Morgunblaðið - 18.10.1964, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.10.1964, Blaðsíða 19
Sunnudagur 18. okt. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 19 RAUDI FÁNINN YFIR HEIMSHÚFUNUM Um sókn Rússa á höfum og fiskveiðar þeirra GREIN ÞESSI fjallar um hina miklu sókn Sovétríkjanna á höfun- um Gífurlega stækkun kaupskipaflotans og fiskveiðaflotans, sem nú mettar öll helztu fiskimið heimsins. Rússar eyða árlega 12800 milljónum ísl. kr. í fiskveiðar og fiskiðnað sinn. Rússar fluttu inn iiskafurðir fyrir 8.4 milljónir dollara árið 1961, en fluttu út fisk- afurðir fyrir þá upphæð fimmfalda. Hinar stórauknu fiskveiðar Rússa veita þeim stóraukinn stjórn- málalegan og efnahagslegan aðgang að öðrum ríkjum og eru her- skipdflota þeirra um öll höf heimsins til aðstoðar við birgðaflutn- inga og njósnir. Grein þessa ritaði Hanson Baldwin, sérfræðingur bandaríska itórblaðsins The New York Times í hernaðarlegum málefnum. Baldwin er einn helzti sérfræðingur á Vesturlöndum í málefnum þeim, sem greinin f jallar um. Winston Churchill líkti eitt sinn átökum Rússlands og Vest- urveldanna við samkeppni meg- inlandsins <>s strandlengjunnar, milli fíls og hvals, milli landdýrs ©g lagardýrs. Nú er fíllinn að reyna að bregða sér í hvalslíki. Rússland kommúnismans, sem hefur heimsyfirráð kommúnism- ans að markmiði, er nú að reyna að ná því marki með yfirráðum á höfunum, yfirráðum í öllum greinum sjóveldis með sjóher, fiskiskipaflota og yfirráðum yfir siglingaleiðum og fiskimiðum. tetta er takmark, sem Rússland keisaranna náði aldrei og reyndi ekki einu sinui. Sókn Rússa á höfunum í LJÓSI sögunnar kann svo að fara, að sókn Rússa nú til yfir- ráða á höfunum verði talin ein- hver afdrifaríkasta þróun mála á ofanverðri tuttugustu öldinni. Hin framgjarna sjóveldisstefna Rússlands, sem er víðáttumesta landsvæði jarðar, er einkum í fjórum þáttum, en á öllum þeim sviðum hafa Vesturveldin enn í fullu tré við Rússa. Rússar eru, í stuttu máli, að stefna að þess- um áföngum: í fyrsta lagi, koma upp stærsta verzlunarflota í heimi, í öðru lagi, reka stærsta og nýtízkulegasta fiskiskipaflota í heimi, í þriðja lagi, að ná yfir- ráðum yfir eða upphefja yfirráð Vesturveldanna yfir mikilvægum skipaskurðum og þröngum sigl- ingaleiðum, t.d. Panamaskurðin- um, Súezskurðinum, Gibraltar- sundi og Malaccasundi, og í f jórða lagi, að styrkja neðansjáv- arflota sovézka flotans, sem þeg- ar er sá næststærsti í heimi. Áhrif þessarar sóknar á höfun- um eru uggvænleg séu þau skoð- uð í ljósi liðinnar sögu. Hin gíf- urlega sókn Þýzkalands á höfun- um með kaupskipaflota og her- skipaflota og ógnanir þeirrar sóknar við Bretland voru ein helzta ástæða heimsstyrjaldarinn ar fyrri. Japan fylgdi sömu stefnu fyrir heimsstyrjöldina síð- ari. Yfirráð yfir höfunum eru bráð- nauðsynleg fyrir Atlantshafs- bandalagið og varnarkerfi vest- rænna þjóða, en á því hefur varnarkerfi Bandaríkjanna ver- ið byggt. Fyrri yfirráð á höfun- um hafa verið önnur sterkustu stoða herveldis okkar, hin er yfir burður okkar í getunni til þess að varpa kjarnorkuvopnum á landsvæði óvinarins (og byggist að miklu leyti á yfirráðum á höf- unum), en það hefur komið í veg fyrir styrjöld og að miklu leyti haldið kommúnistum í skefjum. Ef sjóveldi bætist við hið mikla herveldi Rússa á landi, þá verð- ur þessi afstýrandi máttur okkar sýnu minni. Ef við glötum yfir- ráðum á höfunum, verður mátt- ur okkar til þess að koma í veg fyrir styrjöld með hernaðarleg- um yfirráðum að engu. Kaupskipafloti Rússa KAUPSKIPAFLOTI Sovétríkj- anna hefur frá stríðslokum, á sama hátt og herskipafloti, þró- azt frá því að vera einn hinn lé- legasti til eins hins fullkomnasta í heimi. Hinar einföldu tölulegu staðreyndir eru enn ekki slá- andi, heildarþungi og fjöldi skipa, en hinar afstæðu tölulegu ur stækkað um helming á síðast- liðnum þrettán árum. Nú þegar halda Rússar fleiri kaupskipum í siglingum, en við gerum. Hið ugg vænlega takmark sjóveldisáætl- ana Rússá er haffær kaupskipa- floti 20 til 27 milljón lestir að stærð fyrir árin 1975—80. Það mun þá verða stærsti hafskipa- floti heims. Skipasmíðar ÞETTA takmark er ekki aðeins óskadraumur kommúnista. Eigin skipasmíðastöðvar Rússa og stöðvar leppríkjanna í Austur- Evrópu, einnig skipasmíðastöðv- ar í Finnlandi, Danmörku, Eng- landi og Japan eru að smíða'eða hafa smíðað skip fyrir Rússa sam kvæmt þessari áætlun. Ein nýleg pöntun til Japan var um smíðar fyrir um 100 milljónir dala. Skipasmíðaiðnaður Rússa, sem eitt sinn var vanþróaðasti hluti rússnesks iðnaðar, hefur endur- fæðzt. Það er að vísu ekki enn fluttar út frá Sovétríkjunum og seldar á 10 til 12 centa lægra verði en heimsmarkaðsverð. Á- hrifin urðu mjög afdrifarík, þessi olíuútflutningur hrakti vestræna útflytjendur frá gömlum mörk- uðum og Sovétríkin náðu efna- hagslegri fótfestu í hlutlausum og nýfrjálsum löndum, jók stjórn málalegan og hugmyndafræði- legan ágang Rússa og færði þeim um leið hráefni og annað, sem þurfti til iðnaðar og hernaðar- legrar þenslu þeirra. Rússar gera ráð fyrir því, að flytja út 365 milljón tunnur af olíu árið 1965 og í maí 1963 voru 66 olíuskip í smíðum fyrir Rússa, alls 2 millj. lestir, til þess að flytja hið svarta gull. Hinn vaxandi kaupskipafloti Sovétríkjanna hefur greinilegt hjálpargildi fyrir herskip þeirra, á sama hátt og kaupskipafloti annarra þjóða. Á tímum átaka geta skipin flutt hersveitir, her- staðreyndir og sérstaklega vaxt- arhraðinn eru undraverðar. — Meira en 1000 rússnesk kaup- skip sigla nú um höfin og heild- arþungi þeirra er um 5 milljón lestir. Ef miðað er við heildar- þunga, þá er þetta aðeins rúm- lega fimmtungur af þeirri stærð, sem bandaríski kaupskipaflotinn er á pappírnum, en hann er sá stærsti í heimi og Rússar eru ekki ofarlega á listanum yfir helztu siglingaþjóðir. Yfirburðir Bandaríkjanna i þessum efnum virðast þó meiri, en þeir raunverulega eru. Að vísu má bæta við hinar 23 millj. lestir hins bandaríska kaupskipa- flota fjölda skipa, sem eru í eigu Bandaríkjamanna, en sigla undir fánum annarra landa, Líberíu og Panama, en í þessum tölum eru einnig talinn fjöldi úreltra og ó- notaðra skipa, sem liggja fyrir legufærum í mörgum hafnar- krikanum. Tveir þriðju skip- anna liggja ónotuð og ryðga. Ár- ið 1960 var meðalaldur skipanna 16 ár, en það sýnir hinar geysi- legu skipabyggingar á stríðsár- unum og hve mjög hefur dregið úr þeim frá styrjaldarlokum. Rússneski kaupskipaflotinn hef Rússneskt skip á íslenzkum firði hægt að bera hann saman við betri skipasmíðastöðvar á Vest- urlöndum í afköstum og tækni, en það tekur hinsvegar ekki leng ur níu til tólf ár að smíða skip í Rússlandi og rússnesk skip hafa reynzt ágætlega haffær. (Hér er í greininni lýst nánar þróun skipasmíða í Rússlandi og Bandaríkjunum. Sagt er, að Bandaríkin hafi ótvírætt tækni- lega yfirburði í uppbyggingu flota, hinsvegar megi ekki gera of mikið úr því. Bandaríkjamenn eigi í erfiðleikum með ýmsar tæknilegar nýjungar og illa gangi að halda niðri kostnaði. í sam- bandi við kostnaðinn stæðust Bandaríkjamenn ekki sam- keppni). Takmarkið f AUGUM Rússa er stækkun kaupskipaflotans augljóst meðal að markmiði. Efnahagsleg áhrif eru þegar orðin greinileg. í rann sókn, sem þingnefnd, sem fjall- aði um öryggismál, gerði árið 1961, er bent á þá staðreynd, að „olíusókn" Rússa hefði þegar efnahagsleg og pólitísk áhrif í heiminum. Árið 1961 voru milli 200 og 300 millj. tunnur af olíu gögn og annan farm. Mikilvæg- ara er þó gildi kaupskipaflotans í kalda stríðinu, eins og sovézk skip sýndu í deilunni vegna Kúbu. Rússneskar eldflaugar, hersveitir og hergögn, sem ógn- uðu borgum Bandaríkjanna, voru flutt til Kúbu með sovézkum skip um. Kaupskipafloti með nægjan- legri hæfni, hraða og burðar- magn til þess að fullnægja ströngum kröfum kalda stríðs- ins, gefur húsbændunum í Kreml nýjan streng í bogann. Stór kaupskipafloti gerir Rúss- um jafnframt kleift, að flytja út pólitískan undirróður jafnhliða aðstoð við önnur ríki. Rússneskir áróðursmenn og varningur þurfa ekki lengur að ferðast á vegum erlendra aðila eftir leiðum undir þeirra stjórn. Heimshöfin eru frjáls og öllum opin og þau getur kommúnisminn notað til þess að flytja hergögn, varning og orð með kaupskipum sínum til fram- andi landa og náð þar fótfestu. Þessi aðferð er þegar þekkt frá Kúbu, Panama, mörgum ríkjum Suður-Ameríku og Afríku og í Suðaustur-Asíu, Indónesíu óg eyjum Indlandshafs. Hversu auð- veldara mun ekki reynast í fram tíðinni fyrir undirróðursmeistar- ana í Moskvu að framkvæma á- gengnistefnu sína smám saman með aðstoð öflugs verzlunarflota. Fiskveiðafloti Sovétríkjanna FRÁ Lofoten til Ghana og aS ósum árinnar Plata æðir fisk- veiðafloti Sovétríkjanna yfir höf "¦ heimsins. Á Kyrrahafi sigla þessi skip kommúnista frá Alaskaflóa og Beringshafi suður að Suður- heimskautslandinu. Hver einustu meiriháttar fiskimið heimsins eru í seinni tíð mettuð af því, sem skýrsla bandarískrar þingnefnd- ar nefnir glorsoltinn og gráðugan rússneskan flota. Rússneski fisk- veiðiflotinn, sem þegar er hinn nýtízkulegasti í heimi, vex svo ört, að hin bandaríska þingnefnd telur, að hann verði hinn stærsti í heimi, þegar árið 1965 eða á næsta ári. Sérfræðinga greinir nokkuð á, en ekki þó mikið, um nákvæma stærð og gæði rússneska fisk- veiðiflotans. En þeir eru allir sammála um það, að síðan 1945 hafi rússneskir fiskimenn snúið frá sínum eigin strandmiðum og haldið út á hin opnu höf, að afli þeirra hafi aukizt gífurlega og að þeir hafi keypt og smíðað flota fiskiskipa til veiða á úthöfunum, sem standi engum á sporði. Bandaríska þingnefndin áætl- ar, að fiskveiðafloti Sovétríkj- anna hafi vaxið frá 36.406 skip- um af öllum tegundum árið 1940, upp í að því er áætlað er 75.000 skip árið 1962. Flest þeirra eða um 50.000 skipanna eru smáskip til veiða með ströndum fram og ekki knúin díselvélum. En gífur- leg aukning hefur orðið á dísel- knúnum skipum, einkum tegund- um til veiða á opnu hafi. Auk þessa ér nú áætlað að smíða 14.000 ný fiskiskip, en 750 þeirra verða að sögn þingnefndarinnar togarar til veiða á úthöfum með fullkomnum frystiútbúnaði með vélar um 1300 hestöfl og 20 verk- smiðjuskip, sem geti tekið 18.000 lestir hvert. Efling fiskiskipaflotans ¦ RÚSSAR virðast eyða um 320 milljónum dala (12800.000.000.00 ísl. kr.) árlega í fiskveiðar og iðnað sinn. Togarar og stór verk- smiðju- og frystiskip hafa verið smiðuð fyrir Rússa í Finnlandi, Japan, Danmörku, Þýzkalandi og Svíþjóð. I samanburði við þetta dregst f járfesting Bandarikjanna í fiskiskipaflota saman og bæði bandarísk skip og veiðiaðferðir eru úreltar. Bandaríkin féllu nið- ur í fimmta sæti í röðinni um aflamagn árið 1961. Rússneskir fiskimenn nota all- ar tegundir af veiðarfærum, frá honum nýtizkulegustu til hinna fornlegustu — botnvörpu, flot- vörpu, reknet og línu. Þeir veiða allar tegundir fisks, einkum þorsk, ýsu, síld og karfa. Nýlega hafa þeir hafið humar- og rækju- veiðar úti af ströndum Atlants- hafsins, Mexíkóflóa og Karabíska hafsins. Rússar eru nú einnig að byggja upp túnfiskiðnað og sarínuiðnað. Allt ætilegt og not- hæft í formi lýsis eða mjöls ,er hagnýtt til hins ýtrasta. Nýjustu skip þeirra eru betur búin fiskileitartækjum og veiðar- færum, en nokkur önnur skip. Næstum allir nýju togararnir eru búnir að minnsta kosti radartækj um, sumir hafa fullkominn raf- eindaútbúnað. Margir togararnir og móðurskip hafa sonartæki og hljóðbylgjutæki, sem geta fundið og mælt fiskitorfur, gert línurit yfir hitann í sjónum og nákvæm hlustunartæki. Sum stærri skip- anna hafa jafnvel lendingarpalla fyrir þyrlur. Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.