Morgunblaðið - 18.10.1964, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 18.10.1964, Qupperneq 23
Sunnydagur 18. okt. 1964 MORCUNBLAOIÐ 23 Listaverkasýning Kristírc ar og Johanns K. Eyfells í GÆR opnuðu þau hjónin Kristín og Jóhann K. Eyfells isýningu á listaverkum sínum í Listamannaskálanum í Reykja- vík. Sýnir Jóhann þar skúlptúr verk, en Kristín andlitsmyndir auk ætimynda og „Photoetch- ings“, eins og hún kaliar það, en það er hennar eigin uppfinning. Þau hjónin eru bæði útskrifuð úr Verzlunarskóla íslands og fóru til Randarikjanna árið 1945. Kristín lauk eins árs námi við „The Rudolf Sohaefer School of Design" í Kaliforníu, en Jóhann lagði stund á arkitektúr, skúlp- túr og málaralist við University of California, Berkeley. Þa>u giftust árið 1949 síðan hafa þau haldið sýningar í Bandaríkjunum og víðar. Hefur Jóhann há'dið eina sjálfstæða sýningu í Reykjavík árið 1961. Kristín lauk „Baohelor of Fine Arts“ prófi í desember 1963 við „The University of Florida", en Jóhann tók á þessu ári „Master of Fine Arts“ gráðu frá sama skóla. Sýning þeirra hjóna er opin daglega frá kl. 14-22 til 26. okt. í NÆSTU vikur kemur hingað til landsins Reidar Carlsen, fyrrv. sjávarútvegsmálaráðherra Nor- egs, nú forstjóri fyrir Distrikten- es utbyggingskontor í Osló. Hann mun flytja erindi í Reykjavík og á Akureyri á vegum félagsins Is- land-Noregur um starfsemi þess- arar stofnunar, er kalla mætti Framkvæmdastofnun dreifbýlis- ins. Markmið stofnunarinnar er að stuðla að framkvæmdum, sem tryggja aukinn og arðvænlegan .atvinnurekstur í héruðum, þar sem möguleikar eru takmarkað- ir og atvinnulíf fábreytt. Reidar Carlsen er fæddur í Bodö árið 1908. Hann lauk námi frá Skógskóla árið 1929. Næstu árin, er heimskreppan geisaði, stundaði hann allskonar vinnu, við landbúnað, skógrækt, fisk- veiðar og blaðamennsku. Síðar var hann um skeið skógarvörður i heimahéraði sínu, Bodin. Hann starfaði á þessum árum mikið við allskonar félagsmál, en eink- um í Verkamannaflokknum og í félagssamtökum sjómanna. Hann var framkvæmdastjóri sjómanna félagsins í Nordland-fylki frá J939 til stríðsloka. Arið 1945 var hann kjörinn á þing fyrir Verkamannaflokkinn í Nordland-fylki. Sama ár varð hann ráðherra í 1. stjórn Ger- hardsen (1945-1951), lengstum sem sjávarútvegsmálaráðherra. Reidar Carlsen hefur ávallt lát ið sig mál NorðurNoregs og dreif býlisins miklu skipta. Árið 1952 Varð hann farstjóri fyrir Ut- byggingsfondet for Nord-Nonge, en sá sjóður var stofnaður til þess að efla atvinnuvegi í nyrztu héruðum Noregs og stemma stigu við fólksflutningum þaðan. Árið 1961 var Distriktenes utbyggings Reidar Carlsen. kontor stofnað og var þá fyrr- nefnd stofnun innlimuð í hana, og varð Reidar Carlsen þá for- stjóri hinnar nýju stofnunar. 10 íslendiitgar ■ hnattferð Ernir að minnsta kosti 40 á landinu TALNING arna og arnar- hreiðra var framkvæmd á þessu sumri aí Fugiaverndunarfélagi íslands, með styrk frá Mennta- málaráðuneytinu. Var Agnar Inigólfsson, dýrafræðingur, ráð inn til þess að sjá um talningu. Á þessu Siumri voru kannaðar sérstaklega Snæfellsnes — Barða strandar og Vestur Isafjarðar- sýstur en auk þess aflað upplýs- inga eftir föngum úr Dala og Norður-ísafjarðarsýslum, en í ráði er að kanna þessar sýslur rækilega á komandi sumri. Er nú taiið að til séu á varpsvæðinu við Breiðafjörð og á Vestfjörð- um, a.m.k. 40 fullornir ernir og munu þar af vera 19 hjón og 2 stakir fuglar en auk þess er lounnugt um einn stakan örn ut- an þessa svæðis. Aðeins 10 af þessum hjónum munu hafa orp- ið s.l. vor og koimu þau upp sam tals 12 ungum. Um fjölda ungra, ókynþroska arna, er ekki unnt að fullyrða, þar sem þeir eru lítt staðbundnir og dreifast auk þess um allt land, og er því mjög óhægt um vik að telja þá. Á s.l. sumri var vitað um að minnsta kosti 9 unga erni, innan varpsvæðisins við .Breiðaf jörð og á Vestfjörðum, en þeir munu sennilega vera nokkru fleiri og við þetta bætast svo ungir ernir Utan varpsvæðisins. Niðurstöður talningarinnar eru í heild mjög svipaðar nið- urstöðum þeirar talningar, er fram fór á vegum Menntamála- ráðuneytisins, sumarið 1959, og virðist fjöldi arna á landinu hafa staðið nokkuð í stað undan- farin 5 ár. Gefur þetta ástæðu til bjartsýni, um að takast megi að hindra það að ernir deyi út hér á landi, enda þótt stofninn sé allt of lítill enn sem komið er, til þess að hann megi teljast úr hættu. Enn verður að halda áfram að vinna eftir megni að verndun stofnsins og er afar mikilsvert að skilningur almenn- ings fáist í þessu máli. Þeir sem að talningunni stóðu, róma ágætar viðtökur og fyrir- greiðslu, og víðast hvar virðist vera mikill og almennur áhugi á því, að bjarga erninum frá því að verða aldauða á íslandi. Félagið vill að lokum minna menn á, að lögum samkvæmt er bannað að taka myndir af arnarhreiðrum eða örnum við hreiður, og að mjög er áríðandi að ekki sé komið að arnar- hreiðrum fyrr en eftir 1. júlí, nema brýnustu nauðsyn beri til. (Frá Fuglaverndarfélagi íslands) UM 10 fslendingar eru að leggja af stað í ferðalag kringum hnött- inn á vegum ferðaskrifstofunnar Útsýnar, og er verið að leggja síðustu hönd á undirbúninginn. Allur hópurinn var í gær í bólu- setningum, en fyrir ferðina verð ur íólkið að vera bólusett gegn kúabólu, kóleru, gulu og tauga- veiki. Lagt verður upp í ferðina 4. nóvember, farið fyrst til Kaup- mannahafnar og þaðan til Te- heran. Þá verður farið til Ind- lands, komið til Nýju Dehli og Bombay og haldið svo áfram ferð inni til Hong Kong og þaðan til Manila á Filippseyjum. Næsti áfangastaður er Tokyó í Japan og þaðán farið til Honolulu á Hawaii, þá til San Franscisco og svo þvert yfir Bandaríkin tiil New York og loks heim til Reykjavíkur. Ferðin tekur 5 vikur og kostar 90 þús. krónur. Ingólfur Guð- brandsson er fararstjóri. Flestir þátttakenda er fólk á miðjum aldri. Fleiri höfðu ráðgert ferð- ina, en þar sem hún tekur langan tíma og er dýr, hafa nokkrir fail ið úr. Úr sal gildaskál ans á Akureyri Gildaskáli Hótel KEA erdurnýjaður og opnaður aftur Hópferðab'ilar allar stærðir IWGIMAB Sími 32716 og 34307. HINN gamli Gildaskáli Hótel KEA hefir lítið verið notaður undanfarin ár.. En þriðjud. 13. okt. opnaði Hótel KEA hann aft- ur fyrir viðskiptavini sína. Mikl- ar endurbætur hafa farið þarna fram, og er salurinn nú bjartur og vel og smekklega búinn ný- tízku húsgögnum. Hann getur rúmað um 80 manns við borð. í sambandi við Gildaskálann er lítil en vistleg vínstúka. Sérstakt eldhús er í nánu sambandi við salinn, þannig að gestir geta auð- veldlega fylgzt með matreiðsl- unni. Eldhúsið er búið fullkomn- ustu tækjum til glóðarsteikingar (,,grill“), sem mun vera nýlunda í veitingahúsum á Norðurlandi. Stóra salnum verður lokað yf- ir veturinn nema um helgar og þegar samkvæmi eru haldin. — Gildaskálinn verður opinn dag- lega frá morgni til kvölds og þar verður hægt að fá mat allan dag- inn. Teikningar að þessum breyt ingum gerði Teiknistofa SÍS, Reykjavík. (Hákon Hertervig, arkitekt). Dofri h.f. Akureyri, annaðist framkvæmdir allar nema raflagnir, er Raflagnadeild KEA sá um, og málningu, sem Jón A. Jónsson, málarameistari og menn hans önnuðust. Val- björk h.f. smíðaði alla innan- stokksmuni í Gildaskálann og anddyri hótelsins, en gólfin eru lögð nælon-teppum. Þá var í sum ar skipt um stóla í aðalsal hótels- ins, en þá smíðuðu húsgagna- verkstæðin Valbjörk og Einir. Hótelstjóri Hótel KEA er Ragnar Ragnarsson og hóf hann störf í marz sl. Barnaskólinn i Asgarði settur Valdastöðum 11.10. 1964. í GÆR, þann 10. okt., var barna- skólinn að Ásgarði í Kjós sett- ur. Hófst setningin í barnaskól- anum með guðaþjónustu, sem sóknarpresturinn sr. Kristján Bjarnason, framkvæmdi, með að stoð organleikarans Odds Andrés sonar og sóknarnefndarformanns. Að þeirri athöfn lokinni tpk til máls fröken Hólmfríður Gísla- dóttir, settur skólastjóri frá Akur eyri. Um 40 nemendur munu stunda nám við skólann í vetur í fjór- um deildum, þar af 10 í unglinga deild. Um 30 verða í heimavist, sem verður tvískipt. Starfslið skólans verður auk skólastjóra: Ráðskona við heimavist, Sigrún Hjartardóttir frá Eyri, og aðstoð arstúlka Ólöf Oddsdóttir Neðra- Hálsi. Eftir stuttan tíma mun svo bætast við þetta starfslið: Helga Día Sæmundsdóttir frá Hvera- gerði, en hún dvelur nú í Þýzka landi. Miklar umbætur hafa verið gerðar á skólanum í haust, og er hann alíur hinn vistlegastL Fyrrv. sjávarútvegsmólaráð- herra Noregs flytur fyrirlestur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.