Morgunblaðið - 14.07.1964, Side 3

Morgunblaðið - 14.07.1964, Side 3
...................................................... íiJiiiiiiuiiiiuuuiiiiiiiliiillllllllllllllllllllllllllHllllllllllllllllllHlllllllllllllllimilHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIllllllllllllllHIIIIIIIIIIIHIIIIIIllllllllllllllllHllHUHIUllllllHlllllllllllllllllllllllll^ Þriðjudaguf 14. júlí 1964 MORGUHBLAÐIÐ 3 iniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiim MIKILL mannfjöldi sótti hestamannamótið í Skógarhól um á Þingvöllum, sem haldið var um helgina. Var geysileg umferð manna, bæði ríðandi, akandi og gangandi um Þing- velli allt frá laugardegi og fram á sunnudagskvöld. Veð- ur var milt, en talsvert rigndi, einkum á sunnudag. Mótið fór vel fram og var fremur lítið um drykkjuskap og skríls- laeti, utan fáeinir unglingar, sem lítt eru kenndir við hesta mennsku. Tjöld stóðu um all- an Bolabás, því að margir gistu um nóttina, þótt mótið hæfist ekki fyrr en á sUnnu- dag. Sex hestamannafélög stóðu að mótinu, Fákur, Hörð ur, Ljúfur, Sleipnir, Sörli og Trausti. Hins vegar var öllum Lokaspretturinn í 300 m. stokki. Lengst til vipstri er Kristján Finnsson á. Adam, Guðmund- E ar Jónssonar, fremst er Kolbrún Kristjánsdóttir á> Grámann, Sigurðar Sigurðssonar og til | hægri er Þórarinn Ólafsson á Reyk Ólafs Þórarinssonar. Hestamannamótið í Skðgarhólum frjálst að skrásetja hesta til kappreiðanna. Dagskrá mótsins hófst með því, að mikil fylking hesta- manna frá félögunum 6 reið inn á mótssvæðið að dómpall- ir á skeiðvellinum meðan Ein- ar G. E. Sæmundsen, formað- ur Landssambands hesta- mannafélaga, setti mótið, og séra Eiríkur J. Eiríksson, þjóðgarðsvörður hélt helgi- Þrír sigurvegaranna ásamt eigendum. Talið frá. vinstri. Krist- = ján Þorgeirsson með Stelpu, Elín Ingvarsdóttir með Ægi og = Sigurður Ólafsson með Hroll. Yngsti knapinn á kappreiðunum, Bjarni Þorkelsson. Hnnn keppti á Þyt, hesti afa síns, Bjarna Bjarnasonar á Laugar- vatni, í 300 m. stökki og Fífli, hesti Þorkels föður síns i 800 m. stökki. Bjarni er 9. ára. inum undir fánum félaganna, um 20 manns frá hverju þeirra, allt í samskonar skyrt- um. Fyrir fylkingunni reið dýralæknir mótsins, Jón Páls- son, með islenzka fánann. Hersing þessi hélt kyrru fyr- stund.. Að þessu loknu stjórn aði Bergur Magnússon hóp- sýningu hestamannafélag- anna. Var margt góðra gripa í þeirri reið, enda hófust mikl ar umræður um gæði ein- stakra hesta á sýningunni meðal áhorfendanna. Má nærri geta að eftir sýningar- reiðina hafi margir falað hross og sótt mál sitt með fé og fortölum. Þá var komið að kappreið- unum, sem voru mjög fjöl- breyttar og með nýstárlegu sniði. Auk skeiðs og 300 m stökks var keppt í 300 m tölti og 600 m brokki, sem er al- gert nýmæli hér. Þá var einn- ig keppt í 800 m stökki. Sá háttur var hafður á um skeið- keppnina (vegaléngdin var 350 m), að 100 m voru á frjálsum gangi og 150 til- skildir á skeiði. Vakti sér- staka athygli, hversu fram- kvæmd og öll stjórn kapp- reiðanna gekk vel og greið- lega fyrir sig. Þulirnir voru ósparir á fyrirmæli og kröfð- ust þess, að allir hestar í næsta riðli væru tilbúnir áð- Séð yfir mótssvæðið á sunnudag. ur en hinum fyrri lyki. Urðu því engar óþarfar tafir. Einn- ig höstuðu þulir oft á knap- ana, t.d. fyrir að berja hesta sína áfram og að reykja á skeiðvellinum. Úrslit kapp- reiðanna urðu, sem hér seg- ir: 250 metra skeið 1. Hrollur, 11 vetra, Reykja- vík. Eigandi: Sigurður Ólafsson, Reykjavík. Knapi: eigandi 2. Hrannar, 15 vetra, Gull- bringusýslu. Eigandi: Sólveig Baldvins- dóttir, HafnarfirðL Knapi: Eigandi. 3. Blakkur, 9 vetra, Reykja- vík. Eigandi: Jón Sigurvinsson, Knapi: Eigandi. 600 metra brokk. 1. Stelpa, 11 vetra, Kjós. Eigandi: Kristján Þorgeirs- son, Leirvogstungu. Knapi: Eigandi. 2. Gráni, 17 vetra, Árnes- sýslu. Eigandi: Sigurjón Einarsson, Selfossi. Knapi: Gunnar Einarsson. 3. Mósi, 8. vetra, Skagafirði. Eigandi: Ólafur Valsson, Hveragerði . Knapi: Eigandi. 300 metra tölt. Ægir, rauðblesóttur, 8 vetra úr Snæfellsnessýslu var eini hesturinn, sem fór brautina á hreinu tölti. Eigandi hans er Elín Ingvarsdóttir, Reykjavík, sem var einnig knapi á hon- um. Framhald á bls. 17 lllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllKIIIIIIIIHIIII STAKSTEIIVAR Húsnæðismálin í betra horf Þegar samkomulagið hafðl náðst í kjaramálum sagði Bjami Benediktsson, forsætisráðherra, eitthvað á þá leið, að allir hefðu sigrað. Það sýndi víðsýni hans að vera ekki afl metast um það, hverjir væru sigurvegarar, hvort það væri ríkisstjómin, . launþegar eða vinnuveitendur. að rétt, að allir höfðu sigrað, það var þjóðar- heildin, sem hlaut að njóta ár angursins af hinu happa- drjúga sam- komulagi. Einn var sá þáttur þessa samkomu- lags, sem menn fögnuðu hvað mest, það er að segja, að á ný eru gerðar ráðstaf anir til að tryggja ha,jkvæm lán til íbúðarhúsabygginga, en fram að þessu hafa allar slíkar tilraun ir runnið út í sandinn, fyrst og fremst vegna þess, að ekki hefur tekizt að stöðva verðbólguna, sparifé hefur því verið af skom- um skammti og það hefur ekki sízt bitnað á þeim, sem voru að byiggja sér íbúðarhúsnæði. Árangur stöðvunarinnar Árangur þeirrar stöðvunar, sem nú er orðin, er þegar tekinn að koma í ljós með vaxandi lán- um til íbúðarhúsabyggingar. En það er þó auðvitag aðeins einn þáttur þess mikla árangurs, sem verða mun af skynsamlegri stefnu í kaupgjaldsmálum. Jafn- vægi gerir það að verkum, að ailar framkvæmdir em betur grundvallaðar, menn rjúka ekki til og verja fjármunum sínum til fasteignakaupa, bílakaupa eða annars, einungis til þess að festa þá og forðast rýrnun verðgildis- ins. Nú er eins hagkvæmt að ávaxta fé sitt í bönkum, meðan undirbúnar eru framkvæmdir. Af þessu leiðir að framleiðslu- tækin verða betur nýtt en áður og framkvæmdir allar miklu arðvænlegri, bæði fyrir ein- staklingana o? þjóðarheildina, því að sannleikurinn er sá að auðlegð sú, sem hverjum og einum tekst að afla sér, er um leið auður þjóðarinar, þótt stund- um sé reynt að halda öðru tram. Stefnan má ekki breytast á ný En friður sá, sem nú hefur verið samin, er fyrst um sinn einungis til eins árs. Samt sem áður er fyllsta ástæða til bjart- sýni. Tilraun hefur verið gerð til að fara skynsamlegar leiðir i kaupgjaldsmálum, og á því leik- ur naumast vafi, að fjöldi manna mun sannfærast um það, að hag fólksins sé betur borgið á þann hátt en með framkvæmd verk- fallsstefnunnar alræmdu. Þegar menn sjá. árangur skynsamlegra vinnubragða í verki, verða þeir fleiri og fleiri, sem berjast gegn upplausnaröflum. Menn munu krefjast þess, að atvinnu- öryggi verði tryggt og ekki gripið til ráðstafanna, sem kippt geti fótum undan velmegun og efnahagsöryggi. Þess vegna ætti að mega vænta þess að sá frið- ur, sem nú hefur verið saminn, verði ekki einungis til eins árs heldur takist á ný að ári liðnu að ná heilbrfgðum samningum, og þróunin í kaupgjaldsmálum verði þannig svipuð og í ná- grannalöndunum, sem lengast hafa sótt fram og hraðast bætt lífskjörin. Ef sú spá rætist mun þess lengi minnzt, þegar samn- ingarnir voru gerðir, sem tryggðu öllum sigur, eins og Bjami Benediktsson, forsætisráðherra, komst að orði. Auðvitað var

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.