Morgunblaðið - 19.09.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.09.1964, Blaðsíða 3
1 Laugardagur 19- sept. 1964 MORCU N BLAÐIÐ 3 eða „Þegar ég sigldi burt með Ameríkubikarinn.“ Og ef einhverjum tekst að sigla burt með hann, þá er það Peter Scott. Og hvers vegna? Honum hefur tekizt allt sem hann ætlar sér. Faðir hans, hinn frægi heimskauta- landkönnuður, Robert Falcon Scott, dó á Suðurheimskaut- inu þegar Peter var tveggja ára — en skömmu áður en hann lézt skrifaði hann bréf til konu sinnar, og sagði: „Vektu áhuga hjá drengnum á náttúrufræði; það er honum hollara en leikir. Og umfram allt, verður hann að verja sig og þú verður að verja hann gegn leti. Gerðu hann að harð- skeyttum manni.“ Frá þeirri stundu hefur Peter Scott ekki lifað neinu letilífi. Hann hefur fengizt við hitt og þetta um ævina, verið vinsæll rithöfundur (skrifað 11 bækur), listamaður (haldið sýningar í London og New York), fréttaþulur við sjóh- varpið (sá um dagskrána við brúðkaup Elízabetar og Philip prins). í síðari heimsstyrjöld- inni var hann flotaforingi, tók þátt í árásinni við Dieppe, gerði hernaðarlega áætlun um afstöðu skipa í stríðinu, sem brezka flotamálaráðuneytið samþykkti og náði til allra skipa á Atiantshafinu. í dag er hann heimsfrægur náttúru- fræðingur og fuglafræðingur, sem einkum hefur beitt sér fyrir friðun ýmissa fuglateg- unda. Stjórnandi dýragarðsins í London og forstöðumaður Snekkjurnar sem keppa um Ameríkubikarinn, Constella- tion að ofan og Sovereign að neðan. Ameríku-bikarinn U M allan heim er fylgzt af áhuga með siglingarkeppninni um Ameríkubikarinn, sem nú er háð undan strönd Rhode Island. Einkum eru það banda rísk og brezk blöð, sem skrifa mikið um keppnina, enda eiga þau bæði hagsmuna að gæta. Þegar er lokið tveimur um- ferðum af sjö og hafa Bret- arnir beðið lægri hlut í þeim báðum. Orsök ósigursins er talinn lélegri seglaútbúnaður brezku skútunnar, Sovereign, Báðu Bretarnir um eins dags hlé í keppninni og er það leyfilegt samkvæmt keppnis- reglunum. Hléið ætla þeir að nota til að dytta betur að segl- unum. Eina sem getur bjargað þeim úr þessu er blásandi byr, í öllum umferðum sem eftir er, því að því er kunnugir telja Bob Bavier Blásandi byr eina sigurvon Bret- anna í keppninni um Ameríku- bikarinn nær Sovereign sér fyrst á strik í hífandi roki. Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu, hefur keppnisbikarinn — sem þykir frámunalega ljótur — verið í höndum Bandaríkjamanna í 113 ár. Þá sigraði siglingar- klúbburinn í New York hinn konunglega brezka siglinga- flokk fyrir framan nefið á Viktoríu drottningu. Snekkj- an sem sigraði hét America, og af henni dregur keppnin nafn sitt. Það er til fræg saga frá þessum tíma. Viktoría drottn- ing á að hafa spurt: „Hver vann keppnina?" Fylgdarmað- ur hennar svaraði: „Ameríka varð fyrst, yðar hátign. Það varð enginn í öðru sæti.“ Bandaríska vikublaðið Time er eitt af mörgum blöðum sem gert hafa keppnina að um- ræðuefni og þá sérstaklega skipstjórann Peter Scott, og segir þar eitthvað á þessa leið: Hvað verður úr sonum frægra manna? Venjulega ekki neitt. En það tók Peter Scott fjögur ár að skrifa sjálfsævisögu sína og hún var 500 þúsund orð á lengd. Út- gefendunum tókst að skera hana niður í 679 blaðsíður — en þá var Scott aðeins 51 árs að aldri. Nú er hann 55, og í Newport á Rhode Island keppist hann við að skrifa niður í vasabók sína spánýj- an kafla, sem á að heita: „Ný- lendurnar heimsóttar á ný“, fræðingar hafa ýmislegt við byggingu snekkju hans, Sov- ereign, að athuga, en ekkert við sjálfan skipstjórann. „Ég hef þekkt Peter Scott lengi,“ sagði Bob Bavier, skipstjórinn í Constellation, keppinautur hans. „Hann er líklegur til að verða erfiður viðureignar." Eftir síðustu fregnum að dæma er sigurvon Bretanna nokkuð farin að dvína, þó þeir beri enn höfuðið hátt og líti glaðlega út. Peter Scott sagði þó við fréttamenn: „Það er fjarri mannlegu eðli að verða 20 mínútum og 24 sekúndum á eftir í mark og standa á sama um það. Én ósigurinn hefur ekki dregið úr okkur kjarkinn til að taka á öllu sem við getum, heldur þvert á móti.“ Sú skrýtla var send á fjar- ritara í gær, að einn skipverj- anna á Sovereign, David Mar- ques, hefði þurft að ná síma- sambandi við Peter Scott þá um daginn. Allar línurnar voru uppteknar og símastúlk- an sagðist ekki geta slitið nema um líf og dauða væri að tefla. „Þetta er upp á líf og dauða snekkju nokkurrar, sem heit- ir Sovereign,“ sagði Marques. — „Ég er hrædd um ég geti ekki slitið nema það snerti líf og dauða mannlegrar veru“, svaraði símastúlkan. >— „Jæja þá, ef ég fæ ekki samband fremja ellefu menn á snekkj- unni sjálfsmorð,“ sagði Marques. Hann fékk samstundis sam- band. NA 15 hnútar / SV SOhnúfif X SnjHt • u /■/*< 7 Sktjrir S Þrvmur 13 KutíoM Hifsshi! H Hmt L Lsft Peter Scott Severn Wildfowl Trust, sem á heimsins stærsta safn anda, gæsa og svana úr öllum heims- hlutum. En hann hefur einnig gefið sér tíma til leikja. Hann setti brezkt hæðarmet í svifflugi árið 1960, vann bronsmerki í siglingum á Olympíuleikjun- um 1936 og fengið fleiri verð- laun fyrir kappsiglingar. Þegar hann fór’með sigling- arflokk sinn til Newport til æfinga fyrir um það bil mán- uði vakti hann undrun Bandaríkjamannanna fyrir kjark sinn og nákvæmni. Sér- hitinn aðeins 1 til 3 stig á an 14.20: landinu norðanverðu, og gekk ísrek á siglingarleið 6 míl á með snjó og krapaéljum ur norð-vestur af Sauðanesi víða austan Skagafjarðar. Auk (við Siglufjörð). Tveggja Borgaríss, sem hefur orðið mílna breitt belti af stórum og vart við Narðurland, hefur smáum jökum. 8TAKSIEIMR Um dýrmætt líf að tefla í vikuriti Þjóðvamarmanna, „Frjálsari þjóff“, segir svo m.a. í gær: „Þaff er greinilegt af Þjöffvilj anum undanfarna daga aff a.m.k. einn maffur hefur haft mjög gott ~ af Moskvuviðræffunum og dvöl sinni þar — Einar Olgeirsson. Hann er skriffinn út úr híffi skammdegisvetrarins íslenzka og genginn í endumýjun lífdaganna. Gamlir menn og langminnugir minnast þess ekki aff hafa séff hann í þvilíkum ham síffan ein- hvem tíma löngu fyrir stríff. Hann talar eins og óffur maffur flaumósa og á seinasta snúningi. Hann sér „villtustu Morgunblaffs ritstjóra" í fasistagærum dansa stríffsdans umhverfis sig; loffinn hrammur erlends auffhringasam- særis sýnist ætia aff bregða glampandi hnífsblaffi á sjálfa lif taug íslendinga — þráðinn til Moskvu. Einar teflir upp á líf og dauða á borffi Islands gegn undir förulustu fjármálasnillrngum Standard Oil — og í veffi er sjálf ur tilverugrundvöliur íslenzku þjóðarinnar — pólitísk fisksala til Sovétríkjanna. Viff skiljum vel, hvers vegna hr. Olgeirssyni er skyndilega svona mikiff niffri fyrir. Þaff er nefnilega um hans eigiff pólitiska líf aff tefla — líf, sem hr. Olgeirs son setur öllu lífi ofar.“ „Það heimskulegasta rugl“ Ofannefnt vikurit er aff mestu helgaff ,rsíldarævintýri félaga Einars", sem þaff kallar svo, valdabaráttunni innan Sósíalista- flokksins, undirlægjuhætti hans viff Moskvuvaldiff og væntanlega eyffiieggingu kommúnista á Al-. þýffubandalaginu. Hinar raun- vemlegu orsakir síldarspekúla- sjóna félaga Einars eru raktar og „skrif Einars Olgeirssonar af þessu tilefni í Þjóffviljann eftir heimkomuna eru þaff heimsku- legasta rugl, sem sést hefur í Þjóffviljanum árum saman", seg- ir þar. Enn segir: „Lesendum á aff skiljast, aff Einar Olgeirsson hafi bjargaff framtíff Norffur- lands sérstaklega meff Moskvu- viffræffunum. Heilindin má nokk- uff marka af því,.... aff hvorag- ur af þingmönnum Alþýffubanda Iagsins á Norffurlandi hafffi hug- mynd um aff kjördæmum þeirra hefffi veriff bjargaff austur í Moskvu — fyrr en þeir lásu fagn aðarboffskapinn í Þjóffviljanum." Nýjar bækur á gamalt fat í sama blaffi rekur Amór Hannibalsson ummæli Einars Olgeirssonar í greininni „Upp- vakningar". Meff sömu orffum hafi hann fyrst þótzt vera aff berjast gegn „enska imperíalism anum“ árið 1935, síðan gegn „yfir gangi Þýzkalands" árið 1937, og gegn hinum „ameríska Mamm- oni“ 1949. Læknisráff Einars var ávallt hiff sama: að binda ísland Sovétríkjunum viffskiptalegum böndum (1935 talar hann jafn- vel um „Sovét-ísland“ og „inn- göngu þess í Sovét-bandalagiff“. Síffan segir Amór m.a. undir fyrirsögninni „Nýjar bætur á gamalt fat“: „Þær hugmyndir, sem (E.Ol.) hefur veriff aff lýsa undanfarna daga í málgögnum sínum, eru því Iangt frá því aff vera nýjar.... Auffvaldiff, sem barizt er gegn, heitir nú ekki hinn „ameríski Mammon“, held- ur olíuhreinsunarstöð og alúmín- íumverksmiffja. Sé þessi kaleik- ur burtu tekinn, blasir viff mark affsöryggi og björt framtíff: Sov- ézkt lán til raforku framkvæmda gegn því aff vélar séu keyptar þar og greitt í íslenzkum afurffum, allt aff því ótakmörkuð kaup á niðurlagffri síld. Þar með væri hinni „íslenzku stefnu“ borgið og viðskiptin viff Sovétríkin aftur orffin „hornsteinn efnahagslegt sjálfstæffis vors“.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.