Morgunblaðið - 18.10.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.10.1964, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLADIÐ SunnudagtiT 18. okt. 1964 Undirstaða hins ytra útlits er réttur innri fatnaður. Veitið yður þá öruggu tilfinningu, sem ný- týzku innri klæðnaður skapar. — Notið teygjubuxur, ef þér eruð ekki meðal þeirra fjölmörgu, sem velja teygjubuxur um fram allt annað, en gætið þess, að þær séu með löngum skálmum. í hinu fjölbreytta úrvali frá KANTER’S getið þér valið um teygjubuxur hvort held- ur er úr Spandex eða gúmmíþræði. BH 808, á myndinni, er úr vönduðustu gcrð af nælonblúndu, með „foam“ stuðn- Ingi að neðan, fellur vel að og er mjúkur og þægilegur. Biðjið um KANTER’S — og þér fáið það bezta. Tíl sölu Höfum verið beðnir að selja eitt skemmtilegasta og sérstæðasta einbýlishúsið í Kópavogi. Húsið stendur á mjög fallegum stað og selst fokhelt. í hús- inu eru tvær stórar stofur, 4 svefnherbergi, tvö vinnuherbergi (húsbónda- og húsíreyju), skáli, eldhús, baðnerbergi, gesta W.C., þvottahús og geymslur ásamt kaldri matvælageymslu og upp steyptum bílskúr. Allt á einni hæð. r a Olafur Þorgrímsson hæstaréttarlögmaður Austurstræti 14 — Sími 21785. — Rauhi fáninn Framhald af bls. 20 Rússneskar skipasmíðastöðvar hafa eða eru að smíða skip eins og Andrei Zakharov, sérstaklega styrkt fyrir siglingar í is, risa- stór 12 þús. til 15 þús. brúttólest- ir fljótandi niðursuðuverksmiðja og viðgerðarskip. Það getur fram leitt 1575 kassa af niðursoðnum fiski á sólarhring og ber einnig viðgerðarverkstæði fyrir smærri fiskiskip. Skipshöfnin er yfir 100 manns og auk þess meira en 500 manns, sem starfa við niðursuð- una og vinna á þremur átta tima vöktum. Sovietskaya Ukrania er eitt margra risastórra fljótandi hval- vinnslustöðva, en þeim fylgja um 17 hvalveiðiskip og það getur af- kastað mjög mikilli vinnslu, 60 til 70 hvali á dag. Severodvinsk- tegundin (smíðuð í Póllandi), sem ber meira en 17 þús. lestir getur landað úr átta sildartogur- um í einu. Flestir hinna nýju rússnesku togara eru knúðir díselvélum — 500 til 3000 lestir — og veiða um skutinn. Ný tegund, Tropik, smíð uð í Austur-Þýzkalandi, er gerð fyrir veiðar í heitari höfum, en hefur þó tæki til þess að frysta fisk á leiðinni og framleiða bæði lýsi og mjöL NOKKRIR ÁTLÁS kæliskápar sem dældast hafa í flutn- ingi til landsins, verða seldir á morgun og næstu daga með afslætti K^UMEBD PHAWimi Simi J2606 - Suðurgötu' 10 - Reykiavík Máffundafélagið Úðinn TRÚNAÐARRÁÐSFUNDUR verður hald- inn nk. mánudagskvöld 19. okt. kl. 8,30 í Valhöll við Suðurgötu. Ýms félagsmál á dagskrá. Stjórn Óðins. ódyrir stakir bollar Nú eru í smiðum eða áætluð f Rússlándi móðurskip, sem bera 35 þús. lestir og geta verið sjálf- um sér nóg í meira en sex mán- uði á opnu hafi. Það mun hafa fiskvinnslustöð, sem getur dag- lega framleitt 300 tonn af fryst- um fiski, fiskflökum, söltuðum fiski, fiskimjöli og lýsi. Áherzla er lögð á sjálfvirkni og lendingar pallur fyrir þyrlur verður aftan á. Sjálfvirkur togari, stjórnað af rafeindaheila, sem mun leita að fiskinum, finna hann, veiöa, hreinsa og frysta, allt með sem minnstri mannlegri fyrirhöfn, er einnig áætlaður í Rússlandi. Rússar beita öllum aðferðum við fiskveiðar. í Kaspíahafi eru ansjósur seiddar að landi með sterkum ljósum að næturþeli að dælum, sem síðan pumpa fiskin- um upp í sérstök frystiskip með miklum hraða eða u.þ.b. lest af fiski á klst. pr. skip. Fimm sinnum meiri útflutningur en innflutningur á fiskafurðum Fiskiflotinn kemur Rússum augsýnilega að margvíslegu haldi. Þar er stefnt að hinu stjórn málalega og efnahagslega mark- miði, sem einkennir alla starf- semi kommúnista. Hann er mikil vægur til öflunar matvæla fyrir Sovétríkin og einnig til öflunar útflutningsvöru. Árið 1961 flutti Rússland inn fisk og fiskafurðir fyrir aðeins 8.400.000 dali, en flutti út til annarra landa fisk og fiskafurðir fyrir fimm sinn- um hærri upphæð. Á sama tíma fluttu Bandarikin inn fisk fyrir 397.000.000 dali. Fiskveiðafloti Sovétríkjanna opnar aðrar inngöngudyr fyrir kommúnismann til þeirra þjóða heimsins, sem eru fjarri megin- landi Sovétríkjanna. Það er t.d. athyglisvert, að einn fyrsti samn ingur Moskvu og kommúnista- stjórnar Castros á Kúbu fjailaði um fiskiðnað í löndunum. Fisk- veiðafloti frá báðum ríkjum hef- ur nú bækistöð nærri Havana og um tólf rússneskir togarar veiða nú að staðaldri frá Kúbu. Þetta hefur bæði praktíska og pólitíska þýðingu. Rússneskir togarar geta tekið eldsneyti og fengið við- gerðaþjónustu á Kúbu og geta þannig sparað sér langar og tíðar heimferðir. Rússneski fiskveiða- flotinn hefur þegar eldsneytis- birgðir í Veracruz. Fiskveiðiskip og verksmiðjuskip Sovétríkjanna hafa þegar notfært sér hafnir í Afríku. Heraaðarlegt gildi fiskiflotans Hernaðarlegt gildi þessa mikla fiskveiðaflota kemur næst á eít- ir hinu efnahagslega og pólitiska gagni, en er engu að síður tölu- vert. Venjulega eru um 200 til 400 rússneskir togarar á íiski- miðunum í Norður-Atlantshafi, flestir á hafinu milli íslands og Noregs. Tugir þessara togara eru á miðunum í Norðursjó, og eru herskipaflotanum til aðstoðar, eins og japanski fiskveiðaflotinn fyrir og í heimsstyrjöldinni síð- ari, einkum við njósnir. Þegar floti Atlantshafsbandalagsins hélt flotaæfingar á hafinu milli ís- lands og Noregs, reyndist ómögu- legt að forðast hina rússnesku togara. Þeir voru allsstaðar, þar sem flotinn var. Polaris-kafbátar Bandaríkjanna hafa eftirlit á þessu evæði og hinir veiútbúnu rússnesku togarar aðstoða við staðsetningar á kafbátunum. — ★ — Greininni lýkur á köflum um tilraunir Rússa til þess að seilast til áhrifa í löndum, sem iiggja að mikilvægum siglingaleiðum, má hér nefna Kúbu og önnur lönd við Panamaskurðinn, Alsír og Marocco við Gíbraltarsund, Eg- yptaland, Jemen, Somaliland og Zansibar við siglingaleiðina um Súezskurðinn og Indónesíu við Malaccasund. Kafli um sjóher Sovétríkjanna og að lokum um tilraunir Rússá til þess að auka áhrif sín með hafrannsóknum og útbreiðslu flugferðanets sovézka flugfélagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.