Morgunblaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 1
24 siðui! ommúnistaleiðtogar hdp- ast til Moskvu til viðræðna Chou En-lai vill reyna að setja niður deilurnar við Sovét Joan Kennedy, kona Edwards Kennedy, sem enn liggur rúm fastur eftir flugslysið í júní sl., aðstoðaði mann sinn dyggi lega í kosningabaráttunni og kom víða fram og flutti ræð- ur fyrir hans hönd. Myndin er tekin á einum kosninga- fundi demókrata, þar sem Joan var stödd, og það er Lyndon B. Johnson, sem klappar henni þarna Xof í lófa fyrir frammistöðuna. Moskva, 5. nóv. — AP, NTB. KOMMÚNISTALEIÐTOGAR hvaðan æva að úr heiminum dreif til Moskvu í dag til leynilegra viðræðna við hina nýju leiðtoga Sovétríkjanna ,sem mæltust til þess að upprætt yrði úr alþjóða- hreyfingu kommúnismans „þjóð- ernisleg þröngsýni og mismun- nn“. Chou En-Iai, forsætisráðherra Kennedy-bræður báðir í öldungadeild þings USA í fyrsta skipti í 161 ár sitja þar tveir hræður samtamis ÞAÐ VAR fagnaðarfundur með þeim bræðrum Robert og Edward Kennedy, er Ro- bert kom til að heimsækja bróður sinn á sjúkrahúsið í New England, þar sem Ed- ward hefur alið manninn síð- an í júní í sumar, er hann lenti í flugslysi og skaddaðist illa á hrygg. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann ynni kosn ingarnar til öldungadeildar- innar fyrir Massachusetts og tryggði sér hið gamla þing- sæti bróður síns, John F. Kennedys til næstu sex ára. „Konan hans hefur líka ann ast kosningabaráttuna fyrir hann“, sagði Robert. „Það var ekki furða þó hann ynni! En skelfing er strákurinn orðinn frekur upp á síðkastið. Hann heldur að hann eigi eitthvað undir sér“. Edward lét hann ekki eiga hjá sér og lét að því liggja, Framh. á bls. 10 Robert Kennedy með sigurbros á vör Kína, kom til Moskvu í dag með fríðu föruneyti sjö mektarmanna innan kínverska kommúnista- flokksins og ríkisstjórnarinnar. Er það í fyrsta skipti síðan í júlí í fyrra sem æðstu menn land- anna ræðast við, en sjálfur hefur Chou ekki komið til Moskvu í þrjú ár. f orði kveðnu eru kommúnista- leiðtogarnir komnir til Moskvu til þess að vera þar viðstaddir hátíðahöldin vegna 47 ára bylt- ingarafmælisins 7. nóvember, en það er þegar ljóst, að hátíða- höldin á laugardaginn hverfa í skuggann fyrir fundum komm- únistaleiðtoganna, einkum þó kínversku sendinefndarinnar, og hinna nýju ráðamanna í Sovét- ríkjunum. Eins og frá hefur verið skýrt í fréttum, versnaði sambúð stórveldanna tveggja óðum síð- ustu mánuðina sem Krúsjeff var við völd í Sovétríkjunum og fund ur kommúnistaleiðtoganna í Moskvu nú gæti gert mikið til þess að styrkja samheldni komm únistaríkjanna. Chou En-lai 'kom flugleiðis til Moskvu og tók Alexei Kosygin, arftakj Krúsjeffs í embætti for- sætisráðherra, á móti honum á flugvellinum, en Leonid Brezhn- ev, aðalritari sovézka kommún- istaflokksins tók á móti Wlady- slaw Gomulka, starfsbróður sín- um frá Póllandi og Adam Rap- acki utanríkisráðherra. Anastas Mikoyan, forseti Sovétríkjanna tók á móti þeim Walter Ulbricht, aðalritara austurlþýzka kommún- istaflokksins og Willi Stoph for- sætisráðherra. Þá komu einnig til Moskvu í dag Yumzhagin Tsedenbal. forsætisráðherra Mongólíu og aðalritari kommún- istaflokksins þar, og Ernesto „Che“ Guevara, sérfræðingur Fi3els Castro í skæruliðahernaði og iðnaðarmálaráðherra Kúbu. Jiri Hendrych var þar mættur Framh. á hls. 23 Aðeins óiangi ó leiðinni í hvítn húsið New York, 5. nóvember, NTB STJÓRNMÁLAMENN telja sig- ur Roberts Kennedy í öldunga- deildarkosningunum í New York ríki mikil tíðindi og spá því að hann muni úr þessu hasla sér æ stærri völl í bandarískum stjórn- málum og jafnvel eiga eftir aí sitja í Hvíta húsinu eins 0£ John F. Kennedy, eldri bróðia hans. Hefur Róbert sjálfur heldui enga dul dregið á hug sinn tii forsetaembættisins. Bolivíuforseti flúinn úr landi Herforingjaráð fer með völdin Afhendingarskráin gerð Kaupmannahöfn, 5. nóv. — NTB og einkaskeyti til Mbl. frá Rytgárd. „BERLINGSKE Aftenavis“ birti í dag skrá þá yfir handritin, sem afhenda á íslendingum úr Árna- safni sem danska kennslumála- ráðuneytið lét gera á sínum tíma. Mikil leynd hefur hvílt yfir skrá þessari, sem tekur til mörg hundruð handrita, er ráðu neytið telur að afhenda eigi, vegna þess að þau séu íslenzk- tir menningararfur. Skrá þessi var samin árið 1961 og gerðu það tveir embættis- menn stjórharinnar, þeir Palle Birkelund, ríkisbókavörður og prófessor Peter Skautrup, sem báðir eru persónulega mótfalln ir skiptingu Árnasafns, en gengu að verkinu að skipun ráðuneytis ins. Skrá þessi hefur ekki áður verið gerð opinber. 1 Formaður „Handritanefndar- innar frá 1964“, prófessor Jo- hannes Bröndum-Nielsen, sem sá' skrá þessa í dag í fyrsta sinn, sagði að mörg handritanna sem þar sé að finna, hljóti að falla ut an skilgreiningar laganna um „ís lenzkan menningararf“ en lagði áherzlu á, að hvorki hann sjálf- ur né aðrir í handritanefndinni gætu með nokkru móti viður- kennt réttmæti þess, að afhenda handritin og búta hið mikla Árna safn í sundur. „Berlingske Aftenavis“ gagn- rýndi í dag harðlega stjórnar- völd landsins fyrir að hafa ekki áður birt skrá þessa yfir hand- ritin, sem afhenda eigi, og sömu leiðis fyrir að hafa ekki ráðgazt við sérfræðinga þá, sem fyrir sakir fróðleiks síns og menntun- ar séu til þess settir að varðveita söguleg verðmæti þjóðarinnar. í EINKASKEYTl til Mbl. frá fréttaritara þess í Kaupmanna- höfn segir frá birtingu handrita- skrárinnar í dag á þessa leið: „Berlingske Aftenavis“ birtir í dag meira en tveggja síðna grein inni í blaðinu og stóra grein á f orsíðu um það, sem blaðið kallar „hina leynilegu skrá“ handrita þeirra, sem afhenda eigi íslend- ingum. í greinixmi á forsíðu blaðs ins segir: „Síðan vorið 1961 hefur verið til skrá yfir það, sem kennslumálaráðueytið telur, að sækja verði til Árnasafns til þess að geta afhent handrit í sam- ræmi við afhendingarskilmála opinber þá, sem settir voru i samráði við íslenzku stjórnina og samþykktir voru af utanríkisnefnd Allþingis en aftur á móti ekki af Aliþingi sjálfu. Skrá þessi er þannig tdl komin, Framhald á bls. 23. Kennedy-höfða, 5. nóvem- ber, AP, NTB. 1 KVÖLD klukkan rúmlega sex að íslenzkum tíma var skot- ið á loft geimfarinu Mariner 3, og stefnt á jarðstjörnuna Mars, einu jarðstjörnuna í sólkerfinu isem vísindan-onn telja einhverj- ar líkur á, að byggifeg sé lif- andi verum. Geimskip þetta, sem búið er 10-hæða Atlas-Ag- ena eldflaug og vegur 260 kíló, á að taka alls 22 myndir af jarðstjörnunni þegar það er sem næst henni, eða úr um það bil 13.840 km. fjarlægð, en það verð La Paz, Boliviu, 5. nóv. AP-NTB. ALFREDO Obando Candia, hers- höfðingi, reyndi í dag að mynda nýja ríkisstjórn í Bolivíu með stuðningi hers landsins, sem í gær rak frá völdum og úr landi Victor Paz Estenssoro, sem verið hefur forseti Bolivíu í 12 ár. Estenssoro flýði til Perú með konu sína, fjóra syni og fjóra meiriháttar embættismenn úr stjórn sinni. Heimili þeirra og nr ekki fyrr en 17. júlí næsta ár. Ekki segja vísindamenn þó að myndir þessar miuni . skera úr um það hvort líf fyrirfinnist á Mars eða ekki, en þær kunna að leysa gátuna um „skurðina“ á jarðstjörnunni og um dökku blettina, sem sumir vísindamenn telja gróðurbletti. Myndir þær sem Mariner 3 er ætlað að taka á næsta árj verða 100 sinnum skýrari en myndir teknar með aðstoð beztu stjörnukíkja á jörðu niðrL Fyrirhugað er að skjó'ta á loft öðru gieiimfari alveg eins, Mar- annarra hafa verið rænd í nótt, en í óeirðunum í gœr féllu 7 manns og a. m. k. 50 særðust. Herforingjaráðið, sem nú hef- ur tekið í sínar hendur öll völd í landinu hefur lofað kosningu innan skamms og er það von margra, að Barrientos, varafor- seti láti til leiðast að taka við embætti Estenssoros. Hann hefur neitað að gerast formaður nú- verandi bráðabirgðastjórnar her- f oring j aráðsins. iner 4, 13. nóvember eða nokkru síðar, en nóvember er bezti tím- inn til þess að skjóta á loft geim fari til stefnumóts við Mars, sem minnst fjarlægð milli Marz og Jarðar er í júlí n.k. Meira en 2 ár muniu líða áður en á- móta tækifæri gefst. Geimfarinu er einnig ætlað að annast ýmisskonar rannsóknir á geimryki og geimgeislmn á leið sinni til Mars, og m.a. ganga úr skugga um það, hvort jarð- stjarnan sé umgirt geimgeisla- belti af Van AEen-gerð, hvoa-t þar sé sagulsvið og hvemig andrúmslo'ftið sé þar. Mariner 3 á leið til Mars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.