Morgunblaðið - 20.09.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.09.1964, Blaðsíða 28
28 MORGU NBLAÐIÐ Sunnudagur 20. sept. 1964 HERMIISIA BLACK: Eitur og ást En Corinna var ekki upplögð til að taka sönsun. — Hræðilegi maðurinn sagði, að þú væri óvinsælasti maðurinn við Miðjarðarbafsbotn", sagði hún. — Þú tekur þér vonandi ekki nærri hvað dólgar eins og Simon Zenoupous segja, elskan mín? — En er það ekki satt, að þú eigir marga óvina, Blake? — Það má kannske til sanns vegar færa. En hinsvegar veit ég sæmilega vel hvar þeir eru. . . . Hann tók utanum hana og hélt áfram: — Ég hef nú bjargað mér vel öll þessi ár. Að þú bjarg- aðir lífi mínu þarna í Cairo, sannar alls ekki að ég eigi von á banatilræði á hverjum degi. Ég get séð mér farborða sjálfur, og auk á ég marga bjargvætti. — En það er ekki alltaf, sem hægt er að bjarga. Hann skildi að nú var hún að hugsa til föður síns. — Þú ert engin hugleysingi þegar þú átt hlut að máli sjálf, sagði hann. — Og þú mátt ekki heldur vera það þegar ég á í hlut. Hvorugt okkar hefur trú á því, að atvikin gerist af til- viljun. Það voru forlög að við ættum að hittast, elska hvort annað — og eiga hvort annað. Við skulum láta forlögin um allt hitt líka. Hann tók eftir að hún varð ró- legri. Eftir augnablik strauk hún sér um augun og sagði: — Þú mátt ekki reiðast mér, Blake. Ég skal verða hughraust. , — Dugleg stúlka, sagði hann og kyssti hana, en nú var engin ástríða í kossinum. — Er þér nokkur huggun í að ég segi þér, að þegar þessu erindi er lokið, er ætlunin sú að ég dragi mig I hlé. 29 — Heyrðu, Blake, sagði hún uppnæm. — Vonandi ekki mín vegna? — Ekki eingöngu þín vegna. Ég get ekki lofað því, að ég byrji kannske ekki einhverntíma á nýjan leik, en við þurfum að eiga nokkur ár saman í næði fyrst, held ég. — Þá hef ég eitthvað að hlakka til, sagði hún og reyndi að láta á sér sjá að henni hefði létt. En svo minntist hún annars og bros- ið hvarf af henni. — Viltu segja mér aðeins eitt enn, Blake? — Og hvað var nú það? — Abdullah-Ben Amin — hvernig dó hann? —- Er nauðsynlegt að þú fáir að vita það, Corinna? — Ég held það. Ég get ekki stillt mig um að velta fyrir mér hvort það sama hafi komið fyrir hann og föður minn. — Ég þoli að heyra sannleikann. Blake svaraði vinalega. — Já, hann var drepinn. Og dauði hans er einn liðurinn úr keðj- unni, sem ég er að reyna að setja saman. Ég er langt kominn með það, og ég held að mér takist að uppgötva, hver stendur á bak við þetta allt. En nú verður þú að reyna að gleyma þessu. Þau óku heim á leið, og hann óskaði innilega að þau hefðu ekki þurft að spilla þessari síð- ustu yndisstund með tilhgsun- inni um morð og hefnd....... Þau kvöddust þarna um kvöld- ið, því að hann varð að leggja upp eldsnemma morguninn eftir. Blake þrýsti henni að sér og hvíslaði: — Ég kem aftur, elskan mín, og hverja mínútu, sem ég er burtu, verður þú að muna að ég elska þig — hugsa til þín — þarfn ast þín. Og Corinna einsetti sér að vera hughraust. Þetta var ekki nærri eins slæmt og hún hafði haldið — þessi viðskilnaður, sem hún hafði verið svo hrædd við. Því að nú vissi hún að hann mundi koma aftur, hún vissi að hann elskaði hann. Meðan hún var að klæða sig, morguninn eftir, rifjaði hún upp fyrir sér að hún væri stúlkan sem Blake hefði kysst, stúlkan sem hann ætlaði að eiga alla ævi. Þessvegna byrjaði hún daginn með stjörnublik í augunum og með þann geislabaug sælunnar, sem þær stúlkur þekkja, sem elska og eru elskaðar á móti. Hún og Blake höfðu ekki afráðið að opinbera trúlofunina, og þegar hún hugsaði sig betur um, afréð hún að þegja yfir öllu þangað til Blake kæmi aftur. Þetta var svo snemma morg- uns, að hún sá ekki Söndru, fremur en vant var á þeim tíma. Corinna sat nokkra klukkutíma við ritvélina, en henni varð minna. úr verki en hún hafði búizt við, af því að andlitið á Blake var alltaf að gægjast BLAÐADREIFING FYRIR ! Morgunblaðið þarf þegar í stað að ráða fólk til blaðadreifingar í þessi blaðahverfi: ic Sörlaskjól — Lnyghagi — Hagamel — Fálkagata. ÍC Barónsstígur — Skeggjagata. ic Sjafnárgata — Langholtsv egur 1—108. ÍC Suðurlandsbraut. ýc Gjörið svo vel að hafa samband við afgreiðslu Morgunblaðsins. sími 22480. — Mamma! Við erum búnir að kveikja á jólatrénu. milli hennar og hraðritunarblað anna. Hve langt skyldi hann vera kominn núna? Hvenær mundi að hann þurfti að fara svona skyndilega, og hún hafði ekki spurt hann. Hún varð að horfast í augu við þá staðreynd — að minnsta kosti nokkur næstu árin — að það mundi verða margt honum viðvíkjandi, sem hún mætti ekki spyrja um. Hún sat aðgerðalaus og horfði út um gluggann, með fingurna á ritvélinni. „Þér munuð vera óvinsælasti maðurinn hér eystra“. Þessi orð sem Simon Zenoupous hafði sagt forðum um kvöldið í Cairo, hljóm uðu í eyrunum á henni. Og úr því að Blake átti í hlut vissi Corinna, að óvinsældir þýddi það sama og hættur. Hún stóð snögglega upp. Hún fann að ef hún vildi ekki glata sálarfriðnum að fullu og öllu, meðan Blake væri burtu, varð hún að hafa strangan aga á hug- myndaflugi sínu. Auðvitað mundi hann koma aftur heilu og höldnu. Hann varð blátt áfram að gera það. Hún stóð við opinn gluggann og sendi honum öll sín ástríkustu hug- skeyti, eins og hún væri að reyna að hlaða úr þeim varnargarð kringum hann. Meðan hún stóð svona heyrðist hringt til hádegisverðar í fyrsta skipti, og nú fór Corinna inn í herbergið sitt til þess að taka til þar. Skyldi Sandra ekki vera komin á fætur enn, eða mundi hún koma í matinn, hugsaði hún með sér. Hún hnyklaði brúnirn- ar þegar henni varð hugsað til Söndru. Óskaði að frú Ledirad hefði verið dálítið öðruvísi, ósk- aði að þær hefðu átt eitthvað sameiginlegt- það hefði verið gaman að eiga vinkonu til að tala við, einmitt núna — og það hefði verið sérstaklega gaman ef kona Philips Lediards hefði verið samúðarfull og skilnings- góð eins og giftar konur eru oft. Heppnar, giftar, ungar konur! Corinna greiddi sér og horfði ihugandi í spegilinn. Henni var farið að skiljast, upp á síðkastið, að Sandra var alls ekki ham- ingjusöm kona. Það væri skamm- arlegt ef hún léti það bitna á KALLI KUREKI Teiknari; J. MORA f Alla nóttina keyrir Kalli hest Smiths áfram. í — 1 hvert einasta skipti, sem Bkröggur er skilinn einn eftir lendir hann sjálfkrafa í vandræðum. Um sólarupprás við girðinguna. — Hér eru engar kýr. Ef þessi gamli maður heldur að hann geti svindlað á Brandi.......Þarna kem- ur Kalli. — Hvar eru mínar þrjátíu kýr? Hvar er gamla skeggjaða geitin? prófessornum, hugsaði Corinna með sér og varð gröm. Hugsum okkur ef þetta hjónaband fært í hundana- Og það var ekki orð- ið eins árs gamalt ennþá. Það var eflaust rétt, að Söndru „þótti vænt“ um manninn sinn, en það var ekki nóg. Ég vildi óska að ég hefði ekki trúlofast Blake undir þessu þaki, datt henni ósjálfrátt í hug. En það er ljótt af mér að hugs* svona. Ég veit vel að okkur kem- ur ekkert við hvað Sandra gerir eða gerir ekkL Þegar Corinna var komin fram að stiganum heyrði hún til Söndru. Hún var reið, svo að röddin var hvellari en ella. — Ef þú heldur að ég ætli að sætta mig við þesskonar. . . . Hún þagnaði og leit upp í stig- ann þegar hún heyrði fótatak Corinnu. — Góðan daginn, frú Lediard, sagði Corinna glaðlega. — Líður yður betur í dag? — Já, mér líður prýðilega. Ég var bara dálítið þreytt eftir sam kvæmið. Ja, þetta var nú meiri veizlan- Sandra var vingjarnlegri en hún átti vanda til. — Já, hún var stórkostleg, svaraði Corinna. — Stórkostleg — það var rétta orðið. Nei. Ali, þér þurfið ekki að hringja aftur, við erum öll komin, eins og þér sjáið. Þær gengu saman inn í borð- stofuna. — En hvað varð annars af yður? Þér fóruð á mis við það allra bezta. Við fögnuðum aftur- eldingunni með_ því að þiggja veglegar gjafir. Ég fékk farðadós úr skíru gulli, með fangamark- inu mínu úr demöntum. Lítið þér á! Hún tók dósina upp úr töskunni sinni, lagði hana á borð ið og settist. — Hún er ljómandi falleg, sagði Corinna. — Þess iZenoupous hagaði sér eins og fursti, hélt Corinna á- fram. Robin Wrayman, sem hafði beð ið með að setjast þangað til þær voru komnar, hnyklaði brúnirnar og sagði: — Þetta er auvirðilegur gort- ari. Kópavogur Afgreiðsla Morgunblaðsins í\ Kópavogi er að Hlíðarvegi 61.í sími 40748. GarÓahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Garðahrepp er að Hof- túni við Vífilsstaðaveg, sími 51247. Hafnarfjörður Afgreiðsla Morgunblaðsins I fyrir Hafnarf jarðarkaupstað (er að Arnarhrauni 14, sími 50374. Keflavík Afgreiðsla Morgunblaðsins 1 \ fyrir Keflavíkurbæ er að l Hafnargötu 48. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.