Morgunblaðið - 14.07.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.07.1964, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 14. júlí 1964 MORGUNBLAÐIÐ 15 Heimamenn í Stakkahlíð. Sigur ður hreppstjóri annar frá vinstri ©g Magmís bóndi við hlið hans. Klukkan var farin að ganga tíu þegar við riðum í hlað og var vel fagnað og innilega af þeim mágum, konu Magnúsar, Ástu Stefánsdóttur, börnum þeirra fimm og öðru heimilis- fólki. Innan stundar var borin fyrir okkur gómsæt máltíð, og undir lágnættið komu börnin heim úr veiðiferð í ósnum með nokkra sindrandi sjóbirtinga til næsta dags, og var einn þeirra fimm punda hlunkur. — Austurland Frahamhald af bls. 13 Guðrún hótelstýra hafði búið okk ur af mikilli fyrirhyggju og aust- íirzku örlætL Var hraustlega tek- ið til matar eftir fjögurra eða íimm stunda látlitla reið. Við áðum rúman klukkutíma í dal- botninum, en þegar skuggar f jall anna tóku að teygja sig til okkar, var haldið af stað á nýjum reið- skjótum og riðið út dalinn. Við fórum að mestu með ánni, þar 6em skiptust á rennsléttir vellir og votar pöldrur, riðum hjá tún- garði nokkurra býla sem lagzt hafa í eyði á síðustu áratugum (Bárðarstaðir, Klippstaðir, Úlf- Staðir), og sáum brátt hilla undir j.síðasta bæinn í dalnum", Stakka hlíð, sem stendur nálægt árósn- um og er eina nytjaða jörðin í þessari gróðursælu sveit, þar sem áður voru níu býli. í Stakkahlíð var okkur fyrirhuguð gisting hjá Magnúsi bónda Sigurðssyni og Sigurði hreppstjóra Stefánssyni, xnági hans, sem ríkir yfir sveit sinni fámennri og sögufrægu ætt- aróðali með heimspekilegu jafn- aðargeði þess manns sem ekki æðrast andspænis óumflýjanleg- um örlögum. Lágnættið leið við fjörlegar samræður. Sigurður hreppstjóri kom víða við ,enda margvís, og lét ýmislegt flakka um menn og málefni sem bragð var að. Varð honum tíðrætt um ávirðingar flokksbræðra sinna, Framsóknar- leiðtoganna, og taldi þeim helzt til f oráttu þann mannlega breysk leik að hugsa meir um vífni en hag fólksins. Mundu orðræður hans ýmsar vafalaust hafa þótt feitir bitar í hinu pólitíska dæg- urþrasi, en þeim var fráleitt ætl- að að fara út fyrir hljóbæra vegg- ina í Stakkahlíð. »Sigurður virtist jafnvígur á flest umræðuefni, hafði mjög á- kveðnar skoðanir á bókmenntum, sem féllu í heldur grýttan jarð- veg hjá okkur „heimsmönnun- um", var vel inni í gangi alþjóða mála, sýndist nákunnugur völund arhúsi austfirzkra fjármáia og býsnaðist mikið yfir dálæti Rík- isútvarpsins á útlenzku sinfón- íunum. Sigurður var fyrr á árum póstur og kvaðst hafa misst heils- una í þeim svaðilförum, en hann afsannar rækilega niðurstöðu Páls skálds Ólafssonar, þegar hann kom úr veiðiferð á Loð- mundarfirði ásamt Birni Kalm- an syni sínum og var spurður í lendingunni: „Ertu vel fiskaður?" Þá svaraði Páll með þessari fleygu vísu: Það er engan þorsk að fá í þessum firði. Þurru landi eru þeir á, en einskis virði. Sigurður A. Magnússon Félagsheimili reist á Reykhól- um REYKHÓLASVEIT, 8. júlí — Almenivur hreppsfundur var á sunnudaginn á Reykhóluin. Var þar til umræðu byggirag íþrótta- og félagsheimilis. Var bygging þess ákveðin og hreppsnefnd fal ið að hafa forgöngu um stofnun sérstaks félags og um oflun teikn inga. Að félagsheimilinu munu standa kvenfélagið, ungimenna- félagið og hreppsfélagið. Einnig var á fundinum rætt um framtíð Reykhóla og sam- þykkt þakklæti til þingmanna Sjálístæði'sflokksins vegna fram kominnar þingsályktunartillögu um uppbyggingu Reykhóla. Ennfremur var saxnþykkt að fræðslulögin skyldu koma til fullra framkvæmda eins fljótt og hægt væri. — Sveinn. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. VDNDUÐ FALLEG ODYR Siqurpórjónsson écco ~+ J4afikvi<tiwti lf Einbýlishús við Sólvallagötu Til sölu er húseignin Sólvallagata 63. — Tilboð ósk ast. — Nánari upplýsingar gefur: MÁLFLUTNINGSSKRlFSTOrA Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonax, Guðmundar Péturssonar. Aðalstræti 6. — Símar 1-2002, 1-3202 og 1-3602. Stúlka eða kona Óskast til afgreiðslustarfa strax vegna sumarleyfa. Upplýsingar á skrifstofu SÆLA-CAFÉ, Brautar- holti 22, frá kl. 10—12 f.h. og kl. 2—5 e.h. R^flampaframleiðendtir Til sölu er lager til raflampaframleiðslu. Góðir greiðsluskilmálar. Tilboð sendist afgr. Mb. fyrir 18. júlí nk. merkt: „4834". BOLTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.