Morgunblaðið - 19.09.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.09.1964, Blaðsíða 12
12 MORGU NBLAÐIÐ i Laugardagur 19. sept. 1964 Útgefandi: Framk væmdast j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Ú tbreiðslust j óri: Ritstjórn: Auglýsingar og áfgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 f lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ÞATTUR ISAFOLDAR Ijegar ísafold á í dag 90 ára 1 afmæli er margs að minn- ast, en þó fyrst þess, að það voru samherjar Jóns Sigurðs- sonar í sjálfstæðisbaráttunni, sem undirbjuggu stofnun ísa- foldar á þjóðhátíðarsumrinu 1874. Þjóðólfur hafði þá verið aðalblað landsins allt frá því að hann hóf göngu sína árið 1848. Hann hafði notið rit- stjórnar afburðarmannsins Jóns Guðmundssonar, sem var náinn vinur og samstarfs- maður Jóns Sigurðssonar, og fylgdi honum jafnan að mál- um. En þegar leið að 1000 ára hátíðinni var heilsu Jóns Guð mundssonar mjög tekið að hnigna. Varð og niðurstaðan sú að hann lét af ritstjórn Þjóðólfs árið 1874. En stjórnarbótarmennirnir stofnuðu ísafold, sem síðan varð baráttublað framsækn- asta hluta þjóðarinnar í sjálf- stæðisbaráttunni. Það var gæfa ísafoldar að ritstjórn hennar var fengin í hendur stórbrotnum hæfileika manni, sem tók við ritstjóra- starfinu fullur eldmóðs og á- huga. Þessi maður var Björn Jónsson frá Djúpadal. Undir ritstjórn hans varð ísafold hvassasta vopnið í frelsisbar- áttunni. ★ Þessi ungi menntamaður, sem gerði ísafold á skömmum tíma að víðlesnasta og áhrifa- mesta blaði landsins, hafði á háskólaárum sínum í Kaup- mannahöfn kynnzt Jóni Sig- urðssyni, forseta, og orðið ná- inn vinur hans og samstarfs- maður. Liggja fyrir vitnis- burðir samtíðarmanna um það, að Jón Sigurðsson mat Björn Jónsson mest allra ungra námsmanna, sem þá voru í Kaupmannahöfn og taldi hann afburða vel til for- ingja fallinn. Þegar heim kom og ísafold hafði hafið göngu sína túlkaði Björn Jónsson ötullega skoð- anir Jóns Sigurðssonar. Hann tók upp baráttu fyrir breyt- ingum á hinni ófullkomnu stjórnarskrá og lyfti jafn- framt hátt á loft merki verk- legra umbóta og endurreisnar í íslenzku þjóðlífi. Það er vissulega ekki of- mælt, að ísafold hafi verið sterkasta aflið í viðreisnarbar áttu þjóðarinnar á þessum tíma. ★ Að Jóni Sigurðssyni látnum fylgdi Björn Jónsson og ísa- fold í stórum dráttum Bene- dikt Sveinssyni, sýslúmanni, sem þá varð ötulasti forvígis- maður endurskoðunarmanna. Öll mótaðist barátta ísa- foldar og hins þrekmikla rit- stjóra hennar af einlægum vilja til þess að bæta hag ís- lenzku þjóðarinnar, tryggja henni innlenda og athafna- sama stjórn, rjúfa múr kyrr- stöðunnar og úrræðaleysisins, fátæktarinnar og umkomu- leysisins, sem líf þjóðarinnar hafði mótazt af á öldum ó- frelsis og einokunar. ísafold var barn þjóðhátíð- arinnar. Hún var stofnuð í fögnuði og .vorhug vaknandi þjóðar. Barátta hennar mót- aðist af vakningaranda, stór- hug og framsýni. Þess vegna átti hún þegar í upphafi ríkan hljómgrunn hjá þjóðinni. HUGSJÖNA- MAÐUR OG STRÍÐSHETJA lljörn Jónsson annaðist rit- " stjórn ísafoldar allt frá því að hún var stofnuð árið 1874 til ársins 1909, er hann varð ráðherra. Árin 1909— 1919 var Ólafur Björnsson, sonur hans, ritstjóri blaðsins, hið mesta glæsimenni og á- gætlega menntaður og ritfær maður. En höfuðbaráttuskeið ísa- foldar er meðan Björn Jóns- son er ritstjóri hennar, og hvorki samtíðarmenn hans né aðra greinir á um það að hann hafi verið höfuðritstjóri þjóð- arinnar á því tímabili Það sem einkenndi ritstjórn hans var fyrst og fremst krafturinn í skrifum hans, frábær mál- snilld, djúp virðing fyrir ís- lenzkri tungu og logandi á- hugi fyrir þeim hugsjónum, er hann barðist fyrir. Björn Jónsson var óvæginn og harðskeyttur í skrifum sín- um. Ekkert var því eðlilegra en að hann eignaðist harða andstæðinga, enda má segja að um hann flygi örvaél meg- in hluta ritstjóratíðar hans. En þrátt fyrir hörkuna var Björn Jónsson allra manna sáttfúsastur og hjálpfúsastur. Hann var í senn allra manna sókndjarfastur, oft harður í dómum, en jafnframt allra manna mildastur og tilfinn- ingaríkastur. ísafold hefur eins og kunn- ugt er verið vikuútgáfa Morg- unblaðsins nær óslitið síðan 1919. Morgunblaðið á því ísa- foldarmönnum mikið að þakka. Ólafur Björnsson, rit- stjóri ísafoldar, var auk þess annar stofnandi Morgunblaðs ins. Tengslin milli gömlu ísa foldar og Morgunblaðsins eru blaðinu mikils virði. Það er gæfa þess að hafa átt þess íræðsla og aðgæzla væri við höfð. Foreldrar, kenrrarar, takið nú börnin þegar í tíma til að að- vara þau um hætturnar á vegun um og fræða þau um allt er þau þurfa að vita til að geta fiarið ferða sinna hættulaust og með fiuliu öryggi á götunum. Takið sumarstarfsnefnd Lan.g- holtssafnaðar til fyrirmyndar sem nú um helgina gengst fyrir öðru námskeiði í urruferðar- kennslu fyrir börn í sinni sókn. Skólastjórnir og fræðsluráð hvers einasta barnaskóla verða að snúa sér af einbeittni að þess- um málum hver á sínum stað. Hvorki Slysavarnaféiagið ein- samalt eða fiáir einstaklingar geta sinnt þessu yfirgripsmikla verkefni svo að gagni komi, en með góðri samvinnu Og sam- hjálp ailra aðiija myndi fást mikill og góður árangur að auknu öryggi f umferðinni. Aukum fræðsluna og að- gæzluna. Verið varkár, varizt slysin. Slysavarnafélag íslands. ÞJÖÐVERJAR austantjalds og vestan taka höndum sam- an um að reisa á ný bíla- brautina yfir Saale, nærri Hirschberg, á mörkum Bavar- íu og Thiiringen, sem var eyðilögð í heimsstyrjöld- inni síðari. Samningar tókust um verkið 14. ágúst sl,. og er vinna þegar hafin. Vestur- Þjóðverjar leggja fram 5 milljónir marka til greiðslu byggingarkostnaðar, en Aust- ur-Þjóðverjar leggja fram mannaflann. Gert er ráð fyrir því að ljúka verkinu í árs- byrjun 1967. Þau hefðu bæði orðið 100 ára júlí 1864 dóttir stórkaup- manns, lagði stund á sögu og heimspeki við háskólann í Zúrich, tók doktorspróf 1891 og helgaði sig síðan einkum ritstörfum. Frægust verka hennar er bókin „Stríðið mikla í Þýzka- landi“ í þrem bindum og „Deruga-málið“, en Islending um mun hún þó kunnari fyrir eitt lítið ljóð sem heitir „Þrá“ og Magnús Ásgeirsson hefur þýtt snilldarvel. Ricarda Hunch lézt í nóvem ber 1947 skammt frá Frank- furt am Main. Frank Wedekind var eitt umdeildasta leikskáld Þjóð- verja og beindi skeytum sín- um mjög að hræsni og yfir- drepskap sjálfumglaðra borg- ara. Hann var blaðamaður að atvinnu en einnig um tíma auglýsingastjóri í matvælaiðn aðinum og leiðsögumaður þekkts listaverkasala. Hann kom einnig fram í Múnchen á kabarett sem vísnasöngvari Og samdi vísurnar sjálfur og lék oft í verkum sjálfs sín. Þekktasta verk Franks Wedekind er leikritið „Erd- geist“ (Andi jarðar), en þar sýnir hann hina upprunalegu mynd konunnar, hins saklausa og ástleitna náttúrubarns í hlutverki Lulu. í JÚLÍ sl. minntust Þjóðverj- ar tveggja ástsælla skálda sinna, sem bæði hefðu orðið 100 ára í mánuðinum, ef þau hefðu lifað svo lengi. Ricarda Huch var fjölhæft ljóðskáld og rithöfundur, sem Thomas Mann dáði mjög og kalláði „mestu konu Þýzka- lands“. Hún var 'fædd 18. Vinnum að slysa- lausri umferð Orðsending írd SlYsavarnaiélaginu NÚ ÞEGAR skólamir eru byrjaðir og glaðværir hópar barna streyma til og frá skólun- um á ýmsum tímum dags oftast í rökkri eða dimmu og í misjöfnu færi, þá er nauðsynlegt að veg- kost að halda áfram þeirri baráttu fyrir einstaklings- og þjóðarfrelsi, sem ísafold hóf á morgni þúsund ára hátíðar byggðar landsins. Þáttur ísa- foldar í frelsisbaráttu þjóðar- innar og þeim sigrum, sem unnust á blómaskeiði blaðs- ins, verður aldrei ofmetinn. farendur séu á eiíliífum verði til að fyrirbyggja slys í umferðinni. Foreldrar, kennarar, ökumenn og fólkið á götunni, verði allt að taka höndum saman til að vinna að þessu marki, — Slysa- lausri umferð. Sérstaklega verður að gæta þessa ríkt við skólabörnin, sem nú em ailt í einu komin út í hringiðu umferðarinnar, með leyfi til að nota reiðhjól og þörf á að komast fljótt áfram á mis- jöfnum götum og vegum þar sem oft er að mæta tillitsleysi og ólþarfa þjösnagangi. Árlaga deyja eða limlestast mörg böm af völdum umferðarinnar eingöngu. Flest af þessum slysum væri haegt að fyrirbyggja ef nægileg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.