Morgunblaðið - 06.09.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.09.1964, Blaðsíða 17
Sunnudagur 6. sept. 1964 MORGUN BLAÐIÐ 17 Aldarfjórðimgs afmæli Nú í vikunni voru 25 ár liðin frá því að síðari heimsstyrjöldin brauzt út. Orsakir hennar voru margþættar. Helztar þeirra voru valdataka kommúnista í Rúss- landi 1917 og tilkoma fasista og nazista í Ítalíu og Þýzkalandi. Fasisminn og nazisminn voru skilgetin afkvæmi kommúnism- ans. í orði kveðnu var svo látið heita sem þar væru ítrustu and- stæður, enda hófust fasistar og nazistar til valda undir því yfir- varpi, að þeir einir gætu kveðið kommúnismann niður. Öfgar fæða af sér öfgar, og hér fór svo, að þeir sameinuðust til hinna mestu óhæfuverka. Hinir al- ræmdu samningar Hitlers og Stalíns í ágúst 1939 voru að efni um skiptingu Póllands milli Nazi- Þýzkalands og Sovét-Rússlands. Flestir höfðu áður — að vísu misjafnlega snemma — gert sér grein fyrir að til ófriðar mundi draga, en þessi samningsgerð hafði í sér fólgið, að hann skyldi þegar hafinn. Þá voru liðin rétt 25 ár og einn mánuður frá því, að fyrri heimsstyrjöldin hófst. Hún kom mönnum að vissu leyti á óvart en var í flestum aðildarlöndum tekið með fögnuði af öllum al- menningi. Þvílíks fagnaðar varð hvergi vart 1939, ekki einu sinni hjá Hitler sjálfum, því að hann hafði í lengstu lög lifað í þeirri blekkingu, að Þjóðverjar og Rússar yrðu látnir fá næði til að lóga Póllandi óáreittir af öðrum. Betri friðarhorfur Með sama hætti og rekja má iíonungur Breta skoðar skemmdir af loftárásum Þjóðverja jr“ *>■> ^afa þejr tileinkað sér ýmislegt REYKJAVÍKURBRÉF upptök seinni heimsstyrjaldar- innar til rússnesku byltingarinn- ar 1917 hafa sigurvinningar Sovét-Rússlands í síðari styrjöld- inni ógnað heimsfriðnum æ síð- an. Um sigurvinninga Sovét- Rússlands þá verður raunar að tala með ærnum fyrirvara. Ef N azi-Þýzkaland og Sovét-Rúss- land hefðu verið látin eigast ein við eftir að upp úr bandalagi þeirra slitnaði, er ekki vafi á, að Hitler hefði orðið ofan á. Sem betur fór varð raunin eklN sú. Um hitt má endalaust deila, l#vort Vesturveldin hafi gætt þess sem skyldi að hleypa Sovét-Rússlandi ekki of langt með hjálp sinni. Þetta er löngu liðin saga, sem héðan af verður ekki breytt, þótt Jnenn þurfi enn og trúlega um ófyrirsjáanlega framtíð að fást ▼ið afleiðingar hennar. Og þrátt fyrir það, þótt á ýmsu hafi oltið, Þ» er nú mun friðvænlegra en verið hefur lengst af tvo síð- *stu áratugi, svo að ekki sé talað *m ástandið aldarfjórðungi eftir að fyrri heimsstyrjöldin hófst. Úrslitum ræður, að lýðræðis- þjóðirnar hafa nú myndað öflug •amtök til varnar sjálfum sér og heimsfriðnum. Ef ekki hefðu í •enn verið viðhöfð ítrasta ein- beitni og þolgóð hófsemi mundi ilia hafa farið. Um það bera átök ht um kjarnorkustöðvar á Kúbu haustið 1962 órækt vitni. Komið í veg fyrir allsherjar kreppu Það er ekki einungis í varn- nrmálum, sem lýðræiðsþjóðirnar hafa sýnt meiri árvekni nú en áður. Efnahagskreppan, sem gekk yfir öll lönd á fyrri hluta fjórða tugs aldarinnar og hófst 1929, leiddi strax til ósegjanlegr- •r ógæfu fyrir allar þjóðir og átti drjúgan þátt í að hleypa •einni styrjöldinni af stað, því að áa hennar hefðu nazistar sehni- h>«a aldr«i náð vöidum í Þýzka- Laugard 5. sept landi. Ýmsir spáðu því, að svipuð kreppa mundi hefjast að nýju á árunum milli 1950 og 1960. Vegna þess að menn kunnu nú að var- ast þau víti, sem þeir urðu fyrir aldarfjórðungi fyrr, hefur farið miklu betur en ýmsir spáðu. Þegar menn hnýta í hagfræð- inga og aðra sérfræðinga er sann arlega rétt að hafa þetta í huga. Þeir eru ekki alvitrir og úrslita- ráð hljóta ætíð að vera hjá þeim, sem með ríkisstjórn fara og á- byrgð bera. En hagnýting vís- inda jafnt í þjóðfélagsmálum sem öðrum efnum, er skilyrði þess að vel fari. Harla lærdómsríkt er og, að kreppan um 1930 gekk yfir öll lönd, hvert sem þjóðfélagsformið var. Þá sögðu kommúnistar raun ar, að Sovét-Rússlandi hefði ver- ið forðað frá hennL Nú orðið er ljóst, að munurinn var sá einn, að þar sem atvinnuleysi þjáði lýð ræðisþjóðirnar, þá varð hungur- dauði ótöldum miiljónum að bana í Sovét-Rússlandi. Eru kommúnistar sennilega einir um að segja það hlutskipti betra en hitt. Samhæfing Úr því að efnahagur allra þjóða var svo samtvinnaður þá, þegar samskipti voru þó miklu minni en nú, má nærri geta hversu mikið liggur við, að sam- hæfing og eðlilegt samstarf tak- ist héðan f frá. Viðbúið er að sumir segi, að allt aðrar orsakir hafi legið til hungursneyðarinn- ar í Rússlandi en atvinnuleysis- ins i Vesturlöndum. En víst væri það einkennileg tilviljun, ef hún hefði ein ráðið því, «ð þetta bar samtímis að. Hvarvetna voru það rangar ákvarðanir byggðar á röngum efnahagskenningum, sem ófarnaðinn höfðu í för með sér. Hið góða er, að allir hafa lært aí mistökunum og ekki einungis áf eigin mistökum heldur einn- ig af mistökum annarra. í Banda- ríkjunum er nú allt annað og betra þjóðfélag en var á árun- um kringum 1930. Nánara sam- starf ríkisvalds og einstaklings- framtaks gerir gæfumuninn. í ríkjunum og Kanada er hins veg- ar með allt öðrum hætti en í Vestur-Evrópu, svo að ekki sé talað um einræðisríki eins og Sovét-Rússland. Sósíalistar hafa aldrei í neinni mynd getað' náð fótfestu í Norður-Ameríku. Með því er ekki sagt, að flokkar þar hafi ekki sitthvað lært af kenn- ingum sósíalismans. Þvert á móti hafa þeir tileinkað sér ýmislegt af því, sem sósíalistar annars staðar hafa barizt fyrir, þó að þeir hafi aldrei sett á sig það kenningahelsi, sem sósíalistum hefur yfirleitt fylgt. Fyrir þann, sem vanizt hefur flokkaskipun eft Sovét-Rússlandi fær almenning- ur, utanlands og innan, lítt að vita um þau átök, er eiga sér stað um stjórnarstefnuna. Eng- um getur samt dulizt, að þó að frjálslegir stjórnarhættir eigi þar enn langt í land, þá hefur margt færzt í réttara horf á seinni ár- um. Villandi nöfn Ekki er um það deilt, að lífs kjör eru hvergi betri en í Norð- ur-Ameríku. Auðvitað eru þar góð og mikil lönd með yfirfljót andi auðsuppsprettum. Fróðir menn segja landkosti þar þó sízt betri en t.d. í Sovétsamveldinu og tii skamms tíma var enginn heimshluti auðugri en Vestur- Evrópa. Flokkaskipun í Banda ríkjunum og Kanada er hins veg ar með allt öðrum hætti en Vestur-Evrópu, svo að ekki sé talað um einræðisríki eins og Sovét-Rússland. Sósíalistar hafa aidrei í neinni mynd getað náð fótfestu í Norður-Ameríku. Með því er ekki sagt, að flokkar þar hafi ekki sitthvað lært af kenn- inguim sósiaUsmans. Þvert á móti af því, sem sósíalistar annars staðar hafa barizt fýrir, þó að þeir hafi aldrei sett á sig það kenningahelsi, sem sósíalistum hefur yfirleitt fylgt. Fyrir þann, er vanizt hefur flokkaskipun eft ir evrópískri fyrirmynd, er þess vegna heldur örðugt að átta sig á flokkaskipun vestra. Ekki auð- veldar það, að nöfn flokkanna segja í raun og veru ekkert til um stefnu þeirra. . Oglöggur munur í Kanada er stjórnskipun með þeim hættL að í Ottawa situr al ríkisstjórn, en jafnframt hefur hvert fylki um sig sína fylkis- stjórn. Jafnt í alríkinu sem fylkj- unum eru þingræðisstjórnir með svipuðum hætti og hér. Er þá kosið sérstaklega til alríkisþings- ins og fylkisþinganna. Flokka- skipun í hinum einstöku fylkj- um er nokkuð ólík en á alríkis- þinginu hafa líberalir (frjlás- lyndir) og konservatívir (íhalds- menn) lengi barizt um völdin. Líberalir höfðu lengi verið ofan á en töpuðu fyrir nokkrum ár- um fyrir konservatívum, sem aft- ur misstu meirihluta sinn ekki alls fyrir löngu. Líberalir hafa nú stjórnina með höndum en eru samt í minnihluta. Um ágrein- ingsefni þeirra var erfitt að fá fullnægjandi skýringar. I bili virtist hann helzt vera um, hvort upp skyldi taka nýtt flagg eða ekki. Hið nýja flagg er vafalaust geðfeldara ýmsum, sem ekki eru af brezkum stofni, einkum frönskumælandi. Mjög erfitt var að fá menn til. að tala um þetta efni og var það þó auðfundið tilfinningamál undir niðri. Þá má minnast þess, að Diefen- baker, fyrrverandi forsætisráð- herra, reyndi að færa sér í nyt ríg I garð Bandaríkjamanna. Flokksbróðir hans, fylkisstjórinn í Manitoba, hélt aftur á móti ræðu á Islendingadegi, þar sem hann vék að fjárfestingu Banda- ríkjamanna í Kanada og taldi hana hafa orðið báðum þjóðum til góðs. Kanadamenn hefðu yfir að ráða miklum auðlindum, sem fjármagn þyrfti til að hagnýta og væri það auðsaer vinningur fyrir þá að fá til þess fé frá Bandaríkjamönnum. Af þessu má marka, að erfitt er að gera sér grein fyrir hvað raunverulega skilur á milli flokkanna. Liheralir til kægri við konservativa f Manitoba-fylki eru þrír aðal- flokkar, konservatívir, sem nú eru við völd, líberalir, sem eru næststærstir og frjálsir demó- kratar, sem eru minnstir. Sá er þetta ritar átti samtímis tal við þrjá þingmenn þessara flokka, sinn úr hverjum. Ollum kom þeim saman um, að þar í fylk- inu væru konservatívir a.m.k. ekki til hægri við líberala og í nágrannafylki, sem þeir nefndu, væru líberalir hreinn afturhaids- flokkur. Mesti afturhaldsflokk- urinn í Kanada væru þó hinir svokölluðu „sósíalkredit“-menn, sem eru við völd í þremur fylkj- um. Um frjálsa demókrata kom þeim saman, að þeir styddust við verkalýðshreyfinguna. Talsmað- ur þeirra sagði flokk sinn hafa samband við sósíaldemó- krata a.m.k. í Svíþjóð. Aðspurð- ur um verkföll þar í fylkinu, sagði þessi heiðursmaður, að sem betur fer hefðu þau ekki orðíð svo teljandi væri síðan rétt eftir 1950. Viðhorfin til verkfalla voru því vissulega mjög svipuð hjá honum og kunningjum hans með- al sósíaldemókrata í Svíþjóð. Sömo tejiundar ©g Goldwater? Af öllum fylkjum í Kanada eru Alberta og British Columbia tal- in bezt stæð. Valda þar mestu um olíulindir og námur, sem þarna hafa fundizt á síðustu ár- um, aðallega eftir seinni heims- styrjöldina. Auk þess er Alberta mikið búskaparland og British Columbia liggur út að Kyrrahaf- inu, þar sem laxi er ausið upp svipað og við gerum við síld, og búið er í frjósömum vesturhlíð- um Klettafjallanna. í báðum þess ipn fylkjum fara „sósíalkredit“- menn með völd. Upphaf þeirra mun vera í Albertafylki og var fróðlegt að spyrja menn þar um hinn ráðandi flokk. Á fylkisþing- inu eiga sæti 65 þingmenn og hafa „sósíalkredit“-menn 62 af þeim. Enginn þeirra, sem spurð- ur var, gat svarað því með vissu, hvort þeir hefðu meirihluta með- al kjósenda, eða hefðu unnið svo mörg þingsæti einungis vegna klofnings andstæðinga sinna. Helzt var þó svo að skilja sem þeir mundu ekki hafa meirihluta meðal kjósenda og víst var, að kosningaþátttaka var mjög lítil, innan við 50%. Fáir fengust til að segja, að þeir væru fylgjandi „sósíalkredit“-mönnum, og allir játuðu, að þeir hefðu brugðizt því eina loforðþ sem þeir hefðu gefið með vissu, að borga hverj- um þegni 25 dollara á mánuði fyrir ekki neitt. Allir héldu þvt hins vegar fram, að þeir stjórn- uðu vel, en mjög vafðist fyrir mönnum" að segja hver stefnan væri. Einn ungur maður sagðL að þeir væru likastir hægri armi répúblikanaflokksins og fylgdu sömu kenningum og Goldwater. Sá eini, sem sjálfur sagðist kjósa „sósíalkredit“-menn fórnaði hins vegar höndum til himins, þegar honum var sagt frá þessari skýr- ingu og spurði, hvort ætlunin væri að móðga Albertafylki! Aug ljóst er, að fylgi „sósíalkred- it“-manna bæði í Alberta og Brit- ish Columbia byggist á því, að þeir eru taldir hafa gert mikið fyrir fólkið. Kvað svo rammt »ð því í Alberta, að bent var á mik- ið samkomuhús og sagt, að þetta hús hafi stjórnin gefið fólkinu í fyrra! f British Columbia var sagt um ótal mannvirki: „Þetta á Bennett." Ókunnugir mundu halda, að Bennett þesst væri býsna ríkur. En skýringin var sú, að það var nafnið á forsætisráð- herranum, og allar eigur fylkisins við hann kenndart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.