Morgunblaðið - 28.06.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.06.1964, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 28, júní 1964 jiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiKi......... VÍÐIMÝRARKIRKJA eftir Kristjdn Eldjdm, þjdðminjavörð Ljósm.: Haukur Viktorsson. S HINN 16. marz 1&36 var séra = Benedikt Vigfússon' hinn ríki 3 og vel metni Hólaklerkur og M þá prófastur í Skagafjarðar- = sýslu, staddur að Víðimýri í 3 Seyluhreppi til iþess að yfir- = líta nýja kirkju, sem proprie- 3 tarius eða eigandi jarðarinnar, H Einar Stefánsson studiosus, S hafði látið reisa, svo sem hon = um bar skylda til, þar sem = kirkjan var bændaeign. Ná- EE kvaemlega var allt húsið skoð = að hátt og lágt og rituð niður 3 jafnharðan lýsing á hverju 3 eina, smáu og stóru, talin staf = gólf og stoðir, bönd og bitar, = bníkur og stokkar, bekkir og H þiljur og allt sem nöfnum 3 tjáir að nefna. Allt var þetta = skilmerkilega bókfest, til þess = að enginn vafi gaeti leikið á = því síðar meir, hvernig ásig- = komulag þessa húss var, þeg- = ar eigandinn taldi það full- 3 búið og sýndi það héraðs- 3 prófasti. Vísitazíugerðinni eða 3 úttektinni lýkur með þessum 3 orðum: „Viðir kirkjunnar eru að sjá H sæmilega vandaðir og mikinn 3 part nýir, og virðist prófast- 3 inum bygging kirkjunnar vera 3 til sóma vel nefndum S proprietario“. Kirkjuúttektir sem þessi eru 3 til fjölda-margar, skipta lík- 3 lega þúsundum, frá síðustu s þremur öldum. I þeim geym- 3 ast heimildir um íslenzka bygg 3 ingarsögu og mikill orðaforði, 1 sem ekki liggur mönnum 3 lengur á tungu. Þær eru held- = ur stremlbin lesning þessar út- = tektir, Og því miður er það 3 oft svo, þrátt fyrir góðan vilja = þeirra, er úttektina gerðu, að = vafaatriðin og gloppurnar 3 vilja verða margar, þegar = reynt er að raða þessum brot- g um saman. Hve miklu meira = segðu ekki fáeinar ljósmyndir = eða einfaldir uppdrættir, ef til 3 væru, en slíku er vitaskuld = ekki til að dreifa, og verður 3 að tjalda því einu sem til er, 1 hinum gömlu lýsingum. Um 3 Víðimýrarkir.kju er þó raunar 1 hvorugs þörf, mynda eða lýs- 3 inga, því að hún stendur enn = eins og hún var, þegar Bene- 3 dikt prófastur var að yfirlíta 3 hana árið 1836, tveimur árum 3 eftir að hún var byggð. Smíða 3 ár hennar er talið 1834, svo S að hún á 130 ára afmæli á 3 þessu ári. Hún er eitt þeirra S húsa, sem íslenzka ríkið hefur 3 látið friðlýsa í því skyni að 3 hún skuli ætið standa sem 3 minnisvarði um gamla ís- 3 lenzka byggingarlist og bænda M menningu. Víðimýri, hið forna setur 3 Kolbeins Tumasonar á valda- 3 dögum Ásbirninga, stendur 3 við alfaraleið og hefur ætíð 1 staðið, í fögru umhverfi. Til- = komumesta sýnin á hinni fjöl- 3 förnu norðurleið nútímans = blasir við augum vegfarand- ans frá Arnarstapa á austan- verðu Vatnsskarði. Þar sér yfir alla meginbyggð Skaga- fjarðar, og mundi leitun á víðfeðmari og heillegri mynd lands og byggðar en einmitt þar. Þetta er raunar augljóst hverjum þeim, sem sjáandi sér, og skáld óg aðrir andans menn hafa ekki látið sitt eftir liggja að syngja þessari dýrð- arsýn verðugt lof. Þetta er Norðurland í bezta skilningi, og ráðlegt er hverjum þeim, sem hér ekur bifreið sinni á fögrum degi, að nema staðar Og litast um og rifja upp fyrir sér það sem hann man úr þeim miklu kvæðum, sem stór skáldin hafa kVeðið um Skaga fjörð öllum héruðum fremur. Áður fyrri lá bílvegurinn frá Arnarstapa í einlægum krókum um bratta melhryggi niður með Víðimýrará, og var Iþá komið beint niður að Víði- mýri, hinu forna höfuðbóli, sem stendur þar undir brekku rótum. Þá blasti vesturstafn hinnar gömlu kirkju við hverj um þeim, sem austur yfir skarðið fór, hún var þá í þjóðbraut í orðsins fyllsta skilningi, og gat ekki dulizt neinum, þótt ekki sé hún há- reist, „horfin um með grænt torf“. Enn er Víðimýri í þjóð- braut, en ekki á sama hátt og áður var. Nýi þjóðvegurinn liggur utaf, og sér heim • til 'bæjarins úr annarri átt en ,þá. Það er norðurhlið kirkjunnar sem snýr að veginum, og fyrir því er hætt við, að margur lítt kunnugur bruni þar fram hjá garði án þess að vita, að þar stendur við alfaraleið eitt þeirra húsa, sem í yfirlætis- leysi sínu geymir meiri ís- landssögu en flest önnur, ef rétt er skoðað og skilið. Horf- inn er nú stóri torfbærinn, sem hér stóð til skamm? tima og táknaði í rauninni milli- stigið milli torfbæja og timbur húsa í íslenzkri byggingar- sögu, og nýtízku steinhús kom ið í staðinn, en gamla kirkjan á Víðimýri stendur enn á sín- um forna grunni. Á þeim sama stað hefur fyrst verið reist kirkja á Víðimýri, þegar land kristnaðist, þangað sóttu Ásbirningar tíðir að heima- kirkju sinni á Sturlungaöld og svo hver kynslóð síðan fram á þennan dag. Víðimýrarkirkja er ein af hinum svonefndu torfkirkjum, sem nú eru orðnar næsta fáar í sveitum landsins. Nafnið er réttnefni að því leyti, að mik- ið ber á torfi í öllum ytri svip hússins, miklir torf- og grjót- veggir til beggja hliða og gró- in torfþekja yfir, en stafnar báðir eru úr timbri, og þegar inn er.komið sér hvergi í torf, enda má réttilega skilgreina slík hús sem timburhús með torfveggjum til skjóls og verndar og torfþaki. Og hið sama má reyndar segja um öll önnur vönduð íslenzk hús fyrri tíðar, sem þó eru kennd við torf, þanmg voru til dæm- is baðstofur á flestum bæjum, þótt hitt væri reyndar til, að torf og grjót settu einnig svip sinn á húsakynni manna innan stokks hjá fátækara fólki. Víðimýrarkirkja er að inn- anmáii um 10 metrar að lengd og um 4 metrar að breidd, en hæð undir mæni er um' 4,25 m. Utan til að sjá er hún eins og íslenzk torfhús hafa verið frá . ómuna tíð, reisninni eru þröngar skorður settar, en þau fella sig tiltakan lega vel að landslagi og um- hverfi. Þegar inn er komið, blasa við öll helztu einkenni torfkirknanna gömlu, og verð- ur kirkjugestinum fyrst að undrast, hversu fyrirferðar- mikið allt tréverkið virðist vera, hér er ekki komið inn í auðan geim, þar sem í einu vetfangi sér út í hvert horn, vegna þess að næstum ekkert er þar inni, heldur er hér í litlu rými furðu fjölbreytileg húsgerðarlist, sem fyllir húsið allt af lífi og öll miðar að því að húsið þjóni tilgangi sínúm sem helgidómur. Rökkvað er inni, því að gluggar eru hóf- lega margir og ekki um of, svo sem vera ber í húsi þar sem menn koma til andlegrar hvíldar og tilbeiðslu. Hliðar- veggirnir eru gluggalausir, eins og ætíð var í torfkirkjum, en gluggar eru hins vegar á báðum stöfnum og einn lítill í þekju uppi yfir predikunar- stól, til þess að prestur sæi til að lesa á blöð sín. Eitt megin- einkenni kirkjunnar er þil milli kórs og kirkju, allt frá •gólfi upp undir bita, heilt að neðan, en með útsöguðum píl- árum að ofan. Bekkir eru með háum brúðum og afþilj- aðar stúkur fyrir heldra fólk innst við kórmilligerðina. Öll er kirkjan ómáluð og ber gamlan virðulegan trélit, sema pilárarnir í kórmilligerðinni, þeir eru málaðir grænir og rauðir. í Víðimýrarkirkju er seið- andi helgiblær langt fram yfir það sem vanalegt er í bless- uðum íslenzku sveitakirkjun- um. Svo hafa prestar sagt mér fleiri en einn, að hvergi þyki þeim betra að messa en ein- mitt þar, og það er auðvelt að gera sér í hugarlund, að svo sé. Því miður er það svo, að þessi sérstaki blær torf- kirknanna fluttist ekki yfir í timburkirkjurnar, sem leystu þær flestar af hólmi á 19. öld. Smekkur og tízka vildu hafa stóra glugga á kirkjunum, til þess að þar yrði sem allra bjartast, og mála þær þar á ofan ýmsum ljósum litum, kórmilligerðir mátti ekki setja upp, af því að fólk vildi sjá sem allra bezt til prestsins í kórnum. Allt stuðlaði þetta að því að gera kirkjurnar kulda- legri og tómlegri, gera fátækt guðshús enn fátækara. Með torfkirkjunum, svo erfiðar sem þær voru á marga lund, þeim sem um þær áttu að sjá, glötuðust þrátt fyrir allt, mikil þjóðleg verðmæti, sem ekki hafa komið bætur fyrir í þeirri kirknasmíð, sem tíðk- azt hefur síðan þær hurfu. í Víðimýrarkirkju. Ekki má láta undir höfuð leggjast að geta um smið Víði- mýrarkirkju, Jón bónda Sam- sonarson í Keldudal í Hegra- nesi. Hann var þekktur mað- ur á sinni tíð, alþingismaður um tíma og lét á margan hátt að sér kveða, og skal það eitt talið hér, að hann var eiirn þeirra, sem beittu sér fyrir því að Skagfirðingar styrktu Sig- urð Guðmundsson til þess að læra málaralist í Kaupmanna höfn, merkilegt uppátæki á þeim tíma. Jón Samsonarson hefur verið góður smiður, það sýnir Víðimýrarkirkja, en í rauninni er hús þetta ekki eins manns verk. Slík hús eru árangur af langri reynslu, niðurstaða af starfi og leit margra kynslóða, sem hver á eftir annarri glíma við að leysa sama verkefnið, við sömu -skilyrði, sömu verk- tækni, sams konar efnivið. Smiðurinn, sem húsið reisir, hefur tekið þessa þekkingu í arf og notar hana í starfi sínu, hann er hlekkur í fest- inni. Þetta er raunveruleg húsgerðarlist, sem veit hvað hún vill og hefur náð jafn- vægi milli ætlunarverks húss- ins og þeirra tæknilegu mögu- leika, sem fyrir hendi eru. Þetta er þáttur í menningar- sögu þjóðarinnar, og það er þess vegna, sem ég hef leyft mér að kalla Víðimýrarkirkju eitt það hús, sem geymir meiri íslands9Ögu en flest önnur hús, ef rétt er skoðáð og skil- ið, og svo vegna hins, að við hús eins og þetta hefur þjóð- in búið allan sinn aldur að heita má, þau voru hennar jarðneska skjól og þau voru hennar musteri. Þess ber þeim að minnast, sem kemur ofan af Vatnsskarði eða ætlar upp þangað og sveigir af leið og rennir heim að Víðimýri til þess að staldra þar við stundarkorn í gömlu kirkj- unni. ★ Á 18. öld hafa torfkirkjur staðið um allar sveitir lands- ins. Um miðja 19. öld voru þær jafnvel enn í meirihluta, en þá féllu þær í valinn hver á fætur annarri og sárfáar héldu velli fram á pessa öld. Menn söknuðu þeirra ekki, komin var ný tízka, sem menn aðhylltust, og því er ekki að neita, að ókostir torfhúsanna voru margir, þau hlutu að víkja fyrir nýrri tækni og nýjum kröfum. En furðu snemma komu fram raddir um að bjarga þyrfti nokkrum góð- um torfkirkjum frá eyðilegg- ingu til þess að seinni menn gætu séð og skoðað þessi hús, sem forfeður þeirra bjuggu við svo langa tíma. Svo segir Þórhallur Bjarnason biskup, að Árni Björnsson prófastur á Sauðárkróki hafi fyrstur manna komið með þá tillögu á yfirreið sinni um héraðið árið 1908, að Víðimýrarkirkja yrði látin standa sem sýnis- horn kirkna frá eldri tímum og Þorvaldur Arason óðals- bóndi á Víðimýri hafi tekið vel í það mál. Mælti séra Þór- hallur fast með því í Nýju kirkjublaði, að þetta yrði gert. „Slíkar lifandi fornmenjar eru alls staðar metnar þjóðar- gersemi“, segir hann. En tíminn leið, og ekki varð úr framkvæmdum, fyrr en á aldarafmæli kirkjunnar, árið 1934, þá var hún loks keypt af eiganda Víðimýrar og af- hent þjóðminjaverði* þó þann- ig, að söfnuðurinn skyldi eiga rétt á að nota hana áfram sem sóknarkirkju, og er sú skipan enn í dag. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður lét svo gera rækilega við kirkjuna og stóð sjálfur fyrir viðgerðinni lengi sumars 1936. Umsjón kirkj- unnar er nú í höndum bónd- ans á Víðimýri, Jóhanns Gunn laugssonar, sem lengi hefur annazt hana af alúð og ræktar semi og sýnt hana gestum, sem þangað leita. 1 = 1 i 3 s I a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.