Morgunblaðið - 14.07.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.07.1964, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 14. jöll 1964 MORCU NBLAÐIÐ 13 YFIRREIÐ UM AUSTURLAND Ualdið niður Klifið í Bárðarstaðada L Dagleið yfir Tó ■ Loðmundarfjörð * Ég var að hugsa um það í flug vélinni austur að Egilsstöðum, þegar öræfi íslands birtust sem enöggvast í skýjarofum, að töfr- ar þessa nakta og hrjóstruga lands væru í mótsögn við hinar hefðbundnu hugmyndir um feg- j urð og yndisleik. Gráar hraun- breiður, grjóturðir, mýrar og tnoldarbörð, tjarnir, endalaus- ir melar, sandar og heiðar, dökk fjöll og hvítar jökulbungur — fátt er öllu fjarlægana inngrón- um hugmyndum manna um nátt- úrutöfra, og þó mun fátt skír- ekota með öflugra hætti til þeirra einkennilegu manna sem byggja þetta land. Sjálfur hrjúfleikinn, auðnin, hrjóstrið, nektin snerta Fyrri grein etrengi í brjóstum flestra Islend- inga, sem hljóta að vera útlend- ingum framandi, nema kannski þeim sem alizt hafa upp við svip að umhverfi, en það er næsta fá- gætt í nágrannalöndum okkar. Og samt eru til íslendingar sem láta sér fátt finnast um þær grófu rætur sem þeir eru vaxnir upp af. Ég var óþyrmilega minntur é það í flugvélinni, þegar ég leit í dagblað sem birti viðtal við ís- lenzkan lækni vestan hafs, sem etátaði af því að hann hefði í mánaðarlaun sem svaraði árs- launum íslenzkra lækna. Lét hann mikið yfir þessum ótrú- legu tekjum, talaði um læknis- starfið eins og hreina fjárplógs- starfsemi og kvaðst eyða sumar- leyfum á Flórída. Þarna blasti við augum hugsunarháttur sem góðu heilli er ekki orðinn mjög algengur méðal islenzkra mennta manna ennþá, en vinnur óðfluga á. Ættlandið verður slíkum mönn um eins konar slysaleg tilvilj— un, sem þeir reyna eftir beztu getu að gleyma. Ræturnar við upprunann hrörna eða slitna með öllu. Eftir stendur hin alþjóðlega manngerð rótlausrar peninga- dýrkunar. Slíkar hugleiðingar kynnu að virðast langsóttar að upphafi lít- illar ferðasögu frá Austurlandi, en þær voru samt vaktar af því 6em fyrir mig bar á þriggja daga ferðalagi á hestbaki um byggðir ©g óbyggðir Austfjarða. Tilefni ferðalagsins var boð frá framtakssömum bónda og hestamanni, Gunnlaugi Sigur- björnssyni á Tókastöðum í Eiða- þinghá, sem haft hefur förgöngu þar eystra um að kynna námfús- um og áræðnum ferðamönnum landið á hestbaki. Hefur hann komið sér upp álitlegum hópi góðra hesta, sem eru við allra hæfi, jafnt langþjálfaðra hesta- manna sem viðvaninga. Að sjálf- sögðu hefur hann einnig orðið sér úti um gnægð góðra reiðtygja, klyfjatöskur og annan nauðsyn- legan útbúnað til langferða. Ferðalagið, sem um ræðir, tek- ur þrjá til fjóra daga, eftir því hve hestavant ferðafólkið er. Fyrsti áfanginn er frá hótelinu á Eiðum í Loðmundarfjörð, sá næsti úr Loðmundarfirði í Borg- arfjörð eystra, og þriðja dagleið- in er frá Bakkagerði í Borgar- firði að Unaósi, ef ferðafólkið er óvant, en alla leið að Eiðum aft- ur, sé um vana hestamenn að ræða. Því verður varla með orðum lýst, hvílíkt ævintýri slíkt ferða- lag getur verið, ef veður er sæmi legt, en jafnvel þó eitthvað ami að veðri er ferðin sérstæð reynsla og hlýtur að svala ævintýraþörf þeirra, sem orðnir eru þreyttir á bílferðum um nágrenni Reykja- víkur eða til hinna hefðbundnu ferðamannastaða. Hér kynnast menn landinu í sinni upprunalegu mynd, torfærum þess og hrika- leik, hörku þess og unaðsblíðu viðmóti. Það er eins og að hverfa aftur til sjólfs sín frá innantóm- um önnum og þys þess yfirborðs- lífs sem lagt hefur borgarbúann í fjötra. Flugvélin lenti á Egilsstöðum síðla dags á laugardegi í sólskini og léttri nepju. Við sjónum blasti búsældarlegt Héraðið og Lögur- inn — allt baðað í sólskini .og skartandi fjölbreytilegu litskrúði. Á vettvang var kominn Þráinn Jónsson, þúsundþjalasmiður í hinu ört vaxandi þorpi á Eg- ilsstöðum, löggæzlumaður, veit- ingastjóri og sitthvað fleira. Kom hann mér í gistingu hjá þeim hjónum Sveini bónda á Egilsstöð- um og konu hans, Sigríði Fann- ey, sem hafa um árabil haldið vistlegt gistihús á stórbýH sínu, sem þau reka ásamt tveimur sonum sínum. Egilsstaðir eru meðal svipmeiri býla á landinu. Þar er allt með rótgrónum höfð- ingsbrag, bæjarstæðið tiíkomu- mikið og hús hátimbruð. Egils- staðir setja sáms konar svip á Héraðið eins og dýrt djásn á fagra konu, ef slík samlíking er ekki orðin of slitin! Á sunnudagsmorgun var ég sel- fluttur að Eiðum, þaðan sem lagt skyldi upp í hina fyrirheitaríku langferð. Veður var hið ákjósan- legasta til útreiða, léttskýjað og hæfileg gola. Gunnlaugur bóndi varð síðbúinn að heiman með hestana, erida voru þeir ekki færri en fjórtán talsins og sumir ótamdir. Meðan beðið var eftir hestunum ókum við Þráinn að Gilsárteigi og hittum þar að máli föður Gunnlaugs, Sigurbjörn bónda Snjólfsson, aldúrhniginn búhöld og margfróðan. Tungu- tak hans var glitrandi og óm- þýtt eins og lækjarniður, enda ku hann vel kunna að koma fyrir sig orði á mannfundum. Hann stytti okkur biðina með því að sýna okkur teikningu af gamla bænum á Gilsárteigi, sem m.a. er frægur fyrir það, að þar leit Jón Þórarinsson tónskáld fyrst dagsins ljós. samtals sex: Gunnlaugur bóndi og 13 ára sonur hans, Gunnar; hót elstýran á Eiðum, Guðrún Lára Ásgeirsdóttir, og danskur. gestur hennar, dýralækriisnemi; og loks blaðamennirnir tveir, Baldur Óskarsson og undirritaður. Blaða- mennirnir voru í ríkum mæli látn ir njóta þess, að báðir eru komn- ir af hestamönnum úr Rangár- vallasýslu, annar sonur Óskars Eyjólfssonar frá Hvammi í Land- sveit, hinn sonur „Mera-Manga“ frá Selalæk á Rangárvöllum. Setti Gunnlaugur undir okkur gæðinga sína nokkra, sem ekki erU alténd hvers manns með- færi, eldfjörugir og eftir því ganggóðir. Áttu þeir ósmáan þátt í því, að þetta ferðalag verður mér eitt hið eftirminnilegasta sem ég hef farið um dagana. Við riðum sem leið Jiggur hjá Gilsárteigi upp eftir grænum bölum og grösugum hvömmum hjá mýrarflákum og lygnum tjörnum ( á einni þeirra voru svanahjón með þrjá frumvaxta unga sína), yfir mela og börð, Gunnlaugur bóudi á Tókastöðum á einum gæðinga sinna. Komið var fast að hádegi þeg- ar haldið var frá byggðum, og voru menn sammála, um að langt mundi síðan svo velríðandi hóp- ur hefði farið um bæjarhlöð á Héraði. Ferðalangarnir voru unz við komum upp á svonefnda Tó, þar sem tók við ógreiðfær grjóturð, gljúfur, sendnir árfar- vegir, snjóskaflar frá vetrinum — íslenzkt landslag eins og það gerist hrjóstrugast og kaldrana- legast. Tóin er gamall fjallveg ur, nálega 700 metra yfir sjávar- mál, sem tengir Loðmundarfjörð Héraði. Leiðin er hrikaleg og til komumikil. Þessi yfirþyrmandi auðn býr yfir einhverjum þeim töfrum, sem gagntaka íslending- inn, ekki sízt þegar „þarfasti þjónninn“ er með íförum — þessi furðuskepna sem engar urðir éða torfærur virðast fá unnið bug á. Mér er ekki grunlaust um, að austfirzku hestarnir séu ennþá traustari og fótvissari en láglend- ishestarnir syðra, enda kannski eðlilegt, svo ólíkt sem umhverfi þeirra er. Og ekki þykist ég hafa setið þolnari eða fílefldari reið- hross en þau sem við höfðum til umráða á þessu ferðalagi. Klyfjahestarnir tveir og lausu hestarnir voru reknir á undan, og olli það nokkrum snúningum, því flestir voru hestarnir ókunn- ugir leiðinni og sumir þeirra gagrir (þetta ógæta orð er mik- ið notað á Austurlandi, bæði um þrjózka hesta og leiðigjarna stjórnmálamenn, einkanlega þing menn Austfirðinga, að því er mér var tjáð!). Ferðin gekk samt greiðlega, enda var Gunnar knapi snar í snúningum, þegar ríða þurfti fyrir torræku hross- in, og voru þessir útúrdúrar satt að segja snar þáttur í skemmtun okkar, því þeir gáfu kærkomin tilefni til að sprétta úr spori. Eftir langa og viðburðaríka reið yfir urðirnar og klungrin á Tónni tók.að hilla undir hvann- grænar hlíðar Bárðarstaðadals innst í Loðmundarfirði, og áður en varði vorum við komin fram á þverhnípta heiðarbrúnina, það- an sem dalurinn blasti við í öll- um sínum grösuga yndisleik, Fossar hrundu tignarlega fram af hengjum á nokkrum stöðum fyrir botni dalsins og niður eftir honum miðjum liðaðist Fjarðará lygn og tær. Fénaður Héraðsbúa var á beit upp um allar hlíðar, enda munu óvíða betri hagar en í Loðmundarfirði. Gunnlaugur bóndi sagði mér, að sauðfé sem beitt væri á dalinn yrði að jafn- aði um fjórum kílógrömmum þyngra en fé sem annars staðar ætti beitilönd. Það er haft fyrir satt, að Loðmundarfjörður sé einhvet grösugasta sveit á ís- landi, og fjölgresi mun vera þar meira en víðast hvar annars stað- ar. Til marks um fegurð Loð- mundarfjarðar er gjarna vitnað í þau ummæli ömmu Eysteins Jónssonar, sem bjó þar, að hún mundi helzt kjósa sér það hlut- skipti að vera spjararrolla á Ulf- staðahálsi! Einstigið ofan af heiðarbrún- inni niður í dalinn var svo snar- bratt, að ekki var viðlit að þræða það ríðandi. Urðum við því að stíga af baki og teyma hrossin niður grýtt Klifið. Það gekk slysa laust, þó stundum væri mjótt á munum, að hestum og mönnum skrikaði fótur í urðinni. Loks vorum við þá komin niður á jafn- sléttu. SóHn var að nálgast fjalls- brúnina í vestri, og skugga bar á hluta af dalnum. Við sprettum af, slepptum hestunum á beit og tókum fram nestismalinn, sem Framhald á bls. 15 A9 undir Tónni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.