Morgunblaðið - 06.09.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.09.1964, Blaðsíða 28
MORGUN BLAÐIÐ Sunnudagur 6. sept. 1%4 HERMINA BLACK: Eitur og ást óreynd — eftir aldri. Svo að hún lét rás viðburðanna afskipta- lausa og spurði sig engra spurn inga. í dag riðu þau út að rústun- um, sem verið var að grafa í. Coirnna hafði komið þangað áð- ur, en í dag var sérstök ástæða til ferðarinnar. Lokgins hafði eitthvað fundizt sem gladdi þessa grúskara, sem voru að grafa þarna og voru allir í fortíðinni. í>eir voru komnir niður á sjálft musterisgólfið og höfðu fundið goðið, sem musterið hafði verið. helgað. Þeir höfðu líka fundið gröf og í henni var kvenmanns- múmía, sem hafði þolað tímans tönn sérlega vel. Tveir amerískir fornfræðingar, sem voru í Luxor ætluðu að koma í bíl í dag og líta á gersemarnar. Og af því að ekki vannst tími til að þeir kæmu heim til Lediards, hafði hann afráðið að bjóða þeim hádegis- verð þarna í rústunum. Sandra ætlaði að koma síðar, með hinum tryggu aðdáendum sínum af flugstöðinnL Ætlunin 20 var að Corinna og Sandra bæru matinn á borð, úr nestiskörfun- um, sem gengið hafði verið frá, en Corinna vissi af reynslu að Sandra mundi hugsa mest um að láta dást að sér, en lofa Corinnu að sjá um matinn. Prófessorinn hafði haldið því til streitu að Corinna fengi einn frídag í viku, og hann var ein- mitt í dag. Það var Blake, sem hafði stungið uppá því að þau færu ríðandi alla leið og biðu eft ir Söndru við rústirnar. Frú Glen ister hafði að vanda afþakkað að vera í feðinni. Corinna var glöð og ánægð, eins og alltaf þegar hún var með Blake. Hafi hann verið meir hugsandi en ella, tók hún að minnsta kosti ekki eftir því. Hún var fyrir löngu hætt að taka til þess þó að þau riðu lengi þegj- andi saman. Þau voru komin langleiðina að rústunum, þegar hann spurði: — Hvernig er með samkvæmið annað kvöld? Ætlar þú að fara? — Já, svaraði hún. — Prófess orinn vill ekki heyra nefnt að ég sitji heima. — Josephine frænka ætlar að koma líka, sagði hann. — Er það mögulegt? sagði Cor inna forviða. Svo hló hún. — Ég vona að hún aetli ekki að hafa neinar brellur í frammi. — Hún álítur að þið ungu döm urnar verði að hafa siðvæðingar dömu með ykkur. Hún segir að sig langi ekkert til að eta brauð og salt húsbóndans, en sannleik urinn er sá, að hann hefur komið henni í klípu. Hann sendi henm úrvals arabahest hérna um dag- hesthúsið hennar, kallaði hann það. Henni er meinilla við að komast í þakkarskuld við hann, en bætir við, að hann sé ekki verðugur þess að eiga jafn ágæta skepnu og folinn er. Og það væri bein móðgun að endursenda gjöf ina. Þessvegna fer hún í sam- kvæmið. — Ætlar þú að koma líka? spurði hún forvitin. — Ég kemst varla hjá því, sagði hann. Og þó að Blake hefði andstyggð á Zenoupous, hafði hann ástæðu til þess að láta ekki á því bera. — Hversvegna heldurðu að honum sé svona hugað um að við komum? — Æ, hann hefur gaman af að láta á sér bera. Og þú mátt reiða þig á að þetta verður veglegt samkvæmi! Væri ég í þínum sporum mundi ég reyna að gleyma andúðinni á manninum og leitast við að skemmta mér sem bezt. Það er ekki svo oft sem þú ert boðin í samkvæmi hérna. Og það var satt. En meðan Blake var þarna hirti hún ekk- ert um að koma í samkvæmi. — Veiztu hvað þessari vænt- anlegu leiksýningu líður? spurði hann. Undirbúningurinn gengur á- gætlega. Þau hafa æft sig _ á hverju kvöldi alla þessa viku. Ég hef verið á æfingunum vegna þess að þau vantaði hvislara. Þig? — Það er gaman að því fyrir þau. — Já, í rauninni er það. Frú Lediard er verulega góður leik ari. Frumsýningin á að verða afmælisdaginn hennar. Eftir hálfan mánuð. — Er Wrayman ekki með í þessu?' — Nei, hann vildi það ekki . . . Corinna óskaði að sér þætti ekki svona óþægilegt að heyra jaafn Wraymans nefnt. — Þetta verður 25., er ekki svo? sagði hann. — Josephine frænka ætlar að lána þeim skál ann sinn, og gefa þeim kvöld- verð á eftir. — Já, ég veit það. Samizt hafði um vopnahlé milli frú Glenister og konu Philip Lediard, „blessaðan sak- leysingjann“, sem hún kallaði hann. Og nú hafði hún komizt að þeirri niðurstöðu, að ef hún hefði gát á Söndru — sem hún gerði sér engar tyllivonir um — gæti frændi hennar orðið gæfu- maður áður en lyki. Hún hafði drepið á það við Söndru, að Phil ip væri nákomnasti ættingi sinn og mundi fá rífan hlut af arfin- um, og þó að hann væri talsvert loðinn um lófana sjálfur, vissi hún að Sandra mundi ekki amast við að verða enn ríkari. — Hver veit nema það varni henni frá að hlaupa burt frá hon um einn góðan veðurdag og gera útaf við hann, sagði hún við Blake. Hann áleit að hún mundi hafa rétt fyrir sér. Hann hafði ekki orðið hrifnari af Söndru við að kynnast henni betur, og hún var ekki í neinum vafa um að sér félli illa við hann — líklega staf aði það af því, að hann fór ekki dult með að sér félli vel við Corinnu. Sandra var í essinu sínu þenn an dag. Hún duflaði óspart við förunaut sinn og Ameríkumenn irnir urðu að gjalti og ofurseldir ‘“töfrum hennar. En Corinnu sýnd BLADADREIFING FYRIR 2;Uorsu»»WaNÍ» ! Morgunblaðið þarf þegar í stað að ráða fólk til blaðadreifingar í þessi blaðahverfi: Framnesvegur — Sörlaskjól — Hjarðarhagi — Grenimelur. Hringbraut vestast og Grandavegur — Víðimelur. Laugavegur frá 105—177 — Miðtún. Hrísateigur — Austurbrún — Suðurlandsbraut. Álfheimar — Gnoðavogur — Safamýri. Gjörið svo vel að hafa samband við afgreiðslu Morgunblaðsins. sími 22480. KALLI KÚREKI —>f— — Teiknari; J. MORA 138FJOKBZ PISTieACTS THE Oll-T/MER 'S ATTENTIOM IAHD SWIFTLYCHÁN&ES THE DECK------------ \^\ WHO'S THAT WHO? HIM ? ) OUST CAME. IK)? t pijMOO / r Þegar þeir félagamir hafa spilað í kíukkutíma, er Gamli Skröggur kommn í mikinn gróða. Brandur sér, að við svo búið getur ekki staðið, hann dregur athygli Skröggs frá spilinu, þegar hann sér færi á, og flýtir sér að stokka spilin upp að nýju. — Hver var að koma inn núna? segir Brandur við Skrögg. Skröggur horfði í áttina til dyr- anna. — Hver? Hann? Ég þekki hann ekki. — Við skulum spila póker, segir Skróggitr. Þú átt að geía. —Kannski ætti ég að hætta þessu, segir Brandur. Ég hef sjaldan verið svona óheppinn í spilum. — Þú getur ekki bætt fyrir það sem þú ert búinn að tapa með því að hætta. Brandur viðurkennir það, og eftir nokkrar umræður ákveða þeir að halda spilameruiskunni áifram. ist Wrayman gilda einu um þetta aldrei þessu vant. Enda varð hann að vera stimamjúkur við þessa vísindamenn, sem komu I heimsókn. Eftir hádegisverðinn fóru allir að skoða síðasta fornleifafund- inn, sem hafði verið borinn inn í stórt tjaid, því að ekki var við- lit að halda sig úti vegna sólar- hitans. Þarna var múmían. Eng inn vafi lék á því, að musteri þetta hafði verið helgað sólar- guðinum, og að múmían hafði verið ein af musterisgyðjunum. — Ég vona að henni sé ekki illa við þetta umstang, sagði Cor inna að baki Blake. Sandra heyrði þetta og sagði: — Hún leggur líklega bölvun sína á okkur öll. Það mundi ég að minnsta kosti hafe gert. — Já, það kunni þá list, sagði prófessorinn. — En þú þarft ekki að óttast neitt, Sandra. Engar bölrúnir voru sjáanlegar á gröf- inni eða líkþónni. Og ég ætla ekki að flytja þessa konu úr landi. Hún á að fara á safnið í Kairo. — Mig gildir einu um það, sagði Sandra og yppti öxlum. — En það væri gaman að vita hvort nokkuð er til í þessum endur- holdgunarkenningum. Hugsum okkur að þetta væri sama mann eskjan og ég! Það er nærri því óhugnanlegt að hugga til þess. Ég held að þú verðir að yrkja kvæði um þetta, Robin! Hann stóð hjá henni og sagði eggert fyrst í stað, en hryggðar- svipur var á fallegu andlitinu. Loks sagði hann: — Ég gæti það. Mér finnst á mér að ég hafi verið prestur í Egyptalandi. Kannske í þessu musteri — hver veit? — Talaðu ekki svona- sagði Sandra hvasst. — Þá dreymir mig ekki um annað í nótt. Hann hló. — Ég hélt að þú værir alger efnishyggjumaður. — Það er ég. Ég er bara að gera að gamni mínu. — Komdu nú og líttu á dótið, sem þessi kona hefur átt, og at- hugaðu hvort þú kannast við nokkuð af því. Hann tók í hand- legginn á henni og fór með hana lengri inn í tjaldið. Corinna horfði á eftir. Þau stóðu þétt saman og beygðu höfuðið. Hún heyrði lágan hlát- ur Söndru, og sá hvernig hún leit til Robins. Hvernig dettur henni í hug að gefa honum svona undir fótinn? hugsaði Cor inna með sér og leið illa. . . . Vernon Curtis, sem stóð að þessum leiðangri með Lediard prófessor, hafði bækistöð sína rétt við uppgraftarstaðinn, og síðdegis höfðust gestirnir við í hinu stórá, vistlega tjaldi hans. Sandra reyndi að láta töfra sína verða sem auðsæasta, eins og alltaf þegar hún var innan um karlmenn. Sénstaklega var sá Eskifjörður í BÓKSÖLUNNI á Eskifirði er umboð Morgunblaösins á Eskifirði. í „Bakaríinu" hjá Hlöðver Jónssyni er blaðið einnig selt í lausasölu yfir sumarmánuðina. Seyðisfjörður UMBOÐ Morgunblaðsins í Seyðisfjarðarbæ er í Verzl. Dvergasteinn. Blaðið er þar einnig í lausasölu fram til kl. 11,30 á kvöldin. „Bar- inn“, veitingastofa, hefur blaðið í lausasölu. Vopnafjörður Á Vopnafirði er Gunnar Jónsson, umboðsmaður Morgunblaðsins og í verzlun hans og söluturni Kaupfé- lagsins er blaðið einnig selt í lausasölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.