Morgunblaðið - 30.06.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.06.1964, Blaðsíða 24
u MORGUNBLAÐIÐ JrlSJudagur 30. júnf 1964 f~JOSEPHINE EDGARTI Við gengum upp tröppurnar að dyrunum og hann opnaði þær íyrir mig. En þegar ég ýtti upp hurðinn, sá ég karlmannsfrakka úr gaberdíni, sem lá á stól í for- sotfunni. Eg stanzaði og starði á hann andartak, og mér varð illt, þegar ég þekkti frakkann, sem Brend- an hafði verið í á veðreiðunum sama dag síðdegis. Eg stóð þarna og vissi ekki, hvað ég átti af mér að gera. Mig langaði mest til að hlaupa aftur út í myrkrið, þar sem ég vissi að Brendan var þarna, því að ‘ ég vildi ekki vera um nóttina undir sama þaki og þau Soffía. Eg var búin að steingleyma Hugh, sem stóð þarna úti í dyr- um, og beið eftir, að ég sneri mér við og byði honum góða nótt. En í sama bili heyrði ég hann reka upp undrunaróp og um leið heyrði ég óstyrkt fótatak upp tröppurnar úti fyrir. Þegar ég leit við, sá ég Dan Brady standa í efstu tröppunni, rétt að baki Hugh. Hárið á honum var nauðrak- að og á andlitinu var einhver ó- hugnanlega grár litur, en augun, með rosabaugum í kring leiftr- uðu. Nú var hann ekki eins og síðast, niðurbrotinn og hikandi, heldur gallharður á svip og ein- beittur. Hugh lyfti stafnum sínum til að stöðva Dan, en hann hratt honum til hliðar og slagaði inn í húsið og að stiganum. Eg æpti upp yfir mig af hræðslu. En gat ekki séð annað en morð í augnaráði Dans. Eg greip í handlegginn á honum og reyndi að halda aftur af honum og grát- bað hann að fara. En Dan hélt bara áfram upp stigann, star- andi fram íyrir sig og dragandi mig hálf-máttlausa á eftir sér. Við beygjuna á stiganum hristi hann mig af sér, svo að ég datt. Hugh hljóp til og vildi hjálpa mér, en ég var strax ris- inn á ftæur og hljóp á eftir Dan og æpti til Hugh: — Farðu og náðu í lögregluna! Hugsaðu ekki um mig! Flýttu þér, annars myrð ir hann þau! Þegar ég kom upp á stigagatið við herbefgisdyr Soffíu, opnuð- ust þær og Brendan stóð í dyr- unum. Hann horfði fast á bróð- ur sinn, og stóð þarna eins og klettur milli Soffíu og hverrar aðsteðjandi hættu. Hún stóð að baki honum í fal- lega, grisjukennda sloppnum sín um, og andlitið leiftraði af sigur- hrósinu, sem út úr því hafði skinið allan daginn. Ekki vottaði fyrir neinni hræðslu í augnaráð- inu. Um leið og Dan hafði þotið upp síðustu stigaþrepin, hafði hann dregið skammbyssu úr vasa sínum. En nú, er hann sá bróður sinn, færðist sorgarsvipur yfir andlitið, sem var tekið og tært. — Brendan? sagði hann, eins og í spurnartón, rétt eins og hann vildi fá einhvern til að segja sér, að Brendan væri þarna ekki. Brendan sagði: — Fáðu mér byssuna þá arna, Dan. Eg læt þig ekki myrða neinn hérna. Dan stóð hreyfingarlaus. En svo hvíslaði hann rétt eins og við sjálfan sig: — Brendan . . , . Brendan, drengurinn minn! Hann stakk byssunni í vasann og greip höndunum fyrir andlit ið en breiðu herðarnar skulfu af gráti. Brendan gekk til hans með útrétta hönd, en Dan sló höndina niður harkalega, hristi höfuðið ákaft og þaut svo eins og blindandi niður stigann. Soffía gekk fram snöggt. — Brendan, elsku Brendan, farðu ekki á eftir honum, elsku Brend an! grátbað hún. Hún greip I handlegginn á Brendan og reyndi að halda aft ur af honum, en hann hristi hana af sér og sagði: — Eg verð að sjá til þess, að hann skaði ekki sjálf- an sig. Og svo hvarf hann á eftir Dan út í myrkrið. Eg fór að átta mig á því, sem kring um mig var, rétt eins og ég hefði vaknað af vondum draumi: Minna frænka og Smith ers gægðust niður stigann, skjálf andi af hræðslu, og svo stóðu dyrnar á tómri forstofunni opn- ar. En á miðju þessu sviði stóð Soffía brosandi eins og föl og fögur galdranorn. Það var rétt eins og hún væri einhverjum töfrum lostin, hún gat ekki hugsað um annað en Brendan — og ég held, að hún hafi ekkert séð nema hann. Ég sagði það, sem fyrst kom upp í ringlaðan huga minn: — Ég er farin! Nú fer ég! Ég ætla mér ekki að sofa einni nótt leng- ur í þessu húsi. Hún sneri sér að mér með þetta svefngengilsbros og fallegu skæru augun störðu á mig, skiln ingsvana. Ég flýtti mér niður í forstofuna, en um leið kom Hugh inn um opnar dyrnar. Hann sagði mér, að Dan hefði verið handtekinn aftur, þarna úti fyrir, enda hefði lögreglan verið að elta hann síðan hann brauzt út, en hefði misst af slóð hans síðustu klukkustundirnar. — Ég er að fara héðan, Hugh, sagði ég. — Ég á vinkonur í Biommsbury, sem hafa boðið mér að koma, hvenær sem ég vildi. Viltu aka mér þangað? Andlitið á honum setti upp feginssvip yfir því, að ég skyldi eiga eitthvert athvarf, og eins hinu, að hann þyrfti ekki að — Góðan daginn fagra ungfrú. Er móðir yðar heima? bera neina ábyrgð á mér. Hann virtist alveg jafnsleginn og ég af þessum óhugnanlega atviki, sem hann hafði orðið sjónarvott- ur að. Við fórum beint út og ég leit ekki einu sinni um öxl, en ég vissi, að Soffía stóð enn á tröppunum og beið eftir því, að Brendan kæmi til. hennar aftur. Leiguvagn Hughs beið enn eftir honum. Þegar hann opnaði dyrnar til að hjálpa mér upp í hann, kom Brendan stikandi eftir götunni. Hann stanzaðí þegar hann sá ökkur, gekk að mér og greip fast í handleggina á mér. — Hvern fjandánn heldurðu að þú sért að fara á þessum tíma nætur? spurði hann. Ég kippti að mér handleggn- um og leit á Hugh, sem sagði móðgaður: — Mér finnst þetta hús ekki viðeigandi staður fyrir ungfrú Eves og hennar líka, að dvelja í stundinni lengur. 108 BYLTINGIN í RUSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD ríkisstjórninni, og síðdegis voru sendir legátar til annarra rólegri herflokka og svo verksmiðjanna Viborg-megin til að bjóða mönn- um þar þátttöku. Aðrir sendi- menn voru sendir til Kronstadt. í Putilov-verksmiðjunum lögðu flestir af rúmlega 30.000 verka- mönnum frá sér verkfærin, sam stundis, og hrærigrautarlegur fjöldafundur samþykkti að ganga með hermönnunum inn í mið- borgina. Og þá leið ekki á löngu áður en öllu reglubundnu lífi í borginni væri lokið. Meðan vél- byssuskytturnar og aðrir her- menn söfnuðust saman við höll Kshesinskayu, gekk allur þorri verkamanna í þéttri fylkingu á- leiðist til Taurishallarinnar, og braut upp áfengisbúðir og tóbaks búðir á leiðinni. Eitt og sama herópið kvað við hjá öllum múgn um: „Niður með stjórnina! Allt vald til sovétanna!“, en hvorki á þessu né hinum æðisgengnu ópum, sem nú hófust, var neitt skipulag, það var uppþot upp- þotsins vegna, og enginn virtist hafa neitt raunverulegt vald eða stefnu. Loksins linnti ólátunum síðla kvölds og í hvítleitu hálfrökkri gengu uppþotsmenn hver til síns heima. Kerensky var lagði • af stað til vígstöðvanna til að safna hollum og tryggum hermönnum, sem skyidu verja höfuðborgina. Svona segir þá Trotsky frá at burðunum. 16. júlí og sú frásögn kemur ekki heim við þekktar staðreyndir. Hermáladeild bolsje víka var ekki líkt því éins að- gerðalítil og hann vill vera láta. Félagar hennar — og fjöldi þeirra hefur verið áætlaður 26 þús. — voru mjög athafnasamir í Viborg-verksmiðjunum og setu- liðinu, fyrir 16. júlí. Vel kan i að vera, að þeir hafi ekki hait formlegan stuðning bolsjevíka- foringjanna, en áreiðanlega höfðu þeir haft ráðagerðir um uppr.eist — bráðabirgðastjórnin hafði þegar áður fengið aðvörun frá njósnaþjónustu sinni, að slik ar fyrirætlanir væru ræddar í húsi Kshesinskayu. Útsendarar bolsjevíka sáust bæði hjá her- mönnum og verksmiðjuverka- mönnunum. Vopnum var útbýtt. Sjóliðarnir í Kronstadt voru líka vígbúnir, og það getur engin til- viljun hafa verið. ' Sannleikurinn virðist vera sá, að bolsjevíkaforingjunum hafi verið vel kunnugt um þetta allt, en ekki litizt á það í fyrstunni; þeim hefur fundizt uppreist á þessu stigi málsins vera ótíma- bær. En svo, eftir því, sem at- burðirnir gerðust, 16. júlí, varð þeim ljóst, að hér fengu þeir mik ið tækifæri. Stjórnarbylting, sem væri gerð samtímis þýzku sókn- inni á vigstöðvunum, gat haft góða von um árangur. Um sóiar lag hafði nefndin ákveðið að snúa snældunni — í stað þess að and æfa gegn uppreistinni, ákvað hún að standa að baki henni og veita henni forustu. Yfirlýsing gegn uppreistinni, sem hafði átt að koma í Pravda daginn eftir, var rifin. Sendimenn voru sendir til óánægðu herdeildanna og verka mannanna um að vera viðbúnir að endurtaka kröfugöngu sína að morgni. Og í húsi Ksehinskayu var tilkynnt myndun al-bolsje- viskrar ríkisstjórnar. Það liggur í hlutarins eðli, að allar þessar ráðagerðir voru framdar í mesta snatri og það er líka greinilegt af ruglingi at- burðanna, sem urðu 17. júlí. Snemma morguns lögðu eitt- hvað 6.000 sjóliðar (sumir nefna miklu hærri tölu) af stað frá Kronstaodt í tveim tundurspill- um og öðrum bátum, og lentu við bryggjurnar við Neva undir hádegi. Aftur komu hópar af rauðliðum, verkamönnum og her mönnum út á strætm og flestir stefndu til Taurishallarinnar. Ekki voru allar herdei’dir hlynnt ar uppreist, en í manngrúanum, sem á götunum var, reyndist ekki auðvelt að greina uppreist armennina frá hinum, sem vom hollir stjórninni, og oft skiptust vinir á skotum eða skutu í blindni á fólk, sem var aðgerða lausir áhorfendur. Hörkuleg á« tök urðu úti fyrir Taurishöllinni, þegar Chernov, einn ráðherranna reyndi að ávarpa lýðinn. Hann var gripinn og hefði ef til vill ver ið drepinn á staðnum, ef Trotski hefði ekki komið honum til hjálp ar. En meðan þetta gerðist hafði Lenin komið af skyndingi frá Finnlandi og var nú að halda ráeðu yfir sjóliðunum frá svölun um á húsi Ksehisnaskayu. Það var einkennilega varfærin ræða. Hann lofaði byltingarhug sjólið anna, en réð þeim frá raunhæfum aðgerðum. Sjóliðarnir tóku þetta nú með nokkmm afslætti og lögðu af stað til að slást í hóp KALLI KUREKI Teiknari; FRED HARMAN — Jæja, prófessor, ég reyndi að gera yður greiða með því að segja Gamla að þið mynduð gera upp sak- irnar með rifflum en ekki skamm- byssum. Nú kunnið þér orðið að með- höndla vopnið — allt annað er svo undir sjálfum yður komið. — Heyrið þér mig snöggvast, sjáið þér til... það er ekki þannig að skilja að ég sé hræddur við hann — en ein- vígi eru ómenningarleg og stríða gegn almennu siðgæði. Mig langar ekki til að skjóta hann. — Ég skal borga honum fyrir leið- sögnina að indíánarústunum, jafnvel þó hesturinn hans yrði til þess að fótbrjóta mig. — Nei, nú er það orðið of seint, prófessor. Þér móðguðuð hann og nú er yður ekki undankomu auðið, þó fé sé í boði. Ég skil rifflilinn eftir. Raufarhöfn UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins á Raufarhöfn er Snæbjörn Einarsson og hef- ur hann með höndum þjón- ustu við fasta-kaupendur Morgunblaðsins í kauptún- inu. Aðkomumönnum skal á það bent að blaðið er selt í lausasölu í tveim helztu söluturnunum. Vopnafjörður Á Vopnafirði er Gunnar Jónsson, umboðsmaður Morgunblaðsins og í verzlun hans er blaðið einnig selt i lausasölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.