Morgunblaðið - 30.06.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.06.1964, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 30. júní 1964 Bjarni Benediktsson íyrrv. póstafgreiðslumaður d Húsavík Fæddur 29. september 1877 Dá.inn 25. júní 1964. IN MEMORIAM TVEIR ungir drengir eru að leik i fjörunni á Húsavík. Letileg lognaldan læðist upp i fjörusand- inn og þeir tippla berfættir á tán- um í blautum sandinum og vaða út í flæðarmálið í hnéhæð um leið og þeir varpa steinvölum út á víkina í æskuglaðri keppni um það, hvor þeirra kasti lengra. Þetta eru bræðurnir Stefán og Gunnar, kornungir synir Þórdís- ar Ásgeirsdóttur og Bjarna Bene- diktssonar, póstafgreiðslumanns, kaupmanns og athafnamanns í Húsavík. Nökkurveginn jafnaldra bræð- ur, nýfluttir frá Akureyri á nýjar bernskuslóðir í hjarta Þingeyjar- sýslu nálgast hægt og hikandi. Innan stundar eru þeir teknir með í leikinn og þarna í fjör- unni hefst vinátta, margra ára leikir dýrlegra æskudaga og síð- an þroskaára og samvistar í skól- um heima og heiman. Sú vin- átta varir enn og á hana hefur aidrei borið neinn skugga. En hún átti líka sinn þátt í því að tengja órjúfandi vináttu- og tryggðabönd á milli Bjarnahúss- ins og sýslumannshússins í Húsa- vík. Fasmikill fjörmaður, bjartur á svip, hvikur í hreyfingum og giæsilegur að vallarsýn, hávær og lífsglaður, gengur að litlum glókolli, sem flatmagar á bryggj- unni og keipar dorg sinni. Hann klappar á hnakka snáðans og segir: „Gættu þín, góði minn að detta ekki í sjóinn. Komdu held- ur með mér upp í búð oð fáðu mola hjá mér. Mamma þín gæti orðið hrædd um þig hérna“. Bjarni Ben — eins og hann ætíð var kallaður á Húsavík, leiðir mig upp bakkann, fer með mig inn í verzlun sína og hellir lófa minn flullan og ljómandi brjóst- sykursmolum. Þannig var hann, skar aldrei neitt við nögl sér. Fönguleg, svipmikil og höfð- ingleg kona stendur við garðs- hliðið á Bjarnahúsinu. Hún kall- ar settri en hljómþýðri rödd á stráklinginn, sem er að hverfa fram af bakkabrúninni niður í fjöruna á Húsavík: „Komdu hingað, væni minn. Hann Stebbi minn er svolítið lasinn og langar til að sjá þig. Þið hafið gott af því að rabba saman." Hún leiðir mig inn í hús sitt, opnar dyr sínar fyrir mér og býður mér inn. Dyrnar að því húsi hafa aldrei lokast síðan og heldur ekki hið stóra og kærleiksríka hjarta frú Þórdísar Ásgeirsdóttur, eig- inkonu Bjama Benediktssonar. Þegar mér barst fregnin um lát Bjarna Benediktssonar. fyrrver- andi póstafgreiðslumanns, kaup- manns, bónda og atbafnamanns í Húsavík, flugu þessar myndir íyrir innri sjónum mínum — þessar og svo ótal margar aðrar, því að aldrei greri sú gata grasi er lá á milli æskuheimilis míns á Húsavík og heimilis þeirra hjóna, Þórdísar og Bjarna með sinn stóra og myndarlega barnahóp. Þax var fjölsetinn bekkurinn en aidrei þó svo, að ekki væri þar ætíð húsrúm og hjartarúm fyrir þá, sem vildu leggja leið sína inn á hið glæsilega og stóra heimili, Bjami Benediktsson var fimmta barn hinna merku hjóna, Benedikts Kristjánssonar, próf- asts að Grenjaðarstað í Aðardal og fyrri konu hans frú Reginu Magdalenu Hansdóttur Sivert- sen úr Reykjavík en langafi hennar var Bjami riddari Siv- ertsen, hinn kunni framfara og athafnamaður. Benedikt prófast- ur var héraðshöfðingi og ástsæll af öllum, er honum kynntust svo og einnig hin glæsilega kona hans, sem hann missti í blóma lífsins, aðeins 37 ára gömul. Hann var örlátur og kærleiksrík- ur við alþýðu manna, vinmargur og vinfastur, svo að viðbrugðið var, forystumaður í framfara- málum og athafnasamur bú- böldur. Gáfumaður var hann mikill og drjúgur liðsstólpi og for kólfur í félags- og framfaramál- um Þingeyjarsýslu á seinni hluta nítjándu aldar. Bjarni erfði í ríkum mæli marga hina beztu og fegurstu kosti föður síns. Starfsgleðin og athafnaþráin, framfarahugurinn og sjálfsbjagarhvötin áttu skap- höfn hans alla en örlætið hafði þar heldur ekki orðið útundan, því að segja má með sanni að vel eigi við um Bjarna það sem sagt var um Brand örfa, að hin, vinstri höndin vissi ekki hvað hin hægri gaf. Hann var höfðingi bæði í sjón og raun og gætti oft á tíðum lítils hófs í þeim efnum, sem étti þá stundum eftir að koma harðast niður á honum sjálfum og atvinnurekstri hans. En þakk lætið átti hann líka í ríkum mæli hjá sveitungum sínum og sam- ferðamönnum, svo sem alkimn- ugt er og seint mun firnast. Tæplega 18 ára hóf Bjami störf við verzlun Þórðar Guðjohnsen á Húsavík. Ávann hann sér þeg- ar í stað traust og vináttu hús- bónda síns, sem entist meðan báðir lifðu og bar aldrei neinn skugga á þá vináttu. Sú vinátta hélst einnig innileg og einlæg á milli Stefáns Guðjohnsens, sonar Þórðar, er tók við verzlun föður síns, eftir að hann fluttist tll Danmerkur, og var þó ekki nema steinsnar á milli verzlunar- húsa Bjarna og Stefáns á Húsa- vík. Við störfin sjá Þórði Guðjohn- sen öðlaðist Bjarni þá reynslu og þekkingu á verzun og viðskipt- um, sem varð til þess að hann stofnaði til sinnar eingin verzl- unar og útgerðar í félagi við föð- ur sinn, er síðar fluttist frá Grenjaðarstað í hin nýju, glæsi- legu húsakynni, er þeir fegðar höfðu reist á Húsavík, og lifði þar í nábýli við hinn elskaða son sinn og glæsilegu tengdadóttur til dauðadags. Bjarni hóf eigin verzlun á Húsavík árið 1907, samtímis því sem hann réðist í byggingu íbúðarhúss fyrir þá feðga og verzlunarhúss um leið. Árið áð- ur hafði póstafgreiðslan verið flutt frá Grenjaðarstað til Húsa- víkur. Landsstjórnin fól Bjarna póstafgreiðsluna og hafði hann hana með höndum alla tíð síðan meðan hann dvaldist á Húsavík. Árið 1907 kynntist Bjarni ungri og glæsilegri heimiliskennslu- konu hjá Stefáni Guðjohnsen. Sú geðþekka mær var Þórdís Ás- geirsdóttir frá Knarrarnesi á Mýrum og konu hans Ragnheiðar Helgadóttur frá Vogi. Þeim kynn um lauk með æfilanari sam- fylgd x ástríku og samhentu hjónabandi, og þau giftust hinn 9. september 1909 að Knarrar- nesi, eftir að Þórdís hafði setið í festum í næstum tvö ár að ráði föður síns. Þau Þórdís og Bjarni urðu kynsæl mjög, eignuðust 15 börn og eru 13 þeirra á lífi. Eru nú börn þeirra barnabörn og barna-barna-börn alls um 70 tals ins og er það mikið ríkidæmi sem þessi merku hjón hafa gefið þjóð sinni. Bjarni var svo starfssamur og framsækinn að honum nægði ekki sá vettvangur, er Húsavík bauð honum. Hann hafði útgerð- arstöðvar bæði í Grímsey og í Flatey og útibú frá verzlun sinni í litlum skúr hjá Hallbjarnar- stöðum á Tjörnesi, til þess að gera Tjörnesingum hægara um vik að fá nauð'þurftir. Hann var einnig umboðsmaður Bergenska gufuskipafélagsins, meðan það hafði starfsrækslu hér á landi. Hreppsnefndarstörfum sinnti hann um langt skeið ásamt öðr- um trúnaðarstörfum, er á hann hlóðust. Hann tók þátt í öllu félagsstarfi á Húsavík. Og sam- fara verzlun sinni og útgerð rak hann búskap bæði í Hvammi, uppundir Húsavíkurfjalli og í Ár nesi. Sláturfjárafurðir keypti hann af bændum í vörpskiptum. Hann lét byggja fyrsta vélbátinn, sem byggður var á Húsavík og gaf kona hans honum nafnið Leifur heppni, en allt frá 1908 hafði hann átt vélbátinn Egill, keyptan frá Akureyri. Lýsis- bræðslu rak hann þar með útgerð sinni. Nærri má því geta að starfs dagur Bjarna var að jafnaði rojög langur, þar sem í jafn mörg horn var að líta, en aldrei fann Bjarni fyrir slíku því að starfsorkan og umfram allt starfsgleðin var svo að segja ótæmandi. Lætur að líkum að á þessum árum var Bjarni einn stærsti og þýðingarmesti at- vinnustólpinn á Húsavik og er á orði haft, norður þar, að glaðari, elskulegri og skilningsríkari hús- bónda var vart að finna. En svo fór, eins og henti margan mikinn athafnamanninn á árunum fyrir 1930, að erfiðleikar viðskiptalífs- ins urðu ofjarlar Bjarna og lagð- ist þá verzlun hans og útgerð niður, sem áreiðanlega varð mikið tjón fyrir hið vaxandi, fagra kauptún. En hvorki Þórdís né Bjarni gátu setið auðum höndum, enda beimilið stórt, börnin mörg en veg þeirra vildu þau sem mestan og beztan í öllum greinum. Þau hófu þá rekstur Hótel Ásbyrgis ★ FTRIRMYNDAR FERMIN G ARDRENGIR! ÉG HEYRÐI á dögunum, að nokkrir fermingardrengir i vesturbænum hefðu orðið ótta- slegnir, þegar bandaríska skýrsl an um reykingarnar kom fram, og hætt vig sígaretturnar, en farið yfir í pípuna. Vonandi hafa allir. þeir „reykingamenn" sem orðnir eru læsir, fengið verk í magann við lestur skýrsl- unnar — og gert hið sama og hinir fermingarstrákar og ekki er hægt að ætlast til að bless- uð börnin hætti að reykja úr því að hinir fullorðnu eru ekki samtaka. * SJÁLFSÖGÐ KURTEISI Það þykir sjálfsögð kurt- eisi að bjóða gestum sígarettur og vindla, jafnvel dónaskapur að gera þag ekki. Þetta geri ég alltaf, þótt enginn reyki lengur hjá mér — og svo er um fjölda- marga, sem hættir eru að reykja, eða hafa aldrei reykt. En ef Bandaríkjastjórn lætur sígarettuframleiðendur setja aðvörunarmerki á sígarettu- pakkana — og á hvern og einn pakka verður stimplað „EIT- UR“, eða eitthvað því um líkt: Hættum við þá ekki að bjóða gestum okkar sígarettur? — Er yfirleitt ætlazt til þess að gest- gjafar bjóði gestum sínum eit- ur? ★ AB BJÖÐA EITUR AUir vita nú orðið, að sigarettur eru óhollar, þótt fæstir vilja nota jafn óhugnan- legt nafn og EITUR yfir þessa vörutegund. En þegar öllu er á botninn hvolft: Er þetta ekki barna ein tegund af eitri? Og úr því að allir vita þetta — því ætti að þurfa að letra ,.EITUR“ sérstaklega á pakk- ana til þess að fólk hætti al- mennt að bera gestum sinum þetta á silfurbakka? Eða mundi einhver bjóða upp á kaffi, ef sannað þætti, að kaffidrykkja leiddi til dauða? Sannleikurinn er nefnilega sá, að það er í rauninni dóna- skapur að bjóða gestum sínum sígarettur — um leið og menn fást til að viðurkenna þá stað- reynd, að sígarettur séu eitr- 1 hinu fallega íbúðarhúsi sínu og hluta af verzlunarhúsinu og á svipsundu varð hótelið lands- frægt fyrir myndarskap og fram- úrskarandi fyrirgreiðslu og greiða. Þessum rekstri Hótel Ásbyrgis héldu þau hjónin svo sem bezt varð á kosið, með að- stoð yngri barna sinna og heim- ilisfólks til stríðsloka en hurfu 1954 suður til Reykjavíkur og settust þar að í skjóli barna sinna, er þar höfðu reist sér heim ili og haslað sér starfsvöll. Fyrir nokkrum árúm gistum við hjónin hjá dóttur Bjarna, Bryndísi og manni hennar Sig- tryggi Þórhallssyni í Bjarnahús- inu á Húsavík. Þær móttökur voru ógleymanlegar og við feng- um að sofa í gamla hjónaherbergi Þórdísar og Bjarna. Árla morg- uns vöknum við, og það, sem vekur okkur er þessi ógleyman- legi hlátur og hávaði í Bjarna Ben. Hann hafði þá komið í fylgd með elzta syni sínum Ásgeiri og fleirum í hringferð með strand- ferðaskipinu Esju, til Húsavíkur. Og nú dundi Bjarnahúsið aftur af þessari einstöku lífsgleði, þessum kitlandi hlátri, þessari glaðværu háværð, sem enginn átti nema sá, er byggt hafði þetta hús. Þá fannst mér ég vera kom- inn 20 ár aftur í tímann, til þeirra ára, sem ég var drengurinn dag- legur gestur í þessu húsi, þar sem dyrnar stóðu galopnar og allir vom velkomnir. Nú er Bjarni Ben allur. í dag er hann til moldar borinn frá Dómkirkjunni í Reykjavík — i dag á 75 ára afmælisdegi sinnar heittelskuðu konu frú Þórdísar, ferðafélagans góða, trygga og trausta, sem gaf honum allt það, sem honum þótti vænst um í líf- inu og hann dáði og tignaði í sínu stóra og góða hjarta. Guði sá þakkað fyrir það, hve langt líf hann gaf þeim saman og hva fagurt líf þau gáfu hvort öðru. Hugir okkar Húsvíkinga, nær og fjær„ sem nutum þess að vera samvistum með þeim hjónum og bcrnum þeirra eru opnir og ein- lægir í djúpri virðingu og ein- lægri þökk. 87 ár er hár aldur — langt og litríkt líf liggur þar að baki — ljós og skuggar skiptast á. En þegar þessum aldri er náð, má jafnan búast við kallinu roikla. Bjarni hefur svarað þvi kalli og er horfinn sjónum okk- Framh. á bls. 12 aðar. Tóbak ætti því að hverfa af stofuborðum almennings, fyrst sigaretturnar, síðan hitt — smám saman. Það væri eðli- leg og óhjákvæmileg þróun, ef mannskepan byggi yfir þeirri skynsemi, sem hún er alltaf að státa af. * MORGUNHUGVEKJAN Mér er sagt. að séra Sig- urður Haukur Guðjónsson flytji sérlega skemmtilegar hugvekj- ur í útvarpinu á morgnana. Auðvitað ætti ég ekki að minn- ast á þetta nema að vera bú- inn að ganga úr skugga um það sjálfur. En venjulega er ég ekki vaknaður klukkan átta —. og ég hef gert nokkrar til- raunir til þess að vakna nógu snemma til þess að hluta á klerkinn — en þá verið það syfjaður, að ég hef gleymt að opna útvarpið. Maður er svo sem ekki alltaf vel vakandi. Sjálfvirka þvottavélin LAVAMAT „nova 64“ Fullkomnari en nokrku sinni. Óbreytt verð. AEG-umboðið Söluumboð: HÚSPRÝÐI h.f. Sími 20440 og 20441 *.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.