Morgunblaðið - 14.07.1964, Page 20

Morgunblaðið - 14.07.1964, Page 20
20 MORCU N B LAÐIÐ Þriðjudagur 14. júlí 1964 f JOSEPHINE EDGÁrT 49 HAlSYSTIR. og heldur ekki hitt, að hann gekk um með morð í huga og g’eymdi öllu öðru en eigin örvæntingu og eymd. Veðhlaupin voru nú haldin í Newmarket og Cornucopia, hest- urinn hans Woodbourne lávarðar hafði verið innritaður í eitt hlaup ið, Brendan fór til staðarins með hestinn, daginn áður, en ég fór með Vestryhjónunum morgun- inn eftir. Það var gott veður þennan dag og ekki einu sinni verulega kalt, heldur var þetta einn þessara daga, sem líkjast vordögum, enda þótt vorið sé hvergi nærri. Eg var í nýjum fötum og okkur fannst öllum þetta vera hrein- asti hátíðisdagur. Og líklega hef ur það verið meira hjá Vestry og Brendan. Þeir höfðu unnið mikið og vel saman nú í nokkur ár, og nú skyldi samvinnu þeirra slitið Þeir vonuðu að hestur lávarðs- ins setti nú kórónuna á verk þeirra. Eg sá Soffíu fyrst á járnbraut arstöðinni í Newmarket. Wood- bourne hafði fengið tekna frá tvo eða þrjá vagnklefa handa fylgdarliði sínu, eins og hann var vanur, og það fór út úr lestinni neðar við pallinn. Þegar ég gekk milli þeirra hjónanna, fannst mér alveg eins og ég væri að horfa gegn um glugga á alla um liðna ævi mína, er ég sá allar þessar skrautbúnu konur og menn koma út úr lestinni. Hópur inn skrafaði og hló og minnti mest á fuglahóp. Mitt í hópnum var Soffía syst ir mín, og eins og ég hafði alltaf þekkt hana, skrautbúin og upp strokin. Woodbourne lávarður var við hlið hennar. Hún kom auga á mig og svipurinn á henni breyttist ofurlítið. Svo gekk hún til mín og kyssti mig, Eg þakkaði henni fyrir brúðargjöfina. •— Hvenær siglir þú? — Þann þrítugasta, vonum við. — Og giftingin? — Á mánudaginn kemur, í Headley, klukkan ellefu. Frú Vestry ætlar að efna til smá- hádegisverðar heima hjá sér. Reyndu að koma, Fía! Eg gat fundið, að varirnar á mér skulfu. — Eg veit, að þú hefur enga löngun til þess, og það get ég skilið. En það er eins og við Brendan eigum ekkert skyld- fólk . . . ég á að minnsta kosti ekki nema þig . . . eiiís og þú veizt . . — Og Brendan á engan nema Dan, sagði hún dræmt. Veslings Dan . . . Eg skal sjá til, Rósa mín. Hún setti upp háðsglott. — Það fer eftir því, hvað hann Woody ætlar að hafast að. Við er um hér niðurfrá með boðsgesti í nokkra daga, en þú vilt sjálfsagt fara heim á morgun. — Já. — Jæja, við sjáum nú til. Woodbourne var farinn að kalla til hennar, óþolinmóður, svo að hún klappaði mér á kinn- ina og sveif í áttina til hans. Þeg ar vagninn þeirra kom að jnn- ganginum á stöðina, sneri hún sér við og veifaði til mín. Vestry kom stikandi til okkar. Honum hafði tekizt að ná í leigu vagn. En þegar við vorum' að elta hann gegn um mannþröngma, kom ég auga Dan. Hann hafði horft á Soffíu fara út af stöðinni. Hann var horaður og fölur, og var í grófu, dökku fötunum, sem hann hafði verið í þetta óhugn anlega kvöld í Bayswater. Hann stóð grafkyrr í suðandi manngrúanum, sem horfði á vagn inn leggja af stað, en svo barst hanrí með straumnum, án þes.s að líta til hægri eða vinstri, og ég missti sjónar á honum. Eg var alveg frá mér og á nál- um. Öll skelfingin, sem yfir mér hafði verið kvöldið í Bayswater, var nú komin yfir mig með aukn um krafti, en ég gat bara ekkert aðhafzt fyrr en ég næði í Brend an. Við fór.um beint að söðulgirð ingunni og þegar Brendan kom til okkar og kyssti mig, flýtti ég mér að segja honum af Dan. — Ertu nú alveg viss um, að það hafi verið Dan? spurði hann, og svipurinn á honum varð aivar legur. — Alveg hárviss. — Hann hlýtur það að hafa verið leystur út snemma í morg- un, og svo hefur hann elt Soffíu hingað. Við verðum að vara hana við, Rósa. Guð einn má vita, hvað hann heldur . . . um Soffíu og mig eða hana og Woodbourne. Þú verður að reyna að ná í hana eða koma skilaboðum til hennar. Eg skal gera það sem ég get tii að finna Dan. Hann talaði svo við Vestry, sem lofaði að gæta hestsins, og svo þaut hann inn í hringiðuna af fólki, sem þarna var. Soffía hlaut að vera þar sem meðlimir klúbbsins ' voru, og þangað gat Dan ekki komizt, svó að öllu yrði óhætt meðan hún væri þar. En svo gat hún líka farið þaðan hvenær sem væri. Til að veðja, eða til að horfa á, þegar lagt væri á hestinn. Eg gat ekki komizt þarna inn og þarna voru fleiri útgangar en einn, sem hún gæti farið út um. Fyrsta hlaupið hófst og endaði, en ekkert bólaði á Soffíu. Brend an kom aftur til mín og hafði ekki fundið Dan. Hann fór svo með hestinn inn í girðinguna og Vestry fór með honum. En frú Vestry var með mér. Soffía hafði ekki komið í girð- inguna, en Woodbourne var þar og Brendan talaði við hann. Eg sá Woodbourne snúa sér og ganga burt, en Brendan kom til mín. — Eg sagði honum að gæta þess að láta hana ekki fara út úr girðingunni, fyrr en ég hef fund- ið Dan, sagði hann. Hann kallar auðvitað á lögregluna. Ef ég gæti bara hitt Dan eitt andartak og talað við hann, þá gæti það gert allan gæfumuninn. Og finni ég hanrí ekki og verði hann ekki Verið' ekki hræddir. Kvefið er ekki smitandi. tekinn fastur, er aldrei að vita, hvað hann gæti tekið til bragðs. — Við verðum að finna hann! æpti ég í örvæntingu. Hlaupið hófst nú og Cornu- copia vann. Þetta hefur vist ver ið í fyrsta sinn, sem Brendan horfði ekki á hest hlaupa, sem hann hafði æft. Hann kom samt til að teyma hann út og um ieið og hann kom með hann inn í girðinguna, sá ég Dan. Eg sá Dan, og Soffía sá hann líka. Hún hafði komið inn til að sjá hestinn, og gekk nú með Berman til annarrar hliðar og Woodbourne til hinnar, og and- litið á honum var skuggalegt og með hræðslusvip og kvíða. Eg heyrði síðar, að Wood- bourne hefði aðvarað hana og ráðlagt henni að draga sig í hlé þangað til búið væri að ná í Dan, en þá hafi hún bara hlegið að honum. Síðar tók ég að efast uin þetta. Hún hafði alltaf verið ó- hrædd um sjálfa sig, en hver veit nema hún hafi viljað láta það fara svona. 119 BYLTINGIN RUSS L A N D I 1917 ALAN MOOREHEAD en málamynda vald? En hjálpin var á leiðinni. Rétt í þessu kom sendinefnd frá sovéttinu til Vetr arhallarinar, með loforð um stuðning frá öllum sósíalistaflokk unum, nema bolsjevíkum. Meira þurfti Kerensky ekki, og enda þótt vandræðin væru ekki bein- línis leyst, fékkst nú að minnsta kosti yfirsýn yfir þau. Það má fara fljótt yfir sögu um atburði næstu áaga. Hinn 12. september var Krymov hershöfð ingi, foringi þriðja riddarafylkis- ins, handtekinn af sínum eigin mönnum og afhentur stjórninni í Petrograd. Hann framdi sjálfs- morð, næstum tafarlaust. En á meðan útnefndi Kerensky sjálf an sig yfirhershöfðingja alls hers ins, og skipaði Alexiev að hand taka uppreistarmanninn Korni- lov. Hinn 13. september fram- kvæmdi Alexiev þessa skipun, nauðugur þó, en hlýðinn, og Kornilov, sem var með mikla hitasótt, var fluttur í fangelsi í klaustur skammt frá Bikov. Kerensky stofnaði nú fimm manna „stjórnarnefnd", undir eigin forustu (hinir voru cadett inn Tereshchenko, mensjevíkinn Nikitin, og tveir herforingjar, Verkhovsky hershöfðingi og Ver serevsky aðmíráll, sem undanfar ið hafði sýnt af sér hóflegar vinstriskoðanir). Sem frekari dúsu handa sósíalistunum, var því lýst yfir, að Rússland væri íbúð fil sölu Höfum verið beðin að selja þriggja herbergja ris- íbúð í timburhúsi við Nökkvavog. íbúðin er 3 her- bergi, eldhús og bað, auk geymslulofts, geymslu í kjallara og eignarhluta í þvottahúsi. — Upplýsing- ar á skrifstofunni. MÁLFLUTNINGSSKRISTOFA Örn Clausen, hrl. Guðrún Erlendsdóttir, hdl. Bankastræti 12. — Sími 18499. lýðveldi. Þann 18. september hafði Alexiev sagt af sér og marg ir Kornilovhershöfðingjarnir ann aðhvort reknir eða fangelsaðir, og þar með má segja, að Kornilov ævintýrinu væri lokið. Kerensky hafði ekki farið ú,t úr þessu við mikinn orðstír, en Kornilov var þó að öllu samanlögðu, föður- landsvinur, hvaða álit sem menn kunna að hafa á aðferðum hans, því að höfuðtilgangur háns hafði verið að bjarga landinu í voveif- legri hættu. En þegar hann brást, misstu um leið allir hægfara menn í landinu móðinn. Og frá þessari stundu höfum vér fyrir sjónum eina hinna miklu sögu- legu breytingu nútímans: skriðið niður í bolsjevíkabyltinguna. Eitt einkenni á atburðunum í Rússlandi 1917, er það, hve oft bolsjevíkarnir virðast vera al- veg að sigri komnir, en missa þá takið og lúta í lægra haldi. Bæði þegar Lenin kom heim í apríl, aftur snemma í maí, þegar upp- þotið varð gegn Milyukov og Cadetunum, enn einu sinni júlí dagana, og jafnvel nú í Kornilov- uppþotinu — í öll þessi skipti halda menn, að nú séu þeir al- veg að komast til valda. En alltaf verður Kerensky yfirsterkari. En nú, í september, var breyt ing á orðin. Kerensky hafði að vísu komið upp á yfirborðið aft ,ur, og hafði meira að segja orð ið einskonar einræðisherra, en meðan á endurreisn hans stóð hafði viðburður orðið, sem var alveg ólíkur öllu, sem áður hafði gerzt: hervæðing bolsjevíkanna, þegar mest gekk á 9. september. Það er vafasamt, hvort stjórnin hefði getið komizt, hjá þessu, eins og nú var komið; bolsjevíkarnir höfðu samþykkt að styðja sovét in og verja borgina. Því áttu þeir eins mikinn rétt á vopnum og hver annar pólitískur félagsskap ur. En nú þegar vandræðunum var afstýrt, og nýja stjórnar- nefndin flýtti sér að skipa bolsje víkunum að skila vopnunum aft ur í vopnabúrin, þar sem þau höfðu verið afhent, þá var það árangurslaust. Nefndin fékk eng in vopn aftur, og það var ekki nóg með, að bolsjevíkarnir væru ekki örlátir á þau, heldur sner- ust þeir illa við öllum skipun- um frá Kerensky. Þeir höfðu breytzt býsna mikið síðan þeir voru úxhrök í júlí. Kornilov hafði leitt þá fram á vígvöllinn aftur, og sem meðal til að sverta hina hægfara og hægrisinnuðu, var nafn hans eins og töfrar. Bolsje víkarnir sögðu, að Kornilov hefði viljandi selt Riga í hendur óvin- inum, til þess að koma af stað vandræðum í höfuðborginni. ■— Kornilov var ímynd alls þess, sem illt var, svikult og aftur- haldssamt í Rússlandi. Nú loks ins vissu verkamennirnir og bændurnir, hverjir væru þeirra sönnu fjendur; það voru ekki bol sjevíkarnir, sem vildu semja frið, heldur keisarahershöfðingj- arnir, sem vildu etja rússnesku þjóðinni út í stríð. í þessu var nákvæmlega nógu mikill sannleikur til að rugla fyr ir öllum, og hreyfingin gegn „Kornilovismanum‘, sem nú breiddist um allt Rússland, var jafnvel enn sterkari en and-bol sjevíkaæðið hafði hafði verið í júlí. Nú voru það, einveldissinn arnir, júnkara liðsforinginn, og hver sem bar með sér nokkurn keim frá keisaraveldinu, sem var reknir burt af götunum. En hrakfarir Kornilovs höfðu þó mest áhrif á innri pólitíska byggingu sósíalistahreyfingarinn ar. í septemberlok var orðin út jöfnun hjá hinum ýmsu vinstri flokkum. Mensjevíkaskoðanirn- ar voru mest orðnar ríkjandi hjá stjórnarstarfsmönnum og lærðum verkamönnum í iðnfélögunum. Hinsvegar voru sósíalbyltingar- mennirnir ekki eins mikill bænda flokkur og áður hafði verið, og þeir voru klofnir í tvo flokka: þá, sem fylgdu Kerensky til hægri, og þá, sem snerust til vinstri með mönnum eins og Kamkov og Spividonova. Þeir voru stærsti flokkurinn, en sá flokkur, var að frásögn Sukhan ovs, samsettur úr „smáborgur- um, lýðræðissinnuðum bændum, smákaupmönnum, lægri embætt ismönnum, og þriðju stéttinni —• hinum mikla fjölda fátækra menntamanna og öllum sálar- lausa múgnum og hinu og þessu rusli, sem hafði verið vakið og skekið af nýafstöðnum atburð- um“. Það kom því í hlut bolsja víkanna að hagnýta það, sem eft ir var af þjóðinni, borgarverka- mennina, hermennina og hinn ó- læsa múg, sem var geysifjölmenn ur og hafði engu að tapa en mik- ið að vinna, ef allt þjóðskipulag færi út um þúfur. Ef beinum aðgerðum sleppti — neita að borga, leigur, gera verkfall í verksmiðjunum eða strjúka úr hernum — hafði þessi lýður ekki nema einn möguleika á að láta í ljós stjórnmálaskoð- anir sínar, og það var fyrir milli göngu sovétanna á hverjum stað. En eins og þegar hefur sagt verið, voru þessi sovét að mestu leyti stofnánir, sem hrúgað hafði verið upp í snatri og voru ekki Húsav'ik UMBOBSMAÐUR Morgun- blaðins í Húsavík er Stefán Þórarinsson, Höfðabrekku 15. Hefur hann með höndum þjónustu blaðsins við fasta kaupendur blaðsins. — í bókaverzlun Þórarins Stef- ánssonar er blaðið í lausa- sölu. Seydisfjörður UMBOÐ Morgunblaðsins í Seyðisfjarðarbæ er í Verzl. Dvergasteinn. Blaðið er þar einnig í lausasölu fram til kl. 11,30 á kvöldin. „Bar- inn“, veitingastofa, hefur blaðið í lausasölu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.