Alþýðublaðið - 14.07.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.07.1920, Blaðsíða 3
3 ALÞYÐUBLAÐIÐ :: " V'anti yður bifreið, þá gjörið svo vel að hringja í símá 716 eða 880. :: :: Um dagimt og vepn. Yeðrið í dag. Vestm.eyjar ... V, hiti n,2. ^eykjavík . . . . logn, hitio.o. ísafjörður .... logn, hiti 11,3. Akureyri .... logn, hiti 11,5. Grímsstaðir . . . SA, hiti 9,0. Seyðistjörður . . logn, hiti 6,6. í’órsh., Færeyjar logn, hitin,2. Stóru stafirnir merkja áttina. . Loftvog lægst fyrir sunnan land °g failandi nema á Austurlandi. Austlæg átt. Fólk það sem ráðið er til síidarvinnu hjá Th. Thorsteinsson í sumar, komi til viðtals á skrifstofuna í Liverpool og sæki farseðla í dag (Miðvikudag). Th. Thorsteinsson. Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnarinnar fer endurnýjuð prófun á innanbæjarvatnsæðunum frám vikuna 18. til 25. þ. m. að nóttunni. Eru húseigendur hér með aðvaraðir um, að láta gera við allar biian- ir, sem vera kunna á húsæðum, svo og við vatáskrana, ef þeir eru óþéttir, fyrir 18. þ. m., og snúi menn sér til hinna löggiltu innlagn- ingamanna um framkvæmd viðgerðanna. Því næst eru allir húsráð- endur og vatnsnotendur beðnir að gæta þess vandlega, að hafa alla vatnskrana lokaða til fulls á nóttum kl. 12V2 til 41/* vikuna 18. til 25. júlí, meðan prófunin fer fram. Vatnsnef ndirt. Starling kom úr hringferð í gær með fjölda farþega. Aflalaust er nú sagt á Aust- tjörðum, nema lítið eitt af færa- fiski kvað aflast á opna báta frá ®orgarfirði. Síldin er nú farin að sýna sig hyrðra. Hafði hún séðst út af Skaga fyrir tveimur eða þremur dögum, og er það um mjög líkt leyti og venjulega. Hefir undan- farin ár oft farið svo, að skipin hafa verið of síðbúin og haía svo öiist alt að því vikutíma, sem beztur hefði verið að veiða siid- ina á. Yakna þú sem sefnrl For- öiaður Dagsbrúnar lætur þess get- ið, út af grein með þessari fyrir- sögn í blaðinu í gær, að samkv. gildandi samningum milli atvinnu- rekenda og verkamanna, hafi þeg- ar verið farið fram á kauphækk- un og sé svar væntanlegt næstu daga. Skýrslur Hagstofunnar um smásöluverð kaupmanna í bænum voru tilbúnar um síðust lielgi, en fyr en þær fengust var ekki hægt »ð gera kröfu til hækkunar. föullfoss fer í kvöld kl. 6 til útlanda. \ : . j Togararnir, sem stuada eiga síldveidar í sumar, fara nú um helgina norður, og fá færri far á þeim en vilja. landyeg komu þeir að norð- nú um helgina, sem fóru um ^aginn til Akureyrar á aðalfund Sambands íslenzkra samvinnufé- laga. Láta þeir vel af grassprettu nyrðra. Nýja BÍO mun byrja að sýna nú um helgina. Hefir það flogið fyrir, að fyrsta myndin, sem sýnd verði í hinu nýja húsi þess, sé Sigrún á Sunnuhvoli eftir Björn- son. Væri betur að þettá reyndist satt, því þeir sem séð hafa mynd- ina erlendis, ljúka miklu lofsorði á hana. Slys í Álftafirði. Blaðinu er skrifað frá ísafirði, að 9. þ. m. hafi það slys viljað til i Álftafirði, að maður, sem var að skjóta sil- ung, misti skotið aftur úr byss- unni. Lénti það í hendi hans og andliti, tók af tvo fingurnar og reif efri vörina sundur upp undir nef. Verzlunin „Hlíf“ á Hverfisgötu 56 A, sími 503 selur: Ágætar kartöflur í sekkjum og lausri vigt, dósamjólk á 1,00, steikarafeitina ágætu og leðurskæði, niðurrist, Skógareldar miklir geisuðu í Quebec í maí og júní og gereyddu stórt land- flæmi. Flýði fólk hópum saman undan eldinum og sendi stjórnin hjálparlið á vettvang. Margir smá- bæir brunnu og trjáviður fyrir miljónir dala, og um miðjan júní hafði eldurinn enn ekki verið stöðvaður. Stórkostlegt fyrirtæki. Eidspítnaverksmiðju á að setja á stofn í Neepawa í Manitoba á þessu hausti. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan geti tekið til starfa eigi síðar er í september. Vélar er þegar búið að kaupa af hinni nýjustu gerð, er skorið geta og íullgert 16—17 miljónir á dag. Skurðarvélin kvað vera sú hrað- virkasta, sem til er í landinu. Hún sker 29.000 spítur á mínút- unni. Sagt er að verkstniðja þessi muni veita 40—50 þús. manns atvinnu. (Hkr.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.