Morgunblaðið - 20.09.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.09.1964, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagnr 20. sept. 1964 Rosið í Svíþjóð i dag Tvisýnt um úrslit þar eins og ■ Danmörku og Bretlandi f DAG ganga Svíar aS kjör- borðinu, fyrstir þeirra þriggja nágrannaþjóða okkar, sem kjósa til þings á þessu hausti. Siðar í vikunni verða kosn- ingar í Danmörku og 15. októ- ber nk. kemur röðin að Bret- um. Alls staðar er úrslitanna beðið með mikilli eftirvænt- ingu, þvi að í öllum ríkjunum þrem er barizt gegn stjórnar- flokkum, sem setið hafa að völdum um langt skeið og a.m.k. í Bretlandi og Svíþjóð era úrslitin tali.n mjög tví- sýn. Kosningahríðin hefur ver- ið hörð í Svíþjóð síðustu dagana — spennan mikil og tvísýnt talið um úrslitin. í síð ustu kosningum þar skildu að- eins nokkur þúsund atkvæði milli stjórnarflokksins, Sós- íaldemókrata, og borgara- legu flokkanna svokölluðu, Þjóðarfiokksins, . Hægri- flokksins og Miðflokksins. Hlutu hinir fyrrnefndu 47.8% atkvæða og 114 þingsæti en þeir síðarnefndu 47.6% at- kvæða og 113 þingsæti, — Þjóðarflokkurinn 40, Hægri 39 og Miðflokkurinn 34 þing- sæti. Kommúnistar hlutu 4.5% og fimm þingsæti. Kosningabaráttunni lauk á föstudagskvöld með 4 klst. út varps- og sjónvarpsumræðum leiðtoga flokkanna fimm, sem sæti eiga á þingi. Komu þar fram Tage Erlander, forsætis ráðherra fyrir Sósíaldemó- krata,' Bertil Ohlin fyrir Þjóð aflokkinn, Gunnar Heckscher fyrir Hægri, Gunnar Hedlund fyrir Miðflokkinn og Carl Henrik Hermannsson fyrir kommúnista. Hermannsson sem tók við af kommúnista- leiðtoganum Hilding Haberg í fyrravetur, stend-ur nú í fyrsta sinn í þingkosn- ingum sem flokksleiðtogi. Sama er um Gunnar Heck- soher að segja. Hann var kjör inn formaður Hægri-flokks- ins árið 1961 og stjórnaði flokknum í bæja- og sveita- stjórnarkosningunum 1962. Hinir þrír eru gamalreyndir, — ekki sízt Erlander, sem ver ið hefur forsætisráðherra frá því 1946. Helztu hitamál kosningabar- áttunnar hafa verið trygginga mál, húsnæðismál, og vaxandi verðbólga. ★ ★ ★ Síðasta skoðanakönnunin, sem sænska útvarpið gekkst fyrir, í lok ágústmánaðar sl. leiddi í Ijós, að stjórnarflokk- urinn mundi hafa fylgi u.þ.b. 50.2% þjóðarinnar en borgara legu flokkarnir 48.2%. Viku fyrr hafði skoðanakönnun sýnt fylgi krata 49.2% og þótti þá halla heldur undan fæti fyrir þeim, því að fyrr í vetur, um mánaðamótin fe- brúar marz sýndi skoðana- könnun, að þeir hefðu 52.4% fylgi. Við bæja- og sveita- stjórnarkosningarnar síð- ustu, árið 1962, höfðu þeir 50.5% atkvæða. Á kjörskrá í Svíþjóð eru nú 5.1 millj. manna, 119.000 fleiri en við síðustu kosningar og 67.000 fleiri en við bæja- og sveitast j órnarkosningarnar. Að því er NTB-fréttastofan hermdi í vikunni leiddi skoðanakönnunin einnig í ljós, að um 19% kjósenda höfðu ekki enn ákveðið, hvernig þeir hygðust verja atkvæðum sínum. Hefur bar- áttan síðustu vikurnar því einkum staðið um þá og hina ungu, 210.000 talsins, sem fá nú kosningarétt í fyrsta sinn, Svíar hafa sýnt mikla var- kárni í kosningaspádómum sínum. Það eykur enn á óviss- una um úrslitin, að fram er kominn nýr stjórnmálaflokk- ur, kristilegur, er kallast „Kristen Demokratis Saml- Síðastliðinn þriðjudag varð forsætisráðherra Dana, Jens Otto Krag fimmtugur. Þá brugðu þeir sér yfir til hans í afmælisheimsókn, Tage Er- lander, forsætisráðherra Sví þjóðar og Einar Gerhardsen, ing“ og býður fram í helm- ingi kjördæmanna, sem sam- tals eru 28. Samkvæmt skoð- anakönnuninni síðustu hafði flokkurinn fylgi u.þ.b. 1.6% kjósenda, sem bendir til þess, að hann hafi litla möguleika á að vinna þingsæti. Hinsveg- ar eru stjórnmálamenn allra flokka á einu máli um að flokkurinn kunni, þegar til kastanna kemur, að ná til sín töluvert fleiri atkvæðum trú- aðra kjósenda. Einn helzti forvígismaður hins nýja flokks og þriðji maður á lista hans í Stokk- hólmi, er presturinn Eric Grönlund, sem oft er nefndur „raggar“-presturinn vegna þess, að hann gaf út biblíuna á götumáli sænsku „ragg- arna“ og gerir sér von um að ná þannig til þeirra og snúa þeim inn á brautir kirkj unnar. ★ ★ ★ í Svíþjóð er því þannig var ið, að þingmannafjöldi 2. deild ar ríkisþingsins, sem valinn er af kjósendum (Fulltrúar 1. deildar eru kjörnir af fylk- isþingum — og hafa sósíal- demokratar þar hreinan meirihluta) breytist með íbúa fjölda landsins og fulltrúa- tala hvers kjördæmis fer einnig eftir íbúatölu. Verða því kjörnir 233 þingmenn nú í stað 232 við síéustu kosning- ar og nokkrar breytingar verða á fulltrúatölu eiristakra kjördæma. Til dæmis verða nú kjörnir 24 fulitrúar fyrir Stokkhólm í stað 25 áður og er ástæðaíi hinn hraðvaxandi flutningur borgarbúa út fyrir ■MMMIMilMBM borgarmörkin — en þar, í hinu svonefnda Stokkhólmsfylki fjölgar þingfulltrúum um tvo úr 14 í 16. Kjósendur stærstu borganna, Stokkhólms og Gautaborgar, eru nokkuð á aðra milljón eða rúmur fimmt ungur allra kjósenda- og er úrslitanna þar beðið með hvað mestri eftirvæntingu, enda skiptingin milli flokk- anna jöfn- stjórnarflokkurinn hefur til dæmis í Stokkhólmi haft ellefu fulltrúa, borgara- legu flokkarnir Hægri og Þjóðflokkurinn sex hvor og kommúnistar tvo. Talið er nú, að fækkun þingmanna Stokk- hólmsborgar komi niður á kommúnistum. Hermir síðasta forsætisráðherra Noregs — og gerðu þau fjögur, sem sjást á myndinni, sér reglulega glaðan dag. Hefur þeim Er- lander og Krag ekki veitt af því, að draga andann dáiítið létt, áður en þeir hæfu loka- skoðanakönnun, að fylgi þeirra sé um 3.6%. í Stokk- hólmsfylki skiptust fulltrú- arnir fjórtán við síðustu kosn ingar hnífjafnt milli stjórn- arflokksins og borgaraflokk- anna og hefur verið háð geysihörð barátta um þau tvö þingsæti, sem við bætast. Er líklega talið, að þau skiptist milli aðilanna. í Gautaborg verða kjörnir 12 þingfulltrúar eins og áður, en þar er skiptingin; sósíal- demókratar 5 kommúnistar 1, Þjóðarflokkurinn 4 og Hægri 2 þ.e.a.s. 6 og 6. Flokksmenn borgaraflokkanna óttast, að nýi flokkurinn dragi atkvæði frá þeim í Gautaborg og verði þess valdandi, að sósíal demókratar fái sjötta fulltrú- ann. í borgunum fjórum á Skáni, Malmö, Lundi, Lands- krona og Helgsingjaborg, sem eru eitt kjördæmi, verða kjörnir 12 þingmenn í stað 11 síðast. Þar hefur svo borið til tíðinda, að menn úr öllum borgaraflokkunum hafa sameinast um framboð lista, er þeir nefna „Borgerlig Saml ing“ og er einn þingmaður Hægri-flokksins, Carl Göran Regnell, bankastjóri, fyrsti maður á lista þeirra. Hægri blöðin tvö í Malmö. „Syd- svenska Dagbladet" og „Kvællsposten“ hafa með ráðum og dáð stutt fram- boð þetta, sem þau kalla „athyglisverða tilraun" og hef ur kosningabarátta þessarar fylkingar vakið feikna athygli í Svíþjóð. Hún hefur m. a. veitt ókeypis kaffi á kjósenda- fundum, stillt upp stórum myndum af frambjóðendum og dreift smá-áróðurshlutum, svo sem merktum eldspýtum og þess háttar. Forystumenn borgaraflokkanna eru síður en svo ánægðir með fylkinguna og bjóða allir þrír flokkarnir fram á móti henni. Meðal stjórnmálamanna í Stokk- hólmi er sú skoðun útbreidd, að reynist „Borgerlig samling" eiga verulegu fylgi að fagna, sé það greinileg vísbending um það, hverja stefnu borg- araflokkarnir eigi að taka upp í framtíðinni. í borgunum fjórum skiptast þingmenn nú þannig: Sósíal- demókratar 6, Hægri, 4, og sóknina í kosningabaráttunni. Þess má geta, að frú Helle Wirkner Krag, sem hér er með forsætisráðherrunum þremur, á sama afmælisdag og maður hennar. Þjóðarflokkurinn 1. Enginn treystir sér til að dæma um hvernig skiptingin verði þar eftir daginn í dag. Ellefu flokkar i Danmörku í Danmörku fóru þingkosn- ingarnar fram síðast 15 nóvem ber 1960. Unnu Sósíaldemókrat þá verulega á, en Róttækir og þó einkum Réttarsambandið, sem með þeim höfðu myndað stjórn guldu mikið afhroð. Kommúnistar þurrkuðust út af þingi en Sósíalíski þjóðar flokkurinn — klofningsflokk- ur Axels Larsens vann hins vegar mikinn sigur. Þingsæt- in 175, sem kosið var um skiptust þannig milli flokk- anna (tölurnar frá 1957 í svigum); Sósíaldemókratar 76 ( 70) Vinstri 38 (45), íhalds flokkurinn 32 (30), Róttækir 11 (14), Sósíalíski þjóðarflokk urinn 11 (var ekki til 1957), Sjálfstæðisflokkurinn 6 (0), Réttarsambandið 0 (9), Komm únistar 0 (6) og Slésvíkur- flokkurinn 1 (1). Ennfremur voru kjörnir tveir þingmenn fyrir Færeyjar og tveir fyrir Grænland. Að loknum kosningum myndaði Viggo Kampmann stjórn Sósíaldemókrata og Róttækra, með stuðningi og samvinnu annars þingmanns Færeyinga og Grænlands- iþingmannanna tveggja, en annar þeirra, Mikael Gam, var skipaður Grænlandsmála ráðherra. Er Kampmann neyddist til að segja af sér embætti forsætisráðherra vegna hjartabilunar tók Jens Otto Kragh núverandi for- sætísráðherra við. Við þær kosningar, sem nú fara í hönd, bjóða fram, auk ofangreindra flokka, flokkur- inn „Dansk Samling" og nýr flokkur „Fredspolitísk Folke- parti“, klofningsflokkur úr klofningsflokki Axels Lars- ens. Er helzti forvígismaður flokksins Anders Storgaard, áður flokksmaður Sósíalíska þjóðarflokksins, en hann er þó ekki í framboði. Helzta baráttumál hins nýja flokks er, að Danmörk afvopnist og verji því fé, sem nú fer til landvarna, til aðstoðar við þróunarríkin. „Dansk Samling“ er hins vegar góðkunningi danskra kjósenda, en hann hefur ekki boðið fram frá því 1953. Þá fékk flokkurinn 16.400 at- kvæði en engan þingmann. „Ðansk Samling“ var stofn- aður árið 1936 fyrir tilstilli rithöfundarins Arne Sörensen. Leggur hann einkum áherzlu á kristna trú, danska þjóð- menningu og ábyrgð einstakl- ingsins í þjóðfélaginu. Á styrjaldarárunum gerðust flokksmenn „Dansk-samling“ fljótt virkir í andspyrnu- hreyfingunni gegn nazistum og við kosningarnar 1943 hlaut flokkurinn þrjú þing- sætL Til þessa hefur sú regla gilt í Danmörku, að flokkur verði að hafa fengið minnzt 60.000 atkvæði til þess að koma til greina við úthlutun uppbótar þingsæta. Nú hefur þessi regla verið afnumin og eykur það mjög möguleika minni flokkanna. Má nú reikna með því, að hver sá flokkur, sem nær 2% atkvæða fái mann á þing. Er til dæmis talið ör- uggt, að kommúnistar fái þannig þingsetu á ný. Einnig kann svo að fara, að þeim vaxi fiskur um hrygg vegna innbyrðis átaka ’ í flokki Axels Larsens. Við síðustu kosningar voru um 2.7 milljónir manna á kjörskrá og var kjörsókn þá 86,14%. Nú kjósa í fyrsta sinn rúmlega 400.000 manns og heyja stjórnmála- flokkarnir að vonum harða baráttu um atkvæði þeirra. Það vekur athygli við kosningarnar 1 Danmörku, að samkvæmt framboði má búast við miklum breytingum á þingi. Af þingmönnum, sem kjörnir voru árið 1960 hafa átta látizt á kjörtíma- bilinu, fimm látið af þing- mennsku af öðrum sökum og 25 þingmenn eru ekki aftur í framboði. Skiptir því um 38 þingmenn af 179. Haröasfa hríðin framundan i Bretlandi Enn er tæpur mánuður til stefnu, þar til gert verður út um það, hvort Sir Alec Douglas Home eða Harold Wilson fara höndum um stjórn völ brezku þjóðarskútunnar næstu árin. Má búast við hörkuátökum næstu vikurnar — eða þar til kosningarnar fara fram 15. október þá verða kjörnir 630 þingmenn Neðri málstofunnar og er bú- izt við, að u.þ.b. 25 milljónir manna greiði atkvæði. Núverandi þing verður leyst frá störfum 25. septerwber n.k. Á því hefur íhaldsflokkurinn haft 351 þingmann, Verka- mannaflokkurinn 256, Frjáls- lyndi flokkurinn 7 en 14 sæti eru ósetin nú. Við síðustu kosningar, sem fram fóru í október 1959, hlaut fhalds- flokkurinn 49.4% atkvæða, V erkamannaflokkurinn 43,% og Frjálslyndi flokkurinn 5,9%. íhaldsmenn hafa far- Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.