Morgunblaðið - 14.07.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.07.1964, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIO Þriðjudagur 14. júlí 1964 nHUMHHMIIIIIIIIIMIHIItlllllllHlllllllllliltlllllllllllllllllltllllllllllllilillMlltlllllllllllllMllltllllllltlllllllllllllllllltfllllll 1ESJUFJÖLL Vinjar í ísauðninni ALLA tíð, frá því að ég heyrði Esjyfjalla fyrst getið — fyrir tveimur eða þremur áratug- um — hafa þau lokkað mig með töfrandi aðdráttarafli. Gamiar sagnir um græna útilegumannadali umlukta jökli á alla vegu, þar sem villfé — sem var miklu vænna en byggðafé og gekk sjálfala — vörpuðu ævintýrablæ þjóð- sagnanna yfir þessi afskektu og ókönnuðu fjöll í jökulauðn- inni. Sjálft heiti fjallanna —.. Esjufjöll — er óljóst að upp- runa og þegar Sveinn Pálsson gengur á Öræfajökul 11. ágúst 1794 og lýsir útsýni þaðan, nefnir hann aðeins Máva- byggðir en ekki Esjufjöll. Af frásögn h'ans virðist því svo sem lítill kunnugleiki hafi þá verið um þennan mikla fjalla- klasa í Vatnajökli við upptök Breiðamerkurjökuls. Sveinn kallar þau einu nafni Máva- byggðafjall og segir að það sé mjög svart og eldbrunnið. Ennfremur getur hann þess að ýmsar sagnir séu á kreiki um að árið áður — 1793 — hafi þrír menn vitjað fjalla og komizt þar í kast við útilegu- menn og orðið einum að bana, en hörfuðu síðan sem skjótast til byggða. Sveinn segir þó, að hann hafi talað við einn af þremenningunum og komizt að raun um að sag- an var uppspuni. Onnur frá- sögn er um að kerling ein kom í sel á Breiðamerkursandi og sá þar slátrað mörgum kind- um ómörkuðum og þar á meðal einni á kollóttri, með Fellsmarki. Hafði selsmalinn fundið hana með mörgum kindum í Esjufjöllum. Þar hafði hún gengið sjálfala mörg ár og var allur hópurinn afkomendur hennar. Eitthundrað árum eftir ferð Sveins Pálssonar er Þorvaldur Thoroddsen þarna á ferð og lýsir mjög skilmerkilega af- stöðu og umhverfi Breiða- merkurjökuls og tilgreinir fjarlægðir milli Mávabyggða og Esjufjalla og breidd jökuls- ins milli Breiðamerkurfjalls og Fellsfjalls og vegalengd frá jökulrönd til Esjufjalla. Þó hefur hann engar sagnir af landslagi eða staðháttum í Esjufjöllum. Það er fyrst árið 1904 að" tveir skozkir ferðamenn koma þar á leið sinni suðvestur yfir Vatnajökul og síðan þeir J. P. Koch og Vigfús Sigurðsson Grænlandsfari, er þeir fóru i sína frægu reynsluferð með íslenzka hesta frá Akureyri til Esjufjalla í júnímánuði 1912. Hestarnir stóðust þolraunina með prýði, en viðstaða í Esju- fjöllum var stutt og fátt til frásagnar um dvölina þar. Könnun Esjufjalla hefst ekki fyrr en 1933 að Kvískerja bræður ráðast þangað til land könnunar. Árin 1943 og 1950 fóru þeir aftur og könnuðu fjöllin rækilega og skrifuðu ágætar greinar um athuganir sínar í Náttúrufræðinginn 1951, bls. 99—112. Árið 1951 er gerður mikill leiðangur til þykktarmæling- ar á Vatnajökli, undir forustu Jóns Eyþórssonar. Leiðin upp Breiðamerkurjökul þótti hent ugust fyrir snjóbílana og var fyrstí áfangi EsjufjöII. Jökla- rannsóknafélag íslands hafði þá ákveðið að byggja skála í Esjufjöllum og annan við jökulröndina á Breiðamerkur- sandi og sá þessi Vatnajökuls- leiðangur um flutninga á öllu byggingarefninu til Esjufjalla. Um sumarið fór 9 manna hóp- ur sjálfboðaliða til Esjufjalla og reisti skálann. I þessum leiðöngrum voru f jöllin könn- uð nokkuð og örnefni gefin. Af Steinþórsfelli. Fellsfjall og Breiðamerkurjökull. dómsrík. Við flugum til Fag- urhólsmýrar en fórum siðan um Kvísker að skála Jökla- rannsóknafélagsins að Breiðá og gistum þar. Auðveldasta leiðin til Esjufjalla er frá Breiðá upp með Mávabyggða- rönd langleiðina að Káraskeri Útsýn af Vesturbjörgum til Þverártindseggjar, fjalla og Fellsfjalls. Veðurárdals- Það var fyrst sumarið 1961 sem ég átti þess kost að koma í Esjufjöll. Við vorum átta saman og'leiðsögumaður okk- ar var Hálfdán Björnsson á Kvískerjum. í för með okkur voru þeír Eyþór Einarsson, grasafræðingur, og Þorleifur Einarsson, jarðfræðingur, og var ferðin öll fróðleg og lær- eða 8—9 km leið, en beygja síðan austur yfir að Esjuíjalla rönd. Þessar „rendur" mynd- ast þar sem skriðjöklar renna samhliða og sópa með sér lauasgrjóti úr fjallahlíðunum og verður af þess ugrjótröst á mótum þeirra og er oft mjög slétt og gott göngufæri með- fram þeim, auk þess vísa þær titsýn af Vesturbjörgum. Öræfajökull sést í f jarska, en nær eru Mávabyggðir. ¦;¦ ... ,¦:.'..-.¦•- -;-.... ..-¦»<¦ ¦¦¦¦¦¦ A slóðum Ferðafélagsins leiðina. Bilið milli randanna var mjög úfið og illt yfjrferð- ar. Það var erfið ganga með þungar byrðar — sprungur, þröngir skorningar — hólar og hæðir og flughálka. Með Esju- fjallarönd varð aftur greið- fært þrátt fyrir stóran jökul- foss sem er um það bil fjóra km neðan við Skálabjörg. í skálann komum við eftir um það bil 10 stunda göngu frá Breiðá, en leiðin er um það bil 18—20 kílómetrar. Esjufjöll eru um 100 ferkíló- metrar að flatarmáli. Þau deíl- ast í fjóra fjallakamba sem skaga fram úr hábrún Vatna- jökuls og stefna frá NV til SA. Þessum fjallakömbum hafa verið gefin nöfn og heit- ir sá vestasti Vesturbjörg einu . nafni. Þar er aðsópsmikill sér- stæður tindur sem Snókur heit ir. Næsti fjallaskaginn heitir Skálabjörg — þar er skáli Jöklarannsóknafélagsins syðst í rananum. — Skálabjörg eru tilkomumesti hluti Esjufjalla. Þar er Steinþórsfell — nefnt eftir Steinþóri heitnum Sig- urðssyni, náttúrufræðingi — tignarlegt pýramídalagað fjall um 1300 metrar að hæð og er af því stórbrotið útsýni um allt umhverfið. Milli Vestur- bjarga og Skálabjarga er Fossadalur og Fossahlíð vest- an í Steinþórsfelli. Þar er mik ill gróður. Fyrir botni dalsins gnæfir fagurhvelfd jökul- bunga sem héitir Snæhetta og sameinast Vesturbjörg og Skálabjörg í rótum hennar. Þriðji fjallaraninn heitir Esjubjörg. Þar gnæfir mikilúð legur klettakambur hæzt — það er Esjan, 1639 m að hæð. Milli Skálabjarga og Esju- bjarga er Esjudalur um tveggja km breiður. Austan við Esjubjörg er slakki í fjalllendið. Þar er úf- inn skriðjökull ofan til en sléttari framan. Þar heitir Austurdalur, en austan við hann er austasti kambur Esju- fjalla og kallast Austurbjörg. Syðsti kambur þeirra heitir Svarthöfði og er um 1200 m að hæð. Útsýni úr Esjufjöllum er dásamlegt. í vestri er sjálfur Öræfajökull og Mávabyggðir. í norðri hinir margbreyttu tindar Esjufjalla og í austri Þverártindsegg og Veðrár- dalsfjöll — en framundan ísþekja Breiðamerkurjökuls með dökkum sveigrákum sem liggja til strandar. Kvöld- roðinn þarna er ógleymanleg- ur og þegar sólin hnígur bak við íshvel Vatnajökuls, falla oddhvassir langir skuggar tindanna í Esjufjöllum og teygjast eins o,g grannir fingur suður yfir gljásorfna íssléttuna. Gróður er furðu mikill og þroskavænlegur í Esjufjöllum miðað við allar kringumsfæður. Þar hafa fundist um 96 tegundir af blómaplöntum, en það er meira en fimmti hluti þeirra tegunda sem vaxta á landinu öllu. Aðallega er gróðurinn í Skálabjörgum og á toppi Steinþórsfells, sem er um 1300 m. að hæð, fundust yfir tuttugu tegundir plantna. í hlíðum Fossadals eru lyng- brekkur, víðikjarr, eyrarrósa- breiður og metersháar hvann- ir. í efstu brún Steinþórs- fells fundum við fagurrauða eyrarrós í brattri urð. Jökla- sóley fannst í stórri breiðu í 1340 m. hæð við hæsta tind Vesturb'jarga. Skála- kambur rís rétt fyrir norðan skálann. I vesturhlíð hans er lítil veðursæl dalkvos. Hún er köluð Tjalddalur eða Fagridalur. Þar er fagur og fjölbreyttur gróður. Bæjar- lækjargilig við skálann er skreytt túngróðri eins og í góðri sveit, og burnirót breiðr úr sér undir skála- veggnum. Fuglalíf er nokk- =. urt í Esjufjöllum. Hálfdán á s Kvískerjum hefur séð þar || sex fuglategundir. Við fund- um þar rjúpu með níu unga 3 og steindepilshreiður, en auk g þess sáum við kjóa og sól- S skríkju. = Leiðin til Esjufjalla er S hvorki löng eða torfarin með 3 góðri leiðsögn í góðu veðri g og faeri. — Þó vil ég ein- 3 dregið vara menn vig að efna % til ferðar þangað nema tryggja j§ sér leiðsögn og fylgd þeirra s sem kunnugir eru á þessum = slóðum. 3 Esjufjöll eru sýnishorn af I lokaskeiði ísaldar. Þau hafa 3 yfir sér hið tigna yfirbragð I Grænlands og norðurslóða. — = Þau hafa aðdráttarafl heim- skautalandánna, — afl sem 3 togar menn til sín aftur og 3 aftur — og launar heimsókn- = ina með ógleymanlegum 3 endurminningum. Magnús Jóhannsson. = B lulillillillllllfHlltllllllttlllllilillflfllHHIIMIIIHIIIIIIMHlllllllllllltlllllllíltlllllflllllHIHIIIIIIIIttlHltlllllllttlltllltllltftlllllf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.