Morgunblaðið - 18.10.1964, Page 3

Morgunblaðið - 18.10.1964, Page 3
MORCUNBLADID 3 t Sunnudagur 18. okt. 1964 Ein sókn, eins og það er nefnt, er venjulega 3 til 4 dagar. f lok hverrar sóknar þarf að ganga frá öllum fuglinum og láta hann í poka. Lundaveiði SIGURGEÍIR Jónasson, ljós- myndari Morgunblaðsins í Vestmannaeyjum, fór í sumar með hópi veiðimanna til lunda veiði í Álfsey. Tók hann þar fjölda mynda og birtum við fáeinar þeirra hér, ásamt nokkurri frásögn af ferð þess ari og lundaveiðum almennt. „Sá maður, sem eitt sinn kemst með í veiðiferð í útey og kynnist lífinu þar, víðs fjarri ati því og skarkala, sem í bæjum tíðkast, á erfitt með að má þá minningu nokkru sinni úr huga sér“, sagði Sigur geir, „Lundabakterían er al- veg jafnhörð af sér og rjúpna-, gæsa- og laxveiðibakterían, en fyrr á árum var lundaveiði helzta tekjulind Eyjaskeggja ásamt fiskveiðunum.“ I>eir fé'lagar voru átta sam- an og lágu við í sumarbústað sínum í Álfsey. Lundatíminn er 5—6 vikur og eru menn oft í Álfsey að veiðum allan þann tíma. Auk þess kemur fólk til skemmri dvala í Álfsey og hin um eyjunum til margra skemmri dvala á vorin. Skálar eru einnig í Elliðaey, Bjarnar- ey, Suðurey og Brandi, en í Hellisey er verið að byggja. í öllum þessum eyjum er lundaveiði stunduð í júlí. Kof arnir eru góð hús, þar sem veiðimennirnir geta látið fara vel um sig. Þar eru hverskon- ar þægindi, svo sem útvarp, talstöð, gas til hitunar og elda mennsku. Meðan gengið er til lunda í úteyjum, er lundinn venju- lega sóttur tvisvar í viku. Er sá, sem það starf annast, jafn- an nefndur sækningsmaður. Sækningsmaður í Útey sl. sum. með „spækunum". Milli þeirra er net með 2 til 2% tommu möskva, sem er 12 upptökur og 10 til 12 síður, og í þennan netpoka reynir veiðimaðurinn að góma fuglinn. I>að er kapps mál hvers veiðimanns að hafa háf sinn sem léttastan, því að þeim mun meira vald hefur (hann yfir veiðitækinu og því öruggari verður hann. Á tímabili í sumar var tals- vert um ungan fugl, og þegar veiðiátt var hagstæð, var oft góð veiði. Sœmileg dagveiði þykir ein og hálf til þrjár kippur, en þaðan af meira telst „góð veiði“. Það er talir, góð veiði, þegar 4 til 6 kippur eru veiddar á 5 til 8 tímum. Að visu getur það verið erfitt, en það er ekki veiðin sjálf, sem er erfið, heldur það að bera fuglinn langa vegu, stund um 70 til 100 fugla í ferð. Oft er líka á brattann að sækja í sundurgrafnar lundabyggðir. Ein sókn, eins og hún er venjulega 3 til 4 dagar, en hún ar var Jón Bryngeirsson (bróðið 1960 v,ar meðalaldur skipanna fer þo mikið eftir veiði og veðri. í lok hverrar sóknar Veiðimaðurinn bregður háfn- um leiftursnöggt á Ioft. — Myndin var tekin á því augna blikl, sem fuglinn hafnar í netinu. ir Torfa, hins kunna íþrótta- manns). í misjöfnum veðrum getur verið erfitt að sækja lundann, en það er að sama skapi skemmtilegt, þegar veð- ur er gott. í sumar gerði stirð tíð það að verkum, að oft var erfitt að sækja fuglinn. Sami bátur flytur að auki allar nauðþurftir til úthaldsins, mat, gas, olíu og allan við- legubúnað, sem þarf til veru í útey við lundaveiðar. Til þess að ná lundanum, hafa veiðimennirnir ýmis brögð í frammi. Ef til vill setja þeir mislit flögg eða blöðrur eina til tvær háfs- lengdir fyrir ofan veiðistað- inn, þar serp lundinn situr, — eða þeir stilla upp 10 til 20 dauðum lundum á prjóna rétt fyrir ofan sig. Þeir búa svo um hnútana, að engu er líkara en að lundinn sé lifandi. Þá sækir nær fuglinn, sem flýgur fram hjá veiðistaðnum. Ef ungur fugl er mikill, þá sezt hann jafnvel innan um þá dauðu. Ungi fuglinn er mun forvitnari en sá gamli og er því ekki eins varkár gagnvart brögðum veiðimannsins. Það er góðs viti, þegar mikið er af ungum fugli og gefur það góð fyrirheit um mikla veiði. Veiðin fer þannig fram, að veiðimaður situr hálffalinn bak við grashleðslur eða grjót snasir. Þegar honum reiknast til að fuglinn sé í réttri fjar- lægð, slær hann upp háfinum ■— og fuglinn hafnar í netinu. Síðar dregur hann að sér háf- inn, greiðir og snýr úr, þ. e. snýr fuglinn úr hálsliðnum. Skaft háfsins, sem notaður er til veiðinnar er um 6 álnir á lengd, en á enda þess eru svokallaðar „spækur“, þannig að háfurinn er tæpar 8 álnir þarf að ganga frá öllum fugli, áður en hann er sendur til eyja. Mest af fuglinum er pok- aður (60 í poka), einnig er sumt af honum kippað. Veiðin í úteyjunum er víð' ast félagsveiði, þannig að allir fá jafnt. Fæðis-og úthalds- kostnaður er sameiginlegur og veiðinni er skipt jafnt, því að veiðistaðirnir eru misjafnir og gefa misjafna veiði. Mest af fugli er selt í Kaupfélagið í Vestmannaeyjum, sem síðan selur hann hamflettan og reyktan innanbæjar, enn ann- ast einnig dreifingu á honum til Reykjavíkur. Menn spyrja ósjaldan: Hvað getið þið verið að hanga þarna dögum og vikum sam- an? Hvað getið þið gert í rigningu, óveðri eða þegar enginn fugl er við?“ — En hvað gerir nú fólk, sem liggur í sumarbústöðum eða fólk, sem er í sumarleyfi og ekki fær gott veður? Við höfum Sr. Eiríkur J. Eiríksson Konungsmaður 21. sunnudagur eftir trinitatis. Guðspjallið. Jóh. 4, 46—53. Faðirinn í guðspjalli dagsins var konungsmaður. Sennilegt er, að hann hafi verið í þjónustu Heródesar Antípasar, sonar Heró desar mikla. Eiginlega var Heró des ekki konungur í venjulegri merkingu þess orðs, heldur fjórð ungsstjóri yfir Galíleu, en hann sóttist eftir þeirri tign og ekki síður kona hans Heródías. Völd Heródesar voru allmikil, en ekki lauk þeim giftusamlega. Hann var dæmdur í útlegð. Þá var upp hefðin orðin vafasöm, að vera í hans þjónustU. í guðspjalli dagsins hefur kon ungsmaður' einnig aðra merk- ingu og miðast þá ekki við Ver- aldarvöld. Föðurnum í guðspjallinu er lítil stoð í herra sínum, þegar á reynir fyrir honum og spnur hans liggur fyrir dauðanum. Það er að sjálfsögðu öryggi að því að vera í -þjónustu voldugs manns, en það sýnir sig, að valdi veraldar fylgir einatt hrun og dauði, en lífgunarmáttur þess og uppbyggingar næsta veikur. Heródes lét taka Jóhannes skír ara af lífi. Menn komu til Jesú og skýrðu honum frá, að Heró- des sæktist eftir lífi hans. En Jesús lætur ekki hinn ytri kon ungdóm skelfa sig. Hann biður mennina að bera Heródesi orð sín: Ég læt ekkert aftra mér í starfi mínu að lækna' og líkna. Ég mun deýja sem sigurvegari. Eitt meginefni Jóhannesarguð spjalls er konungdómur Jesú, Krists í lífsins ríki. Ákveðinn boðskapur er fluttur um lífið í Kristi. Hann byggir upp, gefur eilíft líf fyrir trú á sig, lætur eilífa uppskeru verða góðrar við leitni æviára. Orð Jesú í dag er hásætisræða hans: „Sonur þinn lifir“. Svo dásamlegur er þegn rétturinn í konungsríki trúar- innar. Ávallt er þörf fyrir þennan boð skap, en þessa dagana vildum við, að hann bærist einkum syrgj endum vestra, á Flateyri, Ingj- aldssandi, í Bjarnadal og víðar um önundarfjörð og Vestfirði og alls staðar þar, sem menn eiga um sárt að binda. Er nú sann- mæli, sem oftar, það sem Jón Magnússon segir í sálminum útvarp, talstöð, spil og góðan félagsskap. Lifum útilegulífi án nokkurrar utanaðkomandi spennu. Það er borðað, þegar maginn kallar, en ekki þegar klukkan slær, -og það er farið að sofa, þegar menn eru syfj- aðir, engin spenna og ekkert kapphlaup við klukkuna. Al- gjör afslöppun fyrir sálina, en nægjanleg áreynsla fyrir skrokkinn, a. m. k. fyrir menn, sem ekki vinna erfiðisvinnu. Þegar gæftir eru slæmar eða veður válynd, hlusta menn á útvarpið, spila, tefla o. s. frv. h-~— M —W ...ihJf " Meðan verið er til lunda í úteyjum, er lundinn venjulega sótt- ur tvisvar í viku. Sá, sem það gerir, nefnist sækningsmaður. Þessi mynd er af Jóni Bryngeirssyni, sækningsmanni. (Allar myndirnar tók Sigurgeir Jónasson). fagra, er hann sendi okkur Dýra fjarðarprestum, þegar mikill mannskaði varð þar og kvaðst með því vilja tjá samúð sína: ,Þegar brotnar bylgjan þunga, brimið heyrist yfir fjöll, þegar hendir sorg við sjóinn, ' syrgir, tregar þjóðin öll“. Ég minnist nemanda míns, eins hins allra göfugasta og bezta, skipstjórans á hinu týnda skipi. Það er sól og vor: „Ég hefi ekki / hugsað mér embættisnám. Ég ætla á sjóinn“. Ef til vill hefi ég verið að gylla fyrir honum brautir námsframans, sem gátu legið honum opnar. Minningar vakna um lítinn dreng með jóla ljós í hendi, við leik í fjöru og ánni í dalnum. Mikils prúðmenn is er minnzt, sonar aldinnar móð- ur. Guð blessi þá alla og þeirra nánustu, þá sem að er vikið og eins hinna. Saga úx síðustu styrjöld kemur í hugann. Drengur, Kristján að nafni vár áð byrja á sjónum. Hann átti trúrækna móður og vildi halda guðræknisvenjum sínum í hinu nýja umhverfi. En félögum hans fannst, að venja bæri hann af þeim og komu sér saman um að stríða honum, koma honum í uppnám, og sýna honum svo fram á, að hann hefði brotið boð Krists að reiðast ekki. mótgerðum. Þeir gerðu piltinum margt til skapraunar og loks rifu þeir allt upp úr kofforti hans, og fleygðu mynd af móður hans fyrir borð. Kristján sá öllu umhverft í kistu sinni. Brátt kom hann auga á tóman ramma myndarinnar af móður sinni. Hann fölnaði upp og sorgar- og reiðitár runnu niður kinnar hans. Nú mundi gamanið ske. En fé- lagar hans urðu fyrir vonbrigð- um. Kristján kraup aðeins nið- ur við koffortið sitt og baðst fyr ir: „Góði frelsari minn, hjálpaðu mér. Þú veizt, að hún mamma treystir þér til að vera hjá mér, 1 þegar hún getur það ekki sjálf. Ég þakka þér Drottinn minn, góði Jesú, að þmhefur gefið mér móð ur, sem biður fyrir mér“. Pétur hafði verið forsprakkinn í stríðninni við Kristján. Hann var hljóður undir bæninni. Lágt brothljóð heyrðist. Pétur hafði snúið pípuna sína í sundur milli sterkra fingra sinna. Það var stríð. Viðkvæmni varð að vísa á bug. Höfug tár hrundu niður veð urbarið sjómannsandlit. Jesús segir í guðspjallinu, að menn trúi ekki nema að menn sjái tákn og stórmerki. Jóhannes hefur nokkuð aðra merkingu í orðinu tákn en hinir guðspjallamennim ir. Hjá þeim miðast það við fram tíðina, endurkomu Krists. Jó- hannesi eru „táknin" vottur þess, að ríki lífsins sé þegar mögu- leiki okkar mannanna. Konungs menn getum við þannig þegar orðið. Konungsmaður er vafasamt orð um mann Heródesar Antí- pasar. Ef til vill er orðið valið með bænina 1 huga: „Til komi þitt ríki“. Konungsmönnum er okkur ætl að að verða. Mesta sorgarstund- in getur verið dyrnar inn til þeirrar huggunar og blessunar, sem þeirri þjónustu er samfara. Gleymum því ekki, að allt hið ytra er aðeins mynd. Að baki býr sjálfur veruleikinn, konungsríki kærleikans, vonánna og trúar- innar. Því verður ekki tortímt, er myndin táknar. Þrátt fyrir allt er tilvera okkar á leið undan oki hins ytra kon- ungdæmis fallveltisins til þjón- ustunnar í lífsins og ljóssins ríki eilíflegu. Guð huggi syrgjendur fjær og nær. Felum þjóð og iand og okk- ur sjálf lífsins herra og höfundi, að konungsmenn verðum við í lífi og dauða og að eilífu. Amen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.