Morgunblaðið - 30.06.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.06.1964, Blaðsíða 8
MORCUNBLADIÐ * Þriðjudagur 30. júní 1964 j lllllllimiMilllllKIMIIIIIIIIIIItllllllllllllliillllllillilllllllllHlllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllUiillllllillllllll Nokkrir J>átttakenda hlýða á ræðu menntamálaráðherra við setningarathöfnina í hátið'a- salnum. Lengst til vinstri eru færeysku hjónin, Edith og Jákup í Jákupsstóvu. Norræni lýðháskólinn á íslandi tekur til starfa NORRÆNI lýðháskólinn á Is- tandi var settur með viðhöfn í hátiðasai Háskólans á sunnu dagskvöid. Viðstaddir voru allir þátttakendur, 64 talsins, frá flestum Norðurlöndunum, og fyrirlesarar þeir sem erindi flytja á vegum skólans. Athöfnin hófst með því að lesið var ávarp forseta fslands, herra Ásgeirs Ásgeirssonar, en í þvi segir forsetinn m.a.: „Mér virðist námsskrá skól- ans, fyrirlesarar og skólatim- inn allt miða að þvi að þátt- takendum verði dvölin sem árangursríkust. Fjögurra vikna dvöl á ís- landi og kynnisferðir um land ið munu vissulega verða þeim er þessa njóta dýrmætt vega- nesti um ókomna framtið". Menntamálaráðherra, Gylfi >. Gíslason, bauð þátttakend- ur velkomna og lýsti norræna lýðháskólann settan. Ennfrem ur töluðu Chr. Bönding, sem var aðalhvatamaðurinn að því að skóli þessi kæmist á laggirnar og skipulagði starf hans, og Arne Hyldkrog, sem er skólastjóri norræna lýð- háskólans. Á eftir skemmtu menn sér við söng og tónlist. Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra, sendi skólan- um kveðju sína, og var hún lesin upp við setningarathöfn- ina á sunnudagskvöld. Forsæt isráðherra sagði: „Ég býð forráðamöenn og þátttakendur í norræna lýðhá skólanum hjartanlega vel- komna til íslands. íslending- um er það jafnan mikið gleði- efni er norrænir frændur sækja landið heim og þeir fagna sérhverri viðleitni er miðar að því að auka kynni og samvinnu bræðraþjóðanna. Mér er það sérstök ánægja, að sjá hversu margir kennarar eru meðal þátttakenda, vegná þess hve starf þeirra veitir þeim mikil áhrif. Það er einlæg ósk mín, að dvöl ykkar hér verði ykkur til gagns og gleði og að hún megi efla norræn menningar- tengsl“. Á mánudasimorgun voru menn uppi fyrir allar aidir þrátt fyrir gleðskap á sunnu- dagskvöldið og klukkan 8,30 var haldið niður tröppurnar í Sjómannaskólanum ofan af efstu hæð, sem hýsir Lýð- háskólanema meðan skólinn stendur, niður í kennslustof- una á fyrstu hæð. Þá flutti próf. Einar ól. Sveinsson fyrsta erindið á vegum skól- ans og talaði um íslendinga- sögurnar. Þá talaði Vilhjálm- ur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri, um íslenzka menningu og menningarviðhorf og loks sýndi Gunnar Bjarnason þátt- takendum Vélskólann. Eftir hádegi fóru þátttakend ur í heimsókn í frystihúsið ís- björninn og dvaldist flestum í bænum þrátt fyrir hellirign ingu, enda ekkert sérstakt á- kveðið fyrir kvöldið. „Menn eru þreyttir svona eftir fyrsta daginn“, sagði Bönding. „Ég finn þetta alltaf þegar ég kem hingað frá Danmörku, hvort sem það nú er loftinu eða birtunni um að kenna“. í dag, þriðjudag, verður aft ur tekið til óspilltra málanni og þá tala Bjarni Benedikts- son, forsætisráðherra og Krist ján Eldjárn, fortjóri þjóð- minjasafnsins, sem heimsótt verður síðdegis. Norræni lýðháskólinn á Is- landi stendur til 24. júlí og upptalning á öllu því sem fram fer á vegum skóians fyll ir 5 Ví vélritaða blaðsíðu. Þátt takendur hlýða á fyrirlestra fjölda mætra manna, heim- sækja ýmsar stofnanir og fé- lagssamtök, taka þátt í um- ræðufundum um allt milli him ins og jarðar og fara í margar kynnisferðir út um land. Sé gluggað í dagskrá skólans virð ist nokkuð jafnt skipt milii vísinda og lista, nútíma efnis og sögulegs. Þátttakendur fræðast um menntamál, jarð- fræði og togaraútgerð, um iðn aðarmál, íslendingasögur, skáldskap ög jökla, stjórnmál, ferðamál, listir, orkumál og leiklist, landbúnað og bók- menntir, verzlun, ljóðlist, spíri tisma og Keflavíkurflugvöll og er hér þó hvergi nærri upp- talið. Farið verður í kynnis- ferðir til Akureyrar, Egils- staða, til Gullfoss og Geysis, til Skálholts og sumir fara til Grænlands líka. Lýðháskólanemarnir sem nú eru staddir hér eru lang- flestir frá Danmörku, enda skólinn mest kynntur þar í ræðu og riti, en þó eru 6 þátt- takendur frá Svíþjóð, 4 frá Noregi, færeysk hjón, einn Grænlands-Dani og einn Ameríku-Dani. Við náðum tali af nokkrum þátttakendanna yfir kvöld- kaffnu í gær og spurðum und an og ofan af því hvernig stæði á komu þeirra hingað og hvað þeim fyndist um landið, fólkið, skólann og svona yfirleitt hvað þau hefðu að segja. Þrjár sænskar stúlkur urðu fyrstar fyrir okkar, Ingrid Hansson og Barbro Abrahams son frá Váxjö og Anita Már- tensson frá Karlsstad. Þær eru allar kennslukonur við barnaskóla, kenna í 10— 13 ára bekkjum, „allt nema smíði“ sögðu þær og hlógu. Stöllurnar sögðust hafa kom- ið hingað meðfram af því hve ísland vær þrátt fyri allt óvenjulegt land að 'fara til. Auk þess væri það alltaf gott og gagnlegt fyrir kennara að ferðast og sjá sig um í heim- inum. „Bækurnar sem við lásum okkur til í um ísland í eru ekki ýkja gamlar, svona frá 1960“ sögðu þær, „en það er samt ótal margt sem ber í milli. í einni bókinni stóð t. d. að þeir sem færu flug- leiðis til Reykjavíkur lentu á Keflavíkurflugvelli — og svo lentum við bara hér í miðj- um bænum!“ Norska stúlkan á þjóðbún- ingnum á annarri hópmynd- inni er skólastjóri frá Eiger- sund í Rogalandsfylki, skammt frá Stavanger og heit ir Vera Lilienstam. Þar veitir hún forstöðu barnaskóla sem í ganga um 4000 börn auk barna úr öðrum skólum sem þar njóta kennslu í ýmsum sérgreinum. Við skólann starfa 15—16 kennarar. „ís- land var eitt af því sem mig langaði mest til að sjá — en lengi vel var eins og ekki yrði af því. Mér leizt ekki á lofts- lagið, einhvernveginn langar mann ekki þangað í sumar- leyfinu sem sagt er að sé alltaf þoka og rigning. En svo upp úr því komst skriður á % íslandsferðina hjá mér Ég = hef lesið allt mögulegt um = ísland, svo það er fátt sem || kemur mér á óvart svona við = fyrstu sýn. Annars datt mér = nú í hug þegar ég skrúfaði frá = heitavatnskrananum að það = væri hægt að gera hér allra = þokkalegasta hitabeltislofts- = loftslag, með allri þessari s vætu og svo jarðhitanum!“ Við eitt borðið sátu fimm = ungar stúlkur með svuntur, §§ sem stukku á fætur alltaf = öðru hvoru til að bæta kök- = um á diska eða hella uppá §§ mera kaffi. Þetta erú „eldhús- = stúlkurnar“ á skólanum, 17, M 18 og 19 ára stúlkur frá Dan- = mörku, sem hingað eru komn = ar með 100 krónur danskar í = vasapeninga og ókeypis ferð- = ir til þess að þvo upp og taka = til í herbergjunum. „Og það M er nú meira verkið“ sagði j§ Karen Margrethe frá Tarm á §§ Vestur-Jótlandi en vinkona 1 henn Randi dró heldur úr og = sagði að þær hefðu bara alls j§ ekki gert sér grein fyrir þessu 1 og það vær ekkert að marka h þetta svona fyrstu dagana. §§ Þær Randi og Karen Marg- = rethe urðu stúdentar í vor og 3 vonast eftir að sjá sem allra §§ mest af íslandi áður en lýkur |§ — þrátt fyrir uppþvottinn 3 Frá Skjern koma stöllurnar = Anne-Grethe sem ætlar að = verða kennslukona og Kir- s sten, sem lærir tl fóstru. Síð- = ust fimmmenninganna er M Inge, frá Holstebro, sem verð- = ur stúdent næsta vor „ef allt §i gengur vel“. Það fór ekki = framhjá stúlkunum. En þetta |§ sumarið ætla þær stöllurnar 3 að reyna að ferðast eitthvað 3 um ísland og kynnast fólki. S „Svo hlustum.við líka á fyrir 2 lestrana eftir því sem tími §§ gefst til“ sagði Inge. „Þetta 1 verður miklu skemmtilegra = þegar við erum orðnar dug- - legri við húsverkin". Mér varð § allt í einu litið á bollana sem 2 við vorum að drekka úr. Það = fór ekki fram hjá stöllunum 3 og þær skelltu upp úr. „Jú, § víst eru þeir skörðóttir, sagði g Anne-Grete, „en það ekki okk § ur að kenna.Ég hef bara brot- 1 ið einn disk . , 1 for eg til Svalbarða í fyrra og Séð yfir hluta af hátíðasal Háskólans við setningarathöfnina á sunnudagskvöld. Fremst á myndinni er Próf. Ármann Snævarr, háskólarektor, fremst til hægri eru forráðamenn norræn lýðháskólans, Ch. Bönding og Arne Hyldkrog. ........................................................................................................................................................................................................111111111111111....................................1111111111111......................................................................................111111111........... Þingeyskur sæfari andast af slysförum HINN 26. júní s.l. andáðist í San Francisco Baldur Benedikts- son frá Grenjaðarstað í S-Þing- eyjarsýslu, 73. ára að aldri. Bald- ur hafði lent í bílslysi þar í borg hinn 26. febrúar og legið meðvit- undarlaus á sjúkrahúsi síðan. Baldur var fæddur 7. júní 1891 og ólst upp í foreldrahúsum á Grenjaðarstað til 1907, vann m.a. með bræðrum sínum Þófði, Jóni, Sveinbirni að vegalagningu í Aðaldal 1904-7 undir verkstjórn Páls J. Árdals skáldsí Baldur fór 1911 til Canada og kom aítur 1915 til Húsavíkur en fór utan á ný 1917. Hann sigldi víða um heim sem sjómaður næstu 10 ár en var sendur úr landi í Bandaríkjunum 1926 sem innflytjandi án pappíra. Var hann settur um borð í franskt skip í New York og var heilt ár á leiðinni til Frakklands, því skipið sigldi suður með Afríku- Baldur Benediktssou strönd og yfir til Afríku og það- an norður til Frakklands. Hann kom svo heim til íslands vorið 1927. Síðan fór hann utan á ný og hefir stundað sjómennsku á bandariskum skipum og komið alltaf af og til heim til íslands. Fyrir um 10 árum komst hann á eftirlaun vestra. Baldur heitinn bjó ýmist í Californíu, New-York eða hér heima. Baldur var alla æfi ókvæntur. Hann þótti maður skemmtinn og hvers manns hug- ljúfi og vildi allra götu greiða er til hans leituðu vestra. Bezt að auglýsa í Morgunblaðmu - íþróttir Framhald af bls.2 6. mai’kvörður Fram að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Framlegnt var um 15 mín á mark og er 14 mín voru af þeim tima skoraði Þorgeir af /löngu færi 2:1 fyrir Fram. Þetta var mjög óvænt og vörn KR hefir vafalaust hindrað það að Gísli sæi knöttinn. — í síðari hluta framlengingarinnar börðust KR- ingar við að skora, en knötturinn vildi ekki inn þótt „dansað væri á línu“ og skallað í hliðarstangir og þverslá. Baráttan virtist vera orðin vonlaus, en 10 sek. fyrir leiklok tókst Gunnari Felix- syni að skora jöfnunarmarkið, 2:2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.