Morgunblaðið - 18.10.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.10.1964, Blaðsíða 1
32 síður og Lesbók mMábifo 61 árwangur 244. tbl. — Sunnudagur 18. október 1964 Prentsmiðja Morgunblaðsira Cousin og Castle í ráðherrastola London, 17. okt. AP | Leiðtogi stærsta verka- lýðssambands Bretlands, Frank Cousins, tekur nú í fyrsta sinn sæti í ríkisstjórn. Hefur hinn nýi forsætisráð- herra, Harold Wilson, skipað hann tæknimálaráðherra, sem er nýtt embætti. Frank Cous- ins hefur aldrei átt sæti á þingi. í dag tilkynnti Wilson Bkipan nokkurra fleiri ráð- herra, og fara nöfn þeirra hér á eftir: James Griffith, 74 ára skip- ar nýtt ráðherraembætti — fjaHar um mál Wales. Anthony Greenwood, 53 ára verður nýlendumálaráð- herra. WiHiam Ross, 53 ára, verður Skotlandsmálaráðherra. Michael Stewart, 57 ára, verður mennta- og vísinda- málaráðherra. Longford, lávarður, 58 ára, verður innsiglisvörður og leiðtogi lávarðadeildarinnar. Douglas Jay, 57 ára, verður forseti verzlunarráðsins. Douglas Houghton, 66 ára, verður kanzlari hertoga- dæmisins Lancaster, ráðherra án ráðuneytis. Fred Peart, 50 ára verður landbúnaðarráðherra. Richard H. S. Crossmann, 56 ára, húsnæðismálaráð- herra. Ray Gunter, verkalýðs- málaráðherra. Tom Fraser, 53 ára, verður orkumálaráðherra. Barbara Castle, eina konan í stjórninni, mun fjalla um mál, er varða framkvæmdir Breta erlendis. * Síðdegis í dag kom Sir Hug Foot, fyrrum sendi- maður Bretlands hjá Samein- uðu þjóðunum, til London. — Telja fréttamenn í >*:v? York, að hann verði skipaður aðal- fulltrúi lands síns hjá sam- tökunum. Samule Backett Pablo Neruda. Graham Green Hver hlýtur bókmennfa verðlaun Nóbels 1964? Einkaskeyti tU Mbl. frá AP Bókmenntaverðlaunum Nóbels verður úthlutað í Stokkhólmi 22. október nk. Eins og alltaf, þegar út- hlutun þessara verðlauna er fyrir dyrum, er mikið rætt í blöðum um hverjir séu líklegastír til að hljóta heiðurinn. Sænska bók- menntaakademían velur venjulega bókmenntaverð- launahafann löngu áður en valnefndin kemur form- lega saman. Þeir, sem líklegastir eru taldir til þess að hljóta bók- menntaverðlaunin 1964, eru ljóðaskáldið Pablo Neruda frá Ohile, írsk-franska leiK- ritaskáldið Samuel Backett og brezki rithöfundurinn Graham Greene. Einnig eru þeir taldir koma til greina Lawrence Durrell, rithöfundur, sem einnig er Breti og samlandi hans, ljóðaskáldið og rithöf- undurinn Robert Graves. John Steinbeck, sem hlaut Nóbelsverðiaunin 1&62 hefur lýst sig fylgjandi því, að Graves verði veitt þau að þessu sinni. Fregnir herma, að utn 12 skáld og rithöfundar hafi ver- ið taldir koma til greina að þessu sinni og segir, að meðal þeirra séu auk ofangreindra, rithbfundar frá Þýzkalandi og ítalíu. Myrtu 80 stúlkur á 10 árum San Fransisco del Rincon, Mexíkó, 17. okt. TVÆR systur voru í dag fundnar sekar um að hafa Framh. á bls. 2. „Pravda" heldur áfram árás- um á kínverska kommúnista Hfoskvubúar virðast lítt harma fall Krúsjeffs Orðrómur unt að hann sé í stofufangelsi Moskvu, 17. okt. — AP t PRAVDA, málgagn sov- ézka kommúnistaflokks- ins birtir í dag harðar árásir á kínverska kommúnista, bæði í frásögnum af ályktun- um kommúnistaflokka Italíu og Frakklands og í ritstjórn- argrein. Bendir það ótvírætt til þess að hinir nýju for- ystumenn Sovétríkjanna hyggi ekki á neitt meiri hátt- ar frávik frá stefnu Krúsjeffs gagnvart Kínverjum — því sem kunnugt er var skipt um ritstjóra við blaðið um leið Stúlkan á þessari mynd, sem heitir Jill Nietert og er 24 ára að aldri, varð fyrir því í New York sl. fimnitu- dag, að hnífur var rekinn í bak henni og handtaska henn- ar hrifsuð frá henni. Tilræðis- maðurinn komst á brott, en hafðj litið fé upp úr krafsinu. t töskunni voru aðeins "J5 cent. Myndin hér var tekin, þeg- ar stúlkan var á leið í sjúkrahús — og má sjá, að hnífurinn, sem var með 15 sm löngu blaði, stendur enn í baki hennar. Stúlkan ermjög alvar lega særð — en þó hugað lif. Johnson ræöir viö Öryggisráð U.S.A. ITiiuuiiiiiuiiiuniiiiuiiniiinuiiiuiiiiimiiiiii)i4iiiiniiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiniiniiiiHii)iiiiiiiiiiiiiiiniiiuiiiiiiiiuiiiiu Washington, 17. okt. — AP LYNDON B. Johnson, Banda- ríkjaforseti, kallaði Öryggis- ráð landsins til fundar í Hvíta húsinu í dag og skyldi þar fjallað um það umrót, sem orðið hefur í heimsmálunum síðustu daga, breytíngar á for ystu Sovétríkjanna, kjarn- orkusprengingu Kínverja og kosningaúrslitin í Bretlandi. Forsetinn hafði ákveðið að dveljast í dag á búgarði sinum í Texas og verja sunnudeginum til kosningaferða um ríkið. Þess í stað mun hann dveljast í Was- hington næstu daga til þess að geta fylgzt sem nákvæmast með heimsmálunum og verið við öllu buinn. og Krúsjeff var rekinn frá völdum. Blaðið segir einnig, að hinir nýju leiðtogar hygg- ist halda fast við að halda fyrirhugaðan alþjóðafund kommúnista — en tilgreinir ekki hvenær hann verði hald- inn. ^ Um dvalarstað Krúsjeffs er allt á huldu. Óstaðfest- ar fregnir herma, að hann sé í stofufangelsi einhvers stað- ar í Moskvu. Þá eru uppi raddir um, að hann muni koma fram á Rauða torginu á mánudag, þegar geimförun- um verður fagnað — en aðr- ar fregnir, einnig óstaðfestar, herma, að einmitt það tæki- Framhald á bls. 2 i stofofangelsi?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.