Morgunblaðið - 06.09.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.09.1964, Blaðsíða 13
Sunnudagur 6. sept. 1964 MORGUNBLAÐID 13 Klilll iiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iii!!!iiiii!iiiii>iiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiniiiiiiniiiiiiriiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiMiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHniiimiit!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiG Kvöldmynd aí bænum og kirkjunni í Húsavik. tnu Dallandi. Dallandsá leið niöur hjá tjöldum okkar og íéll í Víkurána í dalbotnin- um. Nú gafst loks næði til að •koða sig vel um, hitta fólk að máli og skoða steina og jurtir. í Húsavík er aðeins einn bær í byggð, Húsavík, sem •tendur við sjóinn. Þar búa systkinin Anton og Anna Þor- steinsdóttir, fluttu þangað 1938 úr Borgarfirði. Þá voru 4 bæir í byggð í dalnum. í Húsavik er myndarlegt stein- hús og lítil timburkirkja, sem er annexía frá Desjarmýri síð- an 1888, en núverandi kirkju- bygging er ekki gömul. Dal- urinn er grösugur langt upp eftir hlíðum fjallanna og því gott beitiland. Þau systkinin hafa um 300 fjár, sem er færra en oft hefur verið þarna. Við spjölluðum við tvo syni Önnu. Á vetrum verða þeir að vera í skóla í Borgarfirði, en þang- að sækja Húsvíkingar vistir og annað sem með þarf. Þang- að má ganga á 3 tímum. Eng- inn bíll er á bænum, en trakt- or, og ekki til sjóferða ann- að en skekkta. Á sumrin kem- ur þar talsvert af gestum, en engin umferð er á vetrum, því yfirleitt er snjóþungt. Stór- viðri hafa gert þarna mikið tjón, t.d. jöfnuðust íbúðarhús og gripahús við jörðu og sóp- uðust út á sjávarbakkan í óveðri 5. marz 1938. Slasaðist þrennnt, og þótti ganga krafta verki næst að ekki varð þar manntjón. Stærsta samstæða ljósgrýtis- evæðið. Mér hefux orðið tíðrætt um íorm og litadýrð fjallanna, en hingað til höfum við orðið að láta okkur nægja að dáðst að þeim í fjarlægð. Nú gafst tæki færi til að ganga upp í skrið- urnar og taka upp litfagra Hiola. Þegar ég lít á steinana, eem ég stakk af handahófi í vasana á göngu þarna í Húsa- vík og í Loðrnundarfirði furða ég mig á hve margra lita gæt- ir. í hrúgunni eru fagurgræn- ir steinar, gulir, svartir, mjólk urhvítir, rauðbrúnir, stálbláir og jafnvel í sama steini fleiri iitasamsetningar. Ljósgrýtið, eem maður sér svo lítið af ennars staðar, er þarna yfir- gnæfandi, enda mun stærsta samstæða ljósgrýtis svæðið á landinu liggja um Borgar fjörð austanverðan suður í Loðmundarfjörð, en það tek- ur sig mjög vel út í dökku blágrýtinu. Þarna eru jaspis- er, silfurbengsmolar, glerhall- er, tinna og margt fleira sem ég kann ekki að nefna. Uppi í skriðunum sunnan megin við dalinn, rétt á móti bæn- um í Húsavík má finna hina fágætu baggalúta, htlar stein kúlur með ýmsum litum, þær sem ég sá voru mest dökk- rauðar. Þær eru úr kvartsi og geisla steinþræðir frá miðju. Við ákváðum að halda ferð- inni áfram gangandi, reyna ekki að koma bílnum lengra, enda bezta veður. Við göng- um yfir mýrlendið í dalbotn- inum og höldum upp fjöllinn sunnan megin, upp á Nesháls inn, sem er 435 m. hár og npkkuð bratt upp. Þarna ligg- ur þó akvegar nefnan yfir í Loðmundarfjörðinn. Á hægri hönd er enn eitt af hinum fyrir að vera ekki að baiksa með farartæki. Við tökum því reiðgöturnar, sem liggja út með Skælingi og klettaegg- inni þar fyrir innan og síðan niður skriðurnar nokkru innan við eyðibýlið Seljamýri, þar sem stendur gríðarstórt steinhús með inn- föllnu þaki, og síðan áfram inn með firðinum að Stakka- hlíð, sem stendur upp frá fjarðarbotninum norðan meg- in. Af níu bæjum sem voru í nauðsynjar. Þangað sækja þeir lækni, vistir og póst, sem kemur með bóti hálfs- ' mánaðarlega, en " til Seyðis- fjarðar er tveggja tima erfið á sjó. Enginn vegur er þarna á milli, en ganga má eða ríða yfir Hjálmárdalsheiði yfir að Dvergasteini í Seyðisfirði. Mun það vera 25—30 km. leið. Framan við bæinn í Stakka hlíð gehgur fagurgrænn dal- ur langt inn í landið. Þar eru góðir hagar og gengur þar á sumrum mikið fé frá Seyðis- firði og Borgarfirði og austan af Héraði, en úr dalbotninum er alfaraieið úr Loðmundar- firði yfir á Hérað, og hafa í sumar verið teknar upp hestaferðir með ferðamenn frá Eiðum í Loðmundarfjörð. Gróðurinn vefur sig þarna upp eftir öllum hlíðum, svo mikil er sprettan að tún er ónýtt sem ekki hefur verið slegið í 10 ár. Biksteinshólarnir óráðin gáta. Bétt áður en við komum að bænum í Stakkahlíð, liggur leiðin gegnum skrýtna hraun hóla, sem hafa dreifzt yfir dal inn þveran, suður yfir ána við ósana, og eru jafnvel nokkr- ir hinum megin fjarðar. Skýr- ing á tilvist þessara hóla ligg- ur ekki á lausu. Það er engu líkará en þeim hafi verið slett af gríðarstórri reku ofan úr fjallinu í Hraundal, sem er dalhvos er g*ngur nOrður úr Loðmundarfirðinum. Þetta fyrirbrigði er mjög greinilegt, því suðurfjöllin eru úr blá- grýti, en hólamir úr Ijós- Dyrfjöllin séð úr Hjaltastaðaþinghá. sérkennilegú fjöllum á þess- um slóðum, Skælingur, sem sjofarendur kalla gjarnan „kínverska musterið," því að af sjó sýnist tindurinn í lag- inu eins og kínverskt hof. Þetta svipmikla klettafjall sést langt að, og er sennilega enn- þá tilkomumeira í fjarska. Það tekur okkur ekki nema hálfan annan tíma að labba upp í skarðið og suður á brún ina. Þar opnast fagurt útsýni, mót Loðmundarfjarðar og Seyðisfjarðar. Mótivið minnir mig á mynd eftir Kjarval, sem nefnist að mig minnir Fjarðamót, en hvort hún er máluð þarna veit ég ekki. Þarna mætast þessir tveir þröngu firðir með háum fjöll- um í kring, Seyðisfjörður ligg ur frá sameiginlegu mynni í suðvestur inn í landið og Loð- mundarfjörður eilítið í norð- vestur. Síldarbátur siglir inn á Seyðisfjörð, og á lygnum Loðmundarfirði liggja tvö skip og eru eithvað að at- hafna sig, sennilega norskt síldveiðiskip og rússneskt móð urskip, en frá því berast ham- arshögg, sem bergmóla í fjalls hlíðunum. Á Loðmundarfirði þykir skipum gott að leita vars. Fjörðurinn er jafndjúp- ur, þar er hættulítill sandbotn og fjöllin skýla. Þegar hræla er á miðunum liggja þar oft 70—100 síldarskip inni. Bílveg urinn liggur beint niður af hálsinum og inn með firðin- um, en við sjáum rennblautan mýrarkafla rétt neðan við skarðið og þökkum okkar sæla byggð í þessum blómlega dal fyrir 2 áratugum, er nú að- eins einn eftir, Stakkahlíð, auk þess sem í sumar var einn maður á Sævarbóli hin- um megin við ármynnið. í Stakkahlíð býr Sigurður Stef ánsson og tók hann vel þess- um aðskot ’ýrum, þó fólk væri í heyskap og veitti systir hans, Ásta, sem þarna býr einnig með manni sinum, Magnúsi Sigurðssyni og börh- um, okkur góðan beina. Nokru framar í dalnum, sörnu megin, er kirkjujörðin Klyppsstaðir, sem er í eyði, en það er annexía frá Seyðis firði. Loðmfirðingar eiga að grýtinu norðan megin frá. Hef ur það vafizt fyrir jarðfræð- ingum, allt frá Þorvaldi Thor- oddsen, að skýra hvernig þess ir hólar hafa borizt 6-7 km. leið yfir dalinn. Hafa komið fram þær skoðanir að skrið- jökull hafi borið grjótið með sér og skilið síðan eftir eða að jakar sem strönduðu á firðinum hafi gert það og fleiri skýringar eru til. Hvað um það. Bæði í hólun um og uppi í fjallsöxlinni inni í dalkvosinni er einmitt að finna perlusteininn, sem rætt hefur verið um að vinna og selija til útflutnings og hafa í mörg ár farið fram at- huganir á því að vinna hann þarna. Perlusteinn er mest- megnis notaður sem bygging- arefni, einkum með gipsi og eru kostirnir einkum þeir hve vel hann einangrar og hversu léttur hann er. Slíkt berg finnst aðeins í ungum eld- fjallalöndum, eins og hér. Sé það unnið, er eldfjallaglerið hitað mikið upp og verður við það létt og loftkennd berg froða. Með því að nota hann verður byggingarefnið léttara og má spara mikið af stál- grindum í stórbyggingar og brýr. Hafa farið fram athug- anir á magni og gæðum perlu steinsins í Loðmundarfirði og athugaðir markaðir fyrir hann í Ameríku og Evrópu og kostnaður við að vinna hann ag flytja út. Hefur Tómas Tryggvason, jarðfræðingur haft mestan vanda af því af hérlendum aðilum. Erfiðast er hve samgöngulítið er við Loð múndarfjörð, vegur til þunga flutninga til Seyðisfjarðar dýr og engin höfn á staðnum. Bollaleggingar hafa verið um að gera slíka höfn, og gerðar bráðabyrðateikningar. Enn sem komið er, hefur ekki fund izt hagkvæmur markaður og nægilega ódýr leið til að nýta perlusteininn, en athuganir innlendra og erlendra aðila munu halda áfram. Þangað til liggja þarna hundruð þús- unda lesta af bæði ljósum og dökkum molum af þenjanleg um perlusteini. Og það er ó- neitanlega forvitnilegt að skoða grjótmolana og ímynda sér að þeir geti orðið dýr- mætur útflutningur. Þarna inni í dalkvosinni er fleira forvitnilegt. Þar hafa fundizt steingerfingar og stein runnir trjábolir, sem sýna að skógar hafa verið þar fyrir nokkrum milljónum ára. í fjallshlíðinni stendur geysi- stórt steinrunnið tré, sem Stakkahlíðarmenn hafa fært úr gilinu, þar sem það fannst, svo að það sé forvitnum að- gengilegra. Ég hefði viljað eyða lengri tíma í að skoða Loðmundar- fjörð. Hann er bæði einkenni legur og fagur og mun engan iðra þess að koma þar, þó hann sé úr alfaraleið. Og mér finnst mikill fengur að því að hafa þurft að ganga á skrið unum og grösugum dalnum, í stað þess að sjá þetta út um bílglugga. Þess vegna saknaði ég þess ekki þó rauða strikið á vegakortinu táknaði ekki veg, sem mætti aka viðstöðu laust. En hvort sem ferðin í þessa firði, sem hér hefur verið frá skýrt, er farin á bil, hestum, fótgangandi eða með báti, þá borgar hún sig vissulega. Á fáum stöðum á landinu gefst færi á að njóta fegurðar í formum og litum í ríkari mælL — E. Pá. Á hafnargarðinum í Bakkagerði í Borgarfirffi eystri. Staðarfjall handan fjarðarins. llllllllllllilillililMIIIIIMIIIIIIllllllllllllllMllillllllllllllllllllllilllMliillilllMIIIIIIIIIIMilllllllllllilliMilllllMII|IIIMIIIllllll!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIJllllllliií]lllllllllllllllll!lliMlllllNIIIIII!lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!IIIIIIMIIIIIIIIIIIIlIllllilllllllllllllllM;illlllllIllliMltllllllilllllllllllll|||||||||||la

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.