Morgunblaðið - 18.10.1964, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 18.10.1964, Qupperneq 6
MORGUNBiAfílÐ Sunnudagur 18. okt. 1964 Sextugur I dag: Hákon Guðmundsson yfirborgardómari YFIRBORGARX>ÓMARINN 5 Reykjavík er sextugur í dag. Hann er nýkominn í þessa stöðu, en engu að síður er hann meðal þeirra manna, sem þekktir eru um land allt. Því hver kannast ekki við Hákon Guðmundsson hæstarréttarritara fyrir þættina um dómsmál í útvarpinu. Undanfarin 28 hefur hann gengt stöðu hæstaréttarritara með slíkri prýði að einstakt mun vera. Með dómsmálaþáttum sín- um hefur hann unnið merkilegt starf. Hann hefur kennt fjölda manns töluvert í almennri lög- fræði samtímis því, sem hann hefur gert hinn háa og flestum fjarlæga rétt áð elskulega mann- legri stofnun. Varla er nokkur efi á því, að með útlistun dóms- mála hefur hann oft kennt mönn- um að líta í eigin barm áður en reitt skyldi til höggs og mál haf- ið. Hefur þetta án efa orðið til þess að draga úr óþarfa máls- sóknum og mildað hugarfar manna gagnvart náunganum. Þrátt fyrir að ritarastarf Eákonar Guðmundssonar hafi verið hans aðalstarf um langt skeið er það víðs fjarri að hann hafi troðið þá slóð eina. f okkar litla og fámenna þjóðféiagi hlað- ast upp allskonar trúnaðar- og félagsstörf á þá menn, sem eru hvorttveggja í senn, vandvirknir og vandir að virðingu sinni. Þeg- ar Félagsdómur var stofnaður árið 1938 var Hákon Guðmunds- son skipaður formaður hans, og hefur hann gegnt því starfi ætíð síðan. Ennfremur er hann nú formaður stjórnar lífeyrissjóða starfsmanna ríkisins og ýmislegt annað mætti upp telja af þeim störfum, sem honum hafa verið íalin um dagana, og hann hefur leyst af hendi á sinn kyrrláta og yfirlætislausa hátt. Félagsmál ýmiskonar hafa fallið í sþaut Hákonar Guð- mundssonar, og bið ég velvirð- Sendiherra Rússa tilkynnti fráför KRÚSJEFFS SENDIHERRA Sovétríkjanna, Nikolai K. Tupitsyn, kom í dag á fund forsætisráðherra þeirra er- inda að tilkynna fyrir hönd stjómar sinnar að Nikita Krús- jeff, forsætisráðherra, hefði látið af störfum samkvæmt eigin ósk og að L. Brezhnev hefði verið kjörinn aðalritari Kommúnista- flokksins og A. Kosygin skipað- ur forsætisráðherra. Þá flutti sendiherrann þau sérstöku skila- boð, að sú stefna Sovétríkjanna að beita sér fyrir friðsamlegri sambúð ríkja á milli, afvopnun og eyðingu spennu í alþjóðamál- um myndi haldast óbreytt. (Frétt frá forsætisráðuneytinu) ingar á því, þó að ég nefni ekki rema eitt af mörgum, en það er mínum dómi hið þýðingarmesta, sem honum hefur verið falið. Hákon Guðmundsson er nú formaður Skógræktarfélags ís- lands, og hefur verið það frá 1961. Hann tók við þeim störfum af Valtý Stefánssyni ritstjóra, en sæti hefur hann átt í stjórn félagsins allt frá 1950. í þessum félagsskap, sem telur 9000 með- limi um land allt, hefur hann unnið mikið og gott starf. Hann nýtur trausts og virðingar auk persónulegrar vináttu fjölda manna. Ég veit að ég mæli fyrir munn þeirra allra, er ég óska honum hamingju og velfarnaðar á þessum degi, samtímis sem við vonum að mega njóta forustu hans í Skógræktarfélagi íslands enn um langt skeið. Ég hef þekkt nafna minn Hákon Guðmundsson allt frá því að við vorum samtímis í skóla. Þó að við værum ekki sam- bekkingar voru alltaf einhver tengsl á milli okkar og mun nafngiftin hafa valdið því, þar sem við vorum tveir einir í skól- £num með þessu þá fágæta r.afni. Síðar lágu leiðir okkar oftar saman, einkum eftir að Hákon og hin ágæta kona hans, Ólöf Árnadóttir, tóku sér bólfestu í útjaðri bæjarins og hófu að rækta tré og annan fagran gróð- ur á hrjóstrugu og vindblásnu holti ofan við Bústaði. Þar hafa þau búið á þriðja tug ára, alið þar upp þrjár elskulegar dætur, gefið þær þrem góðum mönnum og breytt umhverfi sínu úr auðn í gróðursælan reit. Sannarlega væri umhverfi bæjarins fegurra, ef fleiri hefðu fetað í fótspor þeirra hjóna hvað ræktun snertir. Á þessum degi vil ég þakka nafna mínum Hákoni Guðmunds- syni fyrir hið mikla og góða starf hans í þágu íslenzkrar skógrækt- ar og óska honum og ástvinum hans góðs farnaðar í framtíðinni. Því miður get ég ekki tekið i hönd hans á þessum degi, þar sem þau hjónin eru nú á ferða- iagi. Hákon Bjarnason. IHinniitg Kristrún Einarsdóttir FÖSTUDAGINN 9. október sl. andaðist frú Kristrún Einarsdótt ir, Karlagötu 2 hér í borg og verður útför hennar gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík á morg un. Kristrún fæddist 8. september 1887 að Grímslæk í ölfusi og voru foreldrar hennar þau Guð- rún Jónsdóttir frá Hjalla í Ölf usi og Einar Eyjólfsson bóndi á Grímslæk. Kristrún var næstelzt 10 systkina og dvaldi í foður- húsum til tvítugs aldurs er hún fluttist til Reykjavíkur.. Kristrún giftist árið 1909 Hann esi Ólafssyni, síðar kaupmanm í Reykjavík. Hannes andaðist ár ið 1861. Eignuðust þau fimm börn, og eru nú fjögur þeirra á lífi: Jóna Svanhvít, gift Óskari Gunnars syni kaupsýslumanni, Gunnar verzlunarmaður hjá Marteini Einarssyni, kvæntur Margréti Kristjánsdóttur, Gunnlaugur Einar, er dó á 1. ári, Gunnlaug gift Jóni Þórarinssyni lyfsala og Ólafur ísberg, fulltrúi hjá lög- reglustjóranum á Keflavíkurflug velli, kvæntur Guðríði Guð- mundsdóttur. Margar eru þær konur, sem unnið hafa mikil störf innan heimilisins, konur sem fáir vita um, utan nánasta ættfólks og kunningja. Þessar konur inna af hendi þýðingarmikið lífsstarf, sem sjaldan er nægilega metið. Kristrún var ein þessara kvenna. Hún bjó eiginmanni sínum og börnum gott heimili. Hún var kröfuhörð við sjálfa sig, og féll ÞARF MIKIÐ TIL Eg sá í brezku blaði, að brezka sjónvarpið BBC) hafi 2.500 manns við störf í sam- bandi við dagskrána á kosn- ingadaginn. Var haldið áfram að sjónvarpa langt fram á nótt eða þar til ljóst þótti hvor sigra mundi — og stóð kosningadag- skrá sjónvarpsins 18 klukku- stundir. Það þurfti líka tvö þús und og fimm hundruð manns til að annast dagskrána eins og fyrr segir — og nær 60 þús- und sterlingspund. Við vitum þá hvernig við eig um að fara að því, þegar við verðum búin að fá sjónvarp. NÝ PLAxA í fyrra var gefin út hljóm- plata til að afla tekna fyrir Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna, ef ég man rétt. Inn á þá plötu sungu margir af fræg ustu dægurlaga söngvurum heims og varð platan vinsæl. Nú er von á annarri plötu til tekjuöflunar fyrir sömu stofn- un Sþ., en nú eru listamennirn- ir af annarri gráðu. Hér eru það frægir píanóleikarar, sem leika nokkur öndvegisverk: Casadesus — Mozart, Backhaus — Beethoven, Kempff — Schu bert, Arrau — Schumann, Brai lowsky — Chopin og Bayron Janis — Liszt. Ekki er að efa, að þetta verð ur líka vinsæl plata þótt hún sé annars eðlis en hin fyrrL IIANN HEFUR NÍU LÍF Mikoyan stendur nú einn uppi félaganna átta, sem stóðu við líkbörur félaga Stalíns fyr ir u.þ.b. 10 árum. Beria var sá fyrsti sem féll og var það gamla „samvirka forustan“, sem ann aðist þá hreinsun eftir stalín- iskri fyrirmynd. Svo hafði Krúsjeff veg og vanda af hreinsun næstu fimm „félag- anna' og varð niðurlæging þeirra mikil þótt ekki týndu þeir höfðinu svo vitað sé. En nú fauk kempan Krúsjeff sjálf ur og ný „samvirk forusta" tók við, en Mikoyan, sem sagður er hafa níu líf eins og köttur- inn stendur enn uppi — og má segja um hann eins og síðasta negrastrákinn, að eftir var þá einn. Ljóst, er, að síldarspekú lantinn Brezhnev og félagi hans Kosygin eru ekki lakari „hrein gerningamenn" en Krúsjeff var svo að Mikoyan verður senni lega í hættu þar til hann verð ur hreinsaður. illa að sitja aðgerðarlaus. Hún hafði yndi af hannyrðum og fal legum blómum og gerði heimili sitt þannig úr garði, að þangað var gaman að koma og þangað vildi hún að ættingjar og vinir kæmu. Kristrún hafði ákveðnar skoð anir, fylgdist vel með mönnum og málefnum og hélt gleði sinni og lífsfjöri fram til hinztu stund ar, þótt hún hefði um árabil kennt sjúkdóms þess, sem varð henni að aldurtila. Bar Kristrún veikindi sín með ró og æðruleysi og hefir meðfædd þrautseigja og kjarkur veitt henni drýgstan stuðning. Blessuð sé minning hennar. EKKI f TORFBÆ Og svo kemur hér bréf, sem barst í síðustu viku: Reykjavík, 13. október 1984. Heiðraði Velvakandi. Margur flýr til þín með mál in sín, þegar manni liggur eitt hvað á hjarta. Þannig er því farið með bréfritarann. f gærkvöldi hlustuðum við á ágætan ræðumann, er talaði um daginn og veginn og snerist um sögn hans mest um endur- heimt handritanna og þær deil ur, er nú hafa risið upp. Mælt ist flutningsmanni vel og skór uglega svo sem þessa gófaða og lærða manns var von og vísa. En það var þó eitt, sem mað ur hnaut um. Flutningsmaður vék að því um Sæmundar Eddu (Codex Regius), er hann lýsti af miklum fróðleik, að hún myndi hafa verið geymd í torf bæ og þá auðvitað tortíming- unni ofurseld, varð hlustand- anum á að hugsa. Einmitt þetta sama var sagt í Danmörku fyrir alllöngu um Flateyjarbók og átti það meðal annars að helga það, að bókin væri geymd í Danmörku. Nú er það þó almennt viður kennt, að Flateyjarbók hafi ekki verið á neinum hrakhól- um, heldur hafi hún verið í eigu höfðingja ættar á Norð- urlandi. En hvað þá um Sæmundar Eddu. Það vill nú einmitt svo vel til, að einhver allra ske- leggasti fræðimaður á íslandi í seinni tíð, gáfumaðurinn, dr. phil. Jón Þorkelsson heitinn Þjóðskjalavörður, hyggur Sæm undar Eddu (sbr. ísl. ártíðaskr. útg. af h. ísl. Bókmenntfélagi, Khöfn 1893—96) hafa verið í eigu höfðingjaættar á Suður- landi, svo að ekki hallast á, og að Brynjólfur biskup hafi feng ið bókina hjá þessu ættfólki, er hann var í vinfengi við. Óþarft er að ganga fram hjá þessu eins og hér séu einhver feimnismál eða sefjun er hér stingur sér niður nú á dögum. Er bókin nokkuð meiri helgi- dómur, þó hún hefði venð geymd i torfbæ og engin viti hvar eða nein skil á slíku. Og var þá ekki eina björgunin, að hún kæmist til Danmerkur eins og sagt var um Flateyjarbók. Nafn er skráð á titilblað Sæm undar Eddu og hyggur dr. Jón Þorkelsson það vera nafn eig anda bókarinnar, eins fyrr- taldra ættmenna, sem vel kem ur heim. Tiginborinn maður, dóttursonur Jón biskups Ara- sonar og sonarsonarsonur Hóim fríðar ríku Erlendsdóttur í Dal. Handritið er vel meðfarið og ástæðulaust að halda, að ver hefði verið að því búið þó leng ur væri í sömu vörzlu". KÁMEil-KAUPFElOG Nú er rétti tíminn til að panta Rafhlöður fyrir veturinn. Bræðurnir Ormsson Vesturgötu 3, sími 11467

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.