Morgunblaðið - 27.06.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.06.1964, Blaðsíða 13
Laugardagur 27. júní 1964 13 - MOKC U H B LADIO 73 gegn 27 FYRIR réttu ári sendi Kennedy, þáverandi forseti, Bandaríkja- þingi orðsendingu, vegna ástands ins í kynþáttamálum. Nokkru áð- ur, eftir óspektir þær, sem átt höfðu sér stað í bænum Birming- ham og öðrum borgum, hafði Kennedy aðvarað þjóðiná: „Við glímum nú við siðferðileg vanda- mál.... Tíminn til aðgerða er nú“. Á því ári, sem síðan er liðið, hefur ástandið í kynþáttamálún- um verið mjög álvarlegt. í suð- urríkjunum hafa staðið yfir sí- felldar mótmælaaðgerðir, stund- um hefur verið gripið til of- beldis. f norðurríkjunum hafa raddir um jafnrétti á vinnumark- aðnum orðið æ háværari. Fyrir rúmri viku samþykkti öldungadeild Bandaríkjaþings frumvarp, sem fól í sér mikið af tillögum stjórnarinnar. Sum á- kvæði þess náðu samþykki í breyttri mynd, en í heild sinni ber frumvarpið merki Kennedys og Johnsons, forseta. Talsmenn frumvarpsins áttu þó í miklum erfiðleikum, vegna andstöðu þingmanna frá suðurríkjunum. Umræður á þingi um frum- varpið voru á margan hátt sér- stæðar, t.d. var suðurríkjaþing- xnönnum úthlutaður ákveðinn ræðutími, og máttu þeir ekki tala lengur en eina klukkustund. Á föstudag í fyrri viku, voru á- heyrendapallar þéttsetnir, jafnt hvítum mönnum og þeldökkum, sem vildu vera viðstaddir loka- þáttinn. Utan dyra þinghússins beið hópur manna. Kl. 19.30, á 83. degi umræðnanna um frum- varpið, var það loks samþykkt, með 73 atkvæðum gegn 27. 46 demókratar og 27 repúblikanar voru því samþykkir, 21 demó- krati og 6 repúblikanar mótfalln- ir. — Nú fer frumvarpið til fulltrúa- deildarinnar. Gert er ráð fyrir, að suðurríkjaþingmenn leggist hart gegn því, en í febrúar sl. samþykkti deildin frumvarpið með 290 atkvæðum gegn 130, að vísu í dálítið annarri mynd en nú. Gert er nú ráð fyrir að af- greiðslu í fulltrúadeildinni ljúki það fljótt, að /ohnson, forseti, geti undirritað frumvarpið á þjóðhátíðardag Bandaríkja- manna, 4. júlí, og það verði þá að lögum. Sú breyting hefur orðið á frumvarpinu, frá því, að það hlaut afgreiðslu í febrúar, að ein- stökum ríkjum er nú gefinn meiri tími til að leysa einstök vandamál. Aðalaatriðin eru þó ó- breytt, og fela í sér ströngustu mannréttindaákvæði, sem sam- þykkt hafa verið vestan hafs und nnfarin 100 ár. • Bannað er að mismuna fólki eftir litarhætti í gistihús- um, veitingahúsum, leikhúsum, kvikmyndahúsum, á leikvöngum og í skemmtigörðum. • Öllum stærri atvinnurek- endum og verkalýðssamtökum er bannað að mismuna fólki í ráðningum, og öllum skal heim- ilt að gerast meðlimir í þeim síðarnefndu, án tillits til litar- háttar. • Hvítir og dökkir skulu upp fylla sömu skilyrði, er þeir óska eftir að komast á kjörskrá. • Dómsmálaráðherra skal heimilt að höfða mál eða skerast í leikinn, sé brugðið út af settum reglum. • Leyfilegt er að stöðva fjár- ▼eitingar U1 ríkisframkvæmda, einkennist þær að einhverju leyti af kynþáttamisrétti. Þegar frumvarpið verður að lögum, þá verður næsta skrefið — og vandamálið — að fram- fylgja því. í ræðu þeirri, sem Johnson flutti, er öldungadeildin hafði samþykkt frumvarpið, beindi hann þeim tilmælum til allra borgara landsins, að þeir gerðu sitt bezta til þess lögin yrðu að viðteknri venju og hefð í landinu. Vart mun líða á löngu, þar til dómsmálaráðuijeyt- ið fær að hafa hönd í bagga með framkvæmd „boðorðanna". Það er ljóst, að aðalprófraunin verður í suðurríkjunum, þar sem skilti með orðunum „Hvítir“ og „Þeldökkir" eru enn við lýði. Margir hafa haldið því fram, að málflutningur Goldwaters að undanförnu muni auka á erfið- leikana við • framkvæmd laganna í suðurríkjunum. Goldwater hélt því fram, að lagasetningin félli ekki saman við stjórnarskrána. Ekki er gert ráð fyrir því, að mannréttindalögin eigi eftir að valda neinni teljandi ólgu í norð- urríkjunum, nema þá helzt á vinnumarkaðnum. Þar hefur mis- rétti í aðgangi að opinberum stofnunum að mestu verið útrýmt með ríkislögum og samþykktum. Þeir, sem staðið hafa í broddi fylkingar mannréttindasamtaka, eru yfirleitt ánægðir með frum- varpið, en minna á, að samþykkt- inni verði án tafar að fylgja eftir með framkvæmdum, svo að and- stæðingum mánnréttinda gefist enginn kostur á að spyrna við fæti. Jafnrétti kjósendanna Undanfarin 10 ár hefur hæsti- réttur Bandaríkjanna kveðið upp marga úrskurði, sem víðtæk á- hrif hafa haft á líf manna þar í landi. Ein afleiðing m.a. _er sú, að réttur löggjafarþinga einstakra ríkja hefur að nokkru dregizt úr höndum þeirra. í sömu viku og öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti mann réttindafrumvarpið, kvað hæsti- réttur upp úrskurð, sem á eftir að hafa mikil áhrif til breytinga kjördæma vestan hafs. Kveður úrskurðurinn á um jafnrétti kjós- enda, þ.e. „einn maður, eitt at- kvæði“, svo og, að kjördæmi verði sem jöfnust að mannfjölda. Talið er, að afleiðingar úrskurð- arins verði m.a. þessar: • í 40 og 50 ríkjum Banda- ríkjanna verði að breyta kjör- dæmaskipaninni. • Borgir og útborgir verði þyngri á metunum við-kosningar, á kostnað sveitanna. Það geti aft- ur leitt til breyttra styrkleika- hlutfalla flokkanna í mörgum ríkjum, og þeir verði að haga stefnu sinni meira í samræmi við vilja meirihluta kjósenda. í öllum ríkisþingum nema einu, þ.e. 49 af 50 (Nebraska er undan- tekning), er um að ræða tvær deildir. Hlutverk þeirra er að á- kveða skatta, opinberar fram- kvæmdir, hegningarlög, skipu- leggja menntamál o. s. frv. Ríkis- þingin hafa því mjög mikil áhrif á allt daglegt líf manna, meir en sjálft Bandaríkjaþing. Reglur þær, sem ríkja um kjör til ríkisþinganna eru mjög marg- víslegar og flóknar, og í flestum ríkjum er fólksfjöldi ekki úr- slitavaldið. Til dæmis má nefna, að víða er krafizt eins fulltrúa frá hverri sýslu, alveg án tillits til þess, hve mannmörg hún er, jafnframt því, sem ákveðin er hámarkstala full trúa, hversu mannmörg sem sýsl- an kann að vera. í einstaka til- fellum ákvarðast kjördæmin af landfræðilegum mörkum, þ.e. miðað er við eyjar eða strand- héruð. Þá skipta atvinnuhættir víða miklu máli. Tilhneiging þess fyrirkomulags, sem ríkt hefur, hefur verið sú, að atkvæði í sveitum hafa verið þyngri á metum en atkvæði í borgum, og öðrum þéttbýlum stöðum. Mikið misræmi ríkir nú víða í þessum efnum. Þannig er það staðreynd, að í Nevada eru 568 kjósendur í smæsta kjördæm- inu, en 127.016 í því stærsta. Hugsanlegt er því, að 8% kjós- enda geti kosið meirihluta efri deildarinnar þar. Svipaða sögu er að segja í Connecticut, og á- standið er ekki ólikt í New York, en þar geta 34% kjósenda haft meirihlutaaðstöðu. í engu ríki gildir sú regla, að meirihluti kjós enda þurfi að standa að baki kosnum meirihluta. Þetta ástand hefur lengi verið rætt, og sætt mikilli gagnrýni. Lagasetningar hafa af eðlilegum ástæðum verið erfiðar, og litlu eða engu fengið áorkað. Hæstiréttur hefur borið fyrir sig þann hluta stjórnarskrárinn- ar, þar sem segir: „fulltrúadeild- in skal..^ kosin.... af íbúum einstakra ríkja“, svo þá grein, þar sem segir, að ekkert ríki „skuli meina neinni persónu á sínu umráðasvæði að njóta vernd ar laganna til jafns við aðra“. í greinargerð dómaranna segir: „Þingin eru fulltrúar fólks, ekki trjáa eða ekrufjölda. Þau eru kos in af kjósendum, ekki af sveita- bæjum, borgum eða hagsmuna- samtökum“. 6 hæstaréttardómarar stóðu að .baki úrskurðinum í fyrri viku, 3 lögðust gegn honum. Einn þeirra sagði: „Þingin eru ekki fulltrúar andlitslauss fjölda. Þau eru full- trúar fólks.... með sömu þarfir og hagsmuni ... sem oft geta staðið í sambandi við landfræði- lega afstöðu". Talsvert hefur verið um það rætt, hverjar afleiðingar úrskurð arins verði á stjórnrAálasviðinu. Flestir virðast þó telja, að demó- kratar muni hagnast mest, vegna þess, að atkvæði borgarbúa verða þyngri á metunum. Margir repú- blikanar hafa þó viljað hugga sig við, að ýmsar útborgir, sem hafa verið sterk vígi þeirra, muni einn ig láta meir að sér kveða, og muni það vega upp á móti fram- gangi andstæðinganna í borgun- um. Þá hefur sjálfur hæstiréttur ekki farið varhluta af umræðum, og telja sumir, að hann hafi farið út fyrir hlutverk sitt, og sé raun- verulega að „endurbæta stjórnar- skrána". Þeir, sem verja aðgerð- ir réttarins, benda hins vegar á, að hann hafi tekið að sér hlut- verk, sem enginn hafi getað að sér tekið, og þannig leiðrétt mis- ræmi og bætt úr óréttlæti, sem annars hefði verið látið viðgang- ast, ,.Ný Kúba"? Undanfarna daga hafa leiðtog- ar tveggja ríkja Átlantshafsbanda lagsins, sem í deilum eiga, átt við ræður við Johnson, Bandaríkja- forseta, í Washington. Á mánu- dag og þriðjudag ræddi forset- inn við Inönu, forsætisráðherra Tyrklands, en á miðvikudag kom forsætisráðherra Grikklands, Papandreou, til fundar við John- son. Það var forsetinn, sem bauð ráðamönnunum tveimur að koma til fundar við sig; vegna þess, að undanfárið hefur mjög dregið úr vonum manna um, að Sameinuðu þjóðirnar gti leitt Kýpurdeiluna til friðsamlegra lykta. Sl. laugar- dag samþykkti öryggisráðið sam- hljóða að framlengja dvöl gæzlu- liðs samtakanna á Kýpur fram til 26. september. Sú skoðun er þó almennt ríkjandi hjá forráða- mönnum SÞ, að komi ekki til nýr samkomulagsvilji deiluaðila, þá kunni ástandið á Kýpur enn að versna næstu þrjá mánuði. Sáttasemjari SÞ, Sakari S. Tuomioja, virðist ekki hafa getað samræmt vilja grískra Kýpurbúa, sem óska eftir, að eyjan verði eitt ríki, og þeirra tyrknesku, sem vilja skipta eyjunni milli þjóðarbrotanna. U Thant, fram- kvæmdastjóri SÞ, hefur sjálfur lýst því yfir, að þótt rólegra virð- ist nú á Kýpur, en oft undan- farið, þá sé það aðeins á yfir- borðinu; báðir aðilar vígbúast af kappi — með smygluðum vopn- um — og því er alltaf hætta á, að bardagar brjótist út. Ástandið fer einnig versnandi utan Kýpur. í Tyrklandi verða þær raddir nú æ háværari, sem krefjast íhlutunar á Kýpur, tií að tryggja rétt tyrkneskra manna þar. Aðstaða þeirra hefur farið versnandi að undanförnu, því að vitað er, að þeir hafa fengið mun minna af vopnum en gríska þjóðarbrotið. Gríska stjórnin hef- ur hins vegar lýst því yfir, að hún muni senda herlið til eyj- unnar, skerist Tyrkir þar í leik- inn. Slíkt myndi leiða til átaka milli tveggja ríkja Atlantshafs- bandalagsins, átaka, sem enginn getur sagt fyrir um afleiðingarn- ar af. Þrátt fyrir yfirlýsingar grísku stjórnarinnar, lýsti Inonu því yfir fyrir skömmu, að hann hefði í hyggju að senda herlið til Kýpur. Það var fyrir orð John- sons, forseta, og boð hans til for- sætisráðherrans um að heim- sækja Washington, að hætt var við þær aðgerðir. Inonu og Papandreou hittust ekki í Washington, enda var það ekki ætlun Bandaríkjaforseta, að fá þá til að ræðast við. Aðstoðar- menn forsetans hafa látið hafa það eftir sér, að ætlun hans með boðinu hafi fyrst og fremst verið sú að lýsa yfir þeim vilja Banda- ríkjastjórnar, að hún ætli sér að gera allt, sem í hennar valdi stendur, til að binda sem fyrst endi á Kýpurdeiluna. Þá mun forsetinn hafa lagt að leiðtogun- um, að þeir beiti sér fyrir við- ræðum milli fulltrúa ríkisstjórna sinna, þó ekki ráðherrafundi, fyrst um sinn a.m.k. Báðir forsætisráðherrarnir munu hafa haldið fast við fyrri skoðanir, einkum þó Inonu, en nokkru áður en hann hélt vestur um haf var stjórn hans næstum fallin, er traustyfirlýsing henni til handa vegna Kýpurmálsins var samþykkt með fárra atkvæða meirihluta, 200 atkvæðum gegn 196. Virðist því allmikil óánægja ríkja' meðal tyrkneskra þing- manna með afstöðu stjórnarinn- ar. — Þá kemur einnig til, að allar tillögur, sem fram til þessa hafa komið fram til lausnar deilunni — sameining Kýpur og Tyrk- lands, skipting eyjunnar milli Grikklands og Tyrklands, eða flutningur tyrkneska þjóðarbrots ins til grísks landsvæðis, sem síðar yrði afhent Tyrkjum — hafa mætt andúð a.m.k. annars aðilans. Á Vesturlöndum líta menn þróunina mjög alvarlegum augum, og telja, að afstaða stjórna Grikklands og Tyrklands geti leitt ti.l þess, að kommúnist- ar nái tangarhaldi á Kýpur. — Ráðamenn í löndunum tveimur eru sagðir farnir að gefa þessu atriði vaxandi gaum. Þessi hætta kann að verða til þess, að reynt verði að ná samkomulagi, því hvorki Inönu né Papanderou munu óska eftir því, að Kýpur verði „ný Kúba“. Johnson, Bandaríkjaforseti, afhendir blökkustúlkunni Jaqueline Faye Evans, frá Little Rock, heiðursmerki fyrir frábæra frammistöðu í námi. Deila stóð á sínum tima um rétt stúlkunnar til skólagöniju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.