Morgunblaðið - 06.09.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.09.1964, Blaðsíða 3
Sunrmdagur 6. sept. 1964 MORGUNBLADIÐ 3 Skólanemar £ Englandi da „bitilhárvoxt* | Neitaði að skera hár sitt (og var settur í stúlknabekk | VIÐ IIÖFUM séS í pötum | borgarinnar kornunga rnemi i með svo mikinn hárvöxt, að | við fyrstu sýn mætti ætla, að i hér væru kvenkynsverur á i ferð. Okkur hefur orðið star- | sýnt á þetta fyrirbrigði, — við E höifum jafnvel snúið okkur við § á gangstéttinni og brosað góð- | látlega að tiltækinu. FJ rinir E hárprúðu ungu menn hefðu | gengið í pilsum, hefðum við E ekki snúið okkur við. Við P hefðum gengið út frá því sem § visu, að viðkomandi væru E ungmeyjar. Margir hinna eldri p hafa reyndar hneykslazt og p viðhaft orðið . „flókatrippi“ P yfir hin hárprúðu ungmenni. P Ekki bætir úr skák, þegar p „flókatrippin“ spranga á 10 p sentimetra háum hælum um | torg og stræti, svo að undir H tekur í næsta nágrenni. E Rætur þessa fyrirbæris er = að rekja til Bretlandseyja, = þar sem unglingahljómsveitir p eiga mikil ítök í hugum unga p fólksins. Þessar hljómsveitir, p sem framleiða hina svoköll- = uðu „bítlaimúsík” — en það = hugtak er tekið að loða við = brezka dægurlagalist — leggja p allt ofurkapp á að vera sem p frumlegastar. Nöfn gefa ör- H litla hugmynd um það. Hér g eru tvö dæmi: „The Animals" g (dýrin) og „The Rolling p Stones“ (Hinir rúllandi stein- p ar). Hinir síðastnefndu slá þó p öll met í þessu tilliti. Hárvöxt- p ur þeirra er slíkur, að Bítl- g arnir eru hreint sköllóttir í = samanburði við þá. Þeir koma = aldrei fram í einkennisbún- = inguim, þegar þeir skemmta. = Þeir eru alltaf í sömu lörf- p unum. I>eim stekkur aldrei p bros á vör. Er þeir voru á p ferð í Bandaríkjunum fyrir p skömmu, var þeim tekið frem- p ur fálega. Bandariskir ungling g ar gerðu hreinlega grín að E þessum „fígúrum“, og við há- tíðlegt tækifæri var þeim færð að gjöf 10 feta löng g r e i ð a ! HLjóðframleiðsla þeirra er í fullkomnu sam- ræmi við allt þeirra undar- ’lega æði, — einn þeirra knýr munnhörpu af miklum móð, og allir gefa þeir frá sér hin furðulegustu hljóð. Það eru einmitt þessi hljóð, sem hafa heillað unglingana í Bretlandi og reyndar víðar á meginland- inu. Hér á íslandi virðist að- dáendalið þeirra vera all- fjölmennt. Aðdáendur þessara snillinga, ,The Rolling Stones', rafa gert sér far um að líkjast goðum sínum á allan hátt. Og iþá erum við komin að kjama þessa máls. ★ í>að gerðist í Bnglandi — og á ef til vill eftir að koma íyrir hérlendis, hver veit? Ungur aðdáandi títtnefndra snillinga mætti í skólann í byrjun skólaársins með hár niður á herðar. Bar því við, að þetta væri í tízku — og hafði að sjálfsögðu rétt fyrir sér, hvað það snerti. En skóla- stjórinn var öldungis á önd- verðum rneiði. Hann setti pilt- ungann einfaldlega í stúlkna- bekk! Umræddur piltur, sem heitir Owen Holmes og er 14 ára að aldri, sagði við fréttamenn blaða daginn eftir, að þessi óvenjulegi atburður átti sér stað: — Þetta var bara gaman. Trúlega mun mér ekki geðjast að saumaskapnum, en mér er sama, þótt ég fái tilsögn í mat- reiðslu. Skólastjórinn sagði mér, að ég yrði að dúsa i stelpubekknum, þar til ég léti skera hár mitt. Þetta þýðir, að ég verð í þeirra bekk, þar til skólanum lýkur á næsta ári, þar eð ég ætla mér alls ekkj að láta skera það. — Ég hef verið fjóra mán- uði að safna hári, helt Owen = áfram, og að jþví er ég bezt p fæ séð, brýtur hið síða hár p mitt alls ekki í bág við = fræðslulöggjöfina. Mér er al- = veg sama, þótt ég sé með p stelpuskaranum, — en hitt er p annað mál, að ég veit ekki p hvort vinkona mín verður = eins hrifin af þvi. Owen var að þvi spurður, p hvernig undanfarnar kennslu- = stundir hefðu gengið. Hann p svaraði: —Enskutíminn með stelpun p um gekk eins og í sögu. En p þegar við áttum að taka til p við saumaskapinn, heyrðist p heldur en ekki tíst í bekknum. ^ Ég held að kennaranum hafi p alveg fallizt hendur — og nú p er hún búin að senda mig' í p annan bekk. ★ En hvert var nú sjónarmið p skólastjórans, John McMillan, p sem tók þá ákvörðun að draga p unga manninn í dilk með p stúlkunum. Hann sagði: — Mér finnst að ég hafi p gert hið eina rétta í þessu p máli. Owen var gert ljóst, p hvað yrði gert í málinu, léti p hann ekki skera hár sitt. Hann p skal dúsa í stúlknabekknum p meðan hár hans er þetta sítt. p Ég býst fastlega við, að hann p verði fljótt þreyttur á þessu. p Og hvað segja stúlkurnar p sjálfar, sem hafa fengið hinn = óvænta bekkjarnaut? — Hann er svo sætur! Það p er aldeilis fínt að hafa strák p í bekknum. Þrátt fyrir allt, hafði hinn p ungi Owen samt talsverðar p áhyggjur: — Það lítur út fyrir að p morgundagurinn verði erfiður p fyrir mig. Þá á ég að vera í = söngtíma með stelpunum. Gall p inn er sem sé sá, að þótt ég sé p í útliti eins og „Rolling = Stone“, þá er ég vita laglaus! = ^r.iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiTn BRIDGE SUMARMÓT Bridgesambands ís- lands var haldið að Bifröst í Borgarfirði dagana 28.—29. og 30. ágúst sl. Þátttaka í mótinu var mjög mikil og fór það vel fram í hvívetna. Sigurjón Guðmunds- »on, forseti Bridgesambandsins, ■etti mótið með ræðu. í sveitakeppninni tóku þátt 30 ■veitir og sigraði þar sveit Jóns Arasonar, en auk hans skipa sveit ina Sigurður Helgason, Jóhann Jónsson og Lárus Karlsson. Næst var sveit Hjalta Elíassonar og 3. •veit Agnars Jörgenssonar. í parakeppni tóku þátt 66 pör. Úrslit urðu þessú 1. Óli Már og Brandur, 2. Tyrfingur og Magnús, 3. Árni og G.uðjón, 4. Lilja og Sigríður, 5. Símon og Þórir, 6. Ásmundur og Magnús. í einmenningskeppni urðu úr- slit þessi: 1. Angantýr Jóhannesson, 2. Magnús Oddsson, 3. Gylfi Gunnarsson, 4. Kristján Kristjánsson. Laugardagskvöldið sátu þátt- takendur, sem voru hátt á annað hundrað, glæsilegan kvöldverð í hinum vistlegu salarkynnum hótelsins. Undir borðum héldu ræður Óskar Sigurðsson frá Sel- fossi og Guðmundur Kr. Sigurðs- son frá Reykjavik. Að loknu borð haldi var stiginn dans fram eftir nóttu. Humarofli Akronesbóto Akranesi, 4. sept VERTÍÐARAFLI humarbátanina 10, sem lögðu hér upp í sumar, varð samtals 118,3 tocnn af hum- ar. Aflahæstur var Höfrungur I. með 15.590 kg., þá Fiskaskagi 13.585 kg., Ásmundur 13.210 kg., Svanur 12.110 kg., Fram (áætl- að) 12.100 kg„ Ver 11.210 kg., Sóefai (áætlað), 10.750 kg., Hrefna RE 10.340 kg„ Haförn 9.660 kg„ Haukur RE 9.470 kg. Eins og kunnugt er rann hum- arveiðileyfið út 31. ágúst Oddur. Sr. Eiríkur J. Eiriksson „í. Guðsdttanum gef mér“ XV. sunnudagur eftir Trinitatis Guðspjallið. Matt 6, 24—34. Kristindómskennarinn lét okk ur læra utanbókar næstum allt guðspjall þessa helgidags. Ég býst við, að fegurð þess hafi ekki fölnað árin, sem síðan eru, heldur þvert á móti. Við skiljum og betur nú, að fenginni lifsreynslu, hversu mikilvækur boðskapur Jesú er, að við forð- umst áhyggjur og skiljum, að til þess þurfum við að miða líf okk ar við sanna Guðs þjónustu, en verðum að forðast herradóm auðshyggju og ytri gæða á kostn að sálarinnar. Við lifum á áhyggjutímum. Ótt inn einkennir hugmyndaheim okkar. Sú var tiðin, að menn voru ekki óttaslegnir, að því er virt ist við fyrstu sýn. Nú er verið að minnast er síð ari heimsstyrjöldin hófst fyrir 25 árum, blíðviðrisdaga mánaðar- mótanna ágúst — september 1939. Styrjöldin átti ekki að standa lengi. Þetta myndi vera él eitt og öllu óhætt fyrir þvL Menn höfðu verið svo öruggir. Róttækir menn hér heima á ís- landi sögðu: Skrípakarl þykist vera þjóðarleiðtogi úti í heimi. Fyrr en varir verður okkar mál-' staður orðinn ofan á! Mest virtist öryggið vera í landi þessarar kjánalegu hreyf- ingar.- Alls staðar glumdu við hersöngvar og hark hermanna- stígvéla. Kyrrlát veitingastofa úti á landsbyggðinni breyttist á svipstundu í vettvang íburðar- mikillar sýningar einkennisbún- inga og tápmikilla ungmenna, er báru þá og sungu af eldmóði söngva sína, um sigur og sælu í þúsund ár. í höfuðborginni stóðu menn á strætum úti og lásu með sólskins brosi um verkföll, er voru að sundra nágrannaríkinu úrkynj- aða í vestri og, og frú ein var eyðileggja virðingu og einingu þýðingarmestu fjölskyldu heils heimsveldis, svo að brakaði í máttarviðum þess um víða ver- öld Öryggi, öllu óhætt, engar á- hyggjur. Víða var þannig hugsað í heiminum fyrir þrem áratug- um. Kristur sagði, að við gætum ekki þjónað tveim herrum. Áreið anlega ætluðu margir að gera það í heimi okkar fyrir styrjöld ina síðari, og við skulum ekki binda þetta við eina þjóð. Fákunnandi unglingur utan af íslandi, sá undir eins og hafði engan diplomatapassa né sér- þekkingu í heimspólitík, að mið- veldi Evrópu var ein allsherjar herstöð og vígvél, ekki aðeins í ytri merkingu, heldur fyrst og fremst lá það í andrúmsloftinu, hugsanaheiminum. Ekki heyrði hann kveinstafi kristinna píslar votta og annarra frelsisvina inn an frá þrælabúðunum og pynd- ingarstöðvunúm, en það mátti sjá hið mannlega horfið neðan frá stígvélaspora og upp að hjálm skúfnum. Hvers vegna sá heimurinn þetta ekki öll ár aðdragandans að skelfingunni miklu, sem jafn- vel geisaði svo við strendur lands okkar, að embættisbróðir minn nærri hné yfirbugaður í fang mér við að kasta rekum á sóknarbörn sín, myrt af voðavaldinu? Heim urinn sá hörmungarnar fyrir 1 ríkari mæli en við gerum okkur ljóst, en herrann var ekki einn mannkynsins þá í löndunum, þeir voru tveir og höfðingi þessa heims mátti sín meira í manns- hjartanu, því að þar var áhyggja þar var ótti. Menn báru áhyggj- ur um eigin hag og hagnað og aðrir máttu borga fyrir öryggið, aðeins, að eigið blóð ílyti ekkL. en endirinn varð sá, að nærri var höggvið mörgum, er niisreiknað höfðu gang herra þessa heims um jörðina, að þar sprettur ekk ert nema hrun og ógæfa, -og er sú uppskera blóðug og útgrátin. Svona eru menn víða óttaslegn ir nú á tímum, að engu er trúað né treyst. Menn vilja ekki einu sinni vera vinir af ótta við að ánetjast einhverjum eða ein- hverju. | En einir geta menn ekki verið og svo skipa menn sér í einhvers konar ópersónulegar heildir meira og minna hugsjónalausar og án markmiðs, nema hvað hampað er öryggi og velferð, en öryggi fæst hvergi nema í trúnni á herrann eina og sanna, Guð og Drottinn Jesúm Krist. , Þótt sagt sé, að upprennandí æskulýður úti í heimi vantreysti öllu nú, sem trú heitir og fyrir- líti stjórnmál, mun það ofsagt og einnig ber þess að gæta, að sannr ar trúar, uppsprettu óttaleysis og trausts, er mikil nauðsyn og, þótt menn fljúgi á vængjum vis- inda og tækni til hinnar fjarlæg ustu stjörnu og búi sér þar hreið ur, óáreittir og öruggir, mun tru in hafa þar einnig síðasta orðið og fyrsta, að menning sönn og menntun varðveitist í þeim Guðs geimL Guðs maður fornaldar féll 1 ónáð keisara nokkurs. j „Hvernig á ég að refsa hon- um?“ spurði keisarinn ráðgjafa sína. „Gerið hann útlægan!“ Tak ið af honum eigur hans“. „Fellið fjötra á hann“. „Hálshöggvið hann“. Hinn fimmti mælti: „Þess um manni verður ekki refsað svona. Útlægur tekur hann Guð sinn með sér. Séu eigur hana teknar, eru fátæklingar sviptir* þeim, því að hann gefur þeiirt þær. Hann mundi fagna hlekkj- um, frjáls hið innra með sér. Dauðinn boðar, að dyr opnist himins, er hann þráir. Fáið hann til að syndga. Það eitt óttast hann“. ^ „Maðurinn, sem hlær" er þekkt skáldverk. Þessi hlátue kom ekki innan að, heldur var örkuml á andliti hans. Gleði okk ar mannanna er stundum af-< skræmileg og á sér ekki að uppi hafi hina sönnu öryggiskennd og traust á lífinu og höfundi þess. Spekingurinn með barnshjart að, Björn Gunnlaugsson, fór með þetta vers, að venju forfeðra okk ar, fram til sinnar hinstu stundar morgun hvern: / „Nú er ég klæddur og kominn á ról. Kristur Jesús veri mitt skjól. í Guðs óttanum gef þú mér, ■ að ganga í dag svo þóknist þér", Óttumst Guð í þeim skilningi, að við leitum náðar hans í við- leitni verkanna og bænarinnar, að við forðumst það, sem illt er og óttumst að gera það, trú- andi Guði fyrir hag okkar öUum, ytri og eilífri velferð. í Jesú nafnL AMEN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.