Morgunblaðið - 18.10.1964, Síða 28

Morgunblaðið - 18.10.1964, Síða 28
28 MORGU N BLAÐIÐ SunnudaguT 18. okt. 1964 f-------------------^ JENNIFER AMES: Hættuleg forvitni ____________________) som, vegna þess að Grant og Mildred unnu svo mikið saman. Mildred var afbrýðisöm líka — en Gail vonaði að ekki yrðu leið indi út úr þessu. Mildred var dá lítið erfið . . . — En hvernig get ég náð til þín, Gail? spurði Brett. — Hvar verðurðu til húsa? — Ég veit það ekki ennþá, en þú getur náð til mín í Mal- colm Henderson-stofnuninni. — Æ, það er svo ópersónulegt og óaðgengilegt. Ég vil helzt að ég viti fyrirfram, að þú svarir sjálf í símann, hvenær sem ég hringi til þín. Ég vil ekki að dýr mætur tími eyðist—í þið, meðan verið er að leita að þér í stóru húsi. Og svo hefur þú kannske engan tíma til að tala við mig, loksins þegar þú finnst! — Ég býst við að sími sé þar sem ég á að eiga heima, sagði hún. — Svo að líklega verður lít ill vandi að ná í mig. — Þú gætir líka símað heim til hans guðföður míns, sagði hann. Þú finnur númerið í skránni undir nafninu Tom Mann ing. Ég vona að þú sért ekki feimin við að hringja til mín. Svo góðir vinir erum við þó alt- énd, að þú þorir að hringja. — Já, ég skal gera það, sagði hú,n. Meira sagði hún ekki, því að nú flaug vélin í hring yfir flug- vellinum og bjóst til að lenda. Þau horfðu yfir Kowloon. Hafið var glitrandi blátt og þau sáu skip á höfninni. — Slökkvið vinsamlegast í vindlingunum og festið beltin, sagði flugfreyjan. Ótrúlegt að þessari ferð skyldi vera lokið, þessari ferð, sem bæði hafði veitt henni angist og gleði og erfiði uppi í snjónum. Og vináttu Bretts, sem var orðin meira en vinátta. Þau höfðu bæði brun að út í æfintýrið, og henni var dálítið órótt út af hraðanum. 10 — Nú lendum við, Gail. -— Já. Og þegar við erura lent ætla ég að þakka guði. — Já. Það ætla ég að gera líka, þó að ég sé ekki vanur andlegum bænariðkunum, sagði Brett. Vélin var lent og þau stóðu bæði upp. Gail fann að hún var of mikið klædd; hér í Hong Kong var komið vor, sólin bak- aði og blómskrúðið var í öllum regnbogans litum. Kvenfólkið sem þarna var komið til að taka á móti fólki, var ljósklætt, og flestir karlmennirnir í fötum ú,r hrásilki. Gail setti töskuólina á öxl sér, tók kápuna á handlegg inn og tók handtöskuna í hönd- ina. — Jæja, ég segi þá ekki „vertu sæl“, góða mín, heldur „sjáumst fljótt aftur“. Ég skal hafa gát á, hvort nokkur kemur til að taka á móti þér. Ef ekki, þá kemurðu með okkur. Líði þér vel á meðan, og þakka þér fyrir allt! Þau fylgdust með straumnum út, niður stigann og að flugstöð- inni. Hún var komin til Hong Kong! Gail leit kringum sig í þeirri von að hún sæi Bobby Gordon, en allt í einu hætti hún að skima. Þarna stóð Grant Rae- burn, nærri því höfði hærri en allir aðrir, og endurfundagleðin skein úr andlitinu. Hann var ber höfðaður. Gail reyndi að láta ekki bera á því hve hissa hún varð. Brett stóð hjá henni og veifaði ákaft til gilds, roskins manns. Hafði Gail komið auga á nokkurn kunnugan? spurði hann. — Já, sjálfur húsbóndinn er kominn þarna! — Gleymdu nú ekki að þú, hefur lofað að síma til mín og segja mér heimilisfangið þitt! Þau urðu samferða gegnum tollinn, og Gail fannst tollskoð unin talsverð þrekraun. Hún fékk farangurinn sinn og nú kom Grant til hennar, hraður í spori. — Velkomin, systir Gail, sagði hann. — Gaman að sjá yður komna hingað heilu og höldnu. Það var auðséð að hann sagði þetta af heilum hug. Hann tók við farangrinum hennar og hélt áfram að tala um neyðarlending una. — Ég var eins og milli steins og sleggju í nokkra klukku tíma, og hélt að ég fengi aldrei að sjá yður aftur, sagði hann. — Ég hef aldrei verið jafn hrædd ur á ævi minni. — Var það systir Gail eða kunninginn Gail, sem þér voruð hræddur um að missa? spurði — Já? Hvað vilduð þér? hún og varð um leið lafhrædd við að hafa sýnt svona mikla frekju. Hann varð hissa líka og horfði á hana um stund, eins og hann vissi ekki hvað hann ætti að segja. — Afsakið þér, sagði hún. — Ég var að gera að gamni mínu. — Ég skil, — taugarnar eru líklega ekki komnar í samt lag eftir geðshræringuna. Þetta hef ur verið óhugnanlegt. — Já, víst var það, sagði hún meðan verið var að stimpla vega bréfið. — En jafnframt var þetta fróðlegt. Ég sá svo mikið hugrekki og margar góðar hlið- ar, bæði hjá áhöfninni og far- þegunum, að það hreif mig. Og ég get ekki með orðum lýst, hve vænt mér þóti að kunna hjúkr- un þarna . . . Hún masaði áfram en ekki minntist hún á Brett. — Eg hef leigt mér bíl hérna. sagði Grant. — Og þér eigið að búa í matsöluhúsi rétt hjá Jurtagarðinum. Staðurinn heitir „Gistihúsið Velkominn", og ég vona að það beri nafn með rentu, Þó ég verði að játa, að því mið- ur virðist það ekki freistandi. — Það gerir ekkert til, svaraði hún. — Ég býst ekki við að ég verði mikið heima. Er þetta langt frá stofnuninni? — Nei, alls ekki, svaraði hann, — og það var aðalástæðan til að ég kaus þennan stað. Annars held ég að það hafi verið erfitt að fá húsnæði annarsstaðar. Hér er svo mikil aðsókn, að hvergi er hægt að fá inni. Þér verðið meira að segja að vera í herbergi með Mildred Harris fyrst um sinn. Ég vona að yður sé ekki mjög illa við það. Sannast að segja þótti Gail skítur til koma, en við þessu var ekkert að gera, og líklega var Mildred ekki ánægð heldur. — Hvernig líður Mildred? spurði hún. Þau voru komin að bílastæð- inu og hann fylgdi henni að bíln um. — Hún hefur dugað vel, miklu betur en í London, sagði hann. — Hún hefur meira að segja gert margt af því, sem ann ars lendir á yður. — Þá hefði ég kannske ekki þurft að koma hingað? sagði Gail hlæjandi, og nú leit hann aftur spyrjandi á hana. Það var alls ekki líkt Gail að vera svona frí af sér í munninum. Hún var býsna ólík sjálfri sér, hugsaði hann með sér, og horfði á hana alvarlegum gráu augunum. — Og hvernig líður Bobby? Ég meina Gordon lækni, bætti hún við. — Hann er í fullu fjöri, sagði Grant og ók bílnum af stað. — Við búum saman í nýju húsi. Ég hélt að mér væri ómögulegt að búa með öðrum, en nú er ég orðinn vanur honum og okkur kemur vel saman. Ég finn að ég hef verið sérvitur að ýmsu leyti. — Ég held að þér hafið aldrei hugsað út í það fyrr, sagði Gail ; alvarleg. Svo reyndi hú,n aftur j að brosa, en því var ekki svarað. ( Þvert á móti sýndist henni togna ' á kinnvöðvunum í honum. i — Mér finnst þér gera yður einkennilegar hugmyndir um mig, sagði hann stuttur í spuna. Hún roðnaði og svaraði: — Já, ég er kannske orðin eitthvað skrítin eftir þessa flugferð. — Það væri þá engin furða, sagði hann og var nú léttara. — Þetta er Kowloon sem við ök- um núna, hélt hann áfram. — En svo verðum við að fara með ferju til Hong Kong. Umferðin á götunum var svo gífurleg, að heita mátti lífs- hætta að fara um þær. Þarna voru bílar á öllum aldri, asna- kerrur og nautavagnar, og út- flúraðir „rickshaws", sem hlaup andi kúlíar drógu. Gail sperrti augun þegar hún sá allar stór- verzlanirnar. Allsstaðar voru flögg og skilti með kínversku letri og gínandi drekahausum. Grant beygði inn í hliðargötu og framhjá gríðarstórri stein- byggingu, sem gnæfði yfir hús- in í kring. — Heyrið þér — ég held að ég þekki þetta hús aftur! sagði hún. — Þetta er stærsta gistihúsið í Kowloon, miklu stærra eu nokkurt gistihús í Hong Kong. — Hún frænka mín hefur sagt mér, að foreldrar mínir hafi átt heima skammt frá þessu stór- hýsi, sagði Gail, og röddin var ekki alveg skjálftalaus. Gail horfði niður yfir höfnina, hina undurfögru Hong Konghöfn. Það glitraði á bláan sjóinn í sól- skininu, og þarna var fjöldi af stórum og smáum skipum, samp anar og aðrar fleytur. Og auk þess sá hún marga hvíta segl- báta, tvö herskip og djunkur með rauðum seglum. — En hvað þetta er fallegtl sagði hún með hrifningu. — Já, það er fallegt. En ég vildi óska að ég yndi mér betur við starfið hérna. — Unið þér yður ekki? spurði Gail hissa, og hann hristi höfuð- ið. — Þetta getur auðvitað lagazt, sagði hann. — Forstöðumaður stofnunarinnar heitir Kalawitch og hann er flóttamaður. Þetta er bráðgáfaður maður, og ég hafði hlakkað til að vinna með honum. En einhverra hluta vegna höfum við alveg gagnstæðar skoðanir á mörgu. Ég segi ekki að ég van- treysti honum á nokkurn hátt, Kópavogur | Afgreiðsla Morgunblaðsins í \ Kópavogi er að Hlíðarvegi 61,4* sími 40748. Garðahreppur | Afgreiðsia Morgunblaðsinsii fyrir Garðahrepp er að Hof-/| túni við Vífilsstaðaveg, símil 51247. 1 Hafnarfjörður | Afgreiðsla Morgunblaðsins \ fyrir Hafnarfjarðarkaupstaðl er að Arnarhrauni 14, símiij 50374. I Keflavík i Afgreiðsla Morgunblaðsins 1 fyrir Keflavíkurbæ er að Hafnargötu 48. I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.