Morgunblaðið - 14.08.1964, Page 23

Morgunblaðið - 14.08.1964, Page 23
r Föstudagtir 14. ágöst 1964 MORCUNBLAÐIÐ 23 — Kýpur Framhald af bls. 1 vesturströnd eyjarinnar. Er ætlunin að herlið SÞ taki upp varðstöðu milli sveita tyrk- neskra og grískra Kýpurbúa á þessu svæði til að hindra frek ari árekstra. Gríski hershöfðinginn Ge- orge Karayannis hefur sagt af 'sér sem yfirmaður þjóðvarð- arliðsins á Kýpur, og herma óstaðfestar frcgnir frá Aþenu að George Grivas hershöfð- ingi, fyrrum yfirmaður EOKA samtakanna, hafi tekið við af honum.. í yfirlýsingu tyrknesku stjórn- arinnar varðandi brottvísun grískra manna segir að þegar hafi um eitt þúsund grískum mönnum verið vísað úr landi vegna ástandsins á Kýpur. Ef hinsvegar gríska stjórnin hætti ekki takmarkalausum stuðningi við Makaríos og stjórn grískra manna á Kýpur, hefjist fjölda- flutningur griskra manna frá Tyrklandi hinn 15. september nk. „Kýpur-málið er tyrkneskt- grískt vandamál, en ekki spurn- ing um aðstöðu Makaríósar“, sagði talsmaður tyrknesku stjórn arinnar. Taldi hann það hættu- lega stefnu hjá Makaríos að neyða grísku stjórnina til stuðn- ings við stjórn grísk-ættaðra manna á Kýpur án tillits til af- leiðinga, sem stefna þessi gæti haft í Tyrklandi og Grikklandi. Talsmaðurinn sagði að gríska stjórnin væri blinduð af reyk- skýi í samskiptunum við Tyrki, en sá dagur gæti komið að sterk- ur vindur feykti þessu reykskýi burt. „En vindur þessi getur orðið báðum til tjóns“, sagði hann. „Við verðum að losna við þetta reyk- 6ký. Við verðum að sjá framan í hvorn annan og ræðast við af fullri einurð. Við getum komizt að samkomulagi. Við erum reiðu- búnir að reyna“. Tyrkneska stjórnin segir að almenningsálitið í landinu geti ekki unað því til lengdar að Grikkir fái að búa í Tyrklandi við sérstök hlunnindi meðan tyrkneskir menn á Kýpur búi við aðflutningsbann og skorti vistir og vatn. Grivas og Karayannis ósammála Gríski hershöfðinginn George Karayannis, sem verið hefur yfir maður þjóðvarnarliðsins á Kýp- ur, kom í kvöld til Aþenu, og var þar skýrt' frá því að hann hafi sagt af sér herstjórninni. — Karayannis fór til Kýpur fyrir nokkrum mánuðum til að taka við yfirstjórn þessa liðs samkvæmt ósk Makáríosar. Haft er eftir á- reiðanlegum fréttum að orsökin fyrir því að Kamrayannis sagði af sér sé ágreiningur við Geórge Grivas hershöfðingja. Hafi Karay annis verið andvígur árásum stjórnarhersins á þorp tyrkneskra manna á Kýpur í síðustu viku, en það var vegna þessara árása að Tyrkir töldu sig tilneydda að eenda herflugvélar sínar til Kýp- ur til að gæta hagsmuna tyrk- neskra manna.. Flugvélar þessar gerðu loftárásir á stöðvar grískra manna á eyjunni. Kodandera Thimayya hers- höfðingi, yfirmaður herliðs SÞ á Kýpur, kom í dag til Kokkina á norðvesturströnd eyjunnar, og með honum George Grivas hers- höfðingi. Komu hershöfðingjarn- ir með þyrlu til bæjarins til að kanna vígstöðvamar frá síðustu viku. Fyrirhugað er að lið SÞ taki að sér eftirlit á hlutlausu svæði milli deiluaðilanna. Thim- ayya hafði stutta viðdvöl í Kokk- ina, en hélt svo aftur til Nicosia. í höfuðborginni ræddi Thim- ayya við fréttamenn. Sagði hann að ekki mætti vonast eftir lang- varandi vopnahléi á Kýpur, ef ekki yrði breyting á aðstöðu tyrk- nekra manna. Þeir gætu ekki bú- ið áfram við ríkjandi ástand. í Kokkina væru matarbirgðir að- eins til einnar viku, en íbúarnir fengjú hvorki vatn né olíu til matargerðar. Grikkir neita Seint í kvöld var tilkynnt í Aþenu að gríska stjórnin hafnaði tilmælum Ismet Inonu, forsætis- ráðherra Tyrklands, um viðræður til að reyna að komast að sam- komulagi varðandi deiluna á Kýp ur. Skýrði George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, frá því að stjórn hans teldi réttast að allar tilraunir til að finna sam- komulagsleiðir væru gerðar á veg um Saméinuðu þjóðanna. Ef Sak- ari Tuomioja, sáttasemjara SÞ, tækist ekki að /inna lausn á þessu deilumáli, ætti að vísa því til Allsherjarþings SÞ. Taldi for- sætisráðherrann að beinar samn- ingaviðræður Tyrkja og Grikkja gætu aðeins leitt til enn frekari árekstra. Skýrt var frá því í aðalstöðv- um Sameinuðu þjóðanna í New York í kvöld að IJ Thant, fram- kvæmdastjóri, hafi óskað eftir liðsauka til Kýpur frá þeim lönd um, sem sent hafa þangað her- menn til starfa á vegum SÞ. Talsmaður framkvæmdastjór- ans neitaði að skýra frá því hve mikinn liðsauka U Thant hafi far ið fram á, en, í gæzluliðinu eru nú 6.200 hermenn frá níu lönd- um, þ. e. Astralíu, Austurríki, Bretlandi, Danmörku, Finnlandi, írlandi, Kanada, Nýja Sjálandi og Svíþjóð. Hefur sótt um fargjaldalækkun EINS 'og kunnugt er, sótti Cale- donian Airlines um að fá að lækka fargjöld sín á leiðinni yfir Atlantshaf og ætlaði með því að koma af stað samkeppni við Löftleiðir. Tíðindamaður Morg- unblaðsins átti í gær samtal við yfirmann Caledonian Airlines í Prestwick. Sagði hann að, félagið hefði sótt um leyfi loftferðayfir- valda til þess að fá að lækka far- gjöld sín. Málið væri enn í at- hugun og óvíst hvenær svar fengist. Caledonian Airlines er fremur lítið flugfélag, sem hefur aðal- bækistöðvar sínar í Prestwick. Á það 6 flugvélar, 4 af gerðinni DC-7 og 2 af gerðinni DC-6B. Félagið er skozkt, stofnað árið 1961. Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkisráðherra, er nú á ferðalagi um vesturströnd Noregs, og bom hann í gærkvöldi til Bergen ásamt konu sinni með skipinu „Sognefjord“. í Bergen tók Hal- vard Lange, utanríkisráðherra, og kona hans á móti íslenzku gestunum. Dvalizt verður í Bergen þar til á laugardag, en þá haldið með skíðabát (hydrofoi) til Stavanger. — Meðfylgjandi mynd var tekin þegar íslenzku ráðherrahjónin voru í Ósló. Sýnir hún þegar þau fóru sem gestir Halvards og konu hans í bátsferð um Óslóhöfn. Gjalddögum fjölgað óski menn eftir því GJADHEIMTAN í Reykjavík sendir ' frá sér eftirfarandi til- kynningu í gær: Stjórn Gjaldheimtunnar í Rvik hefur í dag samþykkt að verða við þeim tilmælum ríkisstjórnar- innar að fjölga gjalddögum á eft- irstöðvum opinberra gjalda 1964 úr fjórum í sex hjá þeim laun- þegum, sem þess óska, ef neðan- gfeindum skilyrðum er fullnægt: 1. Gjaldandi sé launþegi og vinnuveitandi hans haldi Veglu- lega eftir af kaupi hans til greiðslu opinberra gjalda. 2. Gjaldandi sendi Gjaldheimt- unni skriflega beiðni um fjölgun gjalddaga, þar sem greint sé nafn hans, heimilisfang og vinnuveit- andi. f Til þess að unnt verði að koma tilkynningum 1 til vinnuveitenda um breytingar á áður sendum kröfum í tæka tíð fyrir næsta gjalddaga, þurfa nefndar beiðnir að hafa borizt Gjaldheimtunni eigi síðar en 20. þ. m. Þeir, sem uppfylla skilyrði skv. 1. lið og senda beiðni skv. 2. lið eiga þess kost að greiða eftir- stöðvar opinberra gjalda 1964 á sex gjalddögum í stað þeirra fjög urra óliðinna gjalddaga, sem til- greindir eru á gjaldheimtuseðli, þannig að gjalddagar yrðu einn- ig 2. janúar og 1. febrúar. / I Sr. Fjalar Sigur- jóusson kjörinnx lögmætri kosningu FYRIR nokkru fór fram prest kosning í Kálfafellsstaðarpresta kalli í A-Skaftafellsprófastsdæilíi Talning atkvæða fór fram á skrif stofu biskups 11. þ.m. Kosninga- þátttaka var mjög góð. Greiddu 105 atkvæði af 160, sem á kjör- skrá voru. Umsækjandi, séra Fjalar Sigurjónsson, settur prest- ur þar hlaut 104 atkvæði einn seðill var auður. Kosningin var lögmæt. 'jjiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiitmviiiiutiHiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimniiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiH Bókavörðurinn reiddist eyðilagði bækur fyrir 180 þúsund kr. Gautaborg, 13. ágúst (NTB). AÐSTOÐARBÓKAVÖRÐUR, sem ráðinn var til reynslu við háskólabókasafnið í Lundi, varð mjög óánægður þegar ákveðið var að flytja erlendar bækur og bæklinga inu í sænsku deild safnsins. 1 reiði sinni greip hann til þess ráð að eyðileggja fjölda bóka, og er tjónið metið á 180 þús- und krónur (íslenzkar). Auk þess eyðilagði hann spjaid- skrá safnsins, og er talið að það taki mörg ár að koma spjaldskránni í samt lag. Bókavörður þessi er 25 ára. Segir hann að flutningur bók anna inn í sænsku deildina hafi verið honum mjög á móti skapi, og í hefndarskyni hafi hann tekið bækur og bækl- inga með sér heim. Þar ýmist brenndi hann bókunum í ofni eða reif þær í tætlur og skol- aði þeim niður um salernið. Bráðabirgðarannsókn bend- ir til þess að maðurinn hafi tekið um 500 bækur og 200 bæklinga. Nokkur þessara rita voru mjög verðmæt, og sum þeirra frá 17. öld. Krister Gierow, yfirbóka- vörður við háskólasafnið. segir í viðtali við eitt Gauta- borgarblaðanna að fyrir utan beint fjárhagslegt tjón verði safnið nú að ráða fjóra út- lærða bókaverði til að koma spjaldskránni í samt lag, en það verk mun taka mörg ár. stuttu máli 150 þúsund ára bein Moskvu, 13. ágúst AP Tilkynnt var í Moskvu í dag að fundizt hafi bein í nágrenni höfuðborgarinnar úr fílum, sem talið er að hafi lif að fyrir 150 þúsund árum. Beinin fundust á stóru svæði og bendir það til að mikið hafi verið um fíla á þessom slóðum. Kennedy á batavegi Boston, 13. ágúst NTB Læknar Edwards Kennedys, öldungadeildarþingmanns, segja hann nú á það góðum batavegi, að uppskurður sé óþarfur. Kennedy lenti í flug slysi í júní s.l. og hryggbrotn- aði. Telja læknarnir að hann ætti að geta hafið þi’ngstörf að nýju einhverntíma í janú- ar. Engin veiði í gær GOTT veður var á síldarmiðun- um í fyrrinótt, én mikil þoka. Skipin voru einkum að veiðum í Reyðarfjarðar- og Norðfjarðar- dýpi og á Gerpisflaki. Síldarleit- inni var kunnugt um afla 60 skipa með samtals 29.710 mál og tunnur. Heimir SU var aflahæst- ur með 2000 tunnur, Guðbjörg ÓF og Gullborg NS 1200, Þórður Jónasson RE 1200, Gissur hvíti 1100, Bjarni 1000 og Hamravík KE 1000. önnur $kip höfðu al- mennt mun minni afla. Engin veiði var í gær. SIGLUFIRÐI, 13. ágúst — Um kl. 14 kom norska síldarflutninga skipið Vestby hingað austan frá Seyðisfirði með 4.020 mál, og er nú unnið að losun þess. Það er eina síldin, sem við fáum í þessari viku, en von er á öðru skipi um helgina. — St. K. - íþróttir Framh. af bls. 22 fleiri tækifæri — og þar af leið- andi fleiri mistök. Magnús Pétursson dæmdi leik- inn sem var afar prúðmannlega leikinn. Eftir leiksloks stilltu Bermuda menn sér upp, mynduðu gang- stíg fyrir heimamenn og klöpp- uðu þekn lof í lófa. Síðan hlupu þeir út á völl og hneigðu sig og veifuðu til áhorfenda í kveðju skyni. Þetta er óvenjuleg og kurtefe- framkoma. ATHUGIB að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Hki Jakobsson hæstaréttarlögmaður Austurstræti 12, III. hæð. Simar 15939 og 38055. Þórarinn Jónsson lögg. skjalaþýð. í ensku Kirkjuhvoli. — Sími 12966. EINSTAKLINGSFERB Kaupmanna- höfn-Hamborg 10 daga ferð _ Kr. 9.970.— Flugferðir — Gistingar — Morgunverður. Brottför aila daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.