Morgunblaðið - 19.09.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.09.1964, Blaðsíða 15
f Laugardagur 19. sept. 1964 MORGU N BLAÐIÐ 15 Ir ísafold lét og uppbyggingu atvinnuveganna mikið til sín taka. Hún ræddi nauðsyn þess að efla þilskipaútgerð og stofna sjómannaskóla. „Án þilskipa- útvegs verður Reykjavík aldrei annað en það sem hún er: ómerkilegt fiskimannaþorp og embættisklaustur", segir Björn Jónsson í ísafold árið 1885. Og hann heldur áfram: „Með öflugum þilskipaútvegi getur Reykjavík orðið að stórri Iborg og blómlegri, álíka og ger- ist í öðrum löndum, en þess nýtur allt landið beinlínis og óbeinlínis". Fjarskiptasamband milli fs- lands og annarra landa var ihonum einnig mikið áhugamál. En hann taldi loftskeytasamband milli Skotlands, Færeyja og Reykjaness með ritsíma til Reykjavíkur þjóðinni hentugri en ritsímasamband um sæsíma til Austurlands. Fjölmörg önnur framfaramál, sem ísafold barðist fyrir mætti nefna. Höfuðtakmark blaðsins var athafnasöm innlend stjórn, sem beitti sér fyrir alhliða upp- byggingu og framförum. Að þessu marki beindi Björn Jóns- son baráttu blaðs síns af þeim eldhug, sem var höfuðeinkenni skapferlis hans og þjóðmála- afskipta. Bjöm Jónsson og íslenzk tunga Ekki verður svo minnst 90 ára afmælis ísafoldar að eigi sé sérstaklega getið afstöðu Bjöms Jónssonar til íslenzkrar tungu. Um hana segir Guðmund- ur Finnbogason í stuttri grein, er hann ritaði um Björn Jóns- son og íslenzkuna: „íslenzkan var honum hjart- ans mal til síðustu stundar, og það sem hann hefur fyrir hana gert verður seint ofþakkað. Um hálfan fjórða tug ára stýrði hann víðlesnasta blaði landsins og reit mest í það sjálfur, en hvort sem voru greinar hans eða ann- arra hafði hánn jafnan vakandi au,ga á meðferð málsins“. Og enn segir Guðmundur Finnbogason: „Stíllinn er maðurinn, það mátti með sanni segja um Björn Jónsson. Hann þurfti ekki að setja nafn sitt undir grein til þess að menn vjssu hver höf- undurinn var. Á hverri hans setningu var skýrt persónumark, Ihvort sem fallandi málsins var létt eða þung var hún hans og einskis annars. Hún var hjarta- slaig hans og andardráttur. Aldrei lanaður hljómur úr ann- arra strengjum. Tungutakið alþýðlegt um leið og það var persónulegt. Náttúrugáfan mikil en jafnframt tamin af sterkum vilja. Og vilji menn vita hve föst og fim tök hann hafði á málinu, þá lesi menn þýðingarnar hans“. Þessi ummæli Guðmundar Finnbogasonar eru hvorki skrum né skjall. Allir sem lesa greinar Björns Jónssonar í ísafold kynn- est af eigin raun málsnilld hans, leikni hans í að mynda ný orð og virðingu hans fyrir hreinu og ómenguðu íslenzku tungutaki. Björn Jónsson elskaði íslenzk- una og blað hans átti ríkan þátt í iþví málhreinsunarstarfi, sem hafið er á síðari áratugum 19. eldarinnar hér heima, þar sem tekinn er upp þráðurinn frá Fjölnismönnum og fleiri íslenzk- um menntamönnum á erlendri grund. Við sem nú erum ung eða miðaldra gerum okkur naumast Jjóst, hvernig ástandið var í þessum efnum í mörgum þorp- um og kaupstöðum á fslandi á Í9. öld. Það er þjóðkunn saga, að í einu stærsta þorpinu, þar •em embættismennimir og kaup- mennirnir voru danskir og töl- uðu dönsku dagleiga, talaði al- menningur dönsku á sunnudög- um til hátíðabrigða! Og hver man það nú, að fram að 1858 var venjulega töluð danska á baejarstjórnarfundum í Reykja- vfld Stórslys og óbætanleg minnkun góðan þátt í dönsku Oig islenzku orðabókinni, sem Jónas Jónas- son er aðalhöfundur að. Hann beitti sér einnig fyrir því, að Blaðamannafélag íslands gekkst fyrir tilraun til þess að koma samræmi á íslenzka starfsetn- ingu. Hann var stöðugt á verði fyrir hönd íslenzkrar tungu. Einn af sanfStarfsmönnum hans, Einar H. Kvaran skáld, komst þannig að orði um þetta: „Hann hugsaði um það sem eitthvert stórslys og óbætanlega minnkun, ef óíslenzkulegt orð- færi slapp inn í ísafold eða þar sást einhver subbuleg setning. Ástin á íslenzkunni var það, sem knúði hann áfram dag og nótt með dönsku orðabókina. Ástin íslenzkunni var það sem gerði hann friðlausan eftir að hann hafði tekið að sér stafsetningar- Frá útför Björns Jónssonar. í 35 ár. En auk þess hafði hann verið viðriðinn útgáfu og rit- stjórn margra tímarita og ann- arra blaða, svo sem Skírnis, Nýrra félagsrita, Sunnanfara, Iðunnar og fleiri tímarita. Um ■hann hafði staðið meiri styrr en nokkurn annan íslenzkan blaðamann. Hann stýrði stærsta og víðlesnasta blaðinu, var sjálf- ur harðskeyttur og óvæginn í máli. Um hann hlutu því að blása svalir vindar á tímum harðra. stjórnmáladeilna í ná- vígi fámennisins. En flestir and- stæðingar hans munu hafa verið sammála um það, að honum látnum, að hann hafi verið mikil- hæfasti ritstjóri síns tíma, óeigingjarn og einlægur ætt. jarðarvinur, og mikilhæfur þjóð- málaskörungur. m *. *■ . * atiSíarílMí; »5» f i!ýþ ifforfefUigttm, »11 íu«>$ i íf Uffi im)* þjöiþtr, íAþíú <W0 ga.->m«p ftKÍivá. l'j»iaS»ö* , Hxt i ttvin, tf þnwvir +6fni«ms í f'sumsf maöþ* <i sfcsW f.t, mSþkúrimgar ■ «« ><■!•;<(•. þ*Mr *iA töfisi* höftftsr ■■■: l'w*. .nó/. .* t.f-. ÍT i. i*t»■ 1 wð t, c nr>tm'u\ <:Ú4 |.ft ftð » ciiiirils ir.óammi ,i faUcgflH ItáU Mun J'lWífðHlftl-íbftAV *UÍ }>V> fi)<< H þurfft ut) vem an.t>a8 én fiö t»». r.ð {ilftDið fft>ri lcs tHJirtö efrtútt* íént wimnaí 8f >vl, tt . ctiwift JiiOta. wKi vlft > jrtöháttðfitWn >*u», er irtiK'd vpO dafoi. iv.mHi.f «»í.. i>)rt» »«»>«»«*»«'» ............. Alifitigiskosuiii&ui'iittr í limisl. : Á: p*** «Já «>s+ »smff«gm>ð si|>» 04 1»:>« ö :;í: .m»v 'ii »>wú1h im> <ir |.*u, <>r f hiod f«rs 9v<M.«n »<> ; í Kúmiinflom st|>ingS* húfmn *j<:r ist«í>4i»gW ._ hktmlom fit.ftftr, þ<if<H» vjéf ^twíálögw fljálðf , _ <þiA 1 tftikaa t>s> wjKfh ijóft tóiöhrt. voto og áturgáfj+í. ••vilthijffti »!<m brtt .jrr Q*. Uo'úuuj Iðng t.l, og t.xri uyþTi.'.ts «$* lió.'utn vj*f líliði. ad v*'ri ncmt r4®“ vor a mrðst oolift Brms-U>jif8i«Mu,r mtö tj'nf nú vtfri riftum þ+«v eDgmn pímpur geflon, og áhögíL mH'Hi f>. Kiatnl.k li sftma, hvyri. þj:i \*ri guð eða >11, »Hurl«*«, j,i!«?fftövt st.Átftúi hef:r « t,«:osti hvsfft gúfts 1. ’ • eís f.-ivislfg, Kn ás«a-ra Cf iu fkóVfc, íojti hverj*:; tiu j lU.frftövt ef.AinM hetTr < hv«« t<*•'■> tiTfth. ?í<ír twjwfu «ít of öti8fftl«f.4«> Ogtsujdsfbftií *fcji>f?‘ t.toUí Ui ftð nuKla ós á kjöffin«t,i«tt 1>I 'Mtoneftt t n, alxlcof* *í« HttvúúWtf. l<bMi&. vyiM, l>+3 fy-fc : |’<v«r ftrmr sð t>ú.> »•>'<■ iii aðra «f»/ Vun til að koroaífcf ■-1 i (uí giwv!* «bt: ójrmft.ifktt <jg átuignlvyffJi, f>- ttfurstlur : tijs sll f.viji (4 þv'ð nimit.fUu »Vv!<iu #f»u, »0 nola •"»> Uortr/g^öt; > Ki'i*M«Rí;:rrjeu S;'»I», eða þnr aola ( rtnnioní «öom éstiríuna: ■ i,., ■■■( .'-• n.v A. 'AÚto.-. aít: Arvs (U aiftrKu. öít p>i‘>í>4i*íU»f, 9« t+'gftt* s fáð.ft ui Uchs r.» ; iön iitciuki) hafl Wgt hsgldlr ej)ilf áhur. ,:C' «<-4».t.v«f,.<l.foar bcri >w. V-t'.; ;<.<>:<. Úg pirír ► f. u þntu sjc hvcrju orðt íaftníra, svo «cm hver- rnaflöf i.i.úv i fóJtþeaihfaisg id j<*»* :<8 ' !«s s!j.irn.>rsKi‘á<u.^of:.n l fcjftnnu, {•» \efft«r J>ó rigi borlð >.».«...„i*u<flX < u • \.i\t.vÖA„4,,>t„. >v,,,Mr,ti.M íi>o«t'. hvc. . :>)t' rófti'isríifu.ui •.Mi‘. . >i<íin.fftft(fl‘.V>.rtdi..á hnoil-«., Forsíða ísafoldar, í fyrsta skipti er hún kom út, 19. september 1874. málin, þar til er hann hafði sam- ið og komið út stafsetningar- orðabók. Og íslenzkan var líka engum samtímamanni hans eftirlátari en honum“. Margir málsnjallir menn hafa fengizt við ritstjórn á íslandi, en enginn þeirra hefur enn hlotið slíkan dóm um tungutak sitt og málfimi. Ritstjórnarferli lýkur Ritstjórnarferli Björns Jóns- sonar lýkur 31. marz 1909, er hann er skipaður ráðherra. Hafði Björa Jónsson átti mikinn og hann þá verið ritstjóri ísafoldar Gekk fremstur fyrir plógnum Einn mótstöðumanna Björns Jónssonar, Jóhannes Jóhannes- son, alþingisforseti og bæjar- fógeti, kemst m.a. að orði um hann á þessa leið að honum látn- um: „Éig heimsótti Björn Jónsson fáum mánuðum áður en hann dó, og mun ég seint gleyma þeim samfundi. Hann þjáðist þá af þungbærum sjúkdómi, en samt var hann svo ungur í anda og fjörmikill að hann gætti þess ekki, þó að umbúðir sálarinnar væru hrörlegar. Ég stóð þar frammi fyrir klakaklárnum eirðarlausa, sem ævinlega gekk fremstur fyrir plógnum og ruddi braut hverju stórmálinu á fætur öðru, óhræddur og ókvíðinn, sama heljarmenninu, sem mariga þá vegleysuna hefur brunað yfir, sem samtíðarmenn hans hafa álitið ófæra, sama ofurhug- anum, sem með óbilandi karl- mennsku og eldi áhugans hefur gengið beint á móti hverri stórhríðinni og höggvið og laigt mótstöðumenn sína vægðarlaust, og munu sumir enn kenna svið- ans í þeim sárum, sama til- finningaríka manninum, sem á svipstundu rétti bágstöddum hjálparhönd og þerraði með kærleikans eldi tár þeirra mæddu og undirokuðu, og var þar sem annars staðar ekkert hálfverk unnið. Sama hispurslausa mann- inum, sem var ekki á veiðum eftir vinsældum þeirra voldugu í mannfélaginu, heldur steig oft óþægilega á tær þeirra, svo undan blánaði“. Undir lok greinar sinnar kemst Jóhannes Jóhannesson að orði á þessa leið: „Björn Jónsson sefur nú rótt undir ábreiðu þeirri, sem honum var kærust í lífinu. Æfistarfið var án hvíldar og oft lífróður. Árarnar liggja nú hreyfingar- lausar í keipnum. Stórhuga skipherrann, sem enga sjói hræddist er nú lagztur fyrir. í blaðamannaheiminum er stórt skarð höggvið. Blessaða vinsæla lognið getur haldizt þess vegna. — Bjöm Jónsson sefur“. — „Útliti Björns Jónssonar Þarf ekki að lýsa. Lítum til fjallanna, þar má sjá andlits- fallið“. Slík eftirmæli af munni and. stæðings hljóta aðeins afburða- menn. Björn Jónsson gegndi ráð- herrastörfum til 26. febrúar 1911. Var það mál vina hans og samstarfsmanna, að vinnuþrótt- ur hans hefði mjög verið tekinn að þrjóta er hann varð ráð- herra árið 1909. Hann hafði því ekki notið sín sem skyldi í því starfi, enda þótt hann hefði þá forgöngu um mörg merk fram- faramál og nýmæli. Björn Jónsson lézt 24. nóvem- ber 1912, rúmlega 66 ára að aldri. Var útför hans sem þjóð- höfðingi væri til grafar borinn. Aðrir ritstjórar ísafoldar Meðan Björn Jónsson var rit- stjóri ísafoldar á árunum 1874—1909 voru nokkrir menn honum til aðstoðar við ritstjórn- ina, flestir aðeins um skamman tíma. Árið 1878—1883, þegar Björn Jónsson dvelur erlendis, annast þeir dr. Grímur Thomsen og Eiríkur Briem, prestaskóla- kennari, ritstjórn ísafoldar. Einar H. Kvaran,-skáld, er með- ritstjóri blaðsins árin 1895—1901 og um skeið árið 1909. Ólafur Rósinkranz, sem lengi hafði ver- ið samstarfsmaður Björns Jóns- sonar við ísafoldarprentsmiðju og ísafdld annast ritstjómina um nokkurra mánaða skeið árin 1903 og 1909. En það ár tekur Ólafur Björnsson við ritstjórn ísafoldar og annast hana til dauðadags árið 1919. Sigurður Kjörleifsson, læknir, var að- stoðarritstjóri við ísafold frá 1. júlí 1912 til 1. marz 1913. Árið 1919 tekur svo útgáfu- félagið Árvakur, sem þá hafði eignazt Morgunblaðið, við út- gáfu ísafoldar. Hafa ritstjórar Morgunblaðsins síðan jafnframt annast ritstjórn ísafoldar, sem verið hefur vikuútgáfa Morgun- blaðsins nær óslitið frá 1. júlí 1919 til þessa dags. Frá 31. júní 1921 til næstu áramóta voru ísafold og Lögrétta ÞorsteinS Gíslasonar sameinuð og komu út þetta tímabil sem vikuútgáfa Morgunblaðsins. En um áramót- in 1922 varð sú breyting gerð, að ísafold var lögð niður en Lög- rétta gerð að vikublaði Morgun- blaðsins. En hinn 31. marz árið 1924, þegar þeir Valtýr Stefáns- son og Jón Kjartansson tóku við ritstjórn Morgunblaðsins v<ar útgáfa ísafoldar hafin að nýju, en tengsl Lögréttu og Morgunblaðsins slitin. Árið 1930 var svo landsmálablaðið Vörður, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði :efið út, í nokkur ár sameinað safold og hefur blaðið síðan borið nafnið ísafold og Vörður. Auk ritstjóra Mongunblaðsins hafa þrír menn starfað sem stjórnmálaritstjórar fsafoldar og Varðar. Eru það þeir Árni Jónsson frá Múla, sem áður hafði verið ritstjóri Varðar, Sig- urður Kristjánsson, alþingis- maður, er var stjórnmálaritstjóri ísafoldar á árunum 1931—1933 og og Jón Pálmason, alþingisfor- seti og bóndi á Akri, er var rit- stjóri ísafoldar og Varðar frá 2. nóvember 1949 til vorsins 1953. Ritstjóm Ólafs Björnssonar Skömmu eftir að Björn Jóns- son varð ráðherra tók Ólafur Björnsson, sonur hans, við rit- stjórn blaðsins. Hann var ágæt- lega menntaður hagfræðingur, vel ritfær, ræðumaður góður og hið mesta glæsimenni. Stýrði hann ísafold að mestu leyti einn til dauðadags, 10. júní 1919. Var hann hvers manns hugljúfi er honum kynntust og hinn mesti mannskaði að fráfalli hans í blóma lífsins, aðeins 35 ára að aldri. Kona hans, frú Borghildur Björnsison, lifir mann sinn. Sonur þeirra hjóna, Pétur Ólafs- son, hagfræðingur, er nú for- stjóri ísafoldarprentsmiðju, hins gamla og merka fyrirtækis ísa- foldarfeðga. Starfaði hann um árabil við ritstjórn Morgunblaðs- ins og var einn af nánustu sam- starfsmönnum Valtýs Stefáns- sonar o<g Jóns Kjartanssonar á því tímabili, er var mesti upp- gangstími blaðsins. Þrjár kyn- slóðir ísafoldarmanna hafa þann- ig starfað að ritstjóm og upp- byggingu ísafoldar og Morgun- blaðsins. Ólafur Björnsson stofn- aði Morgunblaðið árið 1913 með Vilhjálmi Finsen og var því einnig brautryðjandi á sviði dagblaðaútgáfu í landinu. Aðsetur ísafoldar ísafold var árin 1874—1877 prentuð í Landsprentsmiðjunni í Aðalstræti 9. En 16. júní árið 1877 stofnar Björn Jónsson fsa- foldarprentsmiðju og er hún til húsa í svonefndu „Doktorshúsi“ á Hlíðarhúsatúni, er enn stend- ur, en telst nú til Ránargötu. Er ísafoldarprentsmiðja því 87 ára gömul. Fyrsta prentvélin, sem ísafold var prentuð í í ísafoldarprent- smiðju var handpressa, sem prent aði 250 eintök á klukkustund. En árið 1879 fær ísafold „hrað- pressu", sem þó er knúin með mannafli. Voru prentuð í henni 600 eintök á klukkustund. Var þetta fyrsta „hraðpressa" á ís- landi. Var hún sett upp í stein- húsi Þorsteins Tómassonar, járn- smiðs, rétt við Skólabrúna. Haust ið 1880 er „hraðpressan" flutt i Bankastræti 3, er síðar varð eign Sigurðar Kristjánssonar, bók- sala. Er hún þar til ársins 1886 og ísafold prentuð þar á því tíma- bili. í nokkrar vikur er prent- smiðjan síðan flutt á árinu 1886 Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.