Morgunblaðið - 30.06.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.06.1964, Blaðsíða 10
' 10 MORCU N BLAblÐ Þriðjudagur 30. júní 1964 Fjölmenn og ánægjuleg Varðarferð í góðu veðri Höskuldur Olafsson, fyrrverandi formaður Varðar, Bjami Benedktsson, form. Sjálfst æðiliflokk.sins, Sveinn Guð- mundsson, núverandi formaður Varðar og í»orvaldur Garðar Kristjánsson, fyrrverandi formaður Varðar. Landsmálafélagið VÖRÐ UR efndi til skemmtiferðar um hinar breiðu byggðir Árnessýslu á sunnudag. Þátttakendur voru um 600 talsins og er þettta næst- fjölmennasta ferð, sem fé- lagið hefur efnt tiL Lagt var af stað frá Austurvelli kl. 8 árdegis og komið í bæinn aftur um hálftólf- leytið á sunnudagskvöld. Veður var hið ákjósanleg- asta alla leiðina, nokkuð þungbúið að vísu, er lagt var af stað, en um miðjan dag var komið glaða sól- skin og átti það sinn þátt í að .gera ferðina jafná- nægjulega og raun bar vitni. Stóðst áætlunin svo að segja upp á mínútu alla ferðina og má það í sjálfu sér teljast einstakt í jafn- fjölmennum hópi. Það voru miklar annir á Austurvelli, er þátttakendur tóku að streyma þangað skömmu fyrir kl. 8 á sunnu- dag. Eins og gerist við upphaf slíkra ferða varð mönnum tíð rætt um veðrið, og óneitan- lega fannst mönnum að brugð ið gæti til beggja vona, en þó var almenn bjartsýni ríkjandi um góðan vilja veðurguðanna. Þorbjörn í Borg var þarna mættur til að ganga úr skugga um að þátttakendum yrði séð fyrir nægum mat í ferðinni, en matarbíll hans fylgdi lang- ferðabílunum eftir alla leið. Fimmtán langferðabílar af stærstu gerð óku inn í Vallar- stræti og Baldur Jónsson, sem að miklu leyti sá til þess að allt gengi samkvæmt áætlun. Þátttakendúr í ferðinni voru á öllum aldri. Guðmundur Andrésson fyrrverandi bóndi á Ferjubakka í Borgarfirði var þeirra elztur, 94 ára gam- all. Meðal annarra ferðafé- laga voru formaður Sjálfstæð isflokksins Bjarni Benedikts- son, forsætisráðherra, Sveinn Guðmundsson núverandi for- maður Varðar og tveir af fyrr verandi formönnum, þeir Hö- skuldur Ólafsson og f»orvald- ur Garðar Kristjánsson. ★ ★ ★ Klukkan átta var lagt af stað og ekið úr bænum. Uppi í Ártúnsbrekku var stanzað stundarkorn til að fylgjast með því að allir bílarnir væru í einni lest. Þar sem svo var hélt áfram ferðinni um Svína hraun og síðan var beygt inn á nýja Þrengslaveginn, sem er öllu skemmtilegri leið en vegurinn um Hellisheiði og Kamba. Sunnarlega í Lamba- Ámi Óla, leiðsögumaður. fellshrauni, rétt ofan við ölfusið, var höfð viðdvöl og fóru menn út í móa og drukku kaffi af brúsum. Sveinn Guðmundsson, formað ur Varðar, bauð menn vel- komna í ferðina og Sigurður Óli Ólason, alþengismaður á Selfossi, bauð ferðafólkið vel- komið í Árnessýslu. „Nú ferðizt þið um Ár- nessýslu í dag, og sjáið mesta landbúnaðarhérað landsins, hluta af því svæði, sem fram- leiðir landbúnaðarafurðirn- ar, sem þið Reykvíkingar neyt ið daglega. Árnessýsla hefur fleira en hið ræktaða og rækt anlega land. — Þar er Sogið, þetta skemmtilega, litla vatns fall, sem snýr þeim aflvél- um, sem dag og nótt fram- leiða rafmagnið, en leitt er um allt Suðurlandsundirlendið, til Víkur í Mýrdal, Vestmanna- eyja og til Reykjavíkur og um öll Suðurnes. í Árnessýslu eru einnig stórfljót, sem eru óvirkjuð enn, og þeirra afl er svo mikið, að þegar það verð ur virkjað, þá eru möguleikar tl stóriðju í stórum stíl, sem við höfum ekki þekkt áður hér á landi, og tækifæri til þess og möguleikar, að raflýsa landið. Ég vil ekki téfja ykkur meira nú, en ég vil aðeins endurtaka það, sem ég sagði í upphafi, að ég vonast til, að þið hafið af þessari ferð ánægju og nokk- urt gagn. Góða ferð.“ Þannig lauk Sigurður Óli Ólafsson máli sínu, er hann kom til móts við Varðarferðina á Þrengslaveginum. Árni Óla, leiðsögumaður í ferðinni tók nú til máls og rakti aðdraganda ag byggingu Þrengslavegarins, sem var ein af aðalleiðum yfir Fjallið um margar aldir. Þegar járnbraut armálið var efst á baugi á sín um tíma var ákveðið, að járn braut milir Reykjavíkur og Suðurlands skyldi liggja um Þrengslin. En svo komu bíl- arnir og gerðu járnbraut óþarfa og var þá ákveðið að leggja þar góðan veg, sem nú hefur verið opinn í tæp tvö ár. Úr Þrengslunum var ekið niður í Ölfus, og haldið að Sel fossi. Eftir stutta vlðdvöl var svo haldið austur um Skeið og yfir Stóru-Laxá inn í Hruna- mannahrepp. Sigmundur Sig- urðsson, oddviti í Syðra-Lang holti og varaþingmaður Sjálf stæðisflokksins í Suðurlands- kjördæmi, tók þar á móti bíla lestinni og fylgdist með henni að Flúðum, þar sem hádegis- verður var snæddur í félags- heimi Hrunamanna. Þar bauð Sigmundur hópinn velkom- inn og lýsti sveitarmálum í Elzti þátttakandinn í ferff- inni, Guðmundur Andrés- son, 94 ára gamall. HrunamannahreppL Ræddi hann ýmsar framfarir í Hreppnum og kvað hrepps- búa njóta sízt verri kjara en gerist meðal fólks í þéttbýl- inu. Lýsti hann ánægju sinni yfir samkomulaginu, sem tókst í sumar milli ríkisstjórn ar, atvinnurekenda og verka- lýðsssamtakanna og kvað alla landsmenn binda við það miklar vonir. ★ ★ ★ Bjarni Benediktsson, forsæt isráðherra, tók síðan til máls og sagði m.a.: „Ég vil þakka Sigmundi bónda fyrir hans árnaðarorð okkur til handa. Það er okkur Sjálfstæðismönnum vissulega mikill vinningur og gæfa að slíkir menn sem Sigmundur, einn af mestu bændum ekki aðeins í þessu byggðar- lagi heldur á öllu íslandi, skuli jafn eindregið skipa sér í fylkingu okkar Sjálfstæðis- manna. Með sínum dugnaði sem bóndi hefur hann sýnt, að hann kann vissulega flest- um betur til verka, en einnig að hann styður þá nauðsyn sem er á því að fólk í sveit og borg vinni saman og því að eins getur þessu landi vegnað vel, að íslendingar kunni að vinna saman að heill og heiðri okkar fósturjarðar. Ég veit að ég mæli það fyrir munn okkr ar allra er ég óska Sigmundi og öllum íbúum þessa héraðs og raunar allrar Árnessýslu til heilla og þökkum þá vin- semd, sem við höfum frá þeim hlotið“. Forsætisráðherra gat þess, að svo vildi til, að þessi Varðarferð væri farin ná- kvæmlega fimmtíu árum eftir að morðið var framið á Franz Ferdiand, ríkiserfingja Aust- urríkis og konu hans við Sara jevo. Atburður þessi hleypti af stað fyrri heimsstyrjnöldinni, en bein afleiðing hennar var svo heimsstyrjöldin síðari. Aldrei hefðu meiri hörm- ungar, blóðtúthellingar og eyðilegging dunið yfir en einmitt á þessum síðustu 50 árum. En þótt undarlegt mætti virðast hefðu framfar- Ir öllum almenningi til góðs orðið meiri á þessu tímabili en nokkru snni fyrr. Framfar irnar hefðu orðið ótrúlegar vegna þess að hver aðili um sig hefði lagt svo mikla áherzlu á aukna tækni og vísindi til þess að sigrazt á hinum. Forsætisráðherrann sagði: „En hvílíkar hefðu þá fram farirnar ekki getað orðið, ef menn í stað þess að eyða ork unni til þess að gera hver öðrum illt, í stað þess að berjast og í stað þess að leggja sig fram um að finna eitthvað til þess að geta orðið ofan á og kúgað hina, — ef menn hefðu í stað þessa tekið það upp að leggja fram allan þann anda, allan þann kraft til þess einungis að koma fram góðu, til þess að ryðja brautina eindregið fram á við í stað þess fyrst og fremst að verða ofan á einhverjum öðrum, — að kveða hann nið ur? Vonandi læra menn af þess- ari viðureign og kunna betur á málum að halda á næstu hálfri öld. Enda eru það nú orðið fáir, þó að þeir menn finnist að vísu, sem telja að styrjaldir séu til góðs, né neita því, að ein helzta skylda siðmenntaðra þjóða sé að koma í veg fyrir þær“. Síðar í ræðu sinni sagði Bjarni Benediktsson: „En ef menn viðurkenna, eins og menn hljóta að viður- kenna, að styrjaldir þjóða á milli séu til ills, hversu miklu augljósara er þá ekki hitt að styrjaldir innbyrðis innan sömu þjóðar, hvað þá hjá lít- illi þjóð eins og íslendingum, hljóta því fremur að horfa til ófarnaðar. Við skulum ekki gera lítið úr því, sem áunnizt hefur með baráttu verkalýðs- ins fyrir bættum kjörum. En hversu mikla meira hefði ekki fengizt fram ,ef menn í stað þeirrar orku, sem hefur verið lögð í innbyrðis bar- áttu, í verkföll, í það að hindra, að framleiðsla gæti átt sér stað, í þeirri von að það yrði til þess að knýja fram bætt kjör, hefðu þess í stað allir einbeitt sínum huga að því að fá bætt kjör með bættum vinnu- aðferðum, með hagnýtingu vísinda og tækni? Og það er einmitt það, sem gefur okk ur nú sérstaka ástæðu til gleði, að í fyrsta skipti um margra ára bil hefur á þessu vori tekizt að koma á alls- herjarsamningum, sem við verðum að vona að muni hald ast, þó það sé ekki enn sýnt til hlítar. Og þó að þeir leysi engan veginn allan vanda, þá hefur þó tekizt að koma á samningum, sem byggjast á þeirri hugsun, að menn muni aliir í sameiningu hagnast meira af samvinnu af því að vinna og koma góðum málum fram í stað þess að eyða orku og viti í að hindra hvern ann Framliald á 17. síffu Menn úr björgunarsveitinni Ingólfi í Reykiav'k vom tii eftirlits á hömrunum viff Brúarhlöff. Bílalestin í Varffarferffinni á Laugarvatnsvöllum. Þar var snæddur kvöldverffur. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.