Morgunblaðið - 18.10.1964, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.10.1964, Blaðsíða 30
30 MOkCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. okt. 1964 Ljóskastara þurti til þess að Ijúka mætti stangastökkinu Heiinsmefhafinsi varm öruggan sigur HINN kornungi heimsmethafi I stangarsfcökki, Fred Hansen, sigraði í sinni grein í Tókíó í gær. Þrír Þjóðverjar veittu hon- um harða keppni en urðu að sætta sig við 2., 3. og 4. sætið. Aðalkeppnin hófst ei.ginlega á 4.80 m. Hansen, Nikula og Þjóð- verjarnir þrír fluigu yfir þá hæð ásamt með Pennel, íyrrum heims meistara — og keppnin dróst á langinn og dimmt var orðið. Setja varð upp sérstaka ljós- kastara svo ljú'ka mætti keppn- innL Hækkað var í 4.85 m. og fyrst ur til að fara þá hæð var Fred Hansen. Landi hans, Pennel, var ekki jafn keppnisglaður og felldi þrívegis og var þá úr keppni. Hækkað var í 4.90 og Hansen og Þjóðverjamir þrír oig Bliznet- sov fóru yfir í fyrsta stökkL Þó færðist æsingur í kieppnina. Tveir yfir tuttugu metra í kúluvarpi f RÓM stóð Dallas Long á neðsta þrepi verðlaunapallsins. í gær tók hann við gulli í Tókíó og það var enginn sem gat ógnað sigri þessa bandariska heimsmeistara. Hann bætti Olympíumetið og nálgaðist mjög heimsmetið, sem hann sjálfur á. Annars kom það mest á óvart í keppninni að bandaríska tríóið var klofið. Ungverjinn Varju náði þriðja sæti en gamli Olympíumeistarinn og heimsmet- hafinn O’Brien varð að láta sér nægja fjórða sætið. Milli þeirra, sem' efstir urðu, var vart um keppni að ræða í orðsins fyllstu merkinu. Long náði fljótt sínu sigurkasti og engum nema landa hans, Matson, tókst að nálgast það kast en þá gerði hann það hressilega. Mat- son var sá eini, er kom óvart í keppninni, og er annar maðurinn í heiminum, sem sigrar 20-metra markið. Gullverðlaun Longs í kúlu- varpinu var 500. gullpeningurinn sem Bandaríkjamaður tekur við Úrslit urðu: Ol-meistari D, Long U'SA 20.33 2. Matson, USA 20.20 3. Varju, Ungverjalandi 19.39 4. O’Brien, USA 19.20 5. Nagy, Ungverjalandi 18.88 6. Karasiov, USSR 18.86 Næsta hœð var 4.95 og allir fimm fóru yfir. Hækkað var í 5 metra og hinn eini sem felldi þrisvar var Rússinn Bíizentsov. Hækkað var í 5.05 og þá bráist geta þeirra Preussger og Lehn- ertz. Aðeins tveir fóru yfir, Hansen pg Reinhardt. Háekkað var í 5.10, kieppnin náði hámarfkL Hansen fór yfir í öðru stökki, en Þjóðverjinn reyndi þrívegis og mistókst. Kastljósum var beint að verðlaunapallinum og þar tók heimsmethafinn við sánu gulli, sem var vel til unnið. Úrslit urðu: OL-meist. Fred Hansen USA 5.10 2. Reinthardt, Þýzkal. 3. Lehnertz, Þýzkal. 4. Preussger, Þýzkal. 5. Bliznetsov, USSR 6. Tomasek, Tékkóslóvaikáu 5.05 5.00 5.00 4.95 4.90 Dallas Long varpar. Enska knattspyrnan Urslit leikja í 'ensfku deildarkeppn- inni s.l. laugardag urðu pessi: 1. deild. . rr—* ““ J J1®"" Hér sigrar Bandaríkjamaður í 110 m. gr. hl. Arsenal — Burnley ) 3-a Aston Villa — W.B.A. 0-1 Blackburn — Sbefficld U. 4-0 Blakpool — Everton 1-1 Chelsea — Stoke 4-0 Leeds — Tottenham 3-1 Leicester — N. Forest 3-1 Liverpool — West Ham 2-2 Sheffield W. — Birmingham 5-2 Sunderland — Fulham 0-0 Wolverhamp’totn — Mancester U. 2-4 2. dcild. Bury — Newcastle i-a Charlton — Southampton 2-3 Crystal Palace — Miiddlesbrough 3-1 Derby — Preston 1-1 Manchester City — Hudderstfield 5-3 Norwich — Bolton 3-2 Rotherham — Plymouth 4-2 Swindon — Cardiiff 3-3 t Skotlandi urðu úrslit m.a. þessií Celitic — St. Mirren 4-1 Dundee — Kilmarnock 1-3 Hearts — Rangers 1-1 Staðan er þá þe®si í 1. deild. 1 Chelsea 22 stig 2 Manchester U. 22 — 3. Everton 18 — 4. Blactkpool 18 9 Fimmtarfjraut kvenna: Þaö þurfti OL-met til að sigra ALLAR vonir ensku húsmóður- innar Mary Rand rættust ekki í Tókíó. Hana dreymdi um tvo gull peninga, fékk þann fyrri í lang- stökkinu, sem var henni miklu dýrmætari, en í gær tók hún við silfurverðlaunum fyrir fimmtar- þraut kvenna. Þó Rand næði frábærum ár- angri í flestum greinum þrautar- innar, og jafnvel betri en hún áður hefur náð, nægði það ekki til gulls. Enginn fékk ógnað sigri hinnar rússnesku Irinu Press, sem hafði forystuna frá fyrstu til síðustu greinar. Úrslit: ÓL-meistari Irena Press, USSR 5.246 st. (ÓL-met og heimsmet) 2. Mary Rand, Bretland 5.035 — 3. Bystrova, USSR 4.956 — 4. Peters, Bretland 4.797 — 5. Stamejicic, Júgóslvíu 4.790 — 6. Hoffmann, ÞýzkaL 4.737 — Bnndnríkin og Sovét í úrslit BANDARÍKIN sigruðu í gær í B-liði í körfuknattleik Tókíóleik- anna, unnu Brasilíu 86-53, og fara í úrslitaleikinn. Á fyrstu mínútum leiksins náðu Brasilíumenn þrisvar sinn- um forystu, en á 12. mínútu náðu Bandaríkjamenn tökum á leikn- um og í hálfleik stóð 41-22. í öðrum leikjum urðu úrslit þessi: Finnland-Perú 63-59, Ungverjland-Mexikó 69-61, Jap- an-ítalia 68-62, Júgóslavía-Kórea 99-54, Rússland-Pólland 76-65, Uruguay-Ástralía 57-58. Sovétríkin eru efst í A-riðli með 12 stig og næst koma Ítalía og Puerto Rioo, bæði með 10. í B-riðli eru Bandaríkin efst með 12 stig og næst koma Brasi- lía og Júgóslavía með 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.