Morgunblaðið - 14.07.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.07.1964, Blaðsíða 12
12 MOKGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 14. júlí 1964 fttttgtmtttatófe Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslust j óri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristihsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. BARRY GOLDWATER IWegar þetta er ritað er allt * útlit fyrir að öldunga- déildarþingmaðurinn Barry Goldwater verði tilnefnd- ur frambjóðandi Repu- blikánaflokksins í Banda- ríkjunum við -forseta- kosningarnar í nóvember n.k. Barátta Goldwaters fyrir' tilnefningu hefur verið rædd í blöðum um allan heim og naumast hafa aðrir pólitískir atburðir vakið meiri eftirtekt undanfarið en sígrar hans. Barry Goldwater hefur gef- ið hverja yfirlýsinguna af ann arri, sem bandarísku blöðin hafa yfirleitt fordæmt og stjórnmálamenn og blaða- me"nn víða um veröld hafa talið uggvænlegar. Lengi framan af var því spáð, að barátta hans væri vonlaus, en á daginn er komið, að hann nýtur mun meira stuðnings en menn gerðu sér fyrirfram grein fyrir. Ýmsar skýringar eru á sigr- um Goldwaters. Þannig leik- ur naumast vafi á því, að stuðningsmenn hans hafa bar izt betur en andstæðingarnir. Þeir hafa skipulagt baráttuna frá grunni og stefnt að á- kveðnu marki meðan andstæð ingafylkingarnar voru riðlað- ar. Þeir, sem kenna sig við í- haldsstefnu í Bandaríkjunum, hafa haft takmörkuð áhrif að undanförnu, meðan hinir, sem teljast frjálslyndir, hafa ráð- ið í báðum bandarísku flokk unum. Að vísu er það svo, eins og kunnugt er, að hugtök eins og íhaldssamur og frjálslynd- ur eru hvergi nærri glögg, enda ekki furða þótt erfitt sé að skilgreina stefnur borgara- flokka, þegar höfð er hlið- sjón af þeim umbyltingum og hraða, sem við eigum við að búa, þar sem stöðugt er við ný viðfangsefni að fást. Þess vegna eru líka víðast saman í flokkum menn, sem telja sig íhaldssama og frjálslynda, og það er síður en svo, að allt af sé auðvelt að greina í hverju frjálslyndi hinna síðarnefndu birtist og íhaldssemi hinna fyrrnefndu. Engu að síður er líklegt, að það hafi hjálpað Goldwater og hans mönnum, að þeir hafa barizt undir þeim vígorðum, að þeir ætluðu ýmsu að breyta og hefðu nýmæli á stefnuskrá sinni, en eins og kunnugt er er það venja í lýðræðisríkj- um, að þær stefnur og þeir flokkar, sem við völd eru, tapi fremur en vinni á, því að fólk- íð er nýjungagjarnt og vill auk þess veita stjórnarvöldum aðhald. Fram að þessu hefur Barry Goldwater verið sigursæll. Ef hann verður valinn frambjóð andi repúblikana mun hann vafalaust draga nokkuð í land. Hann hefur sjálfsagt vilj að vekja athygli á sér og bar- áttu sinni með nokkuð vlga- legum f ullyrðingum. En hvað sem því líður þá munu flest- ir vinir Bandaríkjanna óska þess, að Johnson forseti fari með sigur af hólmi í nóvem- ber. í stefnuskrá Repúblikana- flokksins sem nú hefur verið samin, gætir mjög áhrifa Gold waters og ýmislegt er þ'ar óað- gengilegt, en stuðningsmenn Goldwaters telja sýnilega að eina vonin um sigur sé að hafa nógu harða og ákveðna stefnu, jafnvel óábyrga. Þetta fyrirbæri þekkjum við svo sem úr íslenzkum stjórnmál- um. HAGUR LOFTLEIÐA Fyrir skömmu var frá því * skýrt, að Loftleiðir hefðu á s.l. ári hagnazt veru- lega á íslenzkan mælikvarða. Þennan hagnað- notar félagið til að styrkja samkeppnisað- stöðu sína á alþjóðaflugleið- um, og er vonandi að félagið hagnist áfram ,svo að það geti eflzt. Stundum fárast menn yfir því, ef atvinnufyrirtæki hagn- ast, og sósíaHstar halda því fram, að þá sé verið að arð~ ræna viðskiptamenn fyrirtæk isins eða verkafólk þess. Loft- leiðir hafa rækilega afsannað þessa kenningu. Þeir fljúga á lægri fargjöldum en aðrir. Vegna starfa þessa flugfélags er ekki einungis um hagnað þess að ræða heldur líka við- skiptavinanna, sem ella hefðu orðið að greiða hærri far- gjöld. En Loftleiðamenn hafa líka sannað að við getum verið samkeppnisfærir við stórþjóð- irnar, ef við þorum að ráðast í stórverkefnin. Þess vegna er fordæmi þeirra hvatning til þess að leggja inn á nýjar brautir og þar er ekki sízt um að ræða stóriðjuna. ÞJÖFNAÐUR í KJÖRBÚÐUM Oér í blaðinu var s.l. sunnu- dag grein um þjófnað í kjörbúðum, sem er meiri ÉhL'r£& UTAN ÚR HEIMI Á samveldisráðsaefnunni í London ræðast þeir við Ayub Kahn, forseti Pakistan (t.h.) og Robert Menzies, forsætis- ráðherra Ástralíu. Á bak við þá sjást Jomo Kenyatta, for- sætisráðherra Kenya (t.v.), Milton Oboto, forsætisráð- herra Uganda, og Kwame Nkrumah, forseti Ghana. llíMintMIIMMlllliniMÍilllMltlMtiIIMIlMillllMlllilMttlllf jlltllllllIfiillltlHtUIÍMinMiMMlM t i 11111MIMI: i I * I >^ tl t II t »11M t Mi i 1M M111MIM11U1II It í tlit i 11111! 111111 M« 111H11111 *(t Mt ¦ 11 (11 f I (M. ^IS Kínveriar saka Krúsjeff unt baráttu fyrir kapítalisma Segja hann leiðtoga nýrrar forréttinda- stéttar, sem beiti verkalíðinn kúgun og misrétti Peking, 13. júlí (NTB-AP) TVÖ af málsögnum kínversku stjórnarinnar ráðast í dag harka- lega á Nikita Krúsjeff, forsætis- ráðherra. Blöð þessi eru „Da&- Mað þjóðarinnaf" og „Rauði fáninn", og segja þau að Krús- jeff berjist fyrir því að innleiða auðvaldsstefnuna í Sovétrikjun- um og að hann sé leiðtogi nýrrar forréttindstéttar borgaranna í andstöðu vig verkalýðinn. Geinar þessar eru skrifaðar með tilvísun til opins bréfs kommúnistaflokks Sovétríkjanna frá 14. júlí í fyrra, og er fyrir- sögnin í 'báðum blöðunum: „Um hinn falska kommúnisma Krús- jeffs og sögulegar kenningar hans fyrir heiminn". Er þar „endurskoðunarklíka Krúsjeffs" sökuð um að hafa afnumið ein- ræði öreiganna og rutt brautina íyrir endurreisn auðvaldsfyrir- komulagsins. Blöðin vísa á bug þeirri „fáránlegu skoðun" að ekki sé lengur um neina stétta- baráttu að ræða í Sovétríkjunum. Segja þau ag ný forréttindastétt borgara hafi risið upp í Sovét- ríkjunum og tilheyri henni dreggjarnar úr forustuliði flokks ins, opinberum stofnunum,.fyrir- tæjfjum og frá samyrkjubúum. Endurskoðunarklíka Krúsjeffs er fulltrúi sovézku borgarastétt- arinnar, einkum þess flokks hennar, sem nýtur sérstakra for- róttinda, segja blöðin. — Skref fyrir skref hefur Krúsjeff og klíka hans breytt eignarrétti almennings í eignar- rétt forréttindastéttarinnar, seg- ir í greinunum. Afleiðingin af endurskoðunarstefnu Krúsjeffs er sú að fyrsta kommúnistaríki heims, sem hin mikla Sovétþjóð byggði upp með blóði sínu og sveita, stendur nú andspænia bættunni af endurfæðingu kapi- talismans. Blöðin segja að slagorð Krús- jeffs um að 'koma á kommúnisku samfélagi í Sovétríkjunum inn- an 20 ára lýsi afturhaldssemi og só röng. Vitna þau í ummæli Mao Tse Tungs þegar hann sagði að lokasigur kommúnismans vinn- ist ekki á einum eða tveimur mannsöldrum, heldur fimm eða tíu mannsöldrum eða jafnvel er.n lengri tíma. Því er haldið fram í greinun- um að allur fjöldi sovézkra verka manna, bænda og menntamanna sé andvígur þeirri kúgun og' nisrétti sem forréttindastéttin beiti, og reyni að berjast gegn stefnu Krúsjeffs. „Sögulegt frara lag hinnar merku Sovétþjóðar rnun ætíð standa sem lýsandi fordæmi fyrir komandi kynslóð- ir, og það geta svik Krúsjeffs- klíkunnar aldrei eyðilagt", segja blöðin. en menn hefðu að óreyndu trúað. Kaupmenn eiga að sjálf- sögðu að keppa um hylli við- skjptavina sinna, en engu að síður eru til þau svið, þar sem þeir eiga að hafa samstöðu, sem því miður hefur oft skort nokkuð á, verzlunarstéttinni sjálfri til tjóns. Eitt af þessum sviðum er það að koma í veg fyrir þjófn að í kjörbúðum, ekki til þess eins að gæta hags kaupmanna sjálfra, heldur beinlínis af þjóðfélagsástæðum, því að það er hörmulegt til þess að vita að þjófnaður skuli líðast svo að segja fyrir allra aug- um. Auðvitað eiga kaupmenn þegar í stað að kæra hvern þann, sem uppvís verður að þjófnaði í kjörbúðum. Hann á að draga fyrir lög og dóm og láta hann sæta réttmætri hegningu. Það er engum greiði gerður með þvf að láta þjófa sleppa við kæru. Það getur þvert á móti leitt til þess, að ístöðulítið fólk taki til við þjófnað, sem það ella mundi ekki gera. Þess vegna eiga kaupmenn að taka höndum saman um að hindra þessa ósæmilegu iðju. Víða erlehdis eru speglar í kjörbúðum, þannig að alls staðar er hægt að sjá til við- skiptavinanna. Þetta mætti gjarnan gera hér, en umfram allt að láta ekki þá, sem upp- vísir verða að þjófnaði sleppa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.