Morgunblaðið - 28.06.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.06.1964, Blaðsíða 17
Sunnudagur 28. júní 1964 MORGU N BLAÐID 17 Á slóðum Ferðafélagsms Frá Bláhnúk. Barmur í baksýn. — (Myndirnar tók Þorsteinn Jósepsson). erfiður hjalli, og mun það hafa tekið nokkra daga að mjakast upp hálsinn að norð- anverðu. Enn í dag getur þessi háls verið erfiður eða jafnvel ófær traustustu fjalla- bílum. Þáð er skemmtiiegt að ganga á Háöldu. Þaðan er af- bragðs útsýni yfir allt ná- grennið einkum þó til suðurs og vesturs yfir Hrafntinnu- sker- og Hrafntinnuhraun. í göngunni á fjallið er ágætt að þræða hryggina að austan, þótt allbratt geti verið á köfl um. A Landmannalaugasvæð- inu eru fjöllin yfirleitt nokk- uð brött. Þegar farið er á Há- öldu frá Laugum ter fyrst far- ið þvert yfir hraunið, og síð- an stefnt nokkurnveginn beint á fjallið. Á heimleiðinni er það góð viðbót að krækja norður á Suðurnám, og ganga austur eftir norður- eða suð- urhryggnum. Einnig mætti fara leiðina öfugt þ. e. fyrst á Suðurnám og síðan á Há- öldu. Suðurnámur er með af- brigðum litskrúðugt fjall. Þar er að finna hrafntinnu, ljós- gult líparít og alla regnbog- ans liti þar á milli. Norðan undir Suðurnám er Frosta- Nágrenni Landmannalauga eftir Einar Þ. Guðjónsson UMHVERFIS Landamanna- laugar er að finna eitt litrík- asta landslag á íslandi, og þótt víðar væri leitað. Það er ekki gróðurinn, sem setur svip á landið, heldur hin óendanlega litadýrð líparít- fjallanna. Þar eru brún, gul, rauð, blá, græn og svört fjöil, og litir þessir blandast þar saman með ýmsu móti, svo að menn trúa vart augum sínum. Þar er urmull af hverum, smáum og stórum, gufuhver- um, vatnshverum og leirhver- um, og mætti bæta þeim í hóp þeirra hluta, sem ótelj- andi eru á íslandi. Venjulega er greiðfær sum arvegur austur undir Land- mannalaugar, eða að Jökul- gilskvísl og Námshrauni og flestum bílum fær. Þaðan er svo tæpur hálftíma gangur heim að sæluhúsi Ferðaféiags íslands, og geta menn valið um að fara troðninginn utan í skriðunni eða að fara eyr- arnar og vaða Kvíslina. Flest ir velja skriðuna. Á fjórdrifa bílum má þó oftast aka alveg heim að húsi, en botn Kvísl- arinnar er laus og varhuga- verður og hefir mörgum orðið hált á því, og sett bílinn á kaf í vatn og möl. Botninn getur breytt sér frá degi til dags, svo að sjálfsagt er að kanna vaðið vel hverju sinni. í Laugum er gott að eiga langa dvöl. Þar eru heitir lækir til að baða sig I, og mörgum þykir notalegt að fá sér leirbað að lokinni göngu. Frá Landmannalaugum er svo úrval langra og stuttra gönguleiða. Jökulgil, Brands- gil, Hattver, Stóra-Hamragil, Bláhnjúkur, Brennisteinsalda, Hrafntinnusker, Vondugil, Háaalda, Suðurnámur, Ljóti- pollur, Kýlingar, Kirkjufell, Barmur, Torfajökull. Allt eru þetta staðir, sem heilla ferða- manninn og vert er að gefa gaum. Bláhnúkur er rétt við bæj- ardyrnar og býður upp á vítt og fagurt útsýni. Brennisteins alda er eitt litskrúðugasta fjall á íslandi, og Suðurnám- ur gefur lítið eftir í þeim efn- um. Jökulgil og Brandsgil eru litrík með afbrigðum með ótal kynjamyndir í klettum. Sömuleiðis Vondugil og Stóra Hamragil. Háalda er aforagðs útsýnisfjall og það eru líka Suðurr.ámur og Kirkjufell. í Hrafntirnuskeri eru stórir ís- hellar. Næstum því hvar, sem farið er um þetta svæði, birt- ast einhverjar dásemdir nátt- úrunnar, hvort sem litið er nær eða fjær. Sæluhús Ferðafélagsins I Landmannalaugum, eða tjald á bökkum Laugalækjanna eru eðlilegir aðseturstaðir, og það an má auðveldlega ganga á einum degi til að skoða hvern sem er þeirra staða, er nefnd ir hafa verið. í Jöulgili. Ein lengsta leiðin er Hrafn- tinnusker. Þangað er 4—5 stunda hægur gangur frá Laugum. Bezt er að hefja gönguna vestur yfir Lauga- hraun og ganga síðan upp Brennisteinsöldu að austan eða vestan. Suður af Brenni- steinsöldu er þægileg leið eftir hryggjum upp á háslétt- una þar suður af, og þarf að krækja þar alllangt til suð- urs til þess að losna við gilja- drög Vondugilja, áður en hægt er að sveigja til suðvest urs í átt til Hrafntinnuskers. Norðan í Skerinu er kraft- mikill og hvínandi gufuhver, Stórihver, og væri ekki ónýtt að hafa hann nálægt byggðu bóli. Þar í nágrenninu eru efstu upptakakvíslar Markar- fljóts. Hrafntinnusker er víð- áttumikið og fremur flatt og afarauðvelt uppgöngu. Reynd ar er hægt að aka hátt upp eftir því, og er þá komið að norðan eða vestan um Aust- ur-Reykjadali, annaðhvort af Landmannaleið hjá Sátu- barni eða af Fjallabaksvegi hjá Laufafelli. Engin fær öku leið hefir enn fundist beint úr Austur-Reykjadölum í Landmannalaugar, en þó má aka víða um svæðið þar aust- ur af og fram á brúnir Brands gils og Jökulgils. Utan í Hrafntinnuskeri er urmull af hverum, en þó líklega flestir að vestanverðu. Á einum stað myndast þar miklar íshvelf- ingar, eins og áður er sagt. og þangað er sjálfsagt að leggja leið sína ef þess er nokkur kostur. Það eru hver- ir undir jökulfönn, sem mynda þessar hvelfingar og rangala langar leiðir inn í skaflinn. Ekki er þó alveg hættulaust að fara þarna inn sökum íshruns. Norðvestan við Hrafntinnu sker er Hrafntinnuhraun, þykkt og úfið. Þangað var á sínum tíma sótt hrafntinna, m.a. til skreytingar á Þjóð- leikhúsinu, og var það vissu- lega þrekvirki með þeim far- artækjum, sem þá voru til- tæk. Fyrst mun hafa verið flutt á hestum, en á árunum eftir 1830 brutust þeir áfram á bíl alveg að Hrafntinnu- hrauni. Sigurður frá Laug var stjórnandi þessara leiðangra. Hálsinn, sem gengur vestur úr Litla Mógilshöfða, var þá staðavatn með sínum sér- kennilegu skerjum og skög- um, þar sem Námshraun hef- ir runnið út í vatnið. Þar er ekki sögð nein veiði en oft er þar fjöldi svana og him- brima. Skammt sunnan við Laug- arnar opnast Brandsgil til norðurs, og þangað er stutt og góð ganga frá skálanum. Eins og svo víða á þessu svæði er þar mikil litadýrð og sérkennilegar klettamynd- anir. Þeir sem lengra vilja .halda geta komizt upp úr gil- inu innarlega og haldið svo áfram suður yfir hæðirnar í Stóra-Hamragil og Hattver, þar sem þjóðsagan segir, að Torfi í Klofa hafi dvalizt með liði sínu meðan seinni plágan gekk yfir árið 1493. Ef menn vilja svo leggja það á sig að vaða Jökulgilskvíslina er það mjög stórbrotin leið að fara út Jökulgilið um Þrengslin, sem ýmsir telja eitt það stór- fenglegasta, sem hægt sé að finna í nágrenni Lauga. Það er nokkuð misjafnt hve oft þarf að vaða Kvíslina, en sjaldnar en 8—10 sinnum verður það vatt. Bezt er að vaða svona ár á ullarleistum og strigaskóm, og í hlýju veðri er slíkt vatnssull oftast til ánægjuauka. Flestir, sem í Landmanna- laugar koma,' leggja fyrst leið sína á Bláhnúk. Þar er upp allbrattan hrygg að fara og hefir myndazt þar troðn- ingur upp á fjallið. Gangan á Bláhnúk þarf sjaldnast að taka mikið yfir klukkutíma^ en það er heldur ekki alltaf nauðsynlegt að sperrast þetta á skömmum tíma. Stundum er gaman að fara sér hægt og njóta útsýnisins jaínóðum og það vex við aukna hæð. Af Bláhnúk liggur svo leiðin gjarna vesturaf og yfir að Brennisteinsöldu, perlu þessa litríka og stórbrotna land- svæðis. Þar er fólki garnt að gleyma sér við grjóttínslu. Austan Jökulgilskvislar- innar eru líka girnilegir stað ir og fjöll að ganga á. Barmur er næstur og þar er sama lita dýrðin og víða annarstaðar á svæðinu. Ekki verður Barmur auðveldlega genginn að endi- löngum sökum klettahafta, og verður hann því eiginlega að takast í áföngum. Syðst á þessum fjallarana, og hálfaf- skorinn frá sjálfum Barmi'n- um, er Hábarmur, tignarlegt fjall og laðandi fyrir duglegt göngufólk. Ýmsir kæra sig ekki mikið um fjallgöngur en vilja þó ganga, og ættu þeir að leggja leið sína í Kýlinga. Við Kýlingavotnin er hægt að una sér lengi og virða fyrir sér gróður og fuglalíf. En þar er líka myndarlegt fjall fyrir þá brattgengu, Kirkjufell. Það er hátt, bratt og klettótt að vestan og sunnan, en að austan er það auðvelt upp- göngu. Af Kirkjufelli er ákaf- legga víðsýnt og stórfenglegt útsýni í björtu veðri. Þegar göngu dagsins er svo lokið eru það einstök þæg- indi að hafa Laugalækinn við hendina og geta skolað þar af sér svita og ryk og látið þreyt una líða úr líkamanum. Þá eru líka margir Lauga- gestir, sem aðeins ganga stutt ar leiðir, en eyða þeim mun lengri tíma i sólböð, leirböð og vatnsböð til skiptis, og koma svo brúnir og sællegir heim að fríi loknu. Hér hefir aðeins verið drep ið á fátt eitt af því, sem í ná- grenni Landamannalauga er að sjá, og vil ég eindregið hvetja menn til að kanna luandið sjálfir og kynnast af eigin raun þeim dýrðarheim, sem þar er að finna. Sjón er sögu ríkari. 1 Brandseili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.