Morgunblaðið - 11.10.1964, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 11.10.1964, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIB Sunnudagur 11. okt. 1964 Útgefandi: Framk væmdas t j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 f lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ARANGUR VIÐREISNARINNAR ^ flokksráðsfundi Sjálfstæð- isflokksins var gerð ályktun, þar sem lýst var ánægju yfir því, að tekizt hef- ur að standa vörð um gengi íslenzku krónunnar og síðan segir: „Fundurinn fagnar þeim al- hliða árangri, sem viðreisnar- stefnan hefúr áorkað í ís- lenzku þjóðfélagi, þar sem nú ríkir frelsi í stað fjötra og hafta áður og tekizt hefur að endurvekja fjárhagslegt álit íslendinga með öðrum þjóð- um.“ Þarna er í fáum orðum lýst kjarna viðreisnarinnar. Áður en Viðreisnarstjórnin tók við, ríkti hér magnað hafta- og uppbótakerfi. Athafnir manna voru reyrðar í fjötra og við- skiptafrelsi þekktist ekki. Hér var sem sagt við lýði of- stjórnarríki, sem dró úr fram- förum og engin tilraun var gerð til að losna úr þessum viðjum, þótt allar aðrar þjóð- ir hefðu þegar brotizt út úr höftum styrjaldaráranna og næstu ára á eftir. Þar við bættist svo að engir gjaldeyrissjóðir voru til og lánstraust íslendinga gjörsam lega þrotið erlendis, og til dæmis hafði Alþjóðabankinn verið okkur algerlega lok- aður, þar sem útilokað var talið að lána óreiðumönnum á borð við þá sem íslendingar voru þá almennt álitnir að vonum. Áætlanir Viðreisnar- stjórnarinnar um að gjör- breyta þessu ástandi voru vissulega djarfar, og það hlakkaði í stjórnarandstæð- ingum, sem trúðu því ekki að viðreisnin gæti tekizt, enda sögðu þeir þegar á fyrstu- mánuðum viðreisnarinnar að hún væri hrunin eða væri að hrynja. En staðreyndin er sú, að viðreisnin tókst. Það tókst að lina um fjötra, afnema fjár- festingarhömlur, innflutnings leyfaveitingar o.s.frv. Það tókst með öðrum orðum að koma á þjóðfélagi frjálsræðis í stað haftastefnu vinstri manna. Og það tókst líka að endur- vekja fjárhagslegt álit íslend- inga með öðrum þjóðum og treysta gjaldmiðilinn. Og allt tókst þetta án þess að verulegar fórnir væru færð- ar og þær ekki nema fáa mánuði, því að skjótt fór við- reisnin að bera árangur, lífs- kjörin að batna og framfarir að aukast. Þeir íslendingar eru áreiðan lega ekki margir, sem vildu á ný taka upp haftakerfið og allt það brask og þá spillingu, sem þróaðist í skjóli þess, samfara því að dró úr fram- kvæmdum og uppbyggingu. Stundum heyrum við sagt, að viðreisnin hafi brugðizt, stjórnin hafi yfirgefið stefnu sína o.s.frv. Samkvæmt því ætti hér að ríkja sama ástand og var áður en Viðreisnar- stjórnin hóf störf sín. Hér ættu að vera innflutnings- og fjárhagshöft, gjaldeyrisskort- ur og vöruþurrð. Þessar full- yrðingar eru svo fráleitar að ekki skal eytt að þeim mörg- um orðum. Hitt er ljóst mál, að þegar Viðreisnarstjórnin hafði náð því markmiði sínu að endur- reisa fjárhag landsins og losa höftin, voru að sjálfsögðu ekki sömu aðgerðir nauðsynlegar og áður voru knýjandi. Við- horfin voru breytt og þá hlaut auðvitað að verða að meta að- stæður í nýju ljósi. Viðreisn- arstjórnin er ekki afturhalds- stjórn, sem bítur sig í ákveðn- ar kennisetningar, heldur leysir hún vandamálin eins og þau horfa við hverju sinni. VANDINN FRAMUNDAN |71okksráðsfundur Sjálfstæð- *■ isflokksins dró enga dul á það, að framundan væru erfið vandamál. Það hefur tekizt að tryggja vinnufrið- inn, en niðurgreiðslur þær að halda verðlagi í skefjum, kosta gífurlegt fé. Það verður verkefni þess Alþingis, sem nú er að hefja störf, að ráða fram úr þeim vanda, að hve miklu leyti eigi til frambúðar að greiða verð- lag niður og gera sér grein fyrir því, hvort atvinnuveg- irnir geti staðið undir kaup- hækkunum, sem leiða mundu af því að verðlag hækkaði. En þetta eru að sjálfsögðu minniháttar vandamál miðað við þann mikla vanda, sem stjórninni var á höndum, er hún hóf störf sín og varð að gjörbreyta öllu ástandi efna- hags- og viðskiptamáía, sem var í hreinu öngþveiti. ( Þúsund blaðsíður á einni I I filmu 5x5 cm að stærð I Á hægri blaðsíðu bæklingsins, sem höndin á myndinnl heldur á, er filma með aliri Biblíunni, 1240 blaðsíðum 773.746 orðum. Á skermi sýningarvélarinnar sést ljós- lega hve auðvelt er að lesahverja blaðsíðu. BANDARIKJAMENN | hafa að undanförnu ná𠧧 stórbættum árangri í ljós- §§ myndun bóka og handrita 3 — og er nú svo komið, að §j þeir geta þjappað saman | efni bókar upp á meira en = þúsund blaðsíður á filmu, = sem ekki er stærri en fimm H centimetrar á kant. Hægt a er að koma nokkrum tylft- s um af slíkum filmum fyrir M í smákassa og geyma þær í 1 þúsundatali í venjulegri 3 skrifborðsskúffu. Má þar §§ koma fyrir upplýsingum er s§ jagngildi nokkrum góðum §j bókasöfnum. §§ Síðurnar á filmunum má M lesa annað hvort með því M að nota stækkunargler eða M varpa þeim á hvítt tjald |í eða vegg eins og litskugga- M myndum. §§ Það voru vísindamenn við M National Cash Register í Day = ton í Ohio — og Hawthorne S í Californiu, sem fundu upp = þetta myndunar kerfi. Sýnir = fyrirtækið framleiðsluaðferð- H ina á heimssýningunni í New §§ York — og er það í fyrsta §§ sinn, sem hún kemur fyrir al- §§ menningssjónir. Er þar til 3 sýnis smáfilma (sjá meðfylgj = andi mynd) fimm centimetr- §§ ar á hvern kant, þar sem má = lesa alla Biblíuna, eða alls I 773.746 orð á 1240 biaðsíðum. = Tók myndun hennar aðeins M fjórar klukkustundir og auð- E velt er að gera aukaeintök. H Vísindamennirnir segja, að § á 10 cm háum spjaldskrár- M stafla, þar sem hvert spjald §§ væri 7.6 sinnum 12.7 centi- §§ metrar megi koma fyrir = milljón blaðsíðum úr venju- = legri bók. Með öðrum orðum M væri hægt að koma öllum bók = um úr bókasafni Bandaríkja- M þings — en það telur nær 13 H miiijónir bóka og bækiinga, M auk 30 milljóna annarra rita M — fyrir í sex venjulegum H skjalaskápum. = Þessar litlu filmur sem kallast „Photocromic micro- images“ (PCMI) eru ekki byggðar upp eins og venju- legar silfurhúðaðar filmur, heldur eru þær smurðar mjög þunnu litarlagi, sem dökknar skjótt, þegar útfjólu bláu ljósi er beint að þeim. Myndin, sem fram kemur er aldrei kornótt. Síðu, sem tekin er á filmu er varpað með útfjólubláu ijósi á litfilmuna og hún minnkuð með sérstökum hns um. Eftir myndun hverrar síðu flyzt filman yfir £ 3 næstu blaðsíðu og þannig 3 gengur koll af koili. Berum = augum séð eru síðurnar eins 3 og þéttar raðir örsmárra fer- 3 hyrninga. 3 Einn mikilvægasti kostur 3 þessarar aðferðar er sá, að 3 leiðréttingar eru mjög auð- 3 veldar. Síðuna, sem leiðrétta §§! á er þá hægt að má burt með = gulum ljósgeLsla — og setja = nýja i staðinn. Að sögn vísindamannanna 3 Framhald á bls. 23. 3 Sá vandi, sem nú er við að etja, mun verða leystur, enda gera menn sér nú betur grein fyrir því en áður, að skefja- laus kaupkröfupólitík leiðir ekki til kjarabóta, heldur beinlínis til kjararýrnunar. STÓRIÐJAN Á NÆSTA LEITI að jafnvægi, sem náðst hef- ur í viðskiptum okkar við útlönd, hin hagstæða gjald- eyrisstaða og hið aukna traust, sem við höfum áunnið okkur erlendis, hefur leitt til þess, að nú eru erlendar lánastofn- anir og framkvæmdaaðilar fúsir til að ræða við okkur um samstarf á fjárhagssvið- inu, gagnstætt því sem áður var. Á flokksráðsfundi Sjálf- stæðisflokksins var rætt um hin miklu tækifæri, sem ætla má að íslendingum bjóðist til þess að koma upp stóriðju, og segir í ályktun ráðsins: „Fundurinn leggur áherzlu á, að með vinnufriði verði unnt að einbeita orku þjóðar- innar að alhliða eflingu at- vinnulífsins, þar á meðal stór- virkjunum pg stóriðju, til þess að tryggja sífellt betri lífskjör og skapa skilyrði fyrir blóm- legri menningu íslendinga í nútíð og framtíð.“ Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur þannig undirstrikað, að hann muni leggja áherzlu á það og beita afli sínu til þesa að hér megi rísa stóriðja. í þeim tilgangi er að sjálfsögðu nauðsynleg samvinna við er- lenda aðila, en ljóst er af þeim könnunum, sem þegar hafa farið fram í þessu efni, að unnt er að búa þannig um hnútana að af því stafi okk- ur engin hætta, enda hafa margar þjóðir langa og góða reynslu af slíkri samvinnu. Fyllsta ástæða er þesa vegna til að treysta því, að stóriðjan sé á næsta leiti, og hún mun gjörbreyta lífskjör- um þjóðarinnar og auka auð- legð landsins, því að þá verð- ur afl fossanna og hiti hver- anna látinn framleiða auð- ævin og fjármagnið tekið í þjónustu almennings.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.