Morgunblaðið - 19.09.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.09.1964, Blaðsíða 10
10 MORCU N BLAÐIÐ 1 Laugardagur 19. sept. 1964 Páll Líndal: ,Utlagar' Einars Jónssonar cg skrifin um heiti þeirra Er ekki rétt að hafa heitið, sem höfundurinn valdi verki sínu? S-''sbjörn Jónsson fer á stúfana í vikunni, sem leið, birtist í VLi alllöng grein eftir Snæbjörn Jónsson, og er þar fjallað um heitið á styttu Einars Jónssonar, ssm sett var upp í öndverðum jónímánuði síðastliðnum á gras- i iitnum sunnan við kirkjugarð- inn á Melunum. Hyggst greinar*- höíandur sanna það, að styttan haíi ranglega verið nefnd „Út- lagar“; hið rétta heiti hennar sé „Útilegumaðurinn“. Hefur hann mörg orð um, að „rang- nefnið“ lýsi „ótrúlegum misskiln ingi“ og lætur hann þá von í Ijós, að „rangnefnið verði lagt miður“. — Greinarhöfundúr kemst á einum stað svo að orði: „Við megum ekki brjála því heiti, sem höfundurinn hafði um verk sitt, þegar hann ræddi um það“. Þetta er að sjálfsögðu alveg rétt og ætti ekki að þurfa um slíkt " að deila. Þess vegna er það mjög hrapallegt, að Sn. J. skuli leggja í það að skrifa grein, sem er á annan metra á lengd, þar sem aílt gengur út á það að brjála heiti, sem höfundur hefur notað um verk sitt. En þetta er ekkert einsdæmi. Það hefur löngum reynzt auðveldara að gefa heil- ræðin en halda þau. Skrif Axels Thorsteinsson leiðrétt Sn. J. er heldur ekki einn um þessa skoðun sína. Axel Thor- steinsson hefur í þrígang ritað 'um heiti styttunnar í Vísi og haldið því fram, að hún héti „Úti- legumaðurinn“. Rökstuðningur A. Th. var þessi: .........lista- maðurinn sjálfur nefndi hana aldrei öðru nafni.“ í Vísi þirtist 18. júlí s.l. örstutt leiðrétting frá mér, og var þar greint frá ástæðum þess, að ég fór að skipta mér af þessu máli. Þar var sýnt fram á, að þessu væri á gagn- stæðan veg farið. Einar Jónsson hefði einmitt nefnt styttuna „Út- laga“, O'g hlyti það því að vera hið rétta heiti hennar. Björn Th. Bjömsson listfræðingur, sem nefnir styttuna réttilega „Útlaga" í listasögu sinni, ritaði og um málið í Vísi og benti á rök fyrir því heiti. „Röksemdir“ Snæbjarnar Jónssonar. Nú víkur sögunni aftur að grein Sn. J. Hann heldur því sem sagt fram, að styttan heiti „Úti- legumaðurinn“; með öðrum orð- um, að það sé nafnið, sem Einar Jónsson hafi gefið þessu verki XVI. sínu. Hver eru svo rök Sn. J. fyrir þessu? Mér virðist, að þau séu þrenns konar: 1. Frásögn Sn. J. af samtölum sínum við Einar Jónsson, og er þar ekki vitnað í aðra heimildarmenn. 2. Kvæði á ensku eftir ókunn- an höfund, en kvæðið kveðst Sn. J. hafa fundið í rusli í í skrifstofu ísafoldar fyrir meira en hálfri öld og síðar hafa gefið University Coll- ege í London. 3. Ferðamannabæklingur, Ice- land Year-Book, sem Sn. J. tók saman fyrir mörgum ár um eða áratugum, en mun að hans sögn nálega óþekkt- ur hér á landi. Þar á senni- lega að vera veigamikil sönn un, því að í greininni stend- ur: „ . . . í árbókinni er Úti legumaðurinn nefndur The Outlaw!" Svo virðist þó sem Sn. J. telji þessi „rök“ helzt til léttvæg, því að í lok greinarinnar segir hann, að frú Anna Jónsson, ekkja Ein- ars Jónssonar, og systkini hans eigi að hafa úrskurðarvald um heiti styttunnar. „Þeim er það fremur öðrum ætlandi að vita, hvað Einar Jónsson mundi hafa viljað í þessu efni“. Kemur þetta dálítið illa heim við allar full- yrðingar í upphafi greinarinnar. — Sízt vil ég gera lítið úr vitn- eskju þessa ágæta fólks, sem ég þekki allt meira og minna, um heiti styttunnar, en það er alveg óþarfi að ónáða það, því að fyrir liggja fullnægjandi gögn um vilja Einars Jónssonar. Hvað vijdi Einar Jónsson nefna styttuna? í þeim ritum, sem Einar Jóns- son hefur samið eða út hafa ver ið gefin í samvinnu við hann um verk hans og mér er kunnugt um, er alls staðar notað heitið „Út- lagar“. Þessi rit eru: 1. Myndasafn Einars Jónsson- ar, útg. 1 S>25, 1. bindi, bls. 5—6. ~ 2. Minningar eftir Einar Jóns- son, útg. 1944, bls. 184 og 246 3. Einar Jónssom. Útg. 1954, bls. 9 og 22—24. 4. Mjög líklegt má telja, að Einar Jónsson hafi ráðið textanum í leiðarvísi um safnið, sem út hefur verið gefinn eftir andlát hans, tvisvar sinnum, árin 1956 Og 1959. Þar er á báðum stöð- um talað um ,,Útlaga“ á bls. 1 og 3. í öllum erlendum ritum, þar sem á styttuna er minnzt og mér er kunnugt um, er notað heiti samsvarandi „Útlagar". Skylt er þó að geta um undantekninguna, sem áður er nefnd, ferðamanna- bækling Sn. J.! í minningum Einars Jónssonar er vikið að því á bls. 246, að hann hafi gert litla eftirmynd af „Útlögunum“, eins og hann nefnir styttuna þar. Mun þessi eftirmynd vera til í nokkrum ein tökum, og birtist mynd af henni með þessari grein. Á fótstallinn er letrað „Útlagar" og virðist útilokað, að annar en Einar Jóns son hafi gert þá áletrun. Af þessu er alveg ljóst, að Einar Jónsson hefur ætlazt til þess, að styttan væri nefnd „Út- lagar“. Það er hins vegar alkunn ugt, að hún hefur mjög lengi gengið undir hinu nafninu. Er alls ekki ósennilegt, að Einar Jónsson hafi í upphafi ætlað henni það nafn; en frá því hefur hann þá horfið síðar. Ekkert er svo sem við því að segja, ef mönnum þykir af einhverri sér- vizku það nafn fara betur en það nafn, sem höfundurinn valdi verki sínu. Hins vegar er ástæðu laust að una því athugasemda- laust, að hið rétta nafn „Útlag- ar“ sé kallað rangnefni, sem heri að leggja niður. Annars má skjóta því hér inn úr því að farið er á annað borð að tala um nafnarugling á verk um Einars Jónssonar, að það var — og er sennilega enn — allút- breidd skoðun, að hann hafi nefnt safnhús sitt Hnitbjörg. í minningum hans kemur það fram, að þetta er alrangt og vibð R'tarastaða Ritara vantar til satrfa við opinbera stofnun í Reykjavík. Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfs- manna. Umsókn sendist eigi síðar en 26. þ.m. til blaðsins, merkt: „Ritarastaða — 4048“. ÖNNUR HAFNARDVÖL MÍN Borch- systkinin. IlM FTIR aftúrkomu mína til Hafnar bjó ég um Jgllj- stvmd úti á Niels Ebbesensvej. Síðar flutti ég á Dosseringen númer 8, og bjó ég þar í fjögur ár. Þar gjörði ég fyrstu frummynd ,,Útlaganna“. Þenna vetur gekk ég í Listaháskólann, og um vorið fékk ^ ég mér vinnustofu, í félagi við einn kunningja minn, á Bredgade 63. Þar gjörði ég hópmyndina „IJtlag- ar“. Þeirri vinnustofu hélt ég, unz ég fór úr landi, árið 1902, til hinnar fornhelgu listaborgar — Rómar. Hér sést hluti af bls. 184, í Minningum Einars Jónssonar, útg. ’44. Segir þar frá því, er hann gerði fyrstu frummynd „Útlaganna“, eins og hann nefnir verkið. Salur I 1. Fæðing Psyche 2. Natura mater 3. Brautryðiandinn 4. Nótt 5. Engill lífsins 6. Morgunn 7. Konungur Atlantis 8. Bæn 9. Sorg 10. Vökumaðurinn 11. Ýmir og Auðhumla 12. Samvizkubit 13. Þorfinnur karlsefni í leiðarvisi, sem Eistasafn Einars sölu er verk það, sem greinin bæði í útg. 1956 og 1959, sjá nr. sennilega einsdæmi, að safn gæfi um á verkum, sem þar eru til 14. Dögun 15. Vatnsspegillínn 16. Fyrirgefning 17. Úr álögum 18. Minnismerki útlaganna 19. Útlagar 20. Mínnismerki Hallgrígis Péturs- sonar 21. Glímán 22. Listagyðian 23. í tröllahöndum 24. Skuld 25. Tíminn 26. FeigS Jónssonar gefur út, og er þar til fjallar um jafnan nefnt „Útlagar“ 18 og 19 hér að ofan. Það mundi út leiðarvísi með röngum nöfn- sýnis. v*- ■ t ■ V í minningum Einars Jónssonar segir frá því á bls. 246, að hann hafi gert litla eftirmynd af „Út lögunum". Á fótstallinn hefur hann letrað nafn verksins „Útlag ar“, og má ef til vill greina áletrunina á þessari ir.ynd. is’t honum hafa líkað þessi nafn- gift stórilla. Hann talar um hana sem „uppnefni það, sem íbúð ævi starfs míns hafði verið gefin — og það á prenti og að mér for- spurðum“. Það er því fleira en nafnið á „Útlögunum", sem skol- azt hefur til í hugum manna. Er ekki rétt að fara eftir vilja listamannsins? En það er ástæðulaust að vera að viðhalda ruglingi, bæði með þetta og annað. Það er alveg rétt, sem Sn. J. segir í Vísisgrein sinni og áður er nefnt: „Við megum ekki brjála því heiti, sem höfund urinn hafði um verk sitt, þegar hann ræddi um það“. Við vitum af því, sem rakið hefur verið hér að framan, að Einar Jónsson nefndi verkið „Útlaga“ í þeim gögnum, sem hann lét eftirkom- endum í té. Er þá ekki réttast að nota það nafn? TÓMAR Það er í Lídó sem f jörið verður í kvöld leika og syngja öll nýjustu og vinsælustu ROLLING STONES lögin ásamt ýmsum öðrum lögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.