Morgunblaðið - 06.09.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.09.1964, Blaðsíða 2
2 MORGUN BLAÐIÐ Sunnudagur 8. sept. 1964 r. Mao Tse Tung veltir vöngum yfir 1 arftökum sínum í Kínaveidi Við vöSdum ' Tokíó, 4. september, AP. 1 FORMAÐUR kínverska komm l únistaflokksins, Mao Tse Tung, hefur kveðið svo á, að þeir - sem við völdum 1 eigi að | taka í Kína, skuli vera full- I trúar verkamannastéttarinnar, fátaekra bænda og bænda af millistétt. Segir hinn aldni leiðtogi kínverskra kömfnún- ista, sem nú er 71 árs, að stéttir þessar hafi verið undir okaðar og arðrændur öðrum freniur ogr séu þessvegna „bylt ingrarsinnaðastar í afstöðu sinni til stjornmála." Yfirlýsing' Mao Tse Tungs varðandi framtíðarvaldamenn í Kina er ekki talin gefa til kynna neinar stórvægilegar breytingar í stjórn landsins á næstunni, en er sögð endur- spegla áhyggjur hans vegna ásóknar Elli kerlingar á núver andi ráðamenn og þann ótta hans að við völdum kynnu að taka, eins og Mao kemst að orði „atvinnustjórnmálamenn og undirróðursmenn.“ Er Mao talinn hafa haft í huga fylgjendur þeirra stefnu Nikita Krúsjeffs, forsætisráð- herra Sovétríkjanna um frið- samlega sambúð, sem er í al- gerri andstöðu við harð- skeytta byltingarstefnu Maos sjálfs. Yfirlýsing Maos og vanga- veltur hans um viðtakendur forráða i Kina birtist sem rit- stjórnargrein í „Dagblaði Þjóðarinnar“ í Peking 3. ágúst sl. og var ekki dreift erlendis eins og oft er um ritstjórnar- greinar blaðsins. Þýðing á henni er nýkomin til Tokíó. taki verkamenn Mao Tse Tung f ritstjórnargreinni segir frá. kröfum þeim sem Mao gerir til forystumanna þjóð- arinnar í framtíðinni, en ekki er sagt hvenær þær hafi verið settar fram eða við hvaða tækífæri. Sagði Mao, að stjóm endur Kína síðar meir yrðu að vera: 1: sannir marx-leninistar, það er að segja, aðhyllast byltingarstefnu Maos en ekki stefnu Krúsjeffs. 2. byltingarsinnar, sem þjóni af alhug málstað yfir- gnæfandi meirihluta kín- versku þjóðarinnur og alls heimsins. Með þessu er gefið í skyn, að skort hafi á sam- vinnu í Kína og metorðagjam- ir embættismenn hafi um of reynt að skara eld að sinni köku. 3. stjórnmálaleiðtogar ör- eiganna, færir um að vekja þá til dáða og vinna með yfir- og bændur gnæfandi meirihluta þjóðar- innar. „Ef meirihlutinn er samhuga," sagði Mao, „hljóta minnihlutamenn að einangr- ast og deyja drottni sínum.“ 4. öðrum til fyrirmyndar um beitingu lýðræðislegs sentralisma flokksins og hafa á valdi sínu þá forystuaðferð sem. byggist á kjörorðinu „frá fjöldanum, til fjöldans.“ Einnig verði þeir að temja sér lýðræðislegar vinnuaðferðir og eiga gott með að hlýða á rödd fjöldans. Með þessu ræðst Mao á þá sem „gangast upp við hóli og ráðast eins og særð tígrisdýr á þá sem koma fram með nokkra gagnrýni". Slíkir menn, sagði Mao, eru „mesti óvinurinn“ í sambúð flokks- ins og þjóðarinnar. 5. hógværir og varfærnir og varast oflæti og ákafa, hafa innrætt sér sjálfsgagn- rýni og vera nógu hugdjarfir til þess að. leiðréíta skyssur og galla á verkum sjálfra sín. Mao sagði engri loku fyrir það skotið, að leiðtogar Kína í framtíðinni gætu verið í öðrum stéttum en þeim sem tilgreindir voru, en sagði að bændur og verkamenn hlytu að sjá Kína fyrir miklum meirihluta leiðtoganna í „fylk ingum byltingarsinna öreiga." Ef beita ætti formúlu Maos á þá, sem nú eru við völd í Kína, er hætt við að margur myndi verða að hrökklast þar úr sessi. Flestir eru ráða- mennirnir úr stétt borgara eða auðugra bænda og margir eru háskólagengnir. — Chile Framh. af bls. 1 aestir fylgismenn Allendes: „Bylt ing, bylting“, þrátt fyrir tilmæli hans um að þeir sýndu stillingu. Fylgismenn Allendes sögðu, að Johnson Bandaríkjaforseti og Páll páfi VI hefðu lagt fram fé til þess að unnt væri að koma í veg fyrir sigur hans, en fylgis- menn Freis segja, að peningum til þess að kosta kosningabaráttu AUendes hafi verið smyglað inn í landið frá Moskvu og Havana. Eftir að ljóst var, að Frei myndi bera sigur úr býtum, var öflugur lögregluvörður settur við allar götur Santiago því að ótt- azt var að stuðningsmenn All- endes myndu hefja óeirðir, en þegar síðast fréttist hafði ekki komið til átaka. Elzti meðlimur kommúúnista flokks Sovétrikjanna sakaði í dag Kínverska Alþýðulýð- veldið um að hafa á prjón- unum áætlanir um að leggja undir sig ýmis lönd, þar á meðal Víetnam, Kóreu og Malaya. Fjodor Petrov, sem hefur verið flokksbundinn í komm únistaflokki Sovétríkjanna frá 1896 segir í grein, sem Frei, sem hefur átt sæti í Öld- ungadeildinni, tekur við forseta- embættinu 4. nóv. nk. af Jorge Alessandre, sem er fulltrúi mið- flokkanna, en margir þeirra studdu nú Frei. Stjórnarskráin leyfir Alessandre ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Kjör- tímabil forseta í Chile eru sex ár. Hinn nýkjörni forseti hefur heitið, að beita sér fyrir endur- bótum á sviði landbúnaðar, aukn- um húsbyggingum, eflingu iðn- aðarins o. f.L Fyrir kosningarnar sagði All- ende: „Bylting okkar mun sigra án ofbeldis í frjálsum kosning- um.“ Eftir kosningarnar sagði hann: „Ég hef ekki verið sigrað- ur, ég hef styrk til þess að halda áfram baráttunni við hlið stuðn- ingsmanna minna.“ Þetta var fjórða skiptið, sem Allende hefur boðið sig fra-m til forseta. , hann ritar í Pr i da, mál- gagn flokksins í dag, að ljóst sé að kínverksir kommúnist- ar noti hugsjónaágreininginn við Sovétríkin til þess að breiða yfir aðalatriðið, en það sé útþensluáætlun þeirra. Hann segir að Kínverjar á- ætli að leggja undir sig Burma, Víetnam, Kóreu, Thai land, Malaya, Nepal, Buthan, Sikkim og fleiri lönd. — Sildin Framh. af bls. 32 Súlan EA 600, Sveinbj. Jakobs- son SH 500, Jón Gunnlaugs GK 400, Gullver NS 550, Árni Geir KE 600, Gunnar SU 1000, Smári ÞH 1000, Snæfugl SU 1100, Hilm- ir KE 600, Steingrímur trölli KE 800, Kambaröst SU 350, Sig. Jóns- son SU 1300, Ásbjörn RE 2000, Gísli lóðs GK 600, Baldur EA 800, Gnýfari SH 500, Hoffell SU 700, Haldór Jónsson SH 750, Sæ- faxi NK 700, Sigurfari BA 500, Gylfi II EA 1000, Gulltoppur KA 1000, Eldey KE 600, Guðrún GK 500, Ól. Tryggvason SF 600, Guð- finnur KE 650, Jón Kjartansson SU 1250, Arnar RE 1000, Guðrún Jónsdóttir ÍS 1300, Hannes Haf- stein EA 1500, Hólmanes SU 800, Sunnutindur SU 900, Kópur KE 700, Hafrún ÍS 1600, Vigri GK 1900, Rifsnes RE 1700, Blíðfari SH 900, Skarðsvík SH 1050, Rán SU 700, Heimir SU 1000, Akurey SF 700, Pétur Sigurðsson RE 1400, Guðbj. Kristján ÍS 900, Jörundur III RE 800, Arnkell SH 900 Berg- vík KE 800, Fákur GK 800, Vatt- arnes SU 1700 -f- 900, Hafrún NK 400, Vonin KE 1500, Grótta RE 1300, Ásþór RE 1500, Kristján Val geir GK 650, Páll Pálsson ÍS 1250, Guðmundur Péturs ÍS 600, Arn- firðingur RE 800, Hafþór RE 400, j3ára KE 400, Hugrún ÍS 600, Draupnir ÍS 1100, Gissur hvíti SF 250, Bjarmi EA 400. Seinasti dagur sýn- ingu Alfreðs Flóka í dag er seinasti dagur list- sýningar Alfreðs Flóka í Boga- sal Þjóðminjasafnshússins. Lýk ur sýningunni kl. 10 í kvöld. Að sókn hefur verið mjög góð, og margar myndir hafa selzL „Kínverjar áætla töku 8 landa" segir elzti meblimur kommúnista■ flokks Sovétrikjanna Ólafur Þórðarson, framkvæmdastjóri Jökla h.f. (t.v.) og Árni Guffjónsson hrl., stjórnarformaffur Kaupskips h.f„ tóku á móti Hvítanesi viff komu þess til Rvíkur í fyrrakvöld. Eigenda- skipti að skipinu fara væntanlega fram um helgina. (Ljósm. Mbl.) — Togarinn Framhald af bls. 1. stýrimaður, Þorvaldur Áxélsson várð eftir um borð í togaranum. Skipstjóri var nú yfirheyrður um borð í Óðni. Sagðist hann hafa tekið upp tröílið utan fisk- veiðitakmarkanna kl. rúmlega 9, Vjðurkenndi hann að hafa verið á siglingu innan fiskveiðimark- anna með hlera úti og óbúlkuð veiðarfæri. Hann viðurkenndi ennfremur staðarákvörðun varðskipsmanna, þar sem hann var stöðvaður, en neitaði fyrri staðarákvörðunum og sagðist hafa verið utan fisk- veiðitakmarkanna. Skipstjóri togarans fékk nú leyfi til að fará yfir í skipið til að kalla upp brezka herskipið Esmouth, sem var 25 sjómílur í burtu. Lá það með bilaða vél inni á Dýrafirði. Ráðlagði herskipið togaranum að fara til hafnar með Óðni. Kapteinninn á Esmouth átti tal við skipherrann á Óðni, eftir að hafa rætt við skipstjórann á Ross Rodney. Kapteinninn talaði einnig við brezka sendiráðið í Reykjavík og mæltist til' þess, að togaraskipstjóranUm yrði feng in lögfræðileg aðstoð við yfir- heyrslur á ísafirði. Kl. 9:30 var dufl sett ,út til hægðarauka fyrir staðarákvörð- un, þar sem komið var að togar anum. Var baujan nú tekin upp og kl. 11:34 lögðu bæði skipin af stað til ísafjarðar. Fylgdist varð- skipið með togaranum, og var einn vopnaður stýrimaður þess og einn háseti um borð. Er gert ráð fyrir að koma til ísafjarðar um kl. 15.30 í dag. Siglt er með 12 mílna hraða þar sem það er siglingarhraði sá, sem togarinn getur farið. Veður er hér gott aðeins kul af vestri, en rigningar súld og skyggni aðeins um eia míla. . Þegar Mbl. hafði síðast sanv- band við „Óðin“, um kl. hálfþrjú, var skipið komið á móts við Straumnes,- ji^iiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinm 1 Ný meðferð krabba-1 | meins reynd ( Æ ii minnkuðu og líðan | sjúklinga batnaði f§ DANSKA blaðiff Politiken | skýrir frá þvi fyrir helgina, | aff viff Finsenstofnunina í i Danmörku hafi veriff reynd if ný meffferff gegn krabba- 3 meini. Enginn sjúklinganna, j§ sem meffferffina hlutu, fékk 1 fullan bata, en æxlin minnk- = uffu og líffan sjúklinganna, = sem veriff hafa mjög þungt 3 haldnir, bataffi. = • Það var alþjóðlega danska §§ læknaritið, sem fyrst skýrði 3 frá þessari nýju meðferð. 1 Byggist hún á rannsóknum, er 3 um árabil hafa farið fram í = mörgum löndum og sýna, að S krabbameinisvefir hafa sér- 1 staka hæfileika til þess að = framleiða efnið fibrin. Af þess H um niðurstöðum hefu.r verið 3 dregin sú ályktun, að fibrin | sé mikilvægt viðgangi æxl- H anna. 3 Rannsóknir hafa sýnt, að 1 efnið fibrinolysin, sem leysir M upp fibrin, minnkar til rouna | hættuna á að sjúklingar, sem 5 skornir hafa verið upp við 3 krabbameini, fái ný æxli eftir 3 uppskurðinn. M Danskir læknar hafa nú gef M ið sjúklingum, sem þjást af = krabbameini á háiu stigi efni, er hkist fibrinolysini. A það 3 að stemma stigu við fibrin- 3 myndun í æxlunum og hafa, = þar af leiðandi, áhrif á vöxt 3 þeirra. 11 sjúklingar fengu = þetta efni, sem framleitt er úr = svínablóði. 6 þeirra leið mun = betur eftir meðferðina, mörg 3 sjúkdómseinkenni hurfu og = við nánari athugun kom í l.iós, 2 að æxlin höfðu minnkað í = fjórum tilfellum. í læknablaðinu segir m. a.: 3 „Æxli hvarf hvergi algerlega, §j en nokkrum sjúklinganna M batoaði mikið og við rann- 3 sókn á æxlunum kom orsökin = i ljós. Þau höfðu minnkað. 2—6 vikum eftir að meðferð = var hætt hófst æxlisvöxtur á 3 ný og heilsa sjúklingsins versn 3 aði. Aukaverkanir þessarar 3 meðferðar eru mjög óveruleg- 3 ar og sem stendur virðist 3 mega gefa sjúklingum febr- 3 inolytisk efni um langan tíma. = Ekki er enn ljóst hve stóra 3 skammta er bezt að gefa en = sá möguleiki er fyrir hendi, að 3 með þessari meðferð geti tek- = izt að komast alveg fyrir æxil- 3 in.“ iiuiiiiiiiiiiiiiiiiiii(iiiiiiiiiiiiiiiiiii U11111111111111111111111IF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.