Morgunblaðið - 09.08.1964, Page 13

Morgunblaðið - 09.08.1964, Page 13
Sunnudagur 9. ágúst 1964 MORCUNBLAÐIÐ 13 Undir sól og regni Ég er bóndi, allt mitt á, undir só og regni, sagði Klettafjalla- skáldið og Skagfirðingurinrt Stephan G. Stephansson. Þessi orð skáldbóndans eni eins raun- sönn í dag, eins og þau voru þegar þau voru mælt. Nýjar hey- verkunaraðferðir og stóraukin tækni við heyöflun hafa að vísu létt störf bóndans að miklum mun. En þær geta aldrei gert hann algjörlega óháðan sól og regni. Þetta sumar hefir reynzt mörg- um bændum þungt í skauti. Vo'r- ið var að vísu gott og spretta víðast með bezta móti. En sunn- anlands og vestan hafa stöðugir óþurrkar viku eftir viku hindr- að verkun heyjanna og leitt til þess að mörg tún hafa sprottið úr sér vegna þess' að bændurnir reyndu í lengstu lög að draga eláttinn. En nú hefur rofað nokkuð Til. Undanfarið hafa komið nokkrir þurrkdagar bæði hér sunnan- lands og vestan, allt norður til Vestfjarða. Hafa margir bændur nú náð inh loluverðu af heyjum og að sjálfsögðu þeir mest, sem haft hafa súgþurrkun í hlöðum eínum. Á íslandi munu nú vera taldir rúmlega 6000 bændur. En Unnið að heyskap að Holti í Flóa í síðustu viku. Bændur hafa síðustu daga náð inn miklu af Ljósmynd Mbl. heyjum. : Vignir. REYKJAVÍKURBRÉF aðeins tæplega helmingur af hlöðurými b:.nda hefur súgþurrk unarkerfi, að því er fróðustu menn um þessi mál telja. Það eru fyrst og fremst stærstu býl in, sem súgþurrkun hafa en ekki nærri helmingur bænda. Miklu fleiri bændur munu þó hafa haf- izt handa um votheysverkun, en sú heyverkunaraðferð hefir létt mörgum bóndanum baráttuna við óþurrkana. Súgþurrkunartæki og annar kostnaður sem þeim fylgir eru að vísu alldýr. Engu að síður ber að stefna að því, að sem flestir bændur taki þessa tækni í þjón- ustu sína. Votheysverkunin þarf einnig að verða miklum mun al- mennari en hún er í dag. Hvort tveggja þetta myndi stuðla að auknu öryggi við heyskapinn á hinu stutta og misviðrasama íslenzka sumri. Síldardælan - merkileg ný jim" r í síðustu viku var gerð tilraun með merkilega nýjung í íslenzk- um síldarflutningum. Var það Einar Guðfinnsson, útgerðarmað- ur í Bolungarvík, sem gekkst fyr ir þessari tilraun. Er hún í því fólgin að síld er dælt upp úr skipi í gegn um gilda gúmmí- slöngu yfir í flutningaskip, sem síðan er ætlað að flytja síldina alla leið frá Austfjarðamiðum vestur til síldarverksmiðju, sem Einar Guðfinnsson og fyrirtæki hans byggðu af stórhug og snar- ræði á sl. sumri. Þessi merka til- raun, með að dæla síldinni upp úr veiðiskipi yfir í síldarflutn- ingaskip er talin hafa tekizt mjög vel og spá góðu um möguleika síldarflutninga -milli landshluta í Stórum stíl. Eins og kunnugt er hefir svo að segja öll síldveiðin í sumar verið fyrir austan Langanes. Eng- in síld hefir gengið á miðin fyr- ir Norðurlandi. Sumar verk- smiðjurnar þar hafa því staðið auðar og óstarfræktar, en aðrar fengið miklu minna hráefni en þær geta afkastað vinnslu á. í góðu veðri mun það vera hugmynd þeirra manna, sem feng ið hafa hina nýju síldardælu hingað til lands að síldinni verði jafnvel dælt upp úr veiðiskipun- um úti á miðum yfir í flutninga- 6kip. Gæti þetta haft í för með 6ér stórbætta hagnýtingu þess Laugard. 8. ágúst verksmiðjukosts, sem þjóðin hef- ir á undanförnum áratugum ver- ið að byggja upp. Það eru tveir ungir verkfræð- in'gar, sem aðallega hafa unnið að þesaari merku nýjung, á veg- um Einars Guðfinnssonar, þeir Haraldur Ásgeirsson og Hjálti Einarsson. Er ástæða til þess að fagna framtaki þeirra. Er von- andi að hin nýja síldardæla geti orðið síldarútvegi og síldariðn- aði landsmanna að verulegu gagni í framtíðinni. Síldveiðin hefir annars gengið fremur skrykkjótt undanfarið. Mjög hefú dregið úr henni á köflum, en afli síðan glæðst á ný. Þannig gengur þetta oft, ekki sízt á síldveiðum. Það sem hefir einkennt síldargöngurnar, það sem af er þessu sumri, er hversu djúpt síldin hefir oft staðið. — Dæmi eru til þess að síldveiði- skip hafa sótt afla sinn allt að 310 mílur út í haf. Sókn síldar- skipa á slík djúpmið hefði ver- ið ómöguleg fyrir tiltölulega fá- um árum meðan skipin voru ennþá lítil og ófullkomin að tækjum. Nú er meginhluti síld- veiðiflotans stór og glæsileg skip, búin fullkðmnustu tækni, sem síldveiðifloti nokkurrar þjóðar hefir á að skipa. Það þótti í frá- sögur færandi fyrr á árum, ef síldveiðiskip sóttu 40—50 mílur frá landi. Engin ástæða er til svartsýni á niðurstöðu síldarvertíðarinnar á þessu sumri, enda þótt hún hafi gengið nokkur bylgjótt. Á sl. sumri, þegar síldaraflinn varð rúmlega 2 milljónir mál og tunn- ur, fékkst megin aflamagnið í ágústmánuði. Þegar þetta er ritað er aðeins liðin ein vika af ágúst- mánuði en heildar aflamagnið er komið upp í 1,6 miljónir mál og tunnur. Búið er að selja hátt á fjórða hundrað þúsund tunnur af saltsíld við skaplegu verði og góður markaður er fyrir lýsi og mjöl. Afli síldveiðiskipanna er að vísu ákaflega misjafn og afkoma margra útvegsmanna og sjó- manna á vertiðinni því tvísýn. En margt bendir til þess að gjald- eyristekjur þjóðarinnar af síld- arafurðum verði í ár miklar og vaxandi. Nýtt kaupfélag í r Arnessýslu Liðlega 300 bændur og íbúar kauptúnanna I Árnessýslu hafa nýlega myndað með sér nýtt kaupfélag, sem hefja mun verzl- un og afurðakaup á næstunni. Má segja að þessi félagsstofnun teljist til mikilla tíðinda í við- skiptamálum fólksins á Suður- landsundirlendinu. í Árnessýslu var, eins og kunnugt er, fyrir umsvifamikið kaupfélag, sem starfað hefir um áratuga skeið, og mun nú í tölu þeirra samvinnu félaga hér á landi, sem víðtæk- asta starfsemi reka. En mörgu fólki í Árnessýslu hefir með réttu ekki fundizt þetta volduga kaupfélag tryggja viðskiptahags- muni þess nægilega vel. Það er kunnara en frá þurfi að segja að svipuð saga hefir gerzt í Árnes sýslu og víða annars staðar að Framsóknarmenn hafa misnotað samvinnufélagsskapinn til póli- tísks framdráttar sér og flokki sínum. Á síðari árum hefir einn- ig orðið vart einokunarhneigðar af hálfu hinna framsóknarsinn- uðu forystumanna margra kaup- félaga. Fræg eru umrnæli kaup- félagsstjórans í Vík í Mýrdal, sem hélt því blákalt fram fyrir fáum árum að verzlunarhagsmunir fólksins væru bezt tryggðir með því, að einungis ein kaupfélags- verzlun væri í héraði hverju. í þessum ummælum fólst greinilega aí ';urgenginn hinn gamli einokunarandi frá dögum svartnættisins í íslenzkum verzl- únarmálum. Það er athyglisverð staðreynd að í öllum þremur sýslunum á Suðurlandi, Vestur-Skaftafells- sýslu, Rangárvallasýslu og nú síðast Árnessýslu, hafa verið stofnuð ný samtök um verzlun- ina til þess að tryggja fólki þess- ara héraða hagstæðari verzlun og bætt viðskiptaástand. Er óhætt að fullyrða að bséði Verzlunar- félag Vestur-Skaftfellinga og Kaupfélagið Þór á Hellu hafi þegar unnið almenningi í hér- uðum sínum mikið gagn og átt sinn þátt í því að bæta efnahag bænda og annars fólks, sem þess- ar blómlegu sveitir byggir. Má gera sér svipaðar vonir um árang ur af starfSemi hins nýja sam- vinnufélags sem Árnesingar hafa nú stofnað og taka mun til starfa á næstunni. Klofnmgur innan kommúnistaflokk- anna Allt bendir nú til þess að átök- in innan kommúnistaflokka heimsins séu að ná hámarki. Kommúnistastjórnirnar í Peking og Moskvu hafa undanfarið skipzt á harðorðum bréfum og skilaboðum. Er áberandi að svar kínversku kommúnistanna til „fé laganna" í Moskvu mótast bein- línis af hatursfullum hroka. Pek- ingmenn vísa fyrirlitlega á bug tillögu Moskvumanna um alþjóð- lega ráðstefnu kommúnistaflokka allra landa. Mao Tse-tung og menn hans láta ekki við það eitt sitja. Þeir lýsa því hiklaust yfir, að með því að boða til slíkrar ráðstefnu muni Moskvumenn „undirrita sinn eigin pólitíska dauðadóm og grafa sjálfum sér djúpa gröf.“ Rússnesku kommúnistarnir virðast hins vegar hafa ákveðið að halda fast við áform sín um sameiginlegan furicT kommúnista- flokkanna og hafa þeir þegar boðið fulltrúum frá 25 kommún- istaflokkum víðs vegar í heimin- um að taka þátt í slíkri ráð- stefnu. Margt bendir þess vegna til þess að borgarastyrjöldin inann kommúnistaflokkanna sé*nú kom in á það stig, að djúpið milli Peking og Moskvu verði ekki brúað. í framtíðinni má því gera ráð fyrir að tvenn alþjóðleg sam- tök kommúnista, fjandsamleg hvort öðru, muni berjast um for- ystuna. Enn sem komið er munu rússnesku kommúnistarnir og stefna þeirra vera ofan á í flest- um kommúnistaflokkunum. En í nokkrum löndum Asíu og a.m.k. einu landi í Evrópu, Albaníu, eru sjónarmið Pekingmanna ráðandi. Hér á Islandi eru þegar hafin átök meðal kommúnista um af- stöðuna til hinnar hörðu deilu milli Peking og Moskvu. Er það þegar á margra vitorði að innan „Sameiningarflokks alþýðu, Sósíalistaflokksins" eru nú mikl- ar viðsjár og væringar með mönn um. Meiri hlutinn þar mun enn aðhyllast línuna frá Moskvu, en nokkrir líta þó hrifningaraugum lengra í austur. Mun ekki ör- grannt um að einhver af harð- soðnustu hirðskáldum kommún- ista séu tekin að setja saman svipuð ljóð til dýrðar Mao Tse- tung og Jóhannes úr Kötlum orti til dýrðar og vegsemdar Josef Stalin. Sumir kommúnistanna hér heima eru þó sagðir ahdvíg- ir því að blanda sér of mikið í deilur þeirra Mao Tse-tung og Krúsjefffs. Þykir þeim ærinn vandi steðja að sér af völdum rifrildis og togstreitu þeirra eig- in leiðtoga. Má það'til sanns veg- ar færa! Skattránsstefna Framsóknar Það er kunnara en frá þurfi að segja að Framsóknarflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur hér á landi, sem af mestu harðfylgi hef ir barizt fyrir hækkuðum skött- um og álögum á almenning. Þeg- ar Framsóknarmenn mynduðu hina fyrstu vinstri stjórn á árinu 1934 var það eitt aðalafrek henn- ar að hækka skatta og tolla á þjóðinni svo gifurlega að annað eins hafði aldrei- þekkzt áður. Hin síðari vinstri stjórn var eng- inn eftirbátur hinnar fyrri um framkvæmd skattránsstefnunnar. Hún lagði nýjar og sligandi skatta- og tollabyrðar á almenn- ing. Yfirleitt hafa Framsóknar- menn aldrei átt annað úrræði til að mæta með hvers konar vanda en að hækka skatta og tolla. Nú- verandi ríkisstjórn hefir haft allt annan hátt á. Þau 5 ár sem hún hefir fc.rið með völd hefir hún þrívegis breytt skattalögum. Fyrst voru skattar lækkaðir veru lega á einstaklingum og- fólk með nauðþurftartekjur gert tekju- skattsfrjálst. Síðan voru lagfærð verulega ákvæði um skattlagn- ingu atvinnufyrirtækja og þeim' gefið aukið tækifæri til þess að afskrifa framleiðslutækin og skapa sér möguleika til endur- nýjunar þeirra. Á sl. vetri var svo persónufrádráttur stórlega hækk- aður. Er óhætt að fullyrða að ef' sú breyting hefði ekki verið gerð hefðu hinar miklu kauphækkan- ir, sem orðið hafa hjá öllum al- menningi, undanfarið og einkan- lega á sl. ári haft í för með sér geysilegar skattahækkanir. Sú staðreynd verður að sjálf- sögðu ekki sniðgengin að skatt- ar eru ennþá háir hér á landi, þrátt fyrir þær skattalagabreyt- ingar, sem gerðar hafa verið á valdatímabili Viðreisnarstjórnar- innar. Hjá fjölda einstaklinga hefir tekjuhækkunin á sl. ári einnig orðið svo mikil að um mikla skattahækkun er nú að ræða hjá fjölmörgum einstakl- ingum. Það er þessi mikla tekju- hækkun, sem veldur því að mörg um finnst hann nú verða allhart fyrir barði opinberra gjalda. Margt stendur til bóta Engum er það vafalaust ljósara en núverandi fjármálaráðherra og Viðreisnarstjórninni í heild, að margt stendur til bóta í skatta- lögum okkar. Viðreisnarstjórnin mun þess vegna halda áfram að framkvæma þá stefnu, sem hún markaði þegar árið 1961, þegar hún beitti sér fyrir fyrstu skatta- lagabreytingu sinni. Margt bendir til þess að tekju- skattsálagningin sé orðin meira eða minna úrelt. Nýjar leiðir, sem tryggja meira réttlæti í skattamálunum verður að fara. Og umfram allt verður að stefna að því að gjaldandinn geti greitt opinber gjöld sín um leið og hann aflar teknanna frá mánuði til mánaðar, þannig að hann viti hvar hann er á vegi staddur efna hagslega á hverjum tíma, en skattar og útsvör skelli ekki .yfir hann eins og reiðarslag löngu eftir -að hann hefir eytt megin hluta þeirra tekna, sem hann afl- aði á skattárinu. Á skattamálum eru eins og flestum öðrum málum margar hliðar. E; er sú að brýna nauð- syn ber til þess að tryggja rétt skattframtöl, þannig að allir séu jafnir fyrir lögunum. En á það brestur ennþá verulega í okkar landi. Ríiksstjórnin hefir nú ákveðið, samkvæmt heimild í skattalögunum, sem sett voru á sl. vetri að setja á stofn skatta- rannsóknardeild til þess að ann- Framhald á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.