Morgunblaðið - 18.10.1964, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 18.10.1964, Qupperneq 16
16 MOHGUNBLAÐIÐ Sunnudagllr 18. okt. 1964 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 1 lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ENN LOGAR AUSTUR í KREML ¥jað er nú augljóst orðið, að brottvikning Nikita Krús- jeffs úr embætti forsætisráð- herra Sovétríkajnna sprettur ekki af vanheilsu hans eða háum aldri. Ástæðan er allt önnur og örlagaríkari. Hún er sú, að enn loga eldar í Kreml og innan rússneska kommún- istaflokksins. — Rússneskir kommúnistar hafa enn einu sinni orðið að fórna leiðtoga sínum til þess að breiða yfir margvísleg mistök, skamm- sýni og galla sjálfs hins komm úníska skipulags. Víða um hinn frjálsa heim var Nikita Krúsjeff talinn góðviljaður maður, sem hefði einlægan áhuga á bættri sam- búð Sovétríkjanna við hinar vestrænu lýðræðisþjóðir. — Ýmsir virtu hann einnig fyrir það að hann hafði manndáð til þess að fletta ofan af glæpaverkum Stalíns og játa fjölmörg víxlspor og vitleys- ur rússneska kommúnista- flokksins. Sú staðreynd verð- ur heldur ekki sniðgengin, að Sovétríkin hafa á valdatíma- bili Krúsjeffs mildað stjórn- arfar sitt verulega og aukið friðsamleg samskipti við aðr- ar þjóðir á fjölmörgum svið- um. Engum hugsandi manni getur dulizt, að vitanlega eiga varnarsamtök vestrænna lýðræðisþjóða ríkastan þátt- inn í því að stöðva framsókn hins alþjóðlega kommúnisma og gera Rússum þar með ljóst, að frekari árásum af þeirra hálfu yrði svarað með sam- eiginlegum varnaraðgerðum hins frjálsa heims. Árásir af hálfu Sovétríkjanna myndu ekki borga sig fyrir þau. Þvert á móti myndu þau hafa í för með sér hrun og upp- gjöf. Það er engum vafa bundið, að hið alvarlega ástand og öngþveiti í efnahagsmálum Rússa á ríkan þátt í því að Krúsjeff hefur nú verið vikið frá völdum. Hin harða og ó- sveigjanlega afstaða hans gagnvart Pekingstjórninni og áform hans um bætta sambúð við vestrænar lýðræðisþjóðir kunna einnig að eiga sinn þátt í falli hans. En það eru vandræðin sem leiða af ó- stjórn og mistökum Sovét- stjórnarinnar í innanlands- málum, sem að öllum líkind- um eru þyngst á metunum. Það hefur alltaf verið háttur rússneskra kommúnista að fórna leiðtogum sínum til þess að breiða yfir svik sín við fólkið og galla hins komm úníska skipulags. Það er vissulega kaldhæðni örlaganna að heyra sam- starfsmenn Krúsjeffs í mið- stjórn kommúnistaflokksins þylja nú svipaðar ásakanir yfir honum og Krúsjeff flutti áður yfir Stalín og ýmsum öðrum fyrri samverkamönn- um sínum. Margt á vafalaust eftir að koma fram í dagsljósið enn um ástæðurnar fyrir falli Krúsjeffs, og ekki er ólíklegt að það sé aðeins upphaf nýrra stórpólitískra viðburða í Sov- étríkjunum á næstunni. Allur heimurinn veit nú, að sovézki kommúnistaflokkurinn logar enn að innan af deilum og á- tökum leiðtoga sinna. Sú stað reynd mun hafa mikil og víð- tæk áhrif á samtök og bar- áttu kommúnista víða um heim. ÖLÍKT STJÓRN- ARFAR CHjórnarskipti hafa nú orðið í tveimur stórveldum. Að- dragandi þeirra og aðferðin eru þó með ólíkum hætti. í Bretlandi fóru fram lýðræðis- legar kosningar, en austur í Kreml var enn beitt hinum kommúnísku aðferðum og með fylgdu hreinsanir á helztu skjólstæðingum Krús- jeffs á æðstu stöðum. Það hefur enn komið í Ijós, að kommúnisminn er ein- ræðisstjórnarfar, og honum fylgja öll einkenni þess. Mannkynsagan greinir frá margri harðstjórn og einræði, en engin hefur verið jafn blóðug og grimmileg og kommúnisminn. Hvergi hef- ur líf og starf stjórnmála- manna verið minna virði. í samtali við Mbl. á dögun- um sagði félagi Einar Olgeirs- son stjórnarskiptin í Kreml vera skynsamlega nýbreytni, einkum skiptingu á stöðum æðsta manns ríkisins og kommúnistaflokksins. — Það fyrirkomulag er þó ekki mikil nýbreytni, því að tví- eykisfyrrkomulagið hefur áð- ur verið reynt austur þar. Krúsjeff var þó fljótur að losa sig við Búlganín og ekki er gott að spá um það, hvor skákar hinum fyrr, Kosygin eða Brezhnev. Kommúnisminn hefur ekki fært þegnum sínum fegurra né betra líf. Kommúnisminn hefur í sér fólgna alla ókosti harðstjórna sögunnar. Þar Fólkið hér á myndinni eru hin fyrrverandi hjón, Serge Beauv- ariet og Valérie Lagrange. Saga þeirra er í stuttu máli svona: Serge var einn bezti og þekktasti tízkuljósmyndari í París óg tók hann myndir af öllum þekktustu leikkonum og ljósmyndafyrirsæt um. Hann hitti Valérie og tók af henni myndir og gerði hana á skömmum tíma mjög fræga. JHón gerðist leikkona og þótti góð. Þau giftust og áttu barn, sem nú er 3 ára gamalt. Serge var eyðslusamur og eyddi jafnan meiru en hann vann sér inn, þó hann væri vel launaður. Að lok- um fór svo, að Valérie undi ekki lengur sambúðinni og þau skildu. Sendu þau son sinn upp í sveit, en hún hélt áfram að leika en hann að ljósmynda. Hann hélt áfram að vera eyðslusamur og þótti drekka meira en góðu hófi gegndi. Eitt sinn fór hann til nokkurra vina sinna og bað þá um að lána sér peninga, en þeir héldu að hann væri að gera að gamni sínu. Hann fór heim, tók fram allar þær myndir, sem hann hafði tekið af Valérie og dreifði þeim í kringum sig og skrúfaði frá gasinu. Þegar Valérie bárust þessar fréttir klæddist hún sorgarbún- kemur eitur í glasi og hnífur í ermi í stað kjörseðlanna, sem brezka þjóðin merkti sl. fimmtudag í einrúmi og í sam ráði við samvizku sína og st jórnmálaskoðun. VEIK STJÓRN í BRETLANDI T rökréttu framhaldi af kosn- * ingaúrslitum í Bretlandi, sagði Sir Alec af sér og hin- um skarpgáfaða Harold Wil- son var falin stjórnarmynd- un. Úrslitin eru talin mikill persónulegur sigur fyrir Wil- son, en flokkur hans tapaði þó fylgi frá síðustu kosning- um, þrátt fyrir sigurinn. Wilson hefur nú myndað ingi og hefur borið hann síðan. Hún hefur vakið aðdáun fólks í Frakklandi fyrir þá stillingu, sem hún hefur sýnt við fráfall fyrr- verandi manns síns, og til dæmis um það hefur hún aldrei sleppt neinni sýningu á leikriti því, sem hún leikur í. FÓLKIÐ hér á myndinni heitir Enid og John Walker. Hann er verkamaður, 33 ára að aldri. Nú fyrir skommu vann John Walker sér það til frægðar, að vinna 280.895 sterlingspund í Bingó. Það fyrsta, sem hann gerði eftir að hafa unnið þessa peninga var að fara með konu sína, Enid, til skartgripasala og kaupa handa henni hringinn, sem hann hafði lofað að gefa henni, þegar þau trúlofuðu sig fyrir 11 árum. Oxford háskóla hefur bætzt nýr nemandi alla leið austan frá Ceylon. Það er dóttir forsætis- ráðherra Ceylons, frú Sirimavo Bandaranaike, sem fylgdi dóttur sinni sjálf til Englands á dögun- um. Frúin hafði líka öðrum. hnöppum að hneppa, þar sem hún flutti í leiðinni helgan dóm til Búddatrúarmanna í Englandi, en það var beinflis, sem á að vera úr Búdda sjálfum, en Búddatrú- armenn í Englandi eru fleiri en menn skyldu ætla. i frettunum ráðuneyti sitt, en stjórn Verkamannaflokksins hefur þó mjög nauman meirihluta eða aðeins fjögur atkvæði í neðri málstofunni. Talið hef- ur verið að tuttugu þing- manna meirihluti sé það minnsta, sem talizt geti starf- hæfur meirihluti ríkisstjórn- ar, en Churchill gamli sagði eitt sinn: Einn er nægjanlegt. Allt að einu, þá er hin nýja stjórn í Bretlandi mjög veik og er ekki ósennilegt, að kosn ingar fari fljótlega aftur fram í Bretlandi. Wilson hefur birt ráðherra- lista sinn. Georg Brown, hinn hægrisinnaði verkalýðsfor- ingi og varaformaður flokks- ins, er efnahagsráðherra og Gordon-Walker er utanríkis- ráðherra. James Callaghan ec fjármálaráðherra, eins og bú- izt var við. Ýmsir töldu, að Wilson hefði ætlað sér að vera einnig utanríkisráðherra, en það hefur þó orðið úr að Gordon-Walker hlyti stöð- una, þótt hann hafi fallið í kjördæmi sínu. Helzta orsök sigurs Verka- mannaflokksins mun vera fylgi ungra manna í Bretlandi og óánægja með fræðslukerf- ið og skólamál. Það er hins- vegar vandi brezkra kjósenda að skipta um stjórnarflokka á áratugsfresti. Brezki íhalds- flokkurinn hafði verið lengi við völd en komst í vond mál. Flokkurinn hafði þó stjórnað mestu velmegun í brezkri sögu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.