Morgunblaðið - 06.09.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.09.1964, Blaðsíða 12
12 MORGU N BLAÐIÐ r Sunnudagur 6. sept. 1964 FORMFÖGUR, LITSKRÚÐUG FJOLL I Njarðvík, Borgarfirði eystri, Húsavík og Loðmundarfirði §§ VIÐ ökum frá Éiðum út blóm- H legar sveitir Hjaltastaðaþing- = hár í átt að Héraðsflóa, með H Lagarfljót á vinstri hönd en = til hægri blasa við Dyrfjöll- S in, sem gefa strax -forsmekk = af þeirri formfegurð í fjöllun- §§ um, sem við eigum eftir að S njóta alla ferðina um Njarð- §§ vík, Borgarfjörð eystri, Húsa- H vík og Loðmundarf jörð, nyrzta §j hlutann af hinum eiginlegu §§ Austfjörðum. Dyrfjöllin eru §§ 1136 m. á hæð og sjást víða §§ að, vestan megin af Jökuldal §§ og Úthéraði og að austan úr g Borgarfirði eystrL Þetta eru = talin einhver tignarlegustu H fjöll hér á landi. Fegurð þeirra = og hrikaleik hefur meistari s Kjarval skilað á málverkum S til þeirra ,sem aldrei hafa á H þessar slóðir komið. Og þarna S í Hjaltastaðaþinghánni hefur §§ hann einmitt reist sér lítið H hús með Dyrfjöllin fyrir aug- g unum. Þessi sérkennilega J§ tinda og eggjaröð er úr svörtu §§ blágrýti. f fjöllin hefur sorf- §§ izt skarð, dyrnar, með háum §§ standbjörgum beggja vegna. Þess sér merki að við erum §§ stödd á elzta hluta landsins, = því Austfirðir eru taldir eldri §§ jarðmyndun en Vestfirðir, þó §§ báðir séu frá tertiertímanum. = (Norður- og Suðurland aðeins S uppfyllingin á milli þessara S merku gömlu landshluta, eins = og ágætur jarðfræðingur orð- = aði það). Fjöllin eru þama S mest hlaðin upp úr jafnhliða M blágrýtislögum, sem eru §§ margir km. á þykkt og hallar f; yfirleitt inn til landsins. Og =j þar sem Austfirðirnir eru = orðnir svona gamlir, er meira S sorfið úr fjallshlíðunum, svo = að hryggir milli dala og f jarða S eru þunnir orðnir og úpp úr § þeim standa svo drangar úr = viðnámsmeira bergi. Þetta §§ gerir formin ákaflega falleg í S fjöllunum. Þar sem Lagarfljót og Jök- S ulsá enda sitt lífshlaup óg S skila vatni sínu í Héraðsflóa S um breiða sandströnd, beygj- g um við austur yfir fjöllin, S nokkru utan við Dyrfjöllin. = Vegurinn liggur um Vatns- S skarð og niður í Njarðvíkina, S sem gengur inn í landið milli S hárra hömróttra og sæbrattra S fjalla og upp af víkurbotnin- g um langur, flatur dalur, vaf- = inn gróðri hátt upp í fjöllin S og skógarkjarr í botni þegar H innar dregur. Eftir honum = miðjum liðast Njarðvíkurá. §g Fjöllin norðan megin eru ljós s og úr líparíti, en sunnan meg- 3 in úr dökku blágrýti me𠧧 ljósu líparíti í. Þarna sjáum 3 við fyrstu verulegu merkin 3 um Ijósgrýtið, sem er til svo §§ mikillar prýði í dökku blá- 3 grýtinu á þessum slóðum, þó = það sé ennþá meira áberandi S þegar lengra kemur, suður í s Borgarfjörðinn og Loðmund- 3 arfjörðinn. Ofan við sandfjöruna í vík- 3 urbotninum standa tveir 3 myndarlegir bæir, landnáms- 5 jörðin Njarðvík með kirkju, 3 sem þjónað er af Desjarmýr- 3 arpresti, og Borg, myndarleg- §§ ur og snyrtilegur bær að sjá. Vegurinn liggur áfram út E fyrir næsta múla og suður í §§ Borgarfjörð um hinar al- M ræmdu Njarðvíkurskriður. — I Brattir klettar með sjónum, 5 en ofan við þá lá reiðgatan 5 áður fyrr og þar fyrir ofan 3 taka við brattar og lausar 3 skriður. Eru ýmsar sagnir um 3 að þarna hafi menn hrapað 3 eða lent í snjóflóði á vetrum. Nú liggur bílvegur ofai- í skrið unum, þræðir út fyrir hverja skriðu og inn í gilin á milli. Hlýtur að vera mikið viðhald á honum, því vatn úr gilj- unum etur utan úr köntun- um, en vegurinn er breiður og alls ekki óhugnanlegt að aka þarna utan í að sumri til, en ekki vildi ég fara hann í hálku eða snjó. Utan við veg- arbrúnina stendur á einum stað nýlegur kross með latn- eskri áletrun, sem hefur ve'r- ið þýdd þannig: Þú sem fram hjá fer / fram fall -í þessum reit / af Kristi ímynd hér / auðmjúkur lotning veit. — Krossinn hefur staðið þarna 1 skriðunum um aldaraðir, ávallt endurnýjaður, og áttu menn að gera bæn sina við krossinn til að komast leiðar sinnar. En sögusagnir segja að hann hafi verið reistur um 1300, eftir að tókst að vinna á óvættinum Nadda, sem sat þarna fyrir ferðamönnum og drap þá. Þegar komið er úr skrið- unum opnaet okkur Borgar- fjörður, sjálfur fjörðurinn grunnur með skerjum og flúð um, sem brýtur á í vondum veðrum og meðfram strönd- inni handan fjarðarins sjást klettar og básar á milli. Inn úr firðinum gengur 10 km. langur grösugur dalur og eru hann og fjörðurinn umluktir fegurstu fjöllum, ekki aðeins í formL heldur líka litum. Hvergi hefi ég séð þvílíkt; litskrúðugir tindar, eggjar, fell og hnjúkar um kring á þrjá vegu. Vestan megin má þekkja aftur meðal dökkra blágrýtisfjallanna, þeim meg- in við dalinn Dyrfjöllin með sínum skörpu línum og að austan skarta meðal ljósra líparítfjalla Svartafjall og Staðarfjall hvort með sínu lagi, hið fyrrnefnda með skrýtnum þverrákum í hömr- um sínum ofar litríkum skrið- um og hið síðarnefnda rautt, gult, stálblátt og grænt, í raun inni er ógerlegl henda reið- ur á lit þess. Það hefur Kjar- val þó tekizt, en hann er upp- alinn hjá móðurbróður sínum í Géitavík frá fjögurra ára aldri, við það útsýni sem við sjáum nú þegar við komum úr Njarðvíkurskriðunum. — Ekki að undra þó tilfinning fyrir litum og formum vaxi og þroskist á þessum stað. Ekki hefur málarinn þó verið viss um að höndla hina sí- breytilegu liti Staðarfjalls, því hann nefnir myndina af fjallinu sem Alþingi gaf Rík- isþingi Dana „Sjón er sögu ríkari“.' Við ökum framhjá Geitavík og inn að þorpinu Bakkagerði, sem stendur fyrir fjarðarminn inu. Þrátt fyrir fögur fjöll má ekki gleyma að kaupa vistir í kaupfélaginu. Og meðan beð ið er eftir að það opni eftir hádegið er nægur tími til að ganga um, líta á trillubátana, sem dre’gnir eru upp í fjöru, á síldarplönin tvö sem bíða með hrein borð og nýjar tunn nur eins og lítil' síld hafi þangað komið í sumar, hafnar garðinn, frystihúsið, beina- mjölsverksmiðjuna og gömlu húsin, sem sýna að þarna hef- ur verið verzlunarstaður síð- an um aldamót. Og þarna er kirkja, sem hefur það fram yfir aðrar, að eiga altaristöflu eftir KjarvaL Rauða strikið enginn skotvegur Að keypti kremkexi og öðru góðgæti, er haldið áfram eftir þjóðveginum inn eftir BorgarfirðL sem er blómleg sveit með mörgum býlum. Handan við Fjarðará ber hátt gamla prestsetrið og gamla höfuðbólið DesjamýrL Við höfum hingað til ekið eftir ágætum vegi, én þegar kemur innst í dalinn fáum við fyrstu aðvörunina um að vegurinn, sem merktur er hik'laust með breiðu rauðu striki á vegakort um olíufélaganna alla leið 1 Loðmundarfjörð sé kannski hentugri fyrir tvo jafnfljóta eða þarfasta þjóninn en farar- tæki á hjólum. í Borgarfjörð má aka á litlum bílum og það er mjög skemmtilegt að fara frá Eiðum eða Egilsstöðum á einum degi og til baka, ef ekki er tími til viðdvalar. Eu lengra ættu menn á venju- legum bílum ekki að hugsa sér að aka. Á velbúnum fjalla bíl með spili héldum við þó áfram yfir í Húsavík og slupp um yfir keldurnar innst á Borgarfjarðarveginum — en kusum að ganga áfram í Loð- mundarfjörð. Leiðin úr Borgarfirði ligg- ur upp úr botni dalsins, þar sem reiðvegurinn lá eftir endi langri Afrétt um Húsavíkur- heiði til Húsavíkur. Bílvegur- inn liggur þannig að fjalla- baki og víkurnar allar með ströndinni, allt frá Borgarfirði tii Húsavíkur, fara fram hjá okkur, en þær eru Brúnavík, Hvalvík, Kjólsvík, Breiðavík og Herjólfsvík, svo og Glett- inganes, þar sem vitinn er, enda öll byggð þar nú niður lögð og vitans vitjað frá Borg- arfirðL Ég hafði haldið að nú vær- um við búin að sjá sérkenni- legustu og fegurstu fjöll á þessum slóðum. En þarna var þó eitt enn, hinum gjörólíkt, en ekki síður fallegt — Hvít- serkur. Þetta afar sérkenni- lega liparítfjall þarf helzt að skoðast Húsavíkurmegin. Það an blasir við hvítur flötur hlíðarinnar, krussaður með dökkum blágrýtisröndum, eins og þar hafi abstraktmál- ari verið að verki. Þegar nær er komið má greina meðfram endilöngum brúnum þessara dökku brágrýtisganga hraun- nibbur, sem standa út úr fjall- inu. Yfir hvítri hlíðinni gnæf- ir svo tindur með klettabelt- um í rauðbrúnum og gulum litum og neðri brúnina af- markar fagurgrænn dýjamos- inn. Við skruppum upp í fjalls hlíðina og tókum þaðan nokkra steina úr gráhvítu bergi. Yfirborðið á þeim er eins og hart hvítt gler eða þá sprungið og líkist mest ball tösku úr semeliusteinum. Ég hefi aldrei séð fagurra fjall en Hvítserk. Við komum niður í botn Húsavíkurdals, sem er grös- ugur og breiður alveg inn úi; en nokkuð mýrlendur. Dag- inn áður hafði rignf verulega og rudda slóðin því blotnað. Þarna var vegurinn eitt drulludý og í fjallshlíðinni á móti okkur mátti greina hvar slóðin lá upp snarbrattan hála yfir til Loðmundarfjarðar, neðst aðeins hál og laua mold. Við ákváðum að lengra yrði ekki haldið á bílnum. í þessúm fallega dal skyldi kom ið upp bækistöð okkar. Við ókum því út eftir Húsavík- inni, völdum okkur fagran hvamm við á og slógum niður tjöldum skammt frá eyðibýl- Hvítserkur — mjólkurhvít líparíthlið krussuð dökkum blágrýtisröndum og brúnir þeirra prýddar útstandandi hraun-nibbum. önnur myndin tekin beint á hliðina, hin til hliðar á berg- gangana. iuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniK uiuiiiiiiuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiuiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiuiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.