Morgunblaðið - 28.06.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.06.1964, Blaðsíða 3
Sunnudagur 28. júní 1964 MORGUNBLAÐIÐ 3 'i Sr. Eirikur J. Eiríksson: fe Fyrir utan Keflavíkurkirkju eftir barnaguðsþjónustu. (Ljósm. Heimir Stígsson). jjj | Æskulýðsstarfsemi kirkjunnar | I í Keflavík og Njarðvíkum 1 V. sunnudagur eftir trinitatis. Guðspjallið. i,úk. 5, 1—11. Á SKÓLAÁRUM mínum í Reykjavik veitti ég því oft at- hygli, að í kirkjum borgarinnar var heldur fátt fyrirmanna þjóð- arinnar og leiðtoga. Ég var einatt að hugleiða, hvernig á þessu stæði, og ætla ég að gerast svo djarfur að gera nokkra grein fyrir niðurstöðu minni, með því að enn í dag er ég ekki með öllum horfinn frá henni, þótt barnaleg sé hún, ef til vill, enda til orðin í huga óreynds unglings. Sú skýring kom upp í huga mínum á þessu, að forystumenn þjóðarinnar væru ejtthvað hræddir við að láta sja sig í kirkju. Þeir héldi að of mikil nálægð skapaðist við fjöldann er einnig þeir færi að lúta for- ystu, sem þarna var Guðs orð og kirkjusiðirnir, að visu ein- faldir, en þó með tilgang að beygja kné holds og hjarta. bætt aflabrögð". Mikið er til 1 þvi, en „að verða var“ hefur dýpri merkinu. Velferð þjóða og einstaklings hlýtur að byggjast á ytri velgengni, en þó verður hún ekki mæld með síldarmálum né ' miðuð við hestburði, og þökkum við að sjálfsögðu Guði fyrir góð- æri til lands og sjávar og biðjum þess, að það megi haldast. En við skulum minnast þess, að baráttulaust fást engin sönn gæði. Lóurnar hans Stephans G. Stephanssonar sungu ekki í allri velsældinni á akrinum hans vest ur í álfu, þótt veðrin væru þar hlýrri en á íslandi og jörðin frjórri. „Ið íslenzka söngeðli ávallt við eldhraun og jökla nær laginu bezt. Sem bylur slær bárur til kvæða úr blækyrrðar djúpi, með sterkasta hljóm við syngjum ef sorgirnar næða — en nautnirnar ræna okkur róm“. Ekki vændi ég þessa menn um hroka né lítilmennsku, en taldi mig geta skilið ímyndað viðhorf þeirra. Þeir þurftu sífellt að hrópa: Fylgið okkur. Gat það ekki verið varasamt að láta fólk- ið sjá sig í barnsafstöðu, eins og einnig þeir væru fylgjendur og þyrfti við leiðtoga og forystu. Mér hugkvæmdist að með þess- um mönnum væri eitthvert hug- boð, að það gæti veikt aðstöðu þeirra að fara með völd, kæmi það. berlega í ljós, að þeir lyti sjálfir valdL Að vísu vissi ég úr mannkyns- sögunni, að konungar áður fyrr höfðu mjög í frammi guðhræðslu sína, en þá lá við, að Guð og kon ungurinn væru eitt og hið sama, og settu hinir háu herrar þegn- um sínum lög, en voru sjálfir óháðir lögum, rétti og siðgæði. Nú mun vera orðið erfiðara en áður að flokka fólk eftir stétt og stöðu, en er ekki enn til eitt- hvað af þeim hugsunarhætti, er hér hefur verið vikið að, og meg- um vði ekki mörg, æðri sem lægri játa hann og viðurkenna? í guðspjalli dagsins segir Jesús: „Héðan i frá skalt þú menn veiða." Athyglisverð orð. í Postulasögunni segir um áhrif ræðu Péturs: „En er þeir heyrðu þetta, stungust þeir í hjörtum". Pétur varð hinn mikli postulahöfðingi, áhrifavald hans varð vissulega mikið. En bar- átta hans varð löng og ströng og Jesús gjörþekkti hann og vissi að fræ sjálfsdýrkunarinnar var einnig í hans hjarta. Orðin: „vilji einhver fylgja mér, þá af- neiti hann sjálfum sér og taki upp kross sinn og fylgi mér“ — eru í áframhaldi ávtíunarorða til Péturs, að hann miði við sjálfan sig og metnaðarmæli — kvarða manna. Jesús sér fyrir baráttu Péturs og spáir því, að hann afneiti sér, en samt beinir hann máli sínu um hinn mikla afla til Péturs. Frá honum mun bræðrun um koma styrkur, en gleymum ekki viðbótinni í 22. kapítula Lúkasarguðspjalls: „Þegar þú síð ar ert snúinn við“, þ.e. þegar Pét ur beinir af alhug augum sínum til Frelsarans og hann er orðinn honum allt, leiðtoginn eini og mikli. Bjartsýni Jesú • andspænis Pétri þrátt fyrir allt byggist þannig á traustum grunni. Virð- um fyrir okkur orð Péturs. Upp- haf þeirra er: „Vér höfum setið í alla nótt og ekki orðið varir“. Ef til vill segði einhver: „Já, nú er öldin önnur h-já fiskmönn- um. Tækni nútímans tryggir „Hamingjan er heimafengin**- Rótfesta mannsins veldur mestu uní örlög hans, þar sem ættjörð er og átthagar, en einkum þar sem hjarta hans á heima og rétt umhverfi eðlis hans er, upphaf hans og heillavænleg leiðarlok. En það kostar baráttu „að snúa við“ í merkingu Lúkasarguð- spjalls. Leiðin er löng til orða Frelsarans: „Þó ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt“. Grundvöllur sannrar vel- gengni þess „að verða var“ í raun réttri, byggist á framhaldi orða Péturs í guðspjalli dagsins: „En eftir þínu orði vil ég leggja netin“. Norsku lýðháskólarnir eiga 100 ára afmæli hinn 1. nóv. í haust. Forstöðumaður fyrsta skólans, Herman Anker, lauk vígsluræðu sinni með orðunum: „Ég set þennan skóla í Jesú nafni“. „Legg þú út á djúpið", segir Jesús í -guðspjallinu. Þar var um að ræða áhættusama för, en á hörpulaga Genesarsetvatn slær gullnum strengjum fyrirheitsins mikla, er ómar gegnum alla bar- áttu og stríð. „Héðan af skalt þú menn veiða“. Djúp Guðs misk- unnar blasir við og rétta leiðin manninum. Menn eru alls staðar að leita að leiðtogum. Sjálft orðið hefur tviþætta frummerkingu. Það táknar þann, sem er foringi, fer fyrir og safnar liði um sig til sókn ar eða varnar. En orðið hefur einnig merkinguna leiðsögu- maður, leiðbeinandi, sá sem vís- ar til vegar og segir: „Þarna er merkið, sem keppa ber að“. Mörgum leiðtoganum hættir um of við að benda á sjálfan sig. Þó hefur það löngum sýnt sig, að sá einn er farsæll leið- togi, sem sjálfur lýtur leiðsögu, á sér vald að virða, en fer ekki að eigin vild og geðþótta. Við þekkjum það úr féJags- skap, að að þeim foringjum er vafasamur gróði, sem láta allt snúast um sjálfa sig og veita fé- lögunum lítil tækifæri til þess að reyna eigin getu og miða mátt sinn við og baráttu við merki, sem stendur, þótt maðurinn falli. Mér virðist, að hið eftirtektar- verðast við guðspjall þessa helgi dags sé, hversu farsællega tókst til um samfylgd ummælanna tveggja: „Þeir yfirgáfu allt og fylgdu honum“, — og: „Héðan í frá skalt þú menn veiða“. Gefi góður Guð, að við meg- um verða leiðtogar og leiðbein- endur um leið, að fylgd okkar verði sem stærst við Frelsarann. Gefist okkur til þess auðmýkt og þrek. Amen. H KEFLAVÍK og Njarðvík eru E sameiginleg sókn og prestur g okkar er séra Björn Xónsson S — Séra Björn telur að kirkju E sókn hinna fullorðnu fari = batnandi, og æskulýðsstarf- E semi kirkjunnar hefur vaxið S með hverri liðandi stund. En g nú svo komið að um 400 til E 500 börn í sókninni' sækja ^ barna- og æskulýðsguðsþjón- E ustur. Börnin eru sjálf virkir g þátttakendur í hverri guðs- £ þjónustu, annast allan söng, g le?tur ritnjngar og aðrar at- £ hafnir sem guðsþjónustunni £ tilheyra. £ Við herja guðsþjónustu er £ úthlutað' myndum úr biblíu- £ sögunum. Er það eftirsótt £ mjög að fá myndirnar sínar, £ halda þeim saman og nema og £ muna hvað það er, 'Sem mynd S irnar segja frá. £ Presturinn fylgist með því H hver af hinum ungu kirkju- E gestum á afmæli þann dag- £ inn, sem guðsþjónustan fer £ fram og eru þá sérstök hátíð- = legheit í sambandi við það. £ Séra Björn hefur mikinn = áhuga á þessu samstarfi við E yngstu sóknarbörnin, og segir E að eftir ótrúlega fá ár verði j| þau orðin að hinum ráðandi g söfnuði, sem hafi í æsku feng- £ ið trú- og tilfinningu fyrir £ kirkju sinni og kristnum ffæð £ um. Hánn segist stefna að þvi £ að gera söfnuðinn að virkari £ þátttakendum í guðsþjónust- i unni því að á þann hátt kom- = ist kirkjan í meira lfiandi | samband við einstaklinginn, 1 — og það sem ungur nemur ^ gamall temur. 1 Það er líka, segir séra = Björn, eins og myndist nánara | samband á milli barnanna, |. sem sækja að staðaldri þess- | ar æskulýðsguðsþjónustur, og | kemur • það sérstaklega fram | í starfsvilja þeirra, — að vilja | framkvæma og vera með. | Fermingarbörn hvers árs | eru nokkurskonar forustulið | í þessari starfsemi og þau, | sem yngri eru, hlakka til að | verða fermingarbörn og fá þá | að gera ennþá meira en á með | an þau eru ung og lítils 1 megnug. Lítil stúlka sem á af- | mæli fær að koma upp að = alterinu og sækja sína sér- | stöku afmælismynd og texti | hennar er sagður og skýrður | fyrir öllum hinum. Séra Bjöm Jónsson afhendir börunum í Ytri Njarðvík biblíu myndir. Séra Björn segist vera sann færður um það, að þessi starf- semi meðal barnanna berí góð an ávöxt, því hún tengi ung- menninn fastar við kirkjuna og kristin sjónarmið. Þessi starfsemi fer jöfnum höndum fram í. Keflavík, Ytri- og Innri Njarðvík og með sama hætti á öllum stöðunum. Söng stjórn barnanna annast þó hver á sínum stað, í Keflavík Vilhelm Ellefsen, í Ytri Njarð vík Hlíf Tryggvadóttir og í Innri Njarðvík Geir Þórarins- son. Er starf þeirra allra mjög mikilsvert og mundi mikið á skorta ef þeirra nyti ékki = við. Þegar litið er yfir starf síð- || asta vetrar finnst mér að það |§ hafi borið góðan ávöxt og ef £ okkur tekst að halda áfram £ svo sem nú horfir þá fer £ kirkjusókn vaxandi og áhrif £ kristindómsins verða til £ meira góðs í þjóðlífinu. Það er mjög ánægjulegt að M sjá þegar ungmennin, verð- £ andi ráðamenn Suðurnesja, £ hópast til kirkna sinna og £ taka á móti hinni fullkomn- £ ustu siðfræði sem til er, grund £ vallarsjónarmiðum kristinn- £ ar trúar. Lítil stúlka Ies bæn í Innri Njarðvík. FYlíO- FORYSTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.