka gerð snurpu nóta er notuð víða í Noregi og í ár hefur þegar verið flutt út ein heil snurpunót til Bandaríkjanna, heimkynna nútíma snurpunótarinnar. Teikningum og lýsingum á gerð snurpunótanna íslenzku er nú dreift um allan heim á vegum fiskveiðatækjadeildar FAO“. íslenzkir fiskimenn eru hinir afkastamestu í heimi, og byggist það ekki einungis á aflasæld hér við land, held- ur jafnframt og öllu fremur á dugnaði þeirra og útsjónar- semi. í notkun erlendra tækja, eins og kraftblakkar og asdic- tækjanna, eru íslendingar nú komnir lengst allra fiskiveiði- þjóða og sjálfir hafa þeir þró- að heppilegustu nætur til að stunda þessar veiðar. Vissulega er það mikilsvert, að með hagnýtingu hinnar nýju tækni hefur tekizt að stórauka aflann hér við land og bæta þar með kjör sjó- manna, útgerðar og þjóðar- heildarinnar. En hitt er einn- ig gleðilegt, að íslendingar skuli hafa getað miðlað öðr- um af þekkingu sinni og reynslu við stórvirkar fisk- veiðar. Hinu er ekki að leyna, að nokkurn ugg setur að ýmsum um það, að hin stórvirku veiðitæki kunni að leiða til þess að gengið verði á fiski- stofnana. Ef hundruð eða þús undir erlendra síldveiðiskipa sækja á djúpmiðin undan Norður- og Austurlandi á næstu árum með fullkomn- ustu tæki, virðist slíkur ótti ekki ástæðulaus. í niðurlagi erindis síns seg- ir Jakob Jakobsson: . „Sú tækniþróun, sem vís- indamenn og veiðimenn hafa að nokkru leyti skapað sjálfir og að nokkru leyti tileinkað sér að erlendum fyrirmynd- um, hefur þannig gert íslend- ingum kleift að stunda síld- veiðar allt árið, og það er kannski hin Jiána samvinna og gagnkvæmi skilningur þessara tveggja aðila, sem mestan þátt hefur átt í hinni öru þróun íslenzks síldariðn- aðar á síðari árum. En því má ekki gleyma, að íslenzku síld- veiðarnar eru enn sem fyrr undir ýmsu komnar, svo sem breytilegu veðurfari, stærð stofnanna, breytilegu háttar- lagi síldartorfanna og síðast en ekki sízt átuskilyrðum. Ennþá höfum við engin tök að ráða við neitt af þessu, sem þó sker oft úr um, hvort við höfum erindi sem erfiði, en það er samt sem áður rétt að undirstrika það, að við erum betur undir það búnir nú en nokkru sinni fyrr að horfast í augu við erfiðleika á borð við þessa og snúast gegn þeim“. Víst er það því miður rétt, að fiskveiðar eru aldrei öru'gg ar, og einmitt af þeim sökum hljótum við íslendingar nú að leggja ríka áherzlu á aðrar framleiðslugreinar, þrátt fyr- ir hinar miklu tækniframfar- ir í fiskveiðum. ÁNÆGJULEG LAUSN jPins og menn vita var fundin heilbrigð lausn á lánamálum húsbyggjenda í sambandi við samninga um kjaramálin. Er þar fyrst og fremst um að ræða nýjan og verulegan tekjustofn, þar sem launaskatturinn er. Hér er í rauninni farið inn á svipaðar leiðir varðandi út- vegun lánsfjár til húsbygg- inga eins og gert hefur verið til að styrkja lánasjóði aí- vinnuveganna, sjávarútvegs, landbúnaðar og iðnaðar. Allir ættu að geta glaðzt yfir þessari lausn, þótt það sé UTAN ÚR HEIMI Krúsjeff og landbúnaður BLÖÐI'N herma, að Krúsjeff hafi látið svo um mælt við sænska blaðamenn á fimmtu- daginn var: „Ég hef bæði séð danskan og sænskan landbún- að, og báðar þjóðir eru komn- ar langt á þessu sviði, en landbúnaðurinn í minu landi og í Eystrasaltslöndunum er kominn enn lengra, en þar eru stærri bú og meiri véla- notkun“. Því miður mun þetta vara óskhyggja hins mikla manns. Hann gaf að vísu út skipun um það í desember sl., að nú skyldi landbúnaður í Eystra- saltsríkjunum vera efldur svo, að þau lönd færi fram úr Norðurlöndum á því sviði, og sérstaklega að þau færu fram úr land’búnaði í Svíþjóð. Það er eins og honum finnist að hann þurfi ekki annað en tala „og þá verði það“. En efir því sem segir í eistneska blaðinu „Rahva Háál“ um miðjan febrúar sl., þá urðu þarna nokkur ljón á veginum. Blaðið segir að í janúarmán uði hafi verið haldin ráðstefna í Moskvu til þess að ræða um hvernig hægt væri að hrinda þessum fyrirmælum Krúsjeffs í framkvæmd. Þar var fram- leiðslumálaráðherra Eistlands. Hann heifir Tönurist og hann komst þá m. a. svo að orði: „Vér getum ekki náð Norður- löndum í jarðrækt, vegna þess ag okkur er fenginn helmingi minni áburður en sænskir og finnskir bændur nota. Áburðarskorturinn er svo mikill, að við höfum eng- an áburð á kornakrana. Og vegna þess að stöðugt fækkar- þeim, sem vilja vinna að land búnaði, þurfum við framar öllu meiri vélakost við land- búnaðarstörf“. Hann skoraði á forráðamennina í Movkvu að senda miklu fleiri land- búnaðarvélar til Eistlands og varahluti í þær, en þó fyrst og fremst að senda betri vélar en áður. . Ritari eistneska kommún. istaflokksins Kábin, tók undir þetta. Og hann sagði að þeir þyrftu ag fá sérstakar vélar til þess að brjóta að nýju þau lönd sem nú væru komin í órækt, gamla akra sem nú væru orðnir kjarri vaxnir. Hann gat þess að sanskur bóndi hefði verið fenginn til þess að skoða samyrkjubúin í Eistlandi, og hann hefði / sagt. að þeir yrðu að nota miklu meiri á’burð, því að öðrum kosti væri ómögu- legt að auka framleiðsluna. Ráðamenn búanna tóku vel undir þetta, enda þótt þeir vissu vel, að enginn áburður var til. Þá gat Kábih þess, að á ár- unum 1940—1963 hefði fólki í Eistlandi fjölgað um 18%, en á sama tíma hefði fækkað um helming þeim, sem vinna að landbúnaði. Fólkið flykkt- ist í borgirnar Oig árið 1963 'hefði íbúum Tallins fjölgað um allt ag 25 þúsundir. Þessi er ástæðan til verkafólkseklu í sveitum. Á miðstjórnarfundi eistn- eska kommúnistaflokksins var um það rætt hvernig ætti að verða við kröfum Krúsjeffs. Þar kom það fram að þriðj- ungur samyrkjubúa í landinu, hefðu hvergi nærri getað skil- að þeim afrakstri sem heimt- aður var árið sem leið, og ríkið hefði orðið að greiða tjónið af rekstri þeirra. Úr þessu þyrfti fyrst og fremst að bæta. Svo þyrfti fleiri jarð- yrkjuvélar, meiri áiburð, mörg um sinnum fleiri viðgerða- stöðvar fyrir landbúnaðarvél- ar, og mörgum sinnum fleiri menn, sem kynnu að fara með vélar. Svo var talað um hvað fyrst þyrfti að gera, og ályktanirnar hafa sinn sérstæða kommún- istíska svjp: — Það þarf að taka með valdi þá jarðyrkju- menn, sem flúið hafa til borg anna, og láta þá vinna á sam- yrkjubúunum. Það þarf að fá betri ráðsmenn og verkstjóra fyrir samyrkjubúin og sjá um að þeir svíkist ekki um. Það þarf að innræta samyrkju bændum áhuga á starfi sínu og sameiginlegri heill. Ferð Títós til Varsjár talin mikilvæg Versjá, 25. júní (NTB). f DAG ræddust þeir við í Varsjá, Josip Tító, for.nti Júgóslavíu, og Wladyslav Gomulka, leiðtogi pólskra kommúnista. Heimildir herma, að þeir hafi fyrst og fremst rætt ágreininginn innan heimskommúnismans. Tító kom til Varsjár í morgun í viku opinbera heimsókn. Ferð hans til Póllands hefur vakið mikla athygli og talið er, að hún auðvitað fyrst og fremst gleði efni stjórnarflokkanna, sem ábyrgð bera á stjórnarfarinu, að lausn skyldi nú fást á þessu mikla vandamáli, því að verðbólguþróun undan- farna áratugi hefur hvað eft- ir annað kollvarpað grund- velli, sem reynt hefur verið að leggja að varanlegri lausn húsnæðisvandamálsins. Það er þess vegna fráleitt að halda því fram, að ríkis- stjórnin hafi verið knúin til þessarar lausnar, ekkert gat fremur verið henni í hag og landslýð öllum en finna slíka lausn. Hún er líka í samræmi við stefnu stjórnarinnar varð- andi útvegun lánsf jár til ann- arra framkvæmda, og gjarn- an mega menn minnast þess, hvernig Framsóknarflokkur- inn brást við, þegar svipuð leið var farin til þess að tryggja lánasjóðum landbún- aðarins fjármagn. TOGARAR VORU í NESKAUPSTAÐ 17' ommúnistar eru öðru . * hverju að fjargviðrast yfir því, að bæjarútgerðir skuli ekki halda áfram full- um rekstri togaraflota síns, þótt milljónatap sé á honum. í því sambandi er ekki úr vegi að rifja það upp, að tog- arar voru á sínum tíma gerð- ir út á ábyrgð kommúnista frá Neskaupstað. Nú eru sem kunnugt er eng ir togarar gerðir út frá þeim bæ, sem kommúnistar ráða, og ekki hefur heyrzt, að komm únistamálgagnið telji stjórn- leysi ráðamanna í Neskaup- stað um að kenna eða illgirni þeirra, heldur halda þeir því fram, að þar séu góðir stjórn- endur og einmitt af þeim sök- um hafi þeir selt togarana. sé mjög mikilvæg, fyrst og fremst með tilliti til þess hvort efnt verði í haust tii ráðstefnu allra kommúnistaflokka heims. Sem kunnugt er, hefur Krú- sjeff, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, lagt til að slík ráð- stefna verði haldin til þess að ræða ágreininginn milli sovézkra og kínverskra kommúnista. Bæði Tító, Júgóslavíuforseti, og Fal- miro Togliatti, leiðtogi ítalskra kommúnista, hafa lýst sig and- víga því að ráðstefnan verði haldin. Fyrst eftir að tillaga Krú sjeffs var lögð fram virtust Pól- verjar fremur mótfallnir henni, en á flokksþingi kommúnista- flokks landsins fyrir skömmu, var samþykkt lík tillaga, en lögð áherzla á að ráðstefnuna yrði að undirbúa mjög nákvæmlega til þesá að tryggja að árangur næðist. Áður höfðu pólskir kommúnistaleiðtogar reynt að hvetja sovézka og kínverska flokksbræður sína til að ræða ágreininginn sín á milli í kyrr- þey. Ferð Títós til Póllands þykir ekki sízt athyglisverð vegna þess, að fyrir nokkrum vikum ræddi hann við Krúsjeff í Len- ingrad og fáum dögum áður en hann lagði af stað til Varsjár sat hann fund með Gheorghe Gherghiu Dej, forseta Rú.meníu. • FJÁRVEITING TIL LAND VARNA MINNKI UM 10—15%. Genf, 25. júní (NTB). Á fundi afvopnunarráðstefn unnar í Genf í dag lögðu Sovétríkin til, að öll ríki sam þykktu að draga úr fjárveit- ingu til landvarna um 10— 15%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.