Morgunblaðið - 20.09.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.09.1964, Blaðsíða 16
16 MQRGUN BLAÐJÐ Surmudagur 2Ö. sept. 1964 Útgefandi: Fr amk væmdast j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Áuglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 I lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson.. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. OLGAN L ALÞÝÐU- BANDALA GINU ’ins og að líkum lætur eru þéir í röðum kommúnista, sem ekki vilja að flokkurinn játist skilyrðislaust undir rússneska yfirstjórn, mjög 6- ánægðir með för félaganna fimm á fund Bresnevs, rúss- neska „krónprinsins“. Sama er að sjálfsögðu að segja um samstarfsmenn kommúnista, -sem nefna sig Alþýðubgnda- lagsmenn og Þjóðvarnar- menn. Þessir stuðningsmenn komm únista hér á landi Ijúka yfir- leitt upp einum rómi um það, að skýringar Morgunblaðsins á eðli utanstefnunnar og fram ferði félaganna fimm séu rétt- ar í einu og öllu og taka jafn- vel dýpra í árinni. Þeir benda ekki einungis á Moskvuþjónkunina, sem aug- lýst var með þessu ferðalagi, heldur gera þeir einnig taum- laust grín að því yfirvarpi, sem félagi Einar Olgeirsson ætlaði að hafa, þ.e.a.s. síldar- viðskiptin við Rússa og segja að skrif hans eftir heimkom- una séu „það heimskulegasta rugl, sem sést hefur í Þjóð- ~ viljanum árum saman“. Þá gera þeir einnig grín að auðvaldsupphrópunum félaga Einars, benda á að þar sé um gamalt fat að ræða og segja m.a.: „Auðvaldið, sem barizt er gegn, heitir nú ekki hinn „ameríski Mammon“ heldur olíuhreinsunarstöð og alúminí um verksmið j a“. Félagi Einar Olgeirsson hef ur sem kunnugt er lýst því opinberlega yfir, að tilgangur hans með rússneska tilboðinu sé sá, að hindra iðnvæðingu ^ íslands. Ekki virðast sam- starfs- og stuðningsmenn hans fram að þessu telja þann áróður líklegan til pólitísks framdráttar — og er það að vonum. Ólgan og illdeilurnar innan kommúnistaflokksins hafa staðið yfir lengi, eins og kunn ugt er, en nú virðist keyra um þverbak, og getur naumast hjá því farið að til stórtíðinda dragi innan skamms. ÞING B.S.R.B. ' l>andalag starfsmanna ríkis ** og bæja heldur nú þing sitt, og er gert ráð fyrir að þinginu ljúki í dag með kosn- ingu stjórnar til næstu tveggja ára. Á þingi banda- lagsins eru rædd hagsmuna- mál hinna fjölmennu stétta opinberra starfsmanna, en kjaramál þeirra hafa verið í mótun undanfarin ár eins og kunnugt er. Á tímum verðbólguþróunar drógust opinberir starfsmenn aftur úr öðrum og kjör þeirra voru í mörgum tilfellum allt- of léleg borið saman við kjör annarra. í þessu efni fékkst mikil umbót fyrir tilstuðlan V iðreisnarst j órnarinnar með hinum nýju lögum um kjör opinberra starfsmanna, samn- ingsrétti þeim til handa og kjaradóm. Því er að vísu ekki að leyna, að eftir að kjaradómur hafði kveðið upp úrskurð sinn og yfirleitt bætt kjör opinberra starfsmanna verulega, töldu aðrar stéttir of langt gengið og gerðu ráðstafanir til að bæta sinn hlut, þannig að raunverulegar kjarabætur op- inberra starfsmanna urðu minni en ella hefði orðið. Auðvitað leitast opinberir starfsmenn eins og aðrir við að fá sem bezt kjör, og eðli- lega beita samtök þeirra sér fyrir því að svo sé á hverjum tíma. Vonandi ber þing BSRB gæfu til að kjósa til forystu menn, sem færir eru um að halda skynsamlega á málefn- um bandalagsins og forðast að nota það til að koma fram pólitískum áformum. Yfir slíkt hátterni eiga samtök op- inberra starfsmanna að vera hafin. SAMSKIPTIN VIÐ VARNARUÐIÐ Cjl. föstudag voru hér á ferð allmargir blaðamenn frá Atlantshaf sbandalagsrík j un- um og hélt Bjarni Benedikts- son, forsætisráðherra, blaða- mannafund með þeim, þar sem m.a. samskiptin við varn- arliðið bar á góma. Forsætisráðherra gat þess, að hann teldi óráðlegt að breyta reglum þeim, sem sett ar hafa verið um ferðir varn- arliðsmanna og takmarka þær eins og kunnugt er, en bætti við: „Aftur á móti finnst mér rétt að taka fram, að ég skil vel, að þeim mönnum, sem hingað eru komnir frá er- lendu landi til að verja okk- ur, komi það spánskt fyrir sjónir að þurfa að hlíta þess- um reglum, en ég held að það sé í þágu beggja aðila og komi í veg fyrir ýmisskonar mis klíð og tortryggní, sem an.n- ars gæti komið upp“. Auðvitað er það hvorki á nægjuefni Islendinga né Joiin F. Kennedy, isonnr hins látaa Bandaríkjaforseta, ræddi fyrir skömmu í fyrste skipti við fréttamenn, 0ngl maðurinn, sem er aðeins þrig'g.ja ára, var á leiðinni ti! þess að heilsa upp á föður- bróður sinn, Robert Kennedy í New York. John litli og móðir hans, Jacqueline Kenn edy. hittu hóp fréttamanna í anddyri gistihússins ]þar sem Robert dvaldist og af hand-. legg móður sinnar ræddi John nokkra stund við fréttamenn ina. Á myndinni sést hann tala í hljóðnema, en viðtalinu var íl -arpað. Eftirfarandi grein er laus- lega þýdd úr bandariska viku ritinu ,,TIME“: Bandarískt læknablað birfi fyrir skömmu ritstjórnargrein, sem við fyrsfcu sýn virtist mjög gamaldags. Því skyldum við hafa áhyggjur af tauga- veikibróður? f>að er unnt að koma í veg fyrir þessa teg- und matareitrunar með nú- tímahreinlæti í meðferð mat- ar, velbúnuim eldihúsum og venjulegum kæliskápum. En í ritstjórnargreininni fyrr- nefndu var lýst áhyggjum vegna taugaveikibróðurs og það ekki að ástæðulausu. Þrátt fyrir nýtízku eldhús, hafa skráð tilfelli taugaveiki- bróðurs tífaldazt í Banda- ríkjunum s.l. 20 ár og tilfell- in á því, sem af er þassu ári eru orðin 8% fleiri en á sama tíma í fyrra, Taugaveikibróðursýkillinn lifir í innyflum húsdýra og menn geta einnig borið hann. Veiki þessi breiðist mjög hratt út og vísindarannsóknir hafa sýnt, að þótt ótrúlegt megi virðast, sé 58% kjöts í sutnum borgúm Bandaríkjanna sýkt. Þegar sýkilLinn hefur sýkt fæðu, bíður hann rólegur eftir tækifæri til fjölgunar. Einn af stöðunum þar sem fjölgunin verður mest eru, því miður, bandarísk eld'hús. Þeir drepast ekki í ísskápum og kjöt, sem stendur í stofu- hita í nokkrar klukkustundir er ákjósanlegasti staður fyrir sýklana til þess að auka kyn sitt. Óþvegnar hendur og ó- hrein áhöld geta einnig dreift sýklunum, en aðeins vandleg suða drepur þá. Varað er við vörum, sem þurfa lébta suðu eða notað- ar eru hráar t.d. eggjum. í maí s.l. fengu 200 menn tauga veikibróður í Utah, stafaði sýkingin frá frostnum eggjum sem bakarar notuðu. Faraldur, sem náði til 300 manns í Washington á s.I. ári, var einn ig rakinn til framleiðslu úr frostnum eggjum. Fjöldafram leiðsla nútímans flýtir oft fyrir útbreiðslu taugaveiki- bróðursins, vegna þess að einn sýktur kjúklingur eða eitt sýkt egg getur smitað heilan bíllfarm. Heilbrigðir menn, sem flá taugaveikibróður, ná sér oft- ast eftir tveggja til fimim daga magaveiki og uppköst, serrt lágur hiti fylgir. En fyrLr menn, sem eiga við önnur veikindi að stríða, gefcur taugaveikibróðir verið ban- vænn. Lækarnir, sem ha.fa lýst á hyiggjuim sínum vegna við- gangs taugaveikibróðursins segja, að unnt sé að kveða hann niður að miklu leyti, taki aLlir, sem með matvaali fara höndum saman. ]>eir sem undirbúa matvæli tii sölu og selja þau þvoi sér um hend urnar, húsmæður setji matvæl in strax í ísskáp og geri það að venjiu að hita allar leifar vel í þrjár mínútur, áður en þær eru botrðai ar. bandarísku herstjórnarinnar að þurfa að takmarka ferðir varnarliðsmanna, en fyrst og fremst hljóta samt báðir aðil- ar að keppa að því að koma í veg fyrir árekstra, sem alltaf er nokkur hætta á, þar sem erlent herlið dvelur. Ánægjulegt er samt að dreg ið hefur úr árekstrum við varnarliðsmenn frá því sem áður var og heilbrigð sam- skipti milli einstaklinga og samtaka varnarliðsmanna og ísiendinga hafa farið vaxandi, án þess að nokkur nema fáar grátkerlingar telji að með því sé íslenzkum hagsmunum eða menningu stofnað i voða. — Hljómplötur Framhald a£ bks. 23. framleiðslu eins og t.d. Orto- fon, sem ef til vill framleiðir beztu tónhausa (pick-up) í heimi, brezka útvarpið BBC, Deutsche Grammophon og margir fleiri nota electrosta- tiska hátalara frá Quad til þess að reyna gæði hljóms á upp- tökum, útvarpsútsendingum o. s. frv. Ástæðan ætti að vera augljós. Ástæðulaust er að fjölyrða neitt sérstaklega um plötuspil- ara eða mótora. Þar er sviss- neski (eins og svissnesku úr- in) ,Thorens“-spiIarinn í sér- flokki. Næst á eftir honum koma nokkrir amerískir spU- arar ásamt hinum enska „Garrard 301“. Um arma (pick up arm) er það að segja að hina enski SME er spursmáls- lítið í sérflokki, og eins og áð- ur var að vikið framieiða Dan- ir, merkilegt nokk, sennilega beztu tónhausa (pick-up) £ heimi: Ortofon. Það er niður- staða, sem náðst hefur eftir ýtarlegan samanburð við teg- undir eins og ADC, Shure, Decca o. fl. Það hefði ef til vill verið ástæða til þess að útskýra hvað er stereo. En það verður ekki gert hér, a.m.k. ekkí nú, enda er það mál, sem löngu ætti að vera að fullu upplýst, Aðeins að lokum þetta: Ætli einhver að fá sér fullkomia tónflutningstæki, vegna ein- lægs áhuga og elsku á tónlist, í guðanna bænum kaupið ekki hið útdeyjandi skrímsli, sen* eitt sinn var svo margra óska- draumur. Kaupið ekki tæki þar sem spilarinn er í s»ra* skáp og hátalararnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.