Morgunblaðið - 28.06.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.06.1964, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLADIÐ Sunnudagur 28. júní 1964 Moröiö í Sarajevo fyrir hálfri öld SUNNUDAGINN 28. júní 1914 var mikið um dýrðir í Sarajevo, höfuðborg Bosníu, sem þá laut Austurríki, en er nú fylki í Júgó-Slavíu. Franz Ferdinand, erkiher- togi og ríkiserfingi Austur- ríkis-Ungverjalands, var að koma í opinbera heimsókn ásamt konu sinni. Þessi dagur var hátíðisdagur í lífi erkihertogahjónanna, því að 28. júní 1900 höfðu þau gift sig, þrátt fyrir mikla andstöðu hirðarinnar í Vinarborg og ekki sízt keisarans sjá'lfs, Franz Jós- efs. Soffía Chotek var greifynja frá Bæheimi, einhver fegursta kona í austurríska keisaradæm- Inu og af gamalli aðalsætt. Hún þótti þó ekki af nógu háum stigum til þess að tengjast Habsborgurunum, en vegna þess að Franz Ferdinand hélt fast við ákvörðun sína, var að lokum fallizt á ráðahaginn með þrví skilyrði, að hjónabandi'ð yrði „til vinstri“ eða „morgana- tisch“, þ.e. að börn, sem fæð- ast kynnu í hjónabandinu, hefðu ekki erkihertogaleg rétt- indi, og Soffía yrði ekki keis- arafrú, þótt Franz Ferdinand settist einliverntíma í hásæti föðurbróður síns. Soffía hlaut Gavrilo Princip, latínuskóla- pilturinn, sem myrti erkiher- togahjónin. yggisráðstafanir landstjórans og borgaryfirvaldanna voru lé- legar. Erkihertogahjónin og fylgd- strlið peirra óku inn í borgina um kl. tíu að morgni í fjórum bifreiðum, Hjónin vo-ru í ann- arri bifreiðinrú og sátu í aftur- Evrópa árið 1914. í sárabætur titilinn hertogaynj- an af Hoheuberg. 28. júní var einnig í heiðri hafður af niörgum serbneskum föðurlandsvinum til minning- ar um forna þjóðhetju. Serbía, nágrannaríki Bosníu, var sjálf- stætt ríki, og þar var dagurinn hálfopinber þjóðhátíðardagur. Þegar Franz Ferdinand fór í heimsókn sina til Bonsíu, sögðu ýmsir við austurrisku hirðina, að nú stigi ríkiserfinginn niður í Ijónagryfjuna. Serbar, sem m.a. bjuggu í Bosníu, hötuðu erkihertogann vegna þess, að hann var einn atkvæðamesti andstæðingar hinnar stór-serb- nesku stefnu. Hann var í sjálfu sér alls ekki andvígur Slövum, en hann beitti sér fyrir sáttastefnu innan hins víðlenda keisaradæmis. Eitt atriði þeirr- ar stefnu var að skipta keisara- dæminu i þrjá hluta, austur- rískan, slavneskan og ungversk an. Serbar voru ekki hrifnir af þessari stefnu, því að þeir vildu umfram allt viðhalda ó- ánægju fólks af suður-slavnesk um stofni í keisaradæminu í þeirri von, að geta einhvern tima sameinað það Serbíu. í Sarajevo bjuggu um 50.000 manns. Helmingur íbúanna var múihameðstrúar eða gyðingatrú ar, en hinn heimingurinn krist- inn, þ e. rómversk-ka{;*51skur eða grísk-kaþólskur. Serbnesk- ir þjóðernlssinnar voru nokkuð öflugir í borginni, og því má það einkennilegt heita, hve ör- sæti. Andspænis þeim sat land- stjórinn i Bosníu, Óskar Potio- rek. í framsæti, við hlið bil- 'stjórans, sat Harrach gxeifi. Þegar bílarnir nálguðust ráð húsið var mikil mannþyrping á götunum. Fólkið fagnaði þeim vel, og þótti það góðs viti. Að vísu voru fagnaðarlæt- in ekiki miki'., en hinir svart- sýnustu höfðu yfirleitt ekki átt von á því, að borgarbúar létu fögnuð í ljós, nema þá að litlu leyti. Erkihertoginn virtist á- nægður með móttökurnar. Þegar ráðhúsklukkan sló hálfellefu fél. einhver hlutur á vélarhús bifreiðarinnar, sem ók næst á eftir erkihertogahjón- unum. Hluturinn, sem reyndist vera sprengja, valt niður ó strætið og sprakk, þegar þriðji bíllinn ók íram hjá. Tveir úr fylgdarliði erkiher togans særðust; annar þeirra alvarlega. Erkihertoginn skip- aði bílstjóra sínum að nema staðar, stökk út úr bílnum og hljóp til hinna særðu. Sá, sem kastaði sprengjunni, hljóp sem fætur toguðu yfir brú, er var í grenndinni yfir ána, sem rennur um borgina. Lögreglumenn náðu honum fljótlega. Tilræðismaðurinn reyndist vera serbneskur setj- ari, en austurrískur ríkisborg- ari, Nedeljkos Gabrinovic að nafni. Bifreiðarnar óku síðan að ráðhúsinu. Franz^ Ferdinand gekk hröðum skrefum upp að ræðupallinum og sagði hátt: „Svo að hér í Sarajevo takið þið á móti gestum með sprengj- um!“ Borgarstjórinn varð vand- ræðalegur á svip, en hóf síðan að flytja veikomandaræðu sína. Á meðan stillti erkihertog- inn sig, og að ræðu borgarstjór ans lokinni, flutti hann svar- ræðu sína. Handritið var atað blóðslettum, því að erkihertog- inn hafði verið með það í hönd um, er hann hljop til hinna særðu lífvarða sinna. Síðan sagðist hann mundu fara einn í sjúkrahúsið, til þess að vitja um lífverði sína og huga að líðan þeirra. Eigin- kona hans krafðist þess að fara með honum, því að væri ein- hver hætta á ferðum, væri það skylda hennar að standa við hlið hans. Harrach greifi lýsti yfir und- run sinni við landstjórann á því, að enginn hervörður væri á staðnum til þess að vemda ríkiserfingjann. Óskar Potiorek svaraði háðslega: „Haldið þér, að Sarajevo sé full af laun- morðingjum?“ í borginni voru einungis 120 lögregluþjónar, en engir her- menn. Að vísu voru tvær aust- urrískar herdeildir í nágrenn- inu. Þetta andvaraleysi hefur síðar orðið upphaf að margvís- legum tilgátum, en það mun sanni næst, að enn í dag er óvitað, hvað olli því, að engar sérstakar varúðarráðstafanir voru gerðar, sem að veruiegu gagni gætu komið. Bifreiðarnar fjórar óku frá Morðinginn er þjóðhetja í Júgó- Slavíu kommúnismans. Hér er minningartafla um hann á götu í Sarajevo, götunni, þar sem hann beið eftir bráð sinni, og fótspor hans eru greypt ofan j gangstéttina. ráðhúsinb ti1 sjúkrahússins. Nú var ekið hraðar en áður, og um leið og lagt var af stað, var ákveðið að fara aðra leið, en fyrirhuguð hafði verið. Harrach greifi var orðinn tortrygginn og leizt ekki á þetta ferðalag. Hann neitaði því að setjast inn í bíl- inn, en stóð í þess stað með brugðið sverð í hendi á aurbrett inu við hlið Franz Ferdinands, viðbúinn hinu versta. Fáir lögregluþjónar voru á götunum. Vegna mistaka beygði fremsti bíllinn inn í Franz Josef Strasse, eins og upphaflega hafði verið ráð fyrir gert. Öku- maður erkihertogans var um það bil að beygja á eftir fyrsta bílnum, þegar Potiorek leið- rétti hann. Bíllinn ók síðan nokkurn spöi hægt eftir árbakk Morðinginu hamUckiun. anum í áttina að næstu brú. Þá var tveimur skotum hleypt af í minna en tíu feta fjarlægð frá bílnum. Sarajevo var full af laun- morðingjum. Potiorek komst í mikið upp» nám og skipeði bílstjóranum að fara yfir næstnæstu brú. Þá fyrst tók hanr. eftir því, að blóð straumur flæddi úr munni erki hertogans og niður á grænan búning hans. Kona hans hallað- ist í fang honum, meðvitundar- laus, en virtist ósærð. „Soffía, Soffía, þú verður að lifa vegna barnanna okkar“, sagði erki- hertoginn. Hann var þá með blóðhryglu og átti örðugt um andardrátt. Hjónin voru borin inn I Koníak, en svo nefndist stjórn- arráðshúsið í borginni. Hún var enn meðvitundarlaus, en hann starði þöguil og fölur fram fyrir sig. Blóðið fossaði nú úr munni hans. Ef til viil hefur honum verið hugsað til þess, að nú var draumur hans um að bjarga keisaradæminu frá þeirri upplausn, sem hann hafði þótzt sjá fyrir, að engu orðinn. Síð- an missti hann meðvitund. Erkihertoga'hjónin létust bæðl stundarfjórðungi eftir að skot- unum var hleypt af. í næsta herbergi var verið að kæla kampavínið, sem átti að drekka með hádegisverðinum. Götumúgurmn handsamaði morðingjann og fór að mis- þyrma honum, en lögreglan náði hondm úr höndum fólks- ins. Hann hafði tekið inn blá- sýru, en kastaði henni jafn- harðan upp. Hann var serbnesk ur menntaskólanemi, en aust- urrískur ríkisborgari, Gavrilo (Gabríel) Princip að nafni. Princip var ásamt Gabrinovic dæmdur í tuttugu ára fangelsL Dauðarefsing kom ekki til greina vegna hins unga aldurs þeirra. Morðmginn Princip dó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.